Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 Trúðsleikur Dönsku trúðarnir Casper og Frank komu til Íslands í gær í tilefni af sýningu kvikmyndarinnar Klovn. Í stráksskap sínum lék Casper sér með bolta þar sem þeir voru í Sambíóunum. Kristinn Í kjölfar umræðu um fjölfosföt í salt- fiski ætlum við að freista þess að skýra stöðu þessa iðnaðar á Íslandi. Þrennt er talið mæla gegn því að efnið sé notað. Sagt er að rakastig fisksins verði of hátt og liturinn óeðlilegur og að notkunin sé andstæð lögum og reglum. Ekkert af þessu stenst skoðun eða er hafið yfir vafa. Hafa ber í huga að verkunarferli salt- fisks er í eðli sínu flókið efnaferli og allur fullverkaður saltfiskur er mettaður af fullsterkum pækli, sama hvert rakastig fisksins er. Rakastig og fosfat Á árunum 1820-1920 var salt- fiskur aðallega sólþurrkaður og var rakastig hans um 45%. Ástæða þess var (og er) að þurrkun er eina aðferðin sem dugir til að geyma fisk í hita og miklum loftraka þar sem ekki eru kælar með raka- og hitastillum. Blautverkun saltfisks, þar sem rakastig er um 52%, hófst um 1920 og var uppistaða fram- leiðslunnar fram til 1985. Fiskurinn var saltaður í stæður og umsalt- aður nokkrum sinnum. Þessi fiskur þótti mun hvítari og þykkari og seldist á dýrari mörkuðum eins og í Katalóníu á Spáni. Ástæðan var sú að þar voru kaupendur sem áttu kæligeymslur og þurrkuðu fiskinn sjálfir. Á árunum 1980-1990 varð mikil breyting á verkunaraðferðum þeg- ar framleiðsla hófst á svokölluðum tandurfiski, en í honum var raka- stig 55%. Aðferðin felst í því að fiskurinn er settur í fljótandi pækil og síðan þurrsaltaður í kör. Kaup- endur útvatna fiskinn án þess að þurrka hann og gera miklar kröfur um gæði. Þróunin heldur svo áfram á ár- unum 1990-2002 þegar tandurfisk- urinn varð að svokölluðum SPIG- fiski (sem seldur er til Spánar, Ítal- íu og Grikklands). Hann er sprautusaltaður í pækil eins og tandurfiskur en pakkaður og gæða- metinn í 25 kg kassa. Rakastig í þessum fiski er 57-59%. Með til- komu fosfats fæst fiskur með stöð- ugan, ljósan blæ en framleiðslan er að öðru leyti óbreytt, þ.e. með sprautusöltun, pæklun og þurr- söltun. Ferskur fiskur hefur sama rakastig og útvatnaður saltfiskur, eða um 80%, hvernig sem hann er meðhöndlaður af framleiðendum. Það er því enginn munur á raka- stigi fersks fisks og saltfisks þegar neytandi kaupir vöruna. Litur og fosfat Fosfat er viðurkennt sem hættu- laust efni og er notað til margvís- legrar matargerðar. Í saltinu sem flutt er inn til framleiðslu á salt- fiski er lítið eitt af járni og kopar, ásamt ögnum af öðrum efnum. Þessi efni hvetja oxun á fitu sem hefur í för með sér þránun og guln- un í fiskinum. Fosfatið vinnur gegn þessum óæskilegu áhrifum efnanna og viðheldur þeim náttúrulega hvíta lit sem fiskurinn hefur. Fos- fatið sjálft hvítar því engan fisk. Við útvötnun fara öll þessi efni nánast að öllu leyti úr fiskinum og eftir situr þessi sérstaki salt- fiskkeimur sem engin matvæli önn- ur geta státað af. Lög og reglugerðir Deilan um notkun fosfats snýst um túlkun á lögum og reglum um hvort það sé aukefni eða hjálp- arefni en ekki hvort fosfat sé skað- legt eða ekki. Hjálparefni er farið úr við neyslu matvæla en aukefni ekki. Aukefni er merkingarskylt en hjálparefni ekki. Það er hins vegar staðreynd að stjórnvöld hafa við- urkennt þennan ágreining með því að sjá í gegnum fingur í langan tíma og þau hafa gefið framleið- endum mismunandi skilaboð eftir löndum og gefið þeim mismunandi tímaramma til að bregðast við. Saltfiskframleiðendur vilja bíða með ákvörðun um bann þar til ann- að hvort gerist að samræmdar verði aðgerðir í öllum löndum eða dæmt verði í málinu. Raunverulegur árangur Við sölu á saltfiski síðustu 100 ár hefur alltaf fylgt skilgreining á því um hvers konar saltfisk sé að ræða varðandi gæði, stærð og rakastig og verð ákveðið út frá því. Á 100 árum hafa íslenskir saltfisk- framleiðendur og viðskiptavinir þeirra í Suður-Evrópu þróað saman vöru sem aukist hefur að gæðum, aðlagast nútíma neysluvenjum og staðið af sér alla samkeppni við önnur sambærileg matvæli frá öðr- um löndum. Þeir sem vilja reikna breytingu á rakastigi úr 45% í 59% sem vatnsútflutning eru að segja að um þriðjungur af vörunni í dag sé vatn sem selt sé á 1000 kr. lítr- inn og skili þjóðarbúinu um 10 milljörðum á ári. Þetta stenst enga skoðun. Til að meta raunverulegan ár- angur íslenskra saltfiskverkenda er best að líta til meðfylgjandi línurita sem sýna hvernig Íslendingar hafa unnið baráttuna um dýrustu mark- aðina. Okkar þróunar- og sölustarf hefur skilað okkur hækkandi verði og stækkandi hlutdeild á dýrustu mörkuðunum á sama tíma og aðrir missa spón úr aski sínum. Að sjálf- sögðu verða alltaf skiptar skoðanir á þessu sem öðru en þeir sem tjá sig opinberlega um saltfisk þurfa að kunna skil á grunneðli salt- fiskverkunar til að umræðan verði gagnleg. Eftir Pétur Haf- stein Pálsson og Gunnar Tómasson » Við sölu á saltfiski hefur alltaf fylgt skilgreining á gæðum, stærð og rakastigi þeg- ar verðið er ákveðið. Pétur Hafsteinn Pálsson Pétur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík og Gunnar er framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík. Árangur íslenskra saltfiskverkenda í 100 ár Gunnar Tómasson Útflutningsverðmæti blautverkaðs saltfisks frá Íslandi, Færeyjum og Noregi (milljónir USD) 250 200 150 100 50 0 2005 2006 2007 2008 2009 Ísland Færeyjar Noregur Söluverð blautverkaðs saltfisks frá Íslandi, Færeyjum og Noregi (USD / kg) 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 2005 2006 2007 2008 2009 Ísland Færeyjar Noregur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.