Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Bandarísk rannsóknarnefnd hefur komist að
þeirri niðurstöðu að sprengingu, sem olli olíulek-
anum í Mexíkóflóa á liðnu ári, megi rekja til ým-
issa mistaka og ákvarðana sem voru líklega teknar
til að spara peninga og tíma. Nefndin komst einnig
að þeirri niðurstöðu að þrjú fyrirtæki, BP, Halli-
burton og Transocean, bæru öll ábyrgð á þessum
mistökum.
Þessi niðurstaða varð til þess að gengi hluta-
bréfa í BP hækkaði um 2,27% í gær og hefur ekki
verið hærra frá því í maí á liðnu ári. Hækkunin var
Kerfisbundin mistök ollu slysinu
Rannsóknarnefnd segir að þrjú fyrirtæki beri ábyrgð á olíulekanum í Mexíkóflóa
Líklegt að niðurstaðan verði til þess að BP greiði minni bætur en talið var
rakin til þess að nefndin telur
að öll fyrirtækin, sem tengdust
olíuborpallinum sem sprakk,
beri ábyrgð á mistökunum –
ekki aðeins BP. Líklegt þykir
að þetta verði til þess að BP
þurfi að borga minni skaðabæt-
ur vegna olíumengunarinnar
en búist var við. Olíufyrirtækið
hefur þegar selt eignir að and-
virði 30 milljarða dollara, sem
svarar 3.500 milljörðum króna,
til að geta greitt skaðabæturnar.
Bandaríkjaforseti skipaði rannsóknarnefndina
Eldur í olíu-
borpallinum.
og hún hyggst birta niðurstöður sínar í heild á
þriðjudaginn kemur.
Getur gerst aftur
Nefndin segir að opinberar eftirlitsstofnanir
hafi ekki haft nægilegt vald og bolmagn til að
hindra mistökin sem stuðluðu að sprengingunni.
Mistökin hafi verið „kerfisbundin“ og líklegt sé að
slík mengunarslys verði aftur ef ekki verða gerðar
breytingar á starfsháttum í olíuvinnslunni og
opinberu eftirliti með starfseminni.
Halliburton veitti BP ýmsa þjónustu við rekstur
olíuborpallsins sem sprakk og olíufyrirtækið leigði
borpallinn af Transocean.
Afdrifarík sprenging
» Ellefu manns biðu bana í
sprengingu í olíuborpallinum
Deepwater Horizon í Mexíkó-
flóa í apríl.
» Sprengingin varð til þess
að 4,9 milljónir tunna af olíu
láku í hafið á þremur mán-
uðum og er það eitt mesta
olíumengunarslys sögunnar.
Áhrifin á lífríkið voru þó ekki
eins mikil og óttast var í
fyrstu.
Hópur galvaskra Búlgara dansar í ískaldri á, Tundzha,
í bænum Kalofer í Búlgaríu á þrettándanum í gær þeg-
ar minnst var komu vitringanna þriggja að jötunni í
Betlehem. Íbúar bæjarins telja að dans í ánni tryggi
þeim góða heilsu á nýja árinu og fjölmargir taka því
þátt í dansinum á þrettándanum.
Reuters
Dansa sér til heilsubótar í ísköldu vatni
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Glæpamennirnir og ofbeldisseggirn-
ir sofa ekki á nóttinni og konurnar
eru því oft andvaka í flóttamanna-
búðunum á Haítí. Þeirra á meðal er
Guerline sem þurfti að horfa á vopn-
aða menn nauðga ungri dóttur sinni í
tjaldbúðum í Port-au-Prince, höfuð-
borg landsins. Guerline hefur dvalið
þar með þremur börnum sínum eftir
að hafa misst mann sinn í jarðskjálft-
anum sem reið yfir Haítí fyrir tæpu
ári.
Dóttur hennar var nauðgað í
mars, tveimur mánuðum eftir jarð-
skjálftann. „Fjórir menn nauðguðu
henni. Hún er 13 ára gömul,“ er haft
eftir Guerline í skýrslu sem mann-
réttindasamtökin Amnesty Inter-
national hafa birt um nauðganir í
flóttamannabúðunum.
„Þeir sögðu við mig að þeir
myndu drepa mig ef ég segði
frá þessu. Þeir sögðu að ef ég
færi til lögreglunnar myndu
þeir skjóta mig til bana,“ sagði
Guerline. „Ég er hrædd. Ég er
hvergi óhult um líf mitt, á eng-
an öruggan samastað, þannig
að ég varð að þegja.“
Mennirnir nauðguðu líka
Guerline þessa nótt og hún
getur ekki hætt að hugsa um
þessa hræðilegu reynslu.
Margar aðrar konur og stúlkur í
flóttamannabúðunum hafa svipaða
sögu að segja, að sögn skýrsluhöf-
undanna.
Nauðguðu 11 ára stúlku
Þeirra á meðal er stúlka, sem köll-
uð er Myriam og var aðeins ellefu
ára gömul þegar henni var nauðgað.
Þrír menn nauðguðu annarri stúlku
steinsnar frá höfuðstöðvum lögregl-
unnar í Port-au-Prince. Hópur
manna nauðgaði Suzie fyrir framan
börnin hennar.
Skýrsluhöfundarnir notuðu ekki
rétt nöfn kvennanna af ótta við að of-
beldismennirnir myndu refsa þeim. Í
skýrslu Amnesty segir að lítið hafi
verið gert til að vernda konur í
flóttamannabúðunum þar sem rúm
milljón manna hírist enn eftir jarð-
skjálftann sem kostaði um 230.000
manns lífið og lagði stóran hluta
höfuðborgarsvæðisins í rúst.
„Vopnaðir hópar ráðast á konurn-
ar eins og þeim sýnist, enda vita þeir
að litlar líkur eru á því að þeir verði
dregnir fyrir rétt,“ sagði Gerardo
Ducos, sem stjórnaði rannsókn Am-
nesty á Haítí.
Lifa í stöðugum ótta
við hópa nauðgara
Lítið gert til að vernda konur í flóttamannabúðum á Haítí
Stjórnvöld í Þýskalandi reyndu í
gær að sefa ótta almennings vegna
frétta um að mikið magn af díoxíni,
þrávirku lífrænu mengunarefni,
hefði verið í allt að 3.000 tonnum af
dýrafóðri sem notað var í um það
bil þúsund kjúklinga- og svínabúum
í landinu.
Ilse Aigner, landbúnaðarráð-
herra Þýskalands, sagði að almenn-
ingi stafaði ekki hætta af díoxíninu
þótt dreifing mengaða dýrafóðurs-
ins hefði verið miklu meiri en talið
var í fyrstu. „Allt mengað dýrafóð-
ur, sem sett var á markað, hefur
verið innkallað og öll matvæli frá
búum, sem notuðu fóðrið, voru tek-
in úr verslunum.“
Margir neytendur í Þýskalandi
hafa haft miklar áhyggjur af mál-
inu eftir að skýrt var frá því að
mörg þýsk bú hefðu hætt eggja- og
kjötframleiðslu vegna mengunar-
efnisins. Embættismenn í sam-
bandslandinu Nordrhein-Westfalen
segja að tvö bú hafi dreift meira en
100.000 eggjum sem kunni að hafa
innihaldið of mikið magn díoxíns.
Ætluð til pappírsframleiðslu
Talsmaður þýska landbúnaðar-
ráðuneytisins sagði að bú í Sax-
landi-Anhalt hefði selt 136.000 egg
til Hollands í síðasta mánuði.
Aigner sagði að díoxínið hefði
verið í olíu sem nota hefði átt við
pappírsframleiðslu en þess í stað
verið sett í dýrafóðrið. „Við höfum
ekki enn fundið orsök díoxínmeng-
unarinnar, það hafa aðeins verið
settar fram tilgátur,“ sagði land-
búnaðarráðherrann. bogi@mbl.is
DÍOXÍN Í DÝRAFÓÐRI
Berlín
Brandenborg
Saxland-Anhalt
Talið er að 3.000 tonn af dýrafóðri
hafi innihaldið mikið magn af díoxíni
Fóðrinu var dreift til 1.000
kjúklinga- og svínabúa í átta
sambandslöndum Þýskalands
8.000 kjúklingum hefur verið fargað
Kjúklingum gefin a.m.k
55 tonn af fóðri sem kann
að hafa verið mengað
100.000 egg sett á
markað
136.000 egg flutt til
Hollands í desember
Getur haft mikil
eitrunaráhrif ef það berst í
líkamann í talsverðu magni
yfir langt tímabil
Getur skaðað
ónæmiskerfið, raskað
hormónaframleiðslu og
valdið krabbameini
Fóðurframleiðandinn Harles &
Jentzsch segist hafa blandað
fitusýrum í dýrafóður, í þeirri trú
að það bætti fóðrið
Petrotec AG, sem selur fitu-
sýrurnar, segir að þær hafi
ekki verið ætlaðar til manneldis
eða í dýrafóður
Neðra-Saxland
90% af mengaða
dýrafóðrinu var
dreift þar
Nordrhein-
Westfalen
120.000
menguð egg
sett á markað á
síðustu fjórum
vikum
Slésvík-Holtsetaland
ÚTBREIÐSLAN
DIOXÍN
Þ Ý S K A L A N D
Reynt að sefa ótta við
díoxínmengun í dýrafóðri
Eric Besson, iðnaðarráðherra Frakk-
lands, sagði í gær að Frakkar stæðu
nú frammi fyrir „efnahagsstríði“ eftir
að franski bílaframleiðandinn Renault
skýrði frá því að upplýsingaleki og
iðnaðarnjósnir ógnuðu fyrirtækinu.
Grunur leikur á að leynilegum upp-
lýsingum um rafmagnsbíla hafi verið
lekið til keppinauta Renault. Þremur
af yfirmönnum Renault hefur verið
sagt upp störfum eftir nokkurra mán-
aða rannsókn á málinu. Heimildar-
menn fréttastofunnar AFP segja að
mennirnir hafi allir stjórnað verkefn-
um í tengslum við þróun rafmagns-
bíla. Renault hef-
ur í samstarfi við
japanska
bílafyrirtækið
Nissan lagt mikið
fé í þróun rafbíla
og hyggst setja
nokkrar gerðir
þeirra á markað á
næstu þremur ár-
um.
„Þó að orðið „efnahagsstríð“ sé
stundum fáránlegt, þá er það viðeig-
andi í þessu tilviki,“ sagði Besson í út-
varpsviðtali.
Óttast iðnaðarnjósn-
ir og „efnahagsstríð“
Eric Besson
Allt að fjórar milljónir barna
þjást vegna ófullnægjandi
aðgengis að vatni, hrein-
lætisaðstöðu, heilsugæslu
og menntun nú þegar tæpt
ár er liðið frá jarðskjálft-
anum mannskæða á Haítí.
Þetta kemur fram í skýrslu
sem UNICEF, Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, birtir í
dag.
Þar kemur m.a. fram að
þótt hjálparstarfið hafi gengið
vel sé endurreisnarstarfið rétt að
byrja. Rúm milljón manna býr við
þröngan kost í flóttamannabúðum
á Haítí, þeirra á meðal 380.000
börn. „Börn hafa sérstaklega þurft
að þjást og halda áfram að þjást
vegna síendurtekinna erfiðleika
sem komu upp á liðnu ári. Þau
hafa ekki enn fengið að njóta fullra
réttinda til heilsu, menntunar og
verndar,“ segir Francoise Gruloos-
Ackermans, yfirmaður UNICEF á
Haítí.
Hundruð þúsunda barna þjást
ENDURREISNARSTARFIÐ Á HAÍTÍ RÉTT AÐ BYRJA
Stúlka í
flótta-
manna-
búðunum.