Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 „GLÆPSAMLEGA FYNDIN.“ - DAILY MIRROR HHHH SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KEFLAVÍK OG AKUREYRI WILL FERRELL, TINA FEY, JONAH HILL OG BRAD PITT ERU ÓTRÚLEGA FYNDIN Í ÞESSARI FRÁBÆRU FJÖLSKYLDUMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA - THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH H E R E A F T E R M A T T D A M O N HHHH „ÞETTA ER MYND FYRIR GÁFAÐ FÓLK SEM ER NÁTTÚRULEGA FOR- VITIÐ UM HVAÐ GERIST ÞEGAR YFIR MÓÐUNA MIKLU ER KOMIÐ.“ - ROGER EBERT HHHH -THE HOLLYWOOD REPORTER SÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI „THE BEST ROMANTIC COMEDY OF THE YEAR!“ - GREG RUSSELL, MOVIE SHOW PLUS SPARBÍÓ 3D 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu NÝJASTA MEISTARVERK CLINT EASTWOOD KLOVN - THE MOVIE kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 10:20 14 MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 3:40 - 5:50 L KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 VIP LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 - 10:20 L HEREAFTER kl. 5:30 - 8 - 10:40 12 HARRY POTTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 10 TRON: LEGACY 3D kl. 3:303D - 5:30 - 83D - 10:403D 10 FURRY VENGEANCE kl. 3:30 L TRON: LEGACY kl. 3:30 VIP / ÁLFABAKKA KLOVN - THE MOVIE kl. 5:40 - 8 - 10:20 14 GULLIVER'S TRAVELS 3D kl. 5:40 - 8 - 10:20 L HEREAFTER kl. 8 - 10:40 12 MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 5:40 L TRON: LEGACY 3D kl. 5:20 - 8 - 10:40 10 / EGILSHÖLL AF SJÓNVARPSHEFÐUM Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Jólin og hátíðarnar sem eru nýgengnarum garð eru tími hefða, ekki aðeinsþegar kemur að mat, drykk, fjölskyldu- boðum og ýmiss konar serimóníum, heldur nær þessi hefðarækt til sjónvarpsefnis líka. Það þarf varla að tíunda hversu stórt hlut- verk áramótaskaupið leikur í áramóta- fögnuði Íslendinga sem endurspeglast í vænt- ingunum fyrirfram og umræðunum eftir á. Í fjölmörg ár var það líka hefð að Íslendingar horfðu á sirkuskúnstir fyrir skaup í boði Billy Smart. Þarna horfði maður á manneskjur fljúga um loftin í alls kyns áhættuatriðum, rétt eins og mennska flugeldasýningu sem einhvern veginn var ótrúlega viðeigandi í að- draganda flugeldasýningarinnar sem var að vænta að loknu skaupi. Hvort tveggja glitr- andi og stórhættulegt, og rétt eins og þegar horft var á fegurstu eldglæringarnar á mið- nætti undir berum himni var haldið niðri í sér andanum af spennu yfir hrikalegustu sirkus- atriðunum.    Ekki veit ég hvers vegna Sirkus BillySmart datt út úr gamlárskvölds- dagskránni hérlendis. Ég man hins vegar að þegar það gerðist fannst mér nánast að um svik væri að ræða. Svíar hafa verið flinkari að endursýna ákveðið sjónvarpsefni þessa daga, þótt færa megi rök fyrir því að það sé orðið bæði slitið og gamaldags. Á hverjum aðfangadegi í áratugi hefur viss syrpa með Andrési önd verið á skjánum í Svíaríki og ef marka má þá sem hafa alist þar upp er þetta ómissandi upptaktur að jólahátíðinni. Um það vitnar sérstakur glampi í augum rígfullorð- inna manna sem fyrir tilstilli tækninnar geta í dag sest niður fyrir framan gervihnatta- sjónvarp á Íslandi klukkan þrjú á aðfangadag og endurupplifað æskujólin í Svíþjóð.    Hið sama gerðist þegar „semí-Svíinn“ áheimilinu rauk upp rétt fyrir kvöldmat til að stilla á sænska ríkissjónvarpið. Að þessu sinni var það breski einþáttungurinn Dinner for one, sem þrátt fyrir að vera kom- inn til ára sinna lifir góðu lífi á sænska skján- um þetta kvöld og raunar víðar. Þetta er svarthvít og rispuð sjónvarpsupptaka frá 1963, þar sem snillingarnir Freddie Frinton og May Warden fara á kostum í hlutverki aldraðs bryta og hefðarjómfrúarinnar Miss Sophie, sem hefur efnt til árlegs kvöldverð- arboðs fyrir fjóra góða vini sína. Sá er hæng- ur á að ungfrúin er sú eina sem er eftirlifandi af vinahópnum og kemur það því í hlut bryt- ans að skála við hana fyrir hönd allra gest- anna. Þar sem þetta er margrétta máltíð verða ferðir brytans kringum borðið til að tæma úr glösum gestanna ærið margar með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Í hverri ferð stagla þau ungfrúin á því að nú skuli hafður sami háttur á og á síðasta ári – já sami háttur og á hverju ári. Það er óborganlegt að sjá glímu Freddies við að halda virðingunni eftir því sem veigarnar hafa meiri áhrif. Ekki hjálpar til glæsilegur tígrishamur sem prýðir gólfið og hinn sauðdrukkni bryti þarf að ganga yfir að barborðinu, og auðvitað hrasar hann í hvert skipti um tígrishausinn á leið sinni.    Þrátt fyrir að hafa séð einþáttunginnfjölmörgum sinnum áður hló fjölskyldu- faðirinn hátt og innilega og hið sama má segja um aðra í fjölskyldunni, sem hafa séð hann sjaldnar eða ekki. Það er ekki skrýtið að menn hafi ákveðið að varðveita þá hefð að sýna slíkan gullmola á gamlárskvöld, ekki bara af því að hann er frábært skemmtiefni, heldur líka vegna þess að Miss Sophie hefur rétt fyrir sér þegar hún undirstrikar mikil- vægi þess að hafa sama háttinn á á hverju ári. Á sama hátt á hverju ári » Það er óborganlegt að sjáglímu Freddies við að halda virðingunni eftir því sem veig- arnar hafa meiri áhrif. Fótakefli Freddie sendir tígrisdýrinu illt auga enda nærri hrasaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.