Morgunblaðið - 10.01.2011, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
Rödd þjóðarinnar Þær voru margar raddirnar sem hljómuðu í karókímaraþoni í Norræna húsinu. Þessi unga stúlka lét það vera að syngja en sló taktinn og hélt í pilsfald móður sinnar.
Kristinn
Þær fréttir voru fluttar í
Ríkisútvarpinu nú á dög-
unum að atvinnuleysi hefði
aukist á Austurlandi um nær
20% meðan það hefði dregist
saman í öðrum landshlutum.
Þetta er ný framsetning á
tölum um atvinnuleysi en
hingað til hefur verið greint
frá atvinnuleysisprósentunni
í hverjum landshluta fyrir
sig.
Það var eins og við manninn mælt að
dálkar bloggaranna fylltust af „kom-
mentum“ um málefni Austurlands og fór
umræðan víða. Ekki vantaði þar fremur
en fyrr fullyrðingar og stóryrði um að
Kárahnjúkavirkjunin og álver á Reyðar-
firði væri til ills eins, en þessar fram-
kvæmdir hefðu átt að bjarga Austurlandi
í eitt skipti fyrir öll.
Staðreyndin er hins vegar sú að álverið
á Reyðarfirði, virkjunin og starfsemi
þessu tengd er nú undirstaðan í atvinnu-
lífinu fyrir austan ásamt sjávarútveg-
inum. Atvinnuleysið væri mun meira ef
stóriðjan væri ekki fyrir hendi. Án þess
hefði vöruskiptajöfnuðurinn verið í járn-
um á síðasta ári í stað þess að vera já-
kvæður um 110 milljarða. Í öðru lagi
minnist ég þess ekki að nokkur hafi hald-
ið því fram að þessar framkvæmdir
mundu bjarga öllu á Austurlandi til allrar
framtíðar. Það er einhver síðari tíma til-
búningur. Hins vegar eiga þær drýgstan
þátt í því að atvinnuleysi er nú undir
landsmeðaltali í fjórðungnum eða um
4,8%. Vissulega er það of mikið.
Austurland er ekki ónæmt fyrir áföll-
um í efnahagslífinu frekar en aðrir lands-
hlutar. Gildur þáttur í atvinnulífinu þar
hefur verið verktakastarfsemi, en nokkur
fyrirtæki á því sviði fyrir austan gerðu út
á landsvísu og voru með veruleg verkefni
víða um land í vegagerð. Nú er svo komið
að stórverkefnum á þessu sviði er lokið
eða að ljúka og ekkert er til dæmis um að
vera á Austurlandi á þessu sviði. Ég veit
ekki til þess að neitt sé framundan nema
brú á Rjúkanda á Jökuldal sem tæplega
getur talist stórverkefni. Auðvitað hefur
þessi staða veruleg áhrif á atvinnustigið
eystra. Á landsvísu er ástandið svipað og
alls óvíst um hvenær frekari verk fara í
gang. Veldur þar miklu að deilur virðast
vera að fara af stað um fjármögnun sem
ekki er séð fyrir endann á.
Hins vegar virðast öll
verkefni sem rætt er um í
náinni framtíð vera á suð-
vesturhorninu að
Valaheiðargöngum und-
anskildum. Ég hef ekki
heyrt háværa umræðu
um vegamál á Austur-
landi upp á síðkastið. Ég
þekki þó illa mitt heima-
fólk ef það hefur ekki
áhyggjur af þessum mál-
um. Ástæðan getur verið
sú að fólk gerir sér grein
fyrir þeirri þröngu stöðu
sem ríkissjóður er í um þessar mundir.
Ég hef að minnsta kosti fullan skilning á
því þó jafnframt skuli á það minnt að á
Austurlandi eru enn einhverjir erfiðustu
og hættulegustu fjallvegir landsins sem
bera mikla umferð í vetrarveðrum og
hálku. Af þessum sökum er brýn nauðsyn
að standa við áætlanir um göng undir
Oddsskarð og láta ekki niður falla rann-
sóknir á framtíðarlausnum í samgöngu-
málum Seyðisfjarðar og Vopnajarðar,
þótt vissulega beri að fagna nýjum
áfanga í vegasambandi yfir Vopnafjarð-
arheiði. Þá er einnig nauðsyn að standa
við áætlanir um leiðina yfir Öxi sem felur
í sér mikla styttingu milli byggðarlaga.
Að lokum. Álverið á Reyðarfirði hefur
uppfyllt þær væntingar að breikka
grundvöll atvinnulífisins á Miðaustur-
landi og vera þar að auki þýðingarmikill
þáttur í útflutningi og efnahagslífi þjóð-
arinnar. Þetta er einfaldlega staðreynd.
Þetta breytir því þó ekki að huga þarf að
öðrum þáttum atvinnulífsins fyrir austan,
enda er unnið að ýmsum hugmyndum á
því sviði. Samgöngur eru hins vegar æða-
kerfið sem atvinnulífið þarfnast og það
má ekki bila. Jafnframt er brýn nauðsyn
að eyða óvissu um rekstrarskilyrði
sjávarútvegsins en þau mál eru efni í aðra
grein.
Eftir Jón Kristjánsson
»… álverið á Reyðar-
firði, virkjunin og
starfsemi þessu tengd
er nú undirstaðan í at-
vinnulífinu fyrir austan
ásamt sjávarútveginum.
Jón Kristjánsson
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Austurland, atvinna
og samgöngur
Undanfarna daga hefur embætti
ríkisskattstjóra birt auglýsingar um
ýmsar breytingar á sköttum, sem
tóku gildi nú um áramótin. Þessar
auglýsingar eru áminning til heimila
og fyrirtækja í landinu um þær nýju
skattahækkanir, sem þingmenn rík-
isstjórnarflokkanna samþykktu nú á
jólaföstunni.
Þar var um að ræða þriðju lotu
skattahækkana, sem þingmeirihluti
Samfylkingar og Vinstri grænna stóð
að á innan við einu og hálfu ári.
Fyrstu aðgerðirnar áttu sér stað í júní 2009 og
höfðu umtalsverð áhrif bæði á almenning og at-
hafnalíf. Mestu breytingarnar voru hins vegar
ákveðnar í desember 2009 og fólu trúlega í sér
mestu skattahækkanir á einu bretti í síðari tíma
sögu landsins.
Skattahækkanirnar nú eru að sönnu ekki miklar
í samanburði við fyrri aðgerðir ríkisstjórnarmeiri-
hlutans. Heildaráhrifin verða trúlega innan við 10
milljarðar króna en ekki margir tugir milljarða
eins og raunin var með fyrri hækkanirnar. Þær
eru hins vegar viðbót, sem gerir afleiðingarnar af
slæmri skattastefnu enn verri.
Skattahækkanir í þremur lotum
Rétt er að rifja upp í megindráttum hvaða skatt-
ar hafa verið hækkaðir frá sumri 2009. Í júní það
ár var meðal annars samþykkt hækkun á trygg-
ingagjaldi, nýju skattþrepi bætt við á hærri tekjur
einstaklinga, fjármagnstekjuskattur hækkaður,
vörugjöld hækkuð og ýmsar vörur færðar upp í
efra þrep virðisaukaskatts.
Í desember 2009 var tekjuskattur einstaklinga
hækkaður og fleiri þrepum bætt við, tekjuskattur
fyrirtækja og fjármagnstekjuskattur hækkaður,
skattar á eldsneyti og bifreiðar hækkaðir, áfengis-
og tóbaksgjöld hækkuð, önnur vörugjöld hækkuð
og efra þrep virðisaukaskatts hækkað upp fyrir
þau mörk sem þekkjast í hinum vestræna heimi.
Þá var bætt við nýjum sköttum svo sem hinum
svokallaða auðlegðarskatti á einstaklinga og sér-
stöku kolefnisgjaldi.
Nú fyrir jólin var svo bætt í með enn frekari
hækkunum á fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti
fyrirtækja, skatthlutfall auðlegðarskatts hækkað
og eignamörk lækkuð, erfðafjárskattur var tvö-
faldaður, áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð, kolefn-
isgjald hækkað og vörugjöldum á bifreiðar breytt
með margvíslegum hætti með það að markmiði að
auka tekjur ríkisins af þeim tekjustofni. Þá var
lagður á nýr skattur á fjármálastofnanir.
Hér er alls ekki um að ræða tæmandi talningu á
þeim skatta- og gjaldahækkunum, sem stjórn-
armeirihlutinn á þingi hefur samþykkt. Ótaldar
eru hækkanir á ýmsum smærri tekjustofnum sem
og margvíslegar tæknilegar breytingar, sem sum-
ar eiga að leiða til aukinnar skattheimtu en aðrar
geta leitt til aukins flækjustigs í skattframkvæmd-
inni. Hvort tveggja felur hins vegar í sér óhagræði
fyrir skattgreiðendur, hvort sem um er að ræða
einstaklinga eða fyrirtæki.
Skattastefnan vinnur gegn uppbyggingu
Á hátíðarstundum segja forystumenn ríkis-
stjórnarflokkanna, að endurreisn atvinnulífsins,
fjölgun starfa og aukinn kaupmáttur almennings
eigi að vera meðal helstu forgangsverkefna stjórn-
málamanna um þessar mundir. Skattastefna rík-
isstjórnarinnar gengur hins vegar gegn öllum
þessum markmiðum. Hækkun beinna og óbeinna
skatta á einstaklinga rýrir auðvitað kaupmáttinn.
Hækkanir á fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti
fyrirtækja vinna gegn uppbyggingu í atvinnulíf-
inu, draga úr fjárfestingu og sköpun nýrra at-
vinnutækifæra. Hækkanir á tryggingagjaldi vinna
beinlínis gegn því að fyrirtæki bæti við sig starfs-
fólki. Er þá aðeins nefnt það helsta. Afleiðingar
skattastefnu ríkisstjórnarinnar eru því miður þær
að dýpka kreppuna og seinka þeirri uppbyggingu,
sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda. Það ein-
kennilega er, að þessi stefna virðist vera það eina,
sem sæmileg sátt er um í þingflokkum stjórn-
arflokkanna. Á meðan þar er deilt um nær öll
stærstu viðfangsefni stjórnmálanna er að því er
virðist góð sátt um skattastefnuna, þrátt fyrir að
hinar skaðlegu afleiðingar blasi við út um allt sam-
félagið.
Eftir Birgi Ármannsson » Afleiðingar skatta-
stefnu ríkisstjórn-
arinnar eru því miður
þær að dýpka kreppuna
og seinka þeirri upp-
byggingu sem íslenskt
efnahagslíf þarf á að
halda.
Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Eina stefnan sem
stjórnarflokkarnir
eru sammála um?