Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 ✝ Skarphéðinn Árna-son fæddist að Bæ á Selströnd í Steingríms- firði, 31. mars 1924. Hann lést 27. desember sl. á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Foreldrar hans voru Árni Magnússon, út- vegsbóndi, fiskmats- maður og verkstjóri, f. 20. nóvember 1895, d. 28. september 1964, og Þuríður Guðmunds- dóttir, húsfreyja og rit- höfundur, f. 4. nóv- ember 1901, d. 9. apríl 1992. Systkini hans: Benjamín, f. 1921, d. 1957, María, f. 1922, d. 1975, Guðmundur Ragnar f. 1925, d. 2009, Snorri f. 1927, Kristmundur, f. 1929, Þuríður Lilja, f. 1931, d. 1986, Þorgerður Jóna, f. 1935, d. 1990, Svanlaug Alda, f. 1937, d. 2008, Ingibjörg, f. 1941, Björn, f. 1942, Gunnar, f. 1945. lofun sína í júní 1946 og hófu sam- tímis búskap í skjóli foreldra hennar en árið 1951 flytjast þau í Kópavog og stuttu síðar Hafnarfjörð og síðan árið 1953 á Akranes, þar sem þau áttu sitt heimili upp frá því. Fyrstu æviárin bjó Skarphéðinn í Bæ og á Drangsnesi en árið 1929 flutti hann með foreldrum sínum að Gautshamri. Til viðbótar venjubundinni skólagöngu þeirra tíma stundaði Skarphéðinn alla al- menna vinnu til sjávar og sveita, afl- aði sér starfsréttinda sem bæði vél- stjóri og skipstjóri. Var sjósókn hans aðalstarf á löngum starfsferli. Sjó- sókn hætti hann 80 ára eftir langan og farsælan feril. Skarphéðínn starf- aði mikið að félagsmálum og lét sig miklu skipta velferð meðbræðra sinna. Lengst starfaði hann að mál- efnum grásleppuveiðimanna og smábátasjómanna og var stjórn- armaður í þeim samtökum frá stofn- un þeirra og var kjörinn heiðursfélagi Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi samtakanna 2004. Útför Skarphéðins fer fram frá Akraneskirkju í dag, 7. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Skarphéðinn kvænt- ist 31. desember 1954, Ragnheiði Björns- dóttur, 3. september 1926, en hún lést 27. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Björn Guðmundsson, bóndi og smiður, f. 25. sept- ember 1903, d. 27. jan- úar 1980, og Sigrún Björnsdóttir, hús- freyja, f. 28. febrúar 1899, d. 13. desember 1983. Ragnheiður og Skarphéðinn voru systkinabörn. Börn þeirra eru Sigurbjörn, f. 4. desember 1948, Sigrún Birna, f. 1. ágúst 1950 og Aðalheiður f. 2. ágúst 1957. Barnabörnin eru 11 og barna- barnabörnin 17. Nánari upplýsingar um ættir Skarphéðins er að finna í bókinni Fyrir opnu hafi – Bæjarættin. Þau Skarphéðinn opinberuðu trú- Í dag kveð ég með söknuði tengda- föður minn Skarphéðin Árnason. Kynni okkar hófust fyrir hálfri öld en foreldrar mínir, Jón Gunnlaugsson og María Njálsdóttir, voru miklir vinir og nágrannar þeirra Skarphéðins og Ragnheiðar Björnsdóttur konu hans. Þeir áttu sameiginlegt áhugamál sem var laxveiði og útivera. Þeir voru báðir miklir kappsmenn og gáfu ekkert eftir í veiðiskapnum. Veitt var frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og nánast hlaupið á milli veiðistaða til að nýta tímann sem best. Ógleymanlegir veiði- túrar vestur í dali voru ófáir. Á hverju ári heimsóttum við ár eins og Hauka- dalsá, Fáskrúð, Flekkudalsá og Laxá í Leirársveit. Ég nefni veiðiferðir en þetta voru meira en veiðiferðir; þetta voru ekki síður skemmtiferðir fyrir alla fjölskylduna. Skarphéðinn fékkst við margt á sinni löngu ævi; hann byrjaði ungur að stunda sjó og var vélstjóri á fiskiskip- um. Hann vann einnig í landi, t.d. Sem- entsverksmiðjunni og einnig steypti hann margar skrautgirðingar er prýða ófáar lóðir enn þann dag í dag. Hafið átti hins vegar alltaf hug hans allan og síðustu starfsárin var hann með eigin útgerð og vann við það nánast alla daga ársins nema föstudaginn langa, sem var honum heilagur. Hann trúði því líka að það boðaði ekki gott að byrja á verki á mánudegi og talan 13 var ekki hátt skrifuð. Ragnheiður tengdamóðir mín and- aðist þann 27. ágúst síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Fráfall hennar tók mikið á Skarphéðin þó hann bæri sig alltaf vel. Hann varð síðan bráð- kvaddur þann 27. desember þannig að skammt er stórra högga á milli í fjöl- skyldunni. Ég trúi því að Ragnheiður hafi verið send á undan til að geta tekið vel á móti honum eins og hún gerði ætíð er hann kom heim af sjónum. Að lokum vil ég þakka þeim hjónum fyrir alla hjálpsemi og umhyggju. Ég vil minnast allra skemmtilegu stund- anna er við áttum saman; allar vísurn- ar og skondnar sögur af Ströndunum. Fyrst og fremst vil ég þó minnast þeirra hjóna sem góðra tengdafor- eldra, afa og ömmu barnanna minna og ekki síst vina minna. Nú vagga sér bárur í vestan blæ að viði er sólin gengin. Og kvöldroðinn leikur um lönd og sæ og logar á tindunum, þöktum snæ, og gyllir hin iðgrænu engin. / En englar smáir með bros á brá í blásölum himins vaka; og gullskýjum á þeir gígjur slá, og glaðkvikan bárusöng ströndinni hjá í einu þeir undir taka. / Heyrir þú, vinur, þann unaðsóm svo hugljúfan, vaggandi, harmana þagg- andi. Hann talar við hjörtun, sem blær við blóm, þey, þey,… í fjarska er hringt yfir fjöll, yfir dali hinn friðsæla kliðinn ber vindurinn svali af himneskum kvöldklukkuhljóm, þreytta sál, sof þú rótt! Gefi þér guð sinn frið! Góða nótt. (G. Guðmundsson.) Pétur Örn Jónsson. Minningarnar sem ég á um langafa eru margar og skemmtilegar. Þó svo að afi hafi oft verið úti í sjó þegar við komum í heimsókn gaf hann sér alltaf tíma til að vera með okkur þegar hann var í landi. Þegar ég kom í heimsókn á Jaðar- sbrautina fannst mér fátt skemmti- legra en að vera inni á skrifstofunni að skoða dótið hans, leika mér í litla plast- bátnum og þykjast vera úti á sjó eins og afi. Ég man líka þegar við fengum að vera með afa inni í vinnukompunni hans og fylgjast með honum bardúsa og þegar ég fór með afa í bíltúr kring- um Akrafjall. Afi var einstakur maður sem þótti vænt um alla í kringum sig. Hans verður sárt saknað en núna er hann kominn til ömmu á betri stað þar sem þau passa upp á okkur. Hvíldu í friði, elsku besti afi minn, og takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þín Ester Alda. Afi minn var karl í krapinu. Tíu ára hóf hann sína fyrstu útgerð, hann stundaði sjómennsku nær alla tíð og upplifði tímana tvenna í íslenskum sjávarútvegi. Þegar ég var barn reri afi enn á opn- um mótorbát. Oft biðum við krakkarn- ir eftir að hann kæmi í land og nóg var að skoða í fjörunni á meðan við biðum. Þegar afi kom svo í land fengum við afaknús með svalandi sjávarilmi. Hina ógleymanlegu afalykt sem ég vona að börnin mín muni líka eftir. Veiðiskúr afa á Kirkjubrautinni var mikill ævintýraheimur. Ekki hef ég landkrabbinn orðaforða til að nefna allt sem við krakkarnir fengum að brasa þar, en það var fullorðins og það kunnum við að meta. Trúlega var mamma ekki alltaf jafn glöð, t.d. ekki með notkun beittra hnífa. Afi og amma fóru í mörg ár til Kan- arí og nutu blíðunnar í janúar/febrúar. Fyrir eina slíka ferð skildi hann bílinn eftir hjá mér, tvítugri dömu, og bann- aði mér að láta hann stirðna á bíla- stæðinu. Þetta var mánuðurinn sem ég lærði að keyra og rata í Reykjavík. Þegar ég síðar dvaldi á Kanarí í nokkra mánuði hringdi afi reglulega og lýsti í smáatriðum stöðum sem hann og amma höfðu farið á og ég fór í ófáar gönguferðirnar þar sem ég leit- aði að stöðum sem þau höfðu heimsótt og sagði honum frá ef eitthvað hafði breyst, okkur báðum til ánægju. Eitthvað þótti afa snemmt að hætta á sjónum sjötugur og ákvað að halda áfram í tíu ár í viðbót. Þegar hann hætti svo að vinna gerðist hann að- stoðarmaður bróður síns og bróður- sonar í fjárbúskap. En þar sló hann ekki slöku við frekar en í öðru og var kominn á kaf í búskapinn áður en hann vissi af. Í og við fjárhúsið risu skjól- veggir og fæðingadeild. Ærnar fengu rjómabollur og snúða í desert enda voru þær fljótar í ferðum þegar afa bar að. Ég leyfi mér að fullyrða að í fáum fjárhúsum finnist jafn hátt hlut- fall þrílembna. Undanfarin haust fór afi til berja og tíndi ber í tugkílóatali. Þó hann hafi ekki farið síðasta haust erum við rétt nýbúin að klára berin í frystikistunni, því ekkert var gert með hangandi hendi. Afa og ömmu þótti alla tíð gott að koma einhverju í kistuna hjá fólkinu sínu, hvort sem það var fiskmeti, snúðalömb eða ber. Þegar lífið fór að setja mark sitt á ömmu gekk afi í þau verk sem þurfti, hvort sem það var að stytta buxna- teygju eða festa tölur. Svo hringdi hann hlæjandi og sagði mér að giska á hvað hann væri að gera núna. Afi hugsaði vel um ömmu í veikind- um sínum og gerði allt sem hann gat til að láta henni líða sem best þar til hún kvaddi. Enda mikill sómakarl. Ég á eftir að sakna símtalanna frá afa, oftast í seinna fallinu á kvöldin. Þá hafði honum dottið eitthvað skemmti- legt í hug eða langaði bara að spjalla- .Og það gerðum við þar til síminn hans varð rafmagnslaus. Svolítið eins og afi kvaddi okkur. Í fullu fjöri og svo var hann farinn. Alveg eins og hann vildi hafa það. Þeir sem þekktu afa vita að hann var stórbrotin persóna, en í mínum huga var hann fyrst og fremst Afi sem ég sakna meira en orð fá lýst. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín, Ragnheiður. Elsku hjartans afi minn. Afskaplega var þetta nú snöggt. Mikið er ég nú samt þakklát fyrir að hafa hitt þig og knúsað þig og kysst vel og lengi á aðfangadagskvöld. Mik- ið var gaman að geta eytt þessu hátíð- lega kvöldi með þér, afi, í hinsta sinn. Ég kem til þín bréfinu sem ég var búin að lofa þér, afi. Það besta við það að ég hafi klikkað á því fyrir jól, er að núna getið þið amma lesið það í sam- einingu. Veit að þið hafið það gott saman í öðrum heimi núna og fylgið okkur um ókomna tíð. Endalaust magn af minningum kemur upp í hugann sem tengist þér og ömmu. Flestar tengjast þær þó skrifstofunni þinni á Jaðarsbrautinni, veru í eldhúsinu með ömmu, setunni uppi á svölum að horfa yfir Langa- sandinn og öllum rúntunum sem við fórum. Á skrifstofunni var talað um heima og geima. Þar var óendanlegt magn af upplýsingum og kennslu í reikningi og skrift og lærdómur um lífsins gang. Ég hafði einmitt ætlað að biðja þig um að deila einu viskukorninu með góðum vin núna á meðan ég var heima, en það er af hverju „Lífið er saltfiskur“. Ég man ennþá þegar við vorum tvö niðri á skrifstofu, ég fikt- andi í hnattlíkaninu og þú að segja mér af hverju lífið væri nú saltfiskur. Mér hlýnar svo í hjartanu og tárin renna við að rifja upp þessar minn- ingar af þér og ykkur ömmu, þú varst svo mikið merkismenni og amma svo skilningsrík, góð og yndisleg kona, ég verð ævinlega þakklát fyrir allt sem þið hafið kennt mér. Elsku afi. Mikið svakalega sakna ég þín og ömmu sárt. Ég hugga mig við að nú eruð þið saman aftur eftir stutt- an aðskilnað, á góðum stað en það á eftir að taka mig smá tíma að venjast því að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur, þú hefur eilíft verið til staðar. Spjall um lífið og veginn eða stuðn- ingur, hjálp og ráðleggingar við ýmis tækifæri. Ég á eftir að sakna samtal- anna okkar sem við áttum reglulega á meðan ég var úti í skólanum en ég held fast um steinana sem þú sendir mér til styrktar og hjálpar við heimþrá og söknuði. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Hjartans saknaðarkveðjur, elsku afi, þín Ragnheiður Friðriksdóttir. Í dag er kvaddur frá Akraneskirkju Skarphéðinn Árnason. Ekki er hægt að minnast hans svo vel sé án yfirgripsmikils orðaforða og þekkingar á kjarnmiklu íslensku máli. Því verður þó frestað um sinn af minni hálfu. Aðeins fáein þakklætis- og kveðjuorð nú, fyrir órofin áratuga löng kynni, samskipti og vináttu. Þann 2. desember síðast liðinn fór fram útför Guðjóns Guðmundssonar frá Seljakirkju. Hann var móðurbróð- ir Skarphéðins og hið síðasta þrettán systkinanna frá Bæ á Selströnd, sem þá kvaddi. Þar sá ég fyrst nokkur þreytumerki á Skarphéðni. Þrátt fyrir það kom mér í opna skjöldu andlát hans þann 27. desember. Þannig er það oftast nær. Hún streymir elfan, árin líða hjá. Hver askur hnígur þegar kallað er. Það styttist gangan, vinir falla frá, við foldarbeðinn þinn nú stöndum vér. Til hinstu kveðju hreyfum gígjustreng, ef hljóma mætti senda, þakkarblíð. Því minningin er góð um góðan dreng, sem gekk með okkur forðum langa tíð. (Hermann Guðmundsson.) Eiginlega kemur allt, sem ég vildi sagt hafa, á þessari stundu fram á jólakorti til okkar hjóna, viku fyrir lát hans, líklega því 56. í röðinni. „Mér líður vel og er sáttur við lífið og tilveruna. Þökk fyrir gamlar og góðar stundir liðinna ára. Kærar kveðjur. Skarphéðinn.“ Að kveðja þannig vini sína og sam- ferðamenn, í sátt við allt og alla, er eft- irlifendum gulli dýrmætara. Far vel í Guðs friði. Björn H. Björnsson. Skarphéðinn Árnason  Fleiri minningargreinar um Skarphéðin Árnason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. V i n n i n g a s k r á 36. útdráttur 6. janúar 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 9 0 3 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 6 7 8 1 3 4 1 9 3 6 6 0 6 3 7 3 5 3 8 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5730 12651 30285 40489 47813 69812 12207 19432 35799 41079 60031 74047 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 8 4 0 1 7 5 2 7 2 9 0 8 7 3 5 3 8 5 4 2 2 8 3 5 6 3 9 9 6 0 9 5 6 6 6 3 1 0 1 5 7 3 1 7 6 2 6 2 9 4 9 0 3 5 8 1 8 4 3 7 0 2 5 6 4 2 3 6 1 1 9 8 6 6 8 7 4 2 0 1 5 1 9 0 6 2 3 1 3 2 1 3 6 8 8 7 4 5 3 7 0 5 7 0 4 3 6 1 4 7 8 6 7 4 5 8 5 1 9 5 2 0 1 9 9 3 1 7 6 5 3 8 6 2 7 4 7 9 4 0 5 7 1 6 3 6 2 0 1 4 6 7 6 8 1 6 5 4 2 2 0 6 6 5 3 1 9 3 6 3 9 5 1 0 4 8 3 6 6 5 8 3 2 7 6 2 8 3 3 6 8 4 3 0 9 3 8 8 2 1 1 6 9 3 2 0 6 1 3 9 7 0 2 4 8 3 8 0 5 8 3 8 6 6 2 9 4 5 6 9 2 2 1 9 4 1 2 2 2 6 5 4 3 2 6 8 2 3 9 9 7 9 5 1 2 2 1 5 8 3 8 9 6 3 1 7 9 7 2 4 8 5 1 4 1 6 0 2 2 9 5 1 3 3 6 4 2 4 1 0 8 0 5 2 0 0 1 5 8 4 8 3 6 4 3 6 0 7 3 2 6 0 1 5 2 4 8 2 3 8 9 9 3 4 8 7 3 4 1 8 7 2 5 2 7 7 4 5 9 4 6 7 6 5 5 1 9 7 5 3 0 2 1 6 0 6 6 2 4 4 7 3 3 5 2 4 3 4 1 9 0 6 5 4 2 0 3 6 0 3 8 5 6 5 7 2 1 7 9 7 6 2 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 8 2 4 1 2 3 4 3 2 0 8 8 0 3 2 8 0 0 4 1 4 9 7 4 9 6 1 3 5 9 2 6 3 7 0 5 4 8 9 4 3 1 2 4 0 4 2 1 2 2 3 3 2 9 5 8 4 1 5 5 6 4 9 8 5 4 5 9 3 7 6 7 0 5 5 3 1 1 0 2 1 3 0 9 3 2 1 2 9 1 3 3 1 1 0 4 1 6 8 3 5 0 0 3 8 5 9 5 1 3 7 0 9 6 8 1 1 2 6 1 3 9 3 6 2 1 4 1 1 3 3 6 6 6 4 2 1 6 1 5 0 1 9 4 6 0 1 0 0 7 1 4 0 2 1 4 0 0 1 4 7 0 3 2 1 4 9 4 3 4 5 4 8 4 2 2 5 7 5 0 4 5 9 6 0 2 2 3 7 1 5 2 8 2 4 5 9 1 5 2 2 1 2 2 3 8 3 3 4 6 5 4 4 2 4 8 0 5 1 1 5 6 6 1 0 5 1 7 2 3 4 5 2 5 4 0 1 5 6 2 5 2 2 7 6 0 3 4 6 5 5 4 2 8 9 3 5 1 8 9 5 6 1 3 4 5 7 2 6 1 8 2 9 3 6 1 5 7 1 2 2 2 8 8 5 3 4 9 3 8 4 3 0 5 4 5 1 9 5 3 6 1 5 1 9 7 2 6 4 0 2 9 6 0 1 5 7 3 7 2 3 9 2 7 3 4 9 6 8 4 3 1 8 5 5 2 5 1 0 6 1 8 8 4 7 2 7 6 5 3 1 4 9 1 5 8 1 5 2 4 7 8 8 3 5 1 5 8 4 3 2 2 1 5 2 8 1 1 6 2 2 8 8 7 3 0 6 7 3 2 1 7 1 5 8 6 2 2 5 0 7 7 3 5 7 6 2 4 3 2 4 8 5 3 0 2 2 6 3 1 3 1 7 3 9 8 0 3 6 4 5 1 6 1 1 0 2 5 4 1 5 3 6 0 8 6 4 3 3 4 3 5 3 5 2 9 6 3 5 4 2 7 4 2 6 1 3 8 2 6 1 6 2 6 8 2 5 8 3 9 3 6 4 7 1 4 3 3 6 0 5 3 5 7 6 6 3 7 0 7 7 4 3 4 7 3 9 0 0 1 6 5 2 6 2 6 2 0 6 3 6 6 6 8 4 3 4 7 9 5 4 2 4 9 6 3 8 8 6 7 5 5 8 9 3 9 5 3 1 6 6 7 5 2 6 7 9 5 3 6 7 4 1 4 3 5 7 2 5 4 6 3 8 6 5 3 9 8 7 5 8 3 8 4 1 8 9 1 6 7 7 0 2 6 8 0 5 3 6 7 4 9 4 3 9 4 1 5 4 7 2 2 6 5 4 4 4 7 6 0 0 1 4 2 7 9 1 7 0 1 4 2 7 3 6 1 3 6 8 2 4 4 4 2 5 6 5 4 9 3 0 6 5 4 9 9 7 6 1 8 4 4 4 1 5 1 7 0 5 3 2 7 4 0 9 3 7 0 2 3 4 4 2 6 8 5 5 0 3 6 6 6 3 2 2 7 6 3 0 6 5 4 1 2 1 7 6 4 8 2 7 7 7 6 3 7 0 6 5 4 4 9 8 4 5 5 1 2 4 6 6 6 7 3 7 6 4 3 9 6 6 2 1 1 7 7 0 9 2 7 8 0 6 3 7 1 3 3 4 5 2 9 3 5 5 5 4 6 6 7 0 7 2 7 6 8 4 8 6 6 3 6 1 7 9 1 1 2 7 9 6 9 3 7 3 8 5 4 5 2 9 8 5 5 7 3 3 6 8 5 6 0 7 7 8 9 5 6 6 9 9 1 8 4 3 8 2 8 8 2 7 3 7 6 2 0 4 5 7 0 5 5 5 9 1 5 6 8 5 9 2 7 7 9 6 8 6 7 7 6 1 8 5 6 1 2 9 1 1 0 3 7 8 3 2 4 6 0 1 7 5 6 1 2 3 6 8 5 9 3 7 9 0 5 9 7 5 9 9 1 9 1 8 6 2 9 1 1 2 3 8 0 8 0 4 6 1 6 6 5 6 1 8 1 6 8 7 0 2 7 9 2 6 5 9 3 1 7 1 9 2 3 9 2 9 8 6 3 3 8 3 9 9 4 6 2 0 1 5 6 2 8 5 6 8 7 1 1 7 9 5 8 4 9 3 2 4 1 9 6 7 0 3 0 0 7 8 3 8 6 2 9 4 6 9 1 9 5 6 5 7 0 6 8 7 5 9 7 9 8 4 1 9 4 2 3 1 9 9 1 5 3 0 7 4 8 3 9 7 1 6 4 6 9 6 9 5 7 0 2 2 6 9 0 3 7 9 7 1 2 1 9 9 3 8 3 1 3 7 0 4 0 1 5 8 4 7 2 5 7 5 7 1 7 0 6 9 1 9 9 1 0 7 1 0 2 0 2 2 8 3 1 7 4 9 4 0 2 9 6 4 7 4 2 1 5 7 1 8 3 6 9 3 8 9 1 1 0 0 4 2 0 5 8 5 3 2 2 5 5 4 0 6 6 5 4 8 3 5 2 5 7 1 8 7 6 9 6 6 4 1 1 0 1 4 2 0 6 5 5 3 2 5 8 6 4 0 7 1 4 4 8 5 8 4 5 7 2 5 1 6 9 7 5 5 1 1 9 2 3 2 0 6 7 4 3 2 6 3 7 4 0 7 4 0 4 9 4 6 4 5 8 3 1 2 6 9 8 6 0 Næstu útdrættir fara fram 13. jan, 20. jan & 27. jan 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.