Morgunblaðið - 07.01.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.01.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 ✝ Guðmundur Ein-arsson var fæddur í Kópavogi hinn 3. apríl 1962. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 25. des- ember 2010. Foreldrar Guð- mundar eru Einar H. Guðmundsson frá Flekkuvík, f. 1923, d. 1985, og Margrét Jónsdóttir frá Gjörgi, f. 1933, búsett á Sauð- arkróki. Systkini Guð- mundar eru Þorsteinn Bergman Einarsson, f. 1946, kvæntur Ester Grímsdóttur, Hrefna Einarsdóttir, f. 1947, gift Gylfa Jóhannessyni, Hansína Bjarn- fríður Einarsdóttir, f. 1957, gift Jóni Rafni Högnasyni, Bryndís Ein- arsdóttir, f. 1958, gift Vigdísi Ras- ten, Guðrún Agnes Einarsdóttir, f. 1959, Einarína Einarsdóttir, f. 1967, í sambúð með Stefáni Reyn- issyni, Gunnar Jens Elí Einarsson, f. 1968, í sambúð með Margréti Gígju Rafnsdóttur, Pálmi Ein- arsson, f. 1969, giftur Oddnýju Björnsdóttur, og Olga Soffía Ein- arsdóttir, f. 1973, gift Brynjari Birni Gunn- arssyni. Guðmundur var kvæntur Fríðu Björk Einarsdóttur, f. 1966. Foreldrar hennar eru Einar Kjart- ansson, fæddur á Eyrarbakka 1942, og Þórhildur Gísladótt- ir, fædd á Eyrar- bakka 1943. Börn þeirra og systkin Fríðu Bjarkar eru Margrét, fædd í Reykjavík, f. 1961, maki Bjarni Jak- obsson, f. 1963, Gísli Ragnar, fædd- ur í Reykjavík 1969, d. 1991. Kjart- an Júlíus, f 1975, maki Danielle Harms, fædd í Pennsylvania 1976. Börn Guðmundar og Fríðu eru Þórhildur Bryndís Guðmunds- dóttir, f. 1999, og Einar Hafsteinn Guðmundsson, f. 2007. Guðmundur á auk þess Kristjönu Margréti Guð- mundsdóttur, f. 1991, með Björgu Þorleifsdóttur. Útför Guðmundar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 7. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Mig langar í stuttu máli að minn- ast eiginmanns míns, Guðmundar Einarssonar, en hann var ástin mín og besti vinur í tuttugu ár. Ég lærði margt af Guðmundi á þessum dýr- mætu árum í lífi mínu. Hann var maður framkvæmdanna og hafði yndi af því að miðla eigin reynslu og þekkingu og láta gott af sér leiða, hvort sem það var heima hjá okkur börnunum eða í starfi. Guðmundur var einstaklega fjöl- hæfur maður, nákvæmur og vand- virkur. Hann tók með gleði þátt í öllu innan heimilisins og gilti þá einu hvort festa þurfti tölur, strauja föt, endurhanna íbúðina, búa til fallega hluti með krökkunum eða ræða við mig um það hvort dúkar væru vel heklaðir. Guðmundur var mikill fag- maður og var sama hvað hann gerði, nákvæmnin og vandvirknin ein- kenndi allt hans handbragð og hef ég trú á því að verk hans sem hönn- uðar eigi eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Það er svo margt sem kemur upp í hugann nú þegar kveðjustundin er komin. Guð- mundur elskaði að vera með fjöl- skyldunni í sumarbústaðnum okkar og fara í fjöruferðir. Hann hafði un- un af að vera úti í náttúrunni. Hann naut þess að skapa, rökræða og efla andann með gefandi fólki; allt þurfti að hafa tilgang og merkingu. Ég og börnin okkar eigum eftir að sakna þess að heyra ekki í mölinni á kvöld- in þegar pabbi kom heim en það var svo gott að finna hlýja nærveru hans umvefja okkur eftir annasaman dag. Ég þakka fyrir að hafa notið sam- vista við manninn minn á hverjum einasta degi. Ég þakka honum fyrir umhyggjuna, örlætið, góðmennsk- una, öryggið, trygglyndið, umburð- arlyndið og innihaldsríku samræð- urnar sem gerðu mig að betri og víðsýnni manneskju. Ég þakka fyrir að hafa verið elskuð af svo stórkost- legum manni. Ég vona að Gundi minn, ástin mín, sé kominn í annan Eilífsdal þar sem honum líður vel með rauðvínið sitt og pípu. Í dag kveð ég hann með sárum söknuði í hinsta sinn, ég vona að hann bíði mín með opinn faðminn þegar að minni stund kemur. Verum glöð og ánægð með það sem við eigum og njótum samverustundanna hvort við annað; hann hefði viljað það. Fríða Björk Einarsdóttir Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. ... Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Á jóladagsmorgni, þegar allt var hljótt í mannabyggðum, kom hönd sorgarinnar og hreif þig burt frá eiginkonu, ungum börnum og ást- vinum. Hvers vegna – af hverju er ungur maður í blóma lífsins hrifinn burt frá fjölskyldu, vinum og óloknum verkefnum? Ótal spurningar vakna en engin svör. Þú komst inn í líf okkar á erf- iðum tíma, þegar við vorum nýlega búin að missa son okkar, Gísla Ragnar. Allt frá þeirri stundu að dóttir okkar, Fríða Björk, kynnti Guðmund Einarsson fyrir okkur, fannst okkur sem við hefðum eign- ast son. Persónuleiki Guðmundur ein- kenndist af heiðarleika og réttsýni. Hann var þolinmóður og elja hans, ásamt hugviti og högum höndum, skiluðu samfélaginu dýrmætum hönnunarlistaverkum. Allur hans starfsferill var helgaður sköpun og alltaf setti hann íslenskan iðnað í öndvegi ef tækifæri gafst. Hann var afar traustur fjöl- skyldufaðir og vildi standa við allar sínar skuldbindingar. Ranglæti í hvaða mynd sem það birtist var honum ekki að skapi. Guðmundur var sérstakur per- sónuleiki. Hann var skapríkur og rökfastur og oft áttu hann og tengdafaðirinn skoðanaskipti þar sem alltaf náðist niðurstaða þannig að aðilar skildu sáttir. Hjálpsemi hans var viðbrugðið og snyrti- mennska var sjálfsagður hluti af lífi hans. Guðmundur var hógvær og ekki mikið fyrir að láta hrósa sér. Hann eignaði sér ekki einn viðurkenning- arnar sem hönnunarverkefni hans hlutu heldur deildi þeim með hópn- um sem að þeim vann. Slíkt einkennir fólk sem vill gjarnan ná breiðum árangri í sínu starfi án tillits til eigin þarfa. Það er ótrúlegt að kveðjustundin sé runnin upp en samt staðreynd. Við trúum því og treystum að nú líði þér vel með englunum eins og segir í ljóðinu hans Bubba. Þú hefur ekki verðskuldað neitt annað, kæri vinur. Elsku Guðmundur. Við kveðjum þig með djúpri þökk og virðingu og erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér og eiga þig sem vin. Vonandi auðvelda allar fallegu perlurnar sem þú skildir eftir á minningabandinu okkur að milda sorgina. Elsku Fríða Björk okkar og aðrir syrgjendur. Missir þinn og ykkar allra er mikill en það er huggun harmi gegn að hafa átt samleið með traustum eiginmanni, föður, syni, bróður og vini. Blessuð sé minning Guðmundar Einarssonar. Einar og Þórhildur. Það voru ekki góðar fréttir sem okkur bárust að morgni jóladags að hann Guðmundur mágur væri far- inn. Maður á besta aldri sem átti eftir að gera svo ótal, ótal margt og klára svo margar hugmyndir, njóta lífsins með Fríðu í sumarbústaðnum þeirra, kenna og sýna börnum sín- um allt mögulegt og ómögulegt. Gera bara allt það sem maður gerir á heilli ævi en hans ævi varð allt of stutt. Það er svo fátt sem maður getur sagt eða gert en jafnframt svo margt sem mann langar til að segja og gera þegar svona fréttir berast en allt virðist það vera svo vita gagnslaust. Nú fær maður því miður ekki fleiri tækifæri til að setjast niður með Guðmundi, rökræða, skiptast á skoðunum og hugmyndum um allt á milli himins og jarðar yfir rótsterk- um espressó. Elsku Fríða systir, Þórhildur Bryndís, Einar Hafsteinn og Krist- jana Margrét, við sendum ykkur all- an þann styrk og stuðning sem í okkar valdi stendur. Einnig sendum við öllum öðrum aðstandendum Guðmundar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét, Bjarni, Adda Þóra og Karen. Elsku bróðir, ég hef úr svo mörg- um góðum minningum að velja þeg- ar ég hugsa til þín. Til að mynda er ein mín besta jólaminning tengd þér. Þú hafðir komið heim frá Ítalíu þar sem þú varst í námi og sagst vera með rosalega flotta jólagjöf handa mér. Ég varð því fyrir tölu- verðum vonbrigðum þegar ég opn- aði pakkann frá þér og fann þar lít- inn leslampa. Ég vildi ekki vera vanþakklát og þóttist vera alsæl. En þegar frómasinn var komin á borðið réttirðu mér annan og stærri pakka. Í honum var svört leðurtaska sem var í raun verkfærataska en við sáum bæði hversu flott hún yrði sem skólastaska. Ég man hvað ég var montin þegar ég fór með töskuna í skólann, það átti sko enginn svona flotta verkfæraskólatösku. Þar sem ég var svo ung þegar pabbi dó varstu mér eins og annar faðir. Ég leit alltaf upp til þín og þú tókst að þér föðurhlutverkið í fjöl- skyldunni. Það kom því enginn ann- ar til greina sem leitt gæti mig upp að altarinu þegar við Brynjar giftum okkur fyrir 9 árum síðan. Þú tókst hlutverkið mjög alvarlega og óvænt óhapp á brúðkaupsdaginn sló þig al- veg út af laginu. Þegar þú komst að ná í mig í athöfnina flýtti ég mér svo mikið niður stigann að ég reif fald- inn á kjólnum mínum. Þar sem ég var lyklalaus þurfti ég að banka upp á hjá nágrönnunum til þess að fá nál og tvinna til að sauma kjólinn. Þeg- ar ég kom loks út í bíl til þín, allt of seint, sastu þar stjarfur af stressi. Það var eins og við værum að fara í sitthvora athöfnina, ég alsæl með það að hafa náð að bjarga kjólnum og þú grafalvarlegur. Það var ekki fyrr en í veislunni á eftir að það fór að lifna yfir þér, þó þú kvartaðir reyndar mikið yfir því hversu hægt það gengi að fá drykkina á háborðið. Mér þótti afar vænt um að hafa þig við hlið mér þennan dag og þú stóðst þig prýðilega í stað föður míns. Sem yngsta barn í stórum systk- inahóp hef ég alltaf verið stolt af eldri systkinum mínum ekki síst af stóra bróðurnum sem hannaði hús- gögn sem finna má bæði á heimilum og hjá fyrirtækjum víða um landið. Þegar við hjónin fórum að taka hús- ið okkar á Seltjarnarnesinu í gegn í sumar kíktum við í kaffi í stúdíóið til þín til að athuga hvaða lausnir þú hefðir sem hentað gætu okkur. Eftir að hafa skoðað verk þín kom ekkert annað til greina en að við keyptum af þér húsgögn. Það er mér mikils virði að við tókum þessa ákvörðum. Bæði finnst mér mikill heiður að eiga eitthvað eftir þig í húsinu okkar og eins finnst mér að með því að eiga verk eftir þig sé eins og eitt- hvað af þér sé enn hjá mér. Elsku bróðir, ég þakka þér allt sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina. Þín verður sárt saknað. Þín litla systir, Olga. Guðmundur Einarsson HINSTA KVEÐJA Fagur kvistur fallinn er fyrir nöprum dauðans vindi Lífsins braut nú lokið er líka margra von og yndi Falla af augum sviðasár sorgarþrungin harmatár. Það er besti bautasteinn betri en nokkur erfðasjóður að hafa verið hjartahreinn, hugprúður og drengur góður. Nú er svifin sæl þín önd sólbjört hrein í dýrðarlönd. (Guðbjörg Sigurðardóttir.) Elsku Þórhildur. Frá Gjá- bakka og Gullsmára berast hlýjar samúðar- og vinarkveðj- ur til þín og fjölskyldu þinnar. Guð blessi minningu Guðmund- ar Einarssonar. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Óskiljanlegur er sá heimur sem missir afburðafólk frá verkum sínum og fjölskyldu í blóma lífsins. Einstaklega þægilegur náungi með hlýja nærveru hefur verið hrifinn burt. Hugsaði alltaf langt út fyrir kassann en ávallt í lausn- um. Ef hægt er að endurbæta hönnun himnanna mun Guð- mundur án efa koma auga á það. Ég votta fjölskyldunni inni- lega samúð mína og bið góðan vin að fara í friði. Jón Gunnar Bergs.  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Kristrún Sigurrósfæddist á Kirkjubæ á Eskifirði 6. júlí 1927. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. desember 2010. Foreldrar hennar voru Stefnía Bjarna- dóttir Melsteð f. 19.8. 1893, d. 16. október 1972 og Ásgeir Hraun- dal f. 1887, d. 1965. 7. júní 1952 kvæntist Kristrún William Lund. Hann er sonur hjónanna Carls og Emmu Lund. Þau hættu sambúð 1970. Börn þeirra eru: 1) Stefán Carl f. 1953. 2) Gunnar Guðmundur f. 1956. 3) Marianne Emma f. 1959. Börn hennar eru: a) Sigurrós Krist- rún Nancy f. 1980, unnusti hennar er Gunnar Hafberg, b) Stefanía Soffía f. 1982, c) Ágúst Þór f. 1984, d) Lucia Sigrún f. 1986, e) Jósef f. 1987, f) Jakob Gunnar f. 1990, g) Rebecca f. 1983, h) Amanda f. 1985, i) Alexandra f. 1987, j) Ivan f. 1989 og k) Rósalind f. 2004, 4) Lucia Lund í sambúð með Ragnari Helga Róbertssyni. Synir hennar og Hauks Júl- íussonar úr fyrra sam- bandi eru: a) Jóhann f. 1992 b) Haukur Örn f. 1994. 5) Thorben Jós- ef kvæntist Sigrúnu Hjörleifsdóttur og eiga þau saman: a) Eva Rut f. 1992, henn- ar sonur Óskar Sölvi f. 2010 b) Berg- þór f. 1995, c) Heiða Ýr f. 2000. Þau slitu samvistum. Sambýliskona Thorbens í dag er Marion Herrara og á hún soninn Skorra Pablo. Kristrún ólst upp hjá móður sinni. Þær bjuggu lengst af í risinu hjá systrunum á Landakotsspítala og þar ólst hún upp og gekk í skóla. Starfsferil sinn hóf hún sem ganga- stúlka þar. Hún byrjaði í hjúkr- unarnámi en draumurinn um að ljúka því rættist ekki. Árin 1952-56 dvaldist hún ásamt manni sínum og móður í Danmörku. Hún var heimavinnandi um nokk- ura ára skeið en hóf svo störf að nýju í þvottahúsi Landakots og seinna við umönnun á Hrafnistu í Reykjavík. Árið 1938 tók hún kaþólska trú. Alla tíð var trúin henni mikilvæg og reyndust systurnar á Landakoti henni vel. Hún sótti messur daglega síðustu árin sem heilsan leyfði. Kristrún tók virkan þátt í safn- aðarstarfi og var í kvenfélaginu. Hún sá um tíma um að undirbúa kirkjuna fyrir messur og síðar um kaffið í safnaðarheimilinu. Kristrún hafði unun af söng og var um tíma í kór starfskvenna Hrafnistu. Sálumessa verður sungin fyrir Kristrúnu í Landakotskirkju föstu- daginn 7. janúar 2011 og hefst mess- an kl. 15. Mín fyrstu kynni af Kristrúnu voru fyrir tæpum þremur árum þeg- ar ég fylgdi Luciu í einni af hennar vikulegu heimsóknum til móður sinnar. Þessi heimsókn var mér ekki svo erfið en ég fann að það reyndi meira á Luciu. Þetta var jú móðir hennar. Líkaminn var þarna þokka- lega burðugur til göngu enda hreyfði Kristrún sig mikið en samskiptin voru ekki til að byggja á. Kristrún var alltaf glöð, brosti mikið og talaði um hvað fólk væri yndislegt. Hún átti það til að svara sumum spurn- ingum rétt og stundum voru svörin þannig að hægt vara að hafa gaman af en oftast var hún á annarri bylgju- lengd en við. Aldrei leiddist mér þeg- ar ég heimsótti Kristrúnu á Hrafn- istu þar var alltaf tekið vel á móti okkur. Starfsfólkið var elskulegt og heimilismenn margir skemmtilegir flestir heilsuðu ef maður kastaði á þá kveðju og stundum varð úr smá spjall ef maður gaf sér örlítinn tíma. Dæmigerð heimsókn var þannig að við, ég og Lucia komum inn ganginn á Hrafnistu þar sem Kristrún var einhversstaðar á röltinu. Hún fagn- aði okkur og brosti breitt og kallaði mig yfirleitt pabba eða afa eins og hún gerði svo sem við aðra. Við fór- um inn í herbergið hennar og feng- um okkur súkkulaði sem bæði mér og henni þótti gott. Síðan var lagt í gönguferð og var þá farið um ganga Hrafnistu en ef veður leyfði þá var farið út. Kristrúnu leið best í hita, hún hafði engan áhuga á að ganga úti, ef kalt var þá hreyfðist hún ekki og stundi ó,ó… Það kom fyrir að við gengum með hana svo langt sem í Grasagarðinn í Laugardalnum, geri aðrir betur, rúmlega áttatíu ára gömul. Það var eitt sem ég held að við höfum öll haft haft gaman af en það var að raula lagstúfa með Krist- rúnu og dansa hliðar saman hliðar á sama tíma, þetta endaði oftast í góð- um hlátri hjá henni og okkur. Síðasta heimsókn okkar til Krist- rúnar áður en hún fékk blóðtappa og lagðist í rúmið var skemmtileg. Með okkur í för var Ágúst Þór barnabarn Kristrúnar. Þegar við sögðum henni hver væri með okkur þá var eins og hún vissi hver hann væri. Hún hóf að raula a.b.c.d og síðan brosti hún, hló og sagði ganga, ganga, ganga en Kristrún hafði tekið virkan þátt í uppeldi hans og systkina hans fyrir aldarfjórðungi síðan. Það var eins og okkur fyndist við ná einstaka sinnum meiri tengingu við Kristrúnu síðustu vikur og mánuði. Það er erfitt að út- skýra svona nokkuð en eitthvað var það sem skapaði okkur þá þægilegu tilfinningu að hún vissi meira um og af okkur en oftast leit út fyrir. Tengdamamma, hvíl í friði. Ragnar Helgi Róbertsson. Kristrún Sigurrós Á. Lund

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.