Morgunblaðið - 10.01.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 10.01.2011, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 0. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  7. tölublað  99. árgangur  MARGIR NUTU LJÚFRA TÓNA VÍNARTÓNLEIKA ENDURREISN FÆR FALLEINKUNN SAFNAÐI 300 TRÖLLA- SÖGUM ÁR FRÁ HAÍTÍSKJÁLFTA 14 TRÖLLASPOR 10SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN 29 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Guðbjartur Hannesson velferðarráð- herra hefur ekki í hyggju að setja reglur sem hindra uppbyggingu læknisþjónustu hér á landi fyrir er- lenda sjúklinga. Þó sé mikilvægt að halda starfseminni sér, þannig að hún verði ekki til að skemma fyrir heil- brigðisþjónustu sem ríkið veitir Ís- lendingum. Nokkur fyrirtæki hafa hug á því að sækja sjúklinga til útlanda til lækn- isþjónustu hér. Tvö einkasjúkrahús eru í undirbúningi, tannígræðslustofa verður opnuð á næstu dögum og fyr- irtæki er að athuga möguleika á að flytja inn sjúklinga fyrir íslenskar læknastofur og læknamiðstöðvar. Kemur þetta til viðbótar starfsemi á vegum Landspítalans og einstakra læknastofa. Einkasjúkrahúsin hafa lengi verið í umræðunni en málefni þeirra hafa ekki komið inn á borð heilbrigðis- nefndar Alþingis, að sögn Þuríðar Backman, formanns nefndarinnar. Jákvæðar og neikvæðar hliðar Hún segir að þessi starfsemi geti aukið vinnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og tekjur ferðaþjónustunnar en einnig verði að líta til neikvæðra áhrifa. Nefn- ir hún að núverandi heilbrigðiskerfi geti átt í erfiðleikum með að keppa um starfsfólk við einkasjúkrahús og það gæti því haft slæm áhrif á þjónustu við Íslendinga. Þá spyr hún hvort möguleikar séu á að aðgreina þjónustuna þegar sjúk- lingar komi frá Evrópska efnahags- svæðinu, hvort hún þurfi þá ekki að vera opin öllum, jafnt Íslendingum sem erlendum borgurum, og hver eigi þá að greiða fyrir hana. Spurður að því hvort Íslendingar muni geta notað þjónustu einkasjúkra- húsanna vekur Guðbjartur athygli á því að þeir sem undirbúi einkasjúkra- húsin hafi ávallt kynnt þau sem þjón- ustu við útlendinga eingöngu og segir að þeir hafi ekki óskað eftir neinni fyr- irgreiðslu hjá ráðuneytinu eða breyt- ingum á lögum. Fara þurfi vel yfir þetta. Hann leggur áherslu á að þessi sjúkrahús séu ekki að koma inn í ís- lenska heilbrigðiskerfið og mikilvægt að þannig sé staðið að málum að sú heilbrigðisþjónusta sem hér er veitt, að mestu leyti af ríkinu, skaðist ekki. Skaði ekki heilbrigðiskerfið  Gróska í uppbyggingu heilsuferðaþjónustu  Formaður heilbrigðisnefndar Al- þingis segir ýmsum spurningum ósvarað  Velferðarráðherra hindrar ekki starfið Guðbjartur Hannesson Þuríður Backman MEinkasjúkrahús efla »2 Fannfergi er á Akureyri, meira en mörg undan- farin ár. Mikið hefur snjóað frá því úrkomutörn hófst fyrir helgina, nokkuð bætti í á laugardag og um kvöldmatarleytið í gær fór að snjóa enn á ný. Ill- fært var víða innanbæjar á föstudaginn, lögregla og björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast við að aðstoða ökumenn en í gær var alls staðar orðið greiðfært enda hafa snjómokstursmenn unnið alla helgina. Sölvi Þór Atlason, sem er hálfs annars árs, naut þess að leika sér í snjónum við Skútagil síðdeg- is í gær; hann er í hellismunnanum ásamt Hrafni Jó- hannessyni en fyrir utan er Atli Rúnar Eysteinsson, faðir Sölva Þórs. Snjókomu og töluverðu frosti er spáð í höfuðstað Norðurlands næstu vikuna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Enn snjóar fyrir norðan Unnið er að útgáfu nýs starfsleyfis fyrir fiskeldi HB Granda í Berufirði. Heimildir eru auknar til þorskeldis úr þúsund tonnum í fjögur þúsund en heimildir í laxeldi minnk- aðar úr sjö þúsund tonnum í fjögur þúsund tonn. Áfram er gert ráð fyrir átta þúsund tonna heildarframleiðslu á ári. Kristján Ingi- marsson, forstöðu- maður fiskeldis HB Granda, segir að þessi breyting sé í samræmi við áherslu fyrirtækis- ins á þorskeldi. Þorskeldið er enn á tilraunastigi. Slátr- að var 20 tonnum á síðasta ári og í ár stefnir í 70-80 tonn. Seiðaframleiðslan hjá Icecod gekk vel 2009 og fékk HB Grandi 100 þúsund seiði til að setja út í kvíarnar á síðasta ári. Það mun skila 250 tonna framleiðslu fyrir jólin 2012, ef allt gengur vel. Brautryðjandastarf er sömuleiðis unnið í klaki og seiðaframleiðslu, meðal annars kynbótum. Eftir góða árganginn 2009 gekk klakið verr á síðasta ári þannig að þorskeld- isfyrirtækin fá færri seiði til eldis í ár en á síðasta ári. Þótt framleiðslan hjá HB Granda sé enn talin í tugum þúsunda segir Kristján að magnið sé fljótt að margfaldast þegar seiða- framleiðslan nái að halda dampi. helgi@mbl.is Þorskur í staðinn fyrir lax  Bakslag í fram- leiðslu þorskseiða Þorskeldi » HB Grandi er með 130 þúsund þorska í Beru- firði. » Þar eru seiði alin upp í slátur- stærð. » Framleiðslan fer í 250 tonn fyrir jólin 2012.  Loðna virðist vera frá miðjum Austfjörðum og norður úr. Nokkur veiðiskip hafa undirbúið loðnumæl- ingar fyrir rannsóknarskipið Árna Friðriksson. Bræla hefur tafið skip- in en það síðasta lauk sínu verkefni í gærkvöldi. Veiðar ættu að geta hafist þegar brælunni slotar. Loðnugöngurnar virðast ekki vera komnar í hlýsjóinn fyrir Suð- austurlandi þar sem þær hafa oft horfið af mælunum. Því er útlit fyr- ir að hægt verði að mæla loðnu- stofninn fljótt og örugglega. Loðnugöngur hafa verið kortlagðar  Nóró-veiran hóf að herja á landann í des- ember og eru veikindin nú í hámarki. „Það eru tvær deild- ir á Landakoti þar sem veiran hefur herjað á nokkra einstaklinga og því ekki hægt að leggja þar inn nýja sjúk- linga,“ segir Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. „Þannig vinnum við þegar þessar sýkingar koma upp, við einangrum fólk til að reyna að draga úr smit- hættu en fólk verður oft mikið veikt af þessari veiru og við verðum að leggja það inn til að sinna því. Þetta er bara bráðsmitandi pest sem gengur vanalega yfir á þessum árs- tíma, þetta er þriðja eða fjórða árið sem hún kemur upp.“ Ekki innlagnir vegna Nóró-veiru Íbúar borgarinnar Tucson eru slegnir eftir skotárás á þingkonuna Gabrielle Giffords, en sex eru látnir og tólf særðir eftir að byssumaður hóf skothríð þar sem Giffords var að ræða við kjósendur. Christine Tse, sem býr í Tucson og á íslenskan eiginmann, segir í samtali við Morgunblaðið að íbúar borgarinnar séu slegnir vegna árásarinnar. „Maður bregst allt öðruvísi við þegar svona lagað ger- ist í nánasta nágrenni manns. Verslunin er rétt hjá íbúð minni og ég var að hugsa um að fara þangað rétt áður en árásin var gerð, en sem betur fer hætti ég við að fara.“ | 13 Íbúar Tucson slegnir eftir skotárás Skotárás Árásin var gerð við þennan verslanakjarna í Tucson í Arizona-ríki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.