Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 7. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Kalin á hjarta eftir Facebook
2. Ekkert kynlíf á ströndinni
3. Stelpurnar á Íslandi eru klikkaðar
4. Veskisþjófurinn úr Kringlunni
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Gítargúrúinn Þorsteinn Magnússon
er með sólóplötu í burðarliðnum.
Þessi mikilhæfi gítarleikari, sem
gerði garðinn frægan með Þey og Eik,
segist sjaldan hafa verið brattari og
horfir bjartsýnn fram á veginn. »30
Þorsteinn Magnússon
með sólóplötu
Samband ís-
lenskra myndlist-
armanna, og
Kynningar-
miðstöð íslenskr-
ar myndlistar
bjóða til móttöku
í SÍM-húsinu,
Hafnarstræti 16, í
dag frá kl. 17-19.
Boðið verður upp á veitingar og opn-
uð sýning Guðlaugar Drafnar Gunn-
arsdóttur, SÍM-ara janúarmánaðar.
Opið hús hjá SÍM og
opnun sýningar
We Made God á
fyrstu plötu ársins
Á laugardag og sunnudag Norðaustan 5-13, hvassast á annesjum og éljagangur á
norðan og austanverðu landinu, en annars bjart. Frost 3 til 14 stig.
Á mánudag Austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Sums staðar él við vestur- og
norðurströndina. Kalt í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 síðdegis og él norðan- og austanlands. Frost 3
til 15 stig. Hiti kringum frostmark með austur- og suðurströndinni.
VEÐUR
Ísland mætir Þýskalandi í
Laugardalshöllinni í kvöld, í
fyrri vináttulandsleik þjóð-
anna í handknattleik af
tveimur, en hinn fer fram á
morgun. Þetta eru einu leik-
ir Íslands fyrir HM í Svíþjóð.
„Ég á von á jöfnum leikjum.
Það er alltaf gaman að leika
við Þjóðverja, þetta eru allt-
af „stríðsleikir“, segir Þórir
Ólafsson, landsliðsmaður
Íslands og fyrirliði þýska
liðsins Lübbecke. »4
Alltaf stríðsleikir
við Þjóðverja
Fjögur efstu liðin í úrvalsdeild karla í
körfubolta unnu leiki sína í tólftu um-
ferðinni í gærkvöld. Grindvíkingar
fengu þó ekki liðsauka sem þeir töldu
í höfn. Þorleifur Ólafsson hljóp í
skarðið og átti mjög góðan leik þrátt
fyrir að ganga ekki
heill til skógar.
„Ég verð að
drepast í
skrokknum
á morgun
en svo verð
ég tilbúinn
í næsta
leik. Ég
er í með-
ferð
daglega
og þarf
svo að
bíta á jaxl-
inn í leikj-
um,“ sagði
Þorleifur.
»2-3
Þarf að bíta á jaxlinn
í leikjunum
Strákarnir í 21 árs landsliðinu í hand-
bolta eru komnir til Serbíu og leika
þar í dag og um helgina í undan-
keppni HM. Þeir eiga væntanlega fyr-
ir höndum hreinan úrslitaleik gegn
Serbum á sunnudaginn. „Þeir sjá til
þess að það verður brjáluð stemning
og þetta er því ekki auðvelt verkefni,“
segir Einar Andri Einarsson, annar
þjálfara íslenska liðsins. »4
Strákarnir spila um
HM-sæti í Serbíu
ÍÞRÓTTIR
Fyrsta plata ársins kemur út í dag,
plata þungarokkshljómsveitarinnar
We Made God og nefnist hún It’s
Getting Colder. Á plötunni má finna
tíu lög en hljómsveitin gefur sjálf út
plötuna. We Made God hefur samið
við ítalska hljómplötuútgáfu, Av-
antgarde Music, og mun hún gefa
plötuna út erlendis.
„Þrjú hjól undir bílnum,“ sungu þau Björk Guðmundsdóttir og Ómar Ragn-
arsson saman í karókímaraþoni sem fór af stað í gær. Björk ásamt fleirum
stendur fyrir söngmótinu og í tengslum við það hefur farið af stað undir-
skriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að stöðva söluna á HS Orku til
Magma Energy og að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um eignarhald á
orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra. »31
Morgunblaðið/Ernir
Björk og Ómar sungu saman dúett
„Þegar ég sá mig fyrst í mynd þoldi
ég mig ekki, langaði mest til að
sparka í mig. Ég held að það séu
eðlileg viðbrögð við að sjá sig í
fyrsta skipti í kvikmynd,“ segir hin
átján ára Eygló Hilmarsdóttir um
eigin viðbrögð þegar hún sá sig í
fyrsta skipti í hlutverki Höllu í
Gauragangi. Eygló fékk leiklistar-
áhugann í móðurkviði, enda dóttir
tveggja leikara, og stefnir á leiklist-
arnám um leið og hún hefur lokið
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík. »10
Morgunblaðið/Ómar
Upprennandi Eygló Hilmarsdóttir.
Er athyglis-
sjúkari
en Halla
Talið er að á annað þúsund Íslendinga fái árlega slíkt höfuðhögg að alvar-
legar afleiðingar geti af því skapast. Er þá um að ræða höfuðáverka þar sem
heilahristingur er vægasta birtingarmynd en heilaskaði sú alvarlegasta. Oft
greinast áverkar ekki en fólk leitar sér aðstoðar eftir hálft ár, ár eða jafnvel
síðar og hefur skaðinn þá valdið alvarlegum afleiðingum fyrir viðkomandi.
Gísli Einarsson, yfirlæknir á Grensásdeild, hefur áhyggjur af þekkingarleysi
almennings þegar kemur að höfuðáverkum. Hann telur auk þess að ofbeldi
fari harðnandi og að sama skapi fari virðing fyrir höfðinu minnkandi. Sést
það best á því hversu oft menn sparka í höfuð liggjandi manna.
Í nýlegri rannsókn sem gerð var kom í ljós að annar hver Íslendingur telur
sig hafa orðið fyrir höfuðáverka, sjö prósent þeirra sögðu afleiðingar slíkar
að þær hái þeim í daglegu lífi. Gísli segir einnig að efla þurfi eftirfylgni við þá
sem hljóta minniháttar höfuðáverka sem hann nefnir dulið vandamál í sam-
félaginu. „Einkennin geta verið lítil og enginn tekur beinlínis eftir þeim en
allt getur verið komið í óefni í skóla, vinnu eða fjölskyldulífinu.“ »12
Virðing fyrir höfðinu
fer minnkandi