Morgunblaðið - 10.01.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
Skýrslan Ísland 2020, sem for-maður og varaformaður Sam-
fylkingarinnar kynntu fyrir helgi,
er á margan hátt hin undarlegasta,
eins og áður hefur verið vikið að.
Í henni segir m.a.:„Árið 2020 er
markmiðið að Ís-
land verði fullgildur
meðlimur í hópi
norrænna velferð-
arsamfélaga þar
sem félagslegt ör-
yggi og jafnrétti íbúa er tryggt.
Gott menntunarstig, hátt atvinnu-
stig og virk þátttaka íbúa óháð bú-
setu, stöðu eða kyni er grundvöllur
þess að þetta takist.“
Lítum í bili framhjá orðagjálfr-inu og skoðum þetta með at-
vinnustigið. Hver er árangur
stjórnvalda í atvinnumálum?
Forystumenn ríkisstjórnarinnarbörðu sér á brjóst um áramót-
in og telja sig hafa náð miklum ár-
angri í atvinnumálum. Þó er það
svo að atvinnuleysi samkvæmt
Vinnumálastofnun er nánast
óbreytt á milli ára í september,
október og nóvember, en þá voru
rúmlega 12 þúsund án atvinnu.
Þessi tala væri mun hærri efstjórnvöld hefðu með efna-
hags- og atvinnustefnu sinni ekki
flæmt vinnandi fólk frá landinu svo
þúsundum skiptir. Ekki er óvarlegt
að áætla að atvinnuleysi væri helm-
ingi meira hér á landi ef stjórnvöld
hefðu ekki farið þessa leið.
Með þessu móti hefur það mark-mið náðst að þúsundir Íslend-
inga hafa orðið fullgildir meðlimir í
norrænum velferðarsamfélögum.
Ísland verður aftur á móti ekki
lengi velferðarsamfélag ef ríkis-
stjórnin heldur áfram að hrekja
vinnandi fólk frá landinu.
Dagur B.
Eggertsson
Orðin ein eru
lítils virði
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 9.1., kl. 18.00
Reykjavík -6 skýjað
Bolungarvík -7 skafrenningur
Akureyri -9 alskýjað
Egilsstaðir -7 skýjað
Kirkjubæjarkl. -9 skýjað
Nuuk -3 heiðskírt
Þórshöfn -2 léttskýjað
Ósló 0 alskýjað
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Stokkhólmur -1 heiðskírt
Helsinki 1 þoka
Lúxemborg 2 skýjað
Brussel 5 léttskýjað
Dublin 3 léttskýjað
Glasgow 1 léttskýjað
London 6 heiðskírt
París 6 léttskýjað
Amsterdam 3 heiðskírt
Hamborg 2 skýjað
Berlín 3 heiðskírt
Vín 0 þoka
Moskva -1 alskýjað
Algarve 15 skýjað
Madríd 8 skýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 15 heiðskírt
Róm 13 léttskýjað
Aþena 11 léttskýjað
Winnipeg -16 snjókoma
Montreal -5 alskýjað
New York -1 heiðskírt
Chicago -7 léttskýjað
Orlando 14 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:06 16:05
ÍSAFJÖRÐUR 11:42 15:39
SIGLUFJÖRÐUR 11:26 15:21
DJÚPIVOGUR 10:43 15:27
Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4
Sími 551 3360 og 892 9603
fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is
Fjölskylduhjálp Íslands
er fyrir fólkið í landinu,
og rækir skyldur sínar eins og reglur samtakanna segja til um.
Bókhald samtakanna hefur frá stofnun verið opið öllum.
Þeir sem þunga og kaunum eru hlaðnir eru
velkomnir til okkar.
Við störfum meðan fólkið hefur þörf fyrir okkur
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Framkvæmdir eru í fullum gangi við
gerð hringtorgs og undirganga á mót-
um Arnarnesvegar og Fífuhvamms-
vegar í Salahverfi í Kópavogi. Bærinn
bauð verkið út og annast Arnarverk
verkið, en Vegagerðin tekur þátt í
hluta 110 milljóna króna kostnaðar.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki í
apríl.
Að sögn Steingríms Haukssonar
sviðstjóra framkvæmda- og tækni-
sviðs í Kópavogi, eru framkvæmdirn-
ar hluti af fyrirhuguðum Arnarnes-
vegi. Með hringtorginu og ekki síst
undirgöngunum eykst öryggi vegfar-
enda. Skóli og íþróttamiðstöð eru í
næsta nágrenni og þurfa gangendur
ekki að fara yfir veginn eftir að göng-
in verða tilbúin.
Undirgöng eru reyndar undir Fífu-
hvammsveg við kirkjugarðinn í Upp-
sölum og undir Arnarnesveg aðeins
austar. Eigi að síður var talin þörf á
þriðju undirgöngunum, en fram-
kvæmdum við þau var frestað þegar
vegurinn var lagður þar sem engin
byggð var komin í svonefnda Þ- og Ö-
sali, að sögn Steingríms.
Fífuhvammsvegur liggur alla leið
frá gamla Hafnarfjarðarveginum í
gegnum Kópavogsdalinn, framhjá
Lindaskóla og Salaskóla og endar við
hringtorgið, sem nú er unnið við. Þá
tekur Arnarnesvegurinn við.
Steingrímur segir að sá hluti Arn-
arnesvegar sem á að liggja frá fyrr-
nefndu hringtorgi niður á mislægu
gatnamótin á Reykjanesbraut sé á
vegaáætlun árið 2012 og vonast sé til
að hann fari í útboð á þessu ári. Veg-
urinn hefur verið á skipulagi í 35 ár og
með vaxandi byggð segir Steingrímur
brýnt að hefjast handa við þessa
vegalagningu. Nauðsynlegt sé að
létta á umferð á Fífuhvammsvegi,
sem er sérstaklega erfið á morgnana.
Framkvæmdir við fyrrnefndan veg-
arkafla á Arnarnesvegi voru boðnar út
árið 2008, en hætt var við á síðustu
stundu. Þessi hluti hans á að liggja
meðfram kirkjugarðinum og niður á
stóra hringtorgið á Reykjanesbraut.
Vegurinn verður í sveig samhliða Þ-
sölum, en norðan við þá er 60 metra
belti þar sem vegurinn verður.
Aukið öryggi með hringtorgi og göngum
Hluti Arnarnesvegar væntanlega boðinn út síðar á árinu
Morgunblaðið/Ómar
Aukið öryggi Ráðgert er að ljúka vinnu við hringtorgið og undirgöngin í aprílmánuði og er kostnaður áætlaður um 110 milljónir.
Arnarnesvegur Unnið er við hringtorgið á miðri teikningunni. Væntanlega verður farið í vinnu við hluta vegarins á
næsta ári, en ekki liggur fyrir hvenær lagningu hans lýkur.