Morgunblaðið - 10.01.2011, Side 11
Frægust Brian
Pilkington skap-
aði þessar styttur
af Grýlu og
Leppalúða sem
eru án efa
frægustu
tröll Ís-
lands.
gáfum eftir landshlutum. Það er líka
miklu oftar fjallað um tröllkonur en
tröllkarla. Í fornsögunum er enginn
munur á hvort það er tröllkarl eða
tröllkona ef ekki meira af tröll-
körlum, svo seinna er ekkert orðið
um þá. Í Íslandslýsingu Odds Ein-
arssonar biskups frá sextán hundr-
uð og eitthvað teljast tröllkarlarnir
nánast útdauðir á Íslandi.
Ég veit ekki hvers vegna það
er, kannski hefur Grýla haft áhrif á
þetta.“
Tröllatrúin að vakna
Spurð hvort íslensku tröllin hafi
einhver einkenni játar Alda því.
„Það sem mér finnst vera svip-
að með þeim er að þótt þau séu mjög
slæm þá eru þau óskaplega heið-
arleg og trygglynd ef þau ætla að
vera góð. Vond tröll geta endað á því
að bjarga manni ef hann gerir eitt-
hvað fyrir þau.“
Alda segist finna fyrir því að
áhuginn á tröllasögum sé að
vakna aftur til lífsins. „Ég held
að tröllatrúin sé að vakna
sem skemmtisögur. Börn
hafa áhuga á tröllum og
það er verið að skrifa og
gefa út nýjar tröllasögur
og meira gert úr tröll-
um í sambandi við
ferðaþjónustu.“
Alda starfaði í
mörg ár sem leik-
skólaliði og fékk þar
að segja börnunum
tröllasögur.
„Þetta eru sögur
sem er gaman að segja
börnum. Sumir halda að
tröllasögur séu bara
gamlar sögur fyrir gam-
alt fólk og þá sem hafa
áhuga á landinu en svo
er nú ekki. Þær eru fyrir
alla sem hafa gaman af
spennandi sögum og börn
á leikskólum hafa t.d mjög
gaman af sögunni um
tröllið undir brúnni og sög-
unni um Búkollu.“
Sjálf segist Alda
strax hafa heillast af
tröllum sem barn.
„Ég man eftir
því að þegar ég var
unglingur, þá var ekki
mikið af tröllasögum í
bókum en systir mín
fékk lestrarbók með mynd
af Guðmundi góða að síga í Drangey
og mér þótti óskaplega spennandi
þegar það kom loðin loppa út úr
berginu sem skar á bandið.“
Spurð hvaða saga sé í uppáhaldi
á Alda erfitt með svör. „Þær eru svo
margar að ég get ekki valið úr, ég er
hrifin af þeim öllum. Ætli „Tröll-
skessan á Þiljuvöllum“ sé ekki í
uppáhaldi því ég þekki hana svo
vel.“
Hefur gaman af grúskinu
Alda segist vera búin að finna
nánast óteljandi magn af tröllasög-
um, en af hverju að gefa þetta út?
„Ég var búin að hugsa um að
gefa þetta út en fannst ég aldrei
vera tilbúin. Þegar ég var búin að
vinna á Árnastofnun vildi Rósa Þor-
steinsdóttur sjá hvernig sögurnar úr
Árnastofnun færu með hinum sög-
unum. Ég lét hana hafa allt safnið
og hún sagði mér að gefa þetta út.
Þá hafði ég samband við Skruddu og
þeir tóku mér mjög vel.
Sögurnar eru svo margar að
það er þægilegra að gefa þær út í
tveimur bindum. Í seinna heftinu
koma sögur frá Norðausturlandi og
Suðausturlandi og svo eru Grýlusög-
urnar, þær hef ég sér enda um fræg-
ustu tröllskessuna að ræða.
Sögurnar eru mislangar, sumar
eru aðeins nokkrar línur. Annars
ritskoðaði ég ekkert og endurskrif-
aði lítið, í sumum tilfellum stytti ég
aðeins t.d felldi út upptalningu á
nöfnum svo þetta yrðu ekki lang-
lokur,“ segir Alda sem snýr sér
kannski að álfunum og huldufólkinu
næst.
„Ég hef voða gaman af þessu
grúski og mér sýnist vera mikið
meira efni í álfasögunum en trölla-
sögunum. Verst er að álfar eru ekki
eins skemmtilegir og tröll, þeir eru
svo hefnigjarnir, alltaf að leggja
eitthvað á fólk og afkomendur þess
jafnvel aftur í níunda lið,“ segir Alda
að lokum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
að ég nái markmiði mínu.“
Raunhæf: „Ef ég legg fyrir 5.000
krónur á mánuði næstu 5 mánuði“
er miklu raunhæfara en „Ég ætla að
kaupa mér lottómiða í hverri viku.“
Tímasett: „Ég ætla að vera búinn
að safna mér fyrir ferðinni fyrir 1.
júní“ er miklu nákvæmara en „Ég
ætla að vera búinn að safna mér
fyrir farinu næsta sumar.“
Það er tvennt sem þú þarft að
vita um SMART markmiðin þín. Í
fyrsta lagi þurfa þau að hafa þýð-
ingu fyrir þig – fjalla um eitthvað
sem þú vilt ná en ekki eitthvað sem
þér finnst eða öðrum finnst að þú
verðir að ná. Annars mun þig skorta
elju til að halda þig við markmiðin
þín. Í öðru lagi skaltu alltaf skrifa
markmiðin þín niður á blað og
geyma þau á stað þar sem þú sérð
þau oft til að minna þig á það sem
þú ert að vinna að.
Settu þér 3 skammtímamarkmið í
fjármálum; Markmið sem þú getur
náð á næstu 3 mánuðum. Settu þér
líka 3 markmið til millilangs tíma
eða 3-12 mánaða og 3 lang-
tímamarkmið sem tekur meira en 12
mánuði að ná. Vertu alltaf með 3
markmið sem þú vinnur að því að
ná hverju sinni.
Þegar þú ert búin/n að setja þér
markmið þarftu að gera áætlun um
að ná þeim, og varða leiðina, því
eins og Antoine de Saint-Exupéry,
höfundur Litla prinsins, sagði, þá er
markmið án áætlunar einungis ósk-
hyggja.
Breki Karlsson er forstöðumaður
Stofnunar um fjármálalæsi og vinnur
að eflingu fjármálalæsis Íslendinga.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Helgina 14.-15. janúar 2011 stendur
Hótel Hamar í Borgarnesi fyrir nám-
skeiði fyrir mæður undir yfirskriftinni
Mömmur á erfiðum tímum: Hvetjandi
og vekjandi námskeið fyrir mæður.
Námskeiðið er sérstaklega ætlað at-
vinnulausum og/eða tekjulitlum
mæðrum sem vilja hlaða batteríin og
taka nýja stefnu í lífinu.
„Það er alltaf svo mikill barlómur og
mæða og við fórum að hugsa hvort
við gætum ekki gert eitthvað til að
styðja og styrkja mömmurnar sem
standa alltaf í eldlínunni. Núna eru
þær margar í nýjum hlutverkum,
sumar að fá fullorðin börn sín aftur
heim sem eru að leigja íbúðirnar sín-
ar, missa vinnuna og allt mögulegt.
Það er verið að klípa af velferðar-
kerfinu og meira sem heimilin verða
að leysa sjálf,“ segir Unnur Halldórs-
dóttir, eigandi Hótel Hamars, spurð
út í námskeiðið.
„Markhópurinn er fyrst og fremst
þær mömmur sem eru atvinnuleit-
endur en auðvitað eru allar konur vel-
komnar. Námskeiðið er unnið í nánu
samstarfi við Rauða krossinn, verka-
lýðsfélög og Vinnumálastofnun, svo
fólk á kost á því að fá styrki til að
fara á það,“ bætir Unnur við.
Sjálfsstyrking og uppeldi
Konurnar mæta á föstudagskvöld-
inu og verður þá kvöldvaka og laugar-
dagurinn skiptist í fyrirlestra og mál-
stofur. Vel valinn hópur kvenna leiðir
umræður og flytur erindi um sjálf-
styrkingu, heimilisrekstur, barnaupp-
eldi, hlutverk kvenna og margt fleira.
Fyrirlesarar eru Guðrún Guðlaugs-
dóttir blaðamaður, Helga Margrét
Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá
Heimili og skóla, Inga Stefánsdóttir
sálfræðingur, Lára Ómarsdóttir fjöl-
miðlakona, Margrét Pála hugmynda-
smiður Hjallastefnunnar og Þórkatla
Aðalsteinsdóttir sálfræðingur.
„Námskeiðið er uppbyggjandi,
þetta er frí og fræðsla og á að gefa
innblástur til að fara út í lífið og vera
opin fyrir þeim tækifærum sem eru í
stöðunni,“ segir Unnur sem fékk upp-
haflega hugmynd að námskeiðinu.
„Ég vildi gera eitthvað fyrir mömmur.
Við mömmurnar erum alltaf til taks
og eigum það sameiginlegt að vera, í
langflestum tilfellum, burðarbitinn í
fjölskyldunni en það er ekki oft verið
að hlaða batteríin hjá okkur,“ segir
Unnur. Námskeiðið er fyrir mömmur
á öllum aldri. „Ef þetta fyrsta skipti
gengur vel gætum við hugsað okkur
að halda þetta oftar,“ segir Unnur að
lokum.
Börn og foreldrar
Hvetjandi og vekjandi
námskeið fyrir mæður
Allar nánari upplýsingar fást á Hótel
Hamri í síma 433-6600 eða á hotel-
hamar@hotelhamar.is. www.ice-
landairhotels.is/hotels/hamar
ódýrt alla daga
Forsteiktar fiskibollur
899kr.kg