Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Þetta er fyrra bindið af ís-lenskum tröllasögum enþað síðara kemur útseinna á þessu ári. Í því
tekur Alda fyrir tröllasögur frá
Norðausturlandi og Suðausturlandi.
En hvernig byrjaði þessi trölla-
sögusöfnun hjá Öldu?
„Þetta hófst á því að ég fór að
fræðast um upprunann, ég er að
austan og var að taka saman sögur
úr Berufirði. Þá rakst ég á trölla-
sögu frá Þiljuvöllum þar sem ég er
uppalin. Ég fór að leita að fleiri sög-
um um tröllkerlinguna frá Þiljuvöll-
um og þannig vatt þetta upp á sig,“
segir Alda. Hún sá Kerlinguna, eins
og hún var alltaf kölluð, í kletti á
hverjum einasta degi frá æskuheim-
ili sínu sem krakki. Hún hafði samt
aldrei heyrt neinar sögur um hana
og því var það mikill fjársjóður fyrir
Öldu að rekast á söguna um „Tröll-
skessuna á Þiljuvöllum“ í Árbók
Ferðafélags Íslands frá árinu 1955.
„Þetta var 2003 eða þar um
kring. Þá lék mér forvitni á að vita
hvort það væru til fleiri sögur um
Kerlinguna á Þiljuvöllum. Því miður
fann ég enga en fann fullt af öðrum
sögum og síðan hefur þetta þróast
svona,“ segir Alda sem hefur aðal-
lega verið að grafa í þjóðsagnasöfn-
um, héraðsblöðum, fornsögum og
hjá Árnastofnun.
„Ég hef farið skipulega í gegn-
um þessi söfn. Það sem kom mér
mest á óvart var hvað það var mikið
af tröllasögum í fornritunum. Oft
eru þetta svipaðar sögur í ólíkum út-
Mjög slæm en
óskaplega heiðarleg
og trygglynd
Tröllaspor: Íslenskar tröllasögur nefnist bók sem kom nýverið út hjá Skruddu.
Í henni má lesa hátt í þrjú hundruð tröllasögur af Suðvesturlandi og Norðvestur-
landi sem Alda Snæbjörnsdóttir tók saman og skráði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tröllaspor Alda Snæbjörnsdóttir hóf að safna tröllasögum fyrir tilviljum.
Tröllkona Kerlingin á
Þiljuvöllum, æskuheim-
ili Öldu. Saga um þessa
tröllskessu sem varð að
steini varð aðdragand-
inn að því að Alda fór
að safna tröllasögum.
Íþróttaáhugamenn ættu endilega að
kynna sér vefsíðuna Myp2p.eu en
hún er staðurinn til að finna íþrótta-
leiki í beinni til að horfa á.
Þar má horfa á keppni í alls konar
íþróttagreinum, t.d. fótbolta, krikket,
hjólreiðum, tennis, körfubolta og
mörgum fleiri í beinni útsendingu.
Góðar leiðbeiningar eru um hvern-
ig nota á síðuna sem er annars ein-
föld í notkun og ókeypis. Undir liðn-
um Live TV er hægt að velja
sjónvarpsstöðvar eftir löndum, yfir-
leitt er aðeins ein stöð undir hverju
landi en fleiri má velja um undir
sumum, t.d. er úr um þrjátíu stöðv-
um að velja undir Bandaríkjunum.
Undir liðnum Live sports má velja
leiki eftir íþróttagrein og sjá hvað er
í gangi þá stundina sem hægt er að
horfa á.
Myp2p.eu er góð leið til að sjá til
dæmis leiki með fótboltamanninum
íslenska Gylfa Þór Sigurðssyni í
þýska boltanum þar sem þeir eru
ekki sýndir í íslensku sjónvarpi. Og
hver veit, kannski verður líka hægt
að sjá leiki íslenska liðsins á heims-
meistaramótinu í handbolta þarna,
fyrir þá sem ekki hafa fengið sér að-
gang að þeim leikjum enn til að
horfa á í sjónvarpi.
Vefsíðan www.myp2p.eu
Reuters
Boltaspark Fótboltaleiki sem eiga sér stað víða um heim má horfa á á síðunni.
Íþróttaleikir í beinni útsendingu
Þótt flestir séu hættir að taka mark á
þjóðtrúnni með dagana, að mánudag-
ur sé til mæðu, þiðjudagur til þrautar,
miðvikudagur til moldar, fimmtudag-
ur til frama, föstudagur til fjár, laug-
ardagur til lukku og sunnudagur til
sigurs, eru þó enn margir sem láta
hana hafa áhrif á sig, vilja til dæmis
ekki hefja verk, af hvaða tagi sem er,
á mánudegi. Það er furðulega sterkt í
vitund okkar að mánudagur sé til
mæðu og tími til kominn að breyta
því, takið þessum mánudegi fagn-
andi, hafið þetta frekar mánudag til
mikilfengleika en mæðu og sjá; lífið
verður miklu bærilegra.
Endilega …
… engan mánu-
dag til mæðu
Reuters
Verið kát Brosið,
það gerir kraftaverk.
þörfnumst ekki. „Þarfir“ eru þeir
grundvallarhlutir sem við verðum að
hafa til að lifa af. „Langanir“ eru
hlutir sem gera lífið áhugaverðara
eða skemmtilegra, en við gætum lif-
að án ef við þyrftum.
Þú þarft mat en þig langar að
borða pizzu með vinunum. Þú þarft
að búa einhversstaðar en þig langar
í flatskjá í herbergið þitt. Þú þarfn-
ast fata en þig langar í ákveðna
tegund af gallabuxum. Allir hafa
langanir og það er í góðu lagi að
láta sig langa, en þegar kemur að
veskinu verða þarfirnar að ganga
fyrir.
Eitt sem þú þarft að vita um
markmiðin þín er tíminn sem þú
heldur að það taki þig að ná þeim.
Markmið sem þú telur að þú munir
ná á næstu þremur mánuðum eru
Þegar þú tekur þátt í kapphlaupi
viltu vita hversu langt hlaupið er
áður en þú leggur af stað. Þú vilt
ekki byrja of geyst og lenda í því að
hafa ekki úthald til að ljúka hlaup-
inu. Ef þú veist að kapphlaupið er
tíu kílómetrar og endar á fjallstindi
geturðu gert áætlun um hvernig þú
hleypur og jafnvel þjálfað þig sam-
kvæmt því. Margir íþróttamenn taka
þetta skrefinu lengra og sjá sig
jafnvel fyrir sér koma í endamarkið
á ákveðnum tíma. Það getur hjálpað
þér að ná markmiði þínu að sjá þig
fyrir þér í huganum ná því.
Það er ekki algengt að fólk hafi
næga peninga til að kaupa allt sem
það vill. Rannsóknir sýna að jafnvel
margföldum milljónamæringum
finnst þeir þurfa miklu meira en
þeir hafa til að vera áhyggjulausir.
Allir þurfa því að velja, hafna og
forgangsraða. Góð fjárhagsáætlun
hjálpar þér við það ferli. Til dæmis
fær hún þig til að hugsa um og
greina á milli langana og nauðsynja.
Fyrsta skref
Settu þér SMART markmið í fjár-
málum
Langar þig í það eða þarftu á því
að halda? Við þurfum að horfast í
augu við að stundum finnst okkur
við verða að eignast hluti sem við
kölluð skammtímamarkmið. Mark-
mið sem tekur frá þremur til tólf
mánuðum að ná eru kölluð millilöng
markmið. Langtímamarkmið eru þau
sem mun taka meira en eitt ár að
ná.
Það eru fleiri þættir sem þarf að
hafa í huga þegar þú setur þér skýr
markmið. Í raun eru bestu mark-
miðin ekki aðeins skýr heldur líka
SMART:
Sértæk: „Ég ætla að ganga Fimm-
vörðuhálsinn næsta sumar“ er
miklu sértækara heldur en „Ég ætla
að ganga á fjöll í ár“.
Mælanleg: „Ég þarf 51.500 krónur
fyrir rútuferðum, gjöldum og göngu-
tjaldi.“
Alvöru þ.e. þú verður að geta náð
þeim: „Ef ég fæ lánað tjald og
spara mér þannig 25.000 er líklegra
Fjármálalæsi
Markmið í
fjármálum
Morgunblaðið/RAX
Markmið Það þarf að setja sér markmið til að komast á toppinn.