Morgunblaðið - 10.01.2011, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Læknar eru „hóflega bjartsýnir“ á
að bandaríska þingkonan Gabrielle
Giffords muni ná bata. Giffords var
skotin í höfuðið í árás byssumanns í
Tucson í Arizona-ríki Bandaríkj-
anna í fyrradag.
Einn maður hefur verið handtek-
inn eftir árásina, en að minnsta
kosti sex manns eru látnir, þar á
meðal níu ára gömul telpa og dóm-
ari við alríkisdómstól í Arizona.
Tólf aðrir særðust þegar maðurinn
hóf skothríð við Safeway verslun í
Tucson, en Gifford var þar að ræða
við kjósendur í borginni.
Íbúar slegnir
Christine Tse, sem býr í Tucson
og á íslenskan eiginmann, segir í
samtali við Morgunblaðið að íbúar
borgarinnar séu slegnir vegna
árásarinnar. „Maður bregst allt
öðruvísi við þegar svonalagað ger-
ist í nánasta nágrenni manns.
Verslunin er rétt hjá íbúð minni og
ég var að hugsa um að fara þangað
rétt áður en árásin var gerð, en sem
betur fer hætti ég við að fara. Ég
held að móðir mín hafi haft meiri
áhyggjur en ég, því hún vissi um
tíma ekki hvort ég hefði farið í Sa-
feway eða ekki.“ Tse segir að öllum
götum í kringum verslunina hafi
verið lokað af lögreglu í marga
klukkutíma eftir árásina og þeir
sem voru þar að versla, eða til að
hitta þingmanninn, hafi því verið
fastir þar til opnað var fyrir umferð
að nýju.
„Það sem ég hef heyrt af árásinni
er að strákurinn hafi gengið upp að
þingmanninum þar sem hún var að
ræða við tvær aðrar manneskjur og
skotið hana í gagnaugað af mjög
stuttu færi. Eftir það hóf hann skot-
hríð að því er virðist af handahófi í
mannfjöldann. Hann var svo snúinn
niður af einhverjum sem voru við-
staddir og mér skilst að það hafi
ennþá verið skot í byssunni, þannig
að enn fleiri hefðu getað dáið.“
Sem áður segir var maðurinn
handtekinn á staðnum, en lögregla
leitar nú annars manns, sem hún
segir að hafi komið með hinum
grunaða á staðinn. Yfirmaður lög-
reglunnar í Pima-sýslu, Clarence
Dupnik, segir lögregluna ekki
sannfærða um að hinn grunaði, Ja-
red Loughner, hafi verið einn að
verki. Hefur lögreglan sent frá sér
mynd, sem öryggismyndavél náði
af hinum óþekkta manni.
Búið er að fjarlægja hluta haus-
kúpu Giffords í því skyni að mýkja
heilann. Hin fertuga Giffords hefur
að sögn lækna á Háskólasjúkrahús-
inu í Arizona náð að tjá sig eftir ein-
földum skipunum.
Michael Lemole, yfirlæknir
taugaskurðdeildar sjúkrahússins
og einn lækna þingkonunnar, segir
að viðbrögð Giffords sýni fram á
„mjög mikla virkni heilans“.
Skotið sem hæfði Giffords fór
beint í gegnum vinstri hlið höfuðs-
ins. Lemole segir að ef skotið hefði
farið úr einni hlið heilans í aðra (þ.e.
þvert), þá væru batalíkur Ciffords
mun minni.
Þrátt fyrir þessi tíðindi ítrekaði
Lemole að ástand Giffords væri
mjög slæmt og að hún ætti á hættu
að henni snarversnaði við litlar
bólgur í heilanum.
Fjölmenni kom saman þegar
haldin var bænastund til að minn-
ast þeirra sex sem létust í skotárás-
inni í Tucson í Arizona í gær. Þá var
beðið fyrir þeim sem særðust. At-
höfnin fór fram við háskólasjúkra-
húsið í Tucson þangað sem þing-
konan var flutt.
Loughner hafði áður komið við
sögu lögreglunnar vegna hótana
sem hann hafði haft í frammi, en
ekki er enn vitað gegn hverjum þær
hótanir beindust eða af hverju þær
voru ekki teknar alvarlega.
Reuters
Tucson Fjöldi fólks kom saman við sjúkrahúsið þangað sem hinir særðu voru fluttir eftir árásina, til að biðja fyrir hinum særðu og til að sýna samhug.
Þingkona skotin í Arizona
Eiginkona Íslendings býr í nánd við árásarstaðinn Segir íbúa borgarinnar
Tucson slegna Læknar þingkonunnar eru hóflega bjartsýnir á bata
Franski bílafram-
leiðandinn Ren-
ault hefur sagt
upp þremur hátt
settum stjórn-
endum eftir rann-
sókn á hugs-
anlegum leka á
viðkvæmum upp-
lýsingum til
keppinautar.
Innanrík-
isráðherra Frakklands, Eric Bess-
on, hefur neitað að staðfesta að kín-
versk fyrirtæki liggi undir grun, en
heimildir BBC innan Renault herma
að hugsanlega hafi kínverskir keppi-
nautar fyrirtækisins fengið upplýs-
ingarnar í hendur.
Besson hefur lýst njósnunum sem
efnahagslegum stríðsaðgerðum og
Frakklandsforseti, Nicolas Sarkozy,
hefur beðið leyniþjónustu Frakk-
lands að rannsaka málið.
Rekstarstjóri Renault, Patrick
Pelata, segir að fyrirtækið hafi orðið
fórnarlamb alþjóðlegs njósnanets,
en að mikilvægustu tækniupplýs-
ingar Renault hafi ekki lekið út.
bjarni@mbl.is
Iðnaðar-
njósnir hjá
Renault
Kínversk fyrirtæki
liggja undir grun
Carlos Ghosn, for-
stjóri Renault.
Danskur hermað-
ur lét lífið í gær af
völdum vega-
sprengju í Afgan-
istan. Maðurinn
var í eftirlitsferð í
Helmand-héraði í
suðurhluta lands-
ins. Hermaður-
inn, Samuel Enig,
var fluttur á
danskan herspít-
ala en var úrskurðaður látinn við
komu á spítalann. „Hugur okkar er
hjá fjölskyldu hermannsins, en líf
hennar verður aldrei samt, og félaga
hans í hernum sem hafa misst góðan
vin og samstarfsmann,“ segir í yfir-
lýsingu frá danska hernum.
Alls hafa 40 danskir hermenn lát-
ist við skyldustörf í Afganistan.
Sveit hermannsins var á ferð með
breskum og afgönskum hermönnum
á leið að ræða við heimamenn í hér-
aðinu þegar sprengjan sprakk.
Fjörutíu
danskir her-
menn fallnir
Samuel Enig
Viðskipti milli Kína og Brasilíu hafa aukist til mik-
illa muna undanfarin ár og byggjast þau að stórum
hluta á eftirspurn Kínverja eftir hrávörum sem þeir
kaupa af Brasilíumönnum. Ríkasti maður Brasilíu,
Eike Batista, hefur efnast mjög á þessum við-
skiptum, en hann og fyrirtæki hans ráða yfir mikl-
um birgðum af þessum hrávörum og þá á hann
einnig hafnarmannvirki, sem þjónusta útflutnings-
iðnaðinn.
Batista hefur gengið svo langt að segja Carlos
Slim, mexíkóska fjarskiptajöfrinum sem nú telst rík-
asti maður heims, að hann skuli pússa baksýnis-
speglana því skammt sé þar til Batista taki fram úr
honum.
Ekki fagna þó allir Brasilíumenn vaxandi efna-
hagslegum mætti Kínverja. Maria Helena Victer var
meðal fyrstu kvenna til að ganga um í bikinís-
undfötum á Copacabana og í kjölfarið hóf hún fram-
leiðslu á sundfötum ásamt dóttur sinni.
Á örfáum árum hefur hún hins vegar séð útflutn-
ingsnet sitt, sem hún hefur byggt upp með tíð og
tíma, verða að engu í harðri samkeppni við kín-
verska bikiníframleiðendur. Það eru ekki aðeins
bikiníframleiðendur sem verða illa úti í samkeppni
við kínverska framleiðslu, heldur sýnir ný könnun
að um 80 prósent af brasilískum útflutningsfyr-
irtækjum eiga við vanda að etja vegna kínverskrar
samkeppni. bjarni@mbl.is
Brasilísk bikiní verða
undir í samkeppninni
Brasilía hefur hagnast mikið á viðskiptum við Kína, en
ekki taka þó allir Brasilíubúar þátt í kínversku veislunni
Reuters
Föt Brasilía er þekkt fyrir frjálslyndi í klæðaburði.
Þrátt fyrir að lögregluyfirvöld
hafi ekki gefið nafn byssumanns-
ins út opinberlega er almennt
talið að um hinn 22 ára gamla
Jared Loughner sé að ræða.
Yfirmaður lögreglunnar í
Pima-sýslu í Arizona segir að
hinn grunaði eigi sér „erfiða for-
tíð“ og þá hefur lögreglan sagt
að hann eigi við andlega erf-
iðleika að stríða.
Ef marka má Youtube- og
Facebook-síður Loughners var
hann sann-
færður um að
ríkisstjórn
Bandaríkjanna
væri að
heilaþvo fólk
með því að
stjórna mál-
fræði og pen-
ingaprentun.
Skólafélagar segja hann hafa
notað eiturlyf og að hann hafi
verið mjög reiður.
Miklir andlegir erfiðleikar
HINN GRUNAÐI
Jared Loughner
Íranskir fjölmiðlar greina frá því að
írönsk farþegaþota hafi hrapað í
norðvesturhluta landsins, skammt
frá borginni Orumiyeh. Óvíst er
sem stendur hve margir voru um
borð í flugvélinni, en fréttastofan
Fars segir að 105 farþegar hafi ver-
ið um borð í vélinni, sem hafi verið
að fljúga frá Teheran til Orumiyeh.
Íranska ríkissjónvarpið segir hins
vegar að 156 hafi verið um borð.
Fars segir að a.m.k. 50 hafi
sloppið lifandi þegar vélin hrapaði
til jarðar í vondu veðri. Slæmt veð-
ur hamlar nú björgunaraðgerðum,
en mjög mikill snjór er á svæðinu.
Þessi miklu snjóþyngsl munu hafa
leikið stóran þátt í því að vélin
hrapaði.
Flugslys eru algeng í landinu, en
flugflotinn
samanstendur
af gömlum
flugvélum og
er viðhaldi
þeirra ábóta-
vant.
Í júlí sl.
kviknaði í ír-
anskri flugvél
þegar hún
lenti í Mas-
hhad með þeim afleiðingum að 17
farþegar létust.
Tíu dögum áður hafði kviknað í
annarri flugvél sem var á flugi. Hún
hrapaði í norðurhluta Írans og lét-
ust allir 168 um borð. Þá létust 276
hermenn þegar herflugvél hrapaði í
suðausturhluta landsins árið 2003.
Flugslys í norður-
hluta Írans
Slæmt veður hamlar björgunarað-
gerðum, en mikill snjór er á svæðinu
Íran Töluvert hefur
snjóað í Íran.