Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 19
Gíslason læknir. Með Páli er genginn
mikilvirkur maður sem lét sér fátt
mannlegt óviðkomandi. Páll á að
baki fjölbreyttan stafsferil sem ein-
kenndi hans lífshlaup. Í senn félags-
málafrömuður, skáti og stjórnmála-
maður til hliðar við annasamt
lífsstarf sem læknir.
Páll lauk námi í handlæknisfræði
árið 1955, eins og sérgreininni var þá
háttað. Vann síðar á Akranesi til árs-
ins 1970 er hann varð yfirlæknir á
handlækningadeild Landspítalans. Í
starfi sínu varð Páli snemma ljóst að
„handverkið“ varð ekki þróað og
þroskað innan þáverandi skipulags
greinarinnar. Hann lagði sig
snemma eftir að koma áhugasviði
sínu á kortið en það var æðaskurð-
lækningar. Páll sótti sér víða þekk-
ingu og þjálfun á því sviði og fór á
eigin vegum með hugsjónina eina að
veganesti og sótti heim þá sem bestir
þóttu í greininni á þeim tíma erlend-
is. Þessa þekkingu tók hann með sér
heim og miðlaði öðrum sem kennari
við læknadeild Háskóla Íslands og
kollegi.
Mér er það minnistætt að hann
sagði mér eitt sinn frá því að hann
hefði áhyggjur af skipan mála í
seinni tíð í heilbrigðisþjónustunni.
Stjórnmálamenn, ráðuneyti og
„stofnanastjórar“ kölluðu sífellt eftir
meiri hlutdeild í því hvernig heil-
brigðismálum væri fyrir komið hjá
okkur. Þetta væri vandrataður veg-
ur því reynslan sýndi að helstu gæfu-
spor og framfarir í lækningum hefðu
sjaldnast komið úr þeirri áttinni. Þar
hefðu ætíð verið framsýnir og öflugir
forystumenn innan læknastéttarinn-
ar sem dregið hefðu vagninn. Þeirri
forystu mætti ekki glata. Mér hefur
oft orðið hugsað til þessa síðar í ljósi
reynslunnar.
Páll var vel kynntur meðal kollega
á erlendri grundu. Hann vann sem
fulltrúi Íslands innan norræna
skurðlæknafélagsins og gat sér gott
orðspor á þeim vettvangi. Síðar inn-
an norræna æðaskurðlækninga-
félagsins. Þar var hann duglegur að
sækja fundi/ráðstefnur jafnvel löngu
eftir að hann hætti starfi við lækn-
ingar hér heima. Þrátt fyrir lélega
sjón sat hann ætíð á fremsta bekk
við fyrirlestra með kíkinn í annarri
hendi. Spurði fumlaust og markvisst,
þrátt fyrir aldur, svo eftir var tekið.
Páll var einn af stofnfélögum í
Æðaskurðlækningafélagi Íslands og
síðar heiðursfélagi. Hans er í dag
minnst með hlýju og virðingu frá fé-
laginu. Við þökkum samfylgdina.
Soffíu, börnum og ættingjum
sendum við hugheilar samúðar-
kveðjur
F.h. Æðaskurðlækningafélags
Íslands
Stefán E. Matthíasson formaður.
Það er stjörnubjart haustkvöld á
Akranesi árið 1956. Páll Gíslason er
kominn til starfa sem yfirlæknir við
Sjúkrahús Akraness. Við Siggi B.
eigum erindi við Pál á heimili hans.
Við þekktum til starfa Páls, m.a. sem
mótsstjóra á Landsmóti skáta á
Þingvöllum árið 1948. Félagsforing-
inn okkar var fluttur til Reykjavíkur.
Er Páll tilbúinn að ganga til liðs við
okkur og gerast félagsforingi skát-
anna á Akranesi? Hann tekur á móti
okkur með hlýju brosi, og í léttu
spjalli yfir kaffibolla samþykkir
hann erindið. Á þeirri stundu hófst
frábært samstarf okkar í skátastarf-
inu næstu 15 árin þar til fjölskyldan
flutti til Reykjavíkur.
Páll var einstakur stjórnandi og
skátastarfið á Akranesi átti sín bestu
ár undir stjórn hans. Við hlið hans í
skátastarfinu stóð Soffía, eiginkona
hans. Hún stofnaði svannasveit, sem
varð fjölmennur hópur eldri kven-
skáta og starfaði af miklum krafti að
þeim verkefnum sem fyrir lágu
hverju sinni.
Páll hreif með sér yngri og eldri og
hvatti fólk til dáða, fékk skátunum
verkefni við hæfi. Að virkja sem
flesta og treysta þeim til sjálfstæðra
starfa. Í því var galdurinn fólginn.
Það var lykillinn að góðum árangri.
Hugsjónir skátahreyfingarinnar
hrifu með sér ungt fólk til öflugra
starfa.
Stofnuð var Hjálparsveit til þess
að vera viðbúin til björgunarverk-
efna. Byggður var útileguskálinn
Hákot við rætur Skarðsheiðar og
byrjað var á útilífsmiðstöðinni í
Skorradal sem nú er orðin sannkall-
aður unaðsreitur til útivistar. Auk
þess var Skátaheimilið á Akranesi
endurbyggt og stækkað.
Á þessum árum stóð Skátafélag
Akraness fyrir fjölmennum skáta-
mótum í Botnsdal. Þar voru fjöl-
skyldubúðir fyrir skátafjölskyldur,
en það var nýmæli á skátamótum á
Íslandi. Um 400 skátar voru í starfi á
Akranesi á þessum tíma, eða 10%
íbúanna.
Tengjum fastara bræðralagsbogann
er bálið snarkar hér rökkrinu í.
Finnum ylinn og lítum í logann
og látum minningar vakna á ný
Þessar upphafslínur úr vinsælum
varðeldasöng skáta koma upp í hug-
ann þegar ég lít til baka við andlát
góðs vinar, Páls Gíslasonar læknis
og fyrrum skátahöfðingja. Margar
stundir áttum við saman með skát-
um við varðeld. Oftast var Páll þá
stjórnandinn í söng og leik. Í lokin
var hugleiðing og hvatning sem
fylgdi okkur inn í svefninn.
Það var mikið lán að fá Pál og
Soffíu til starfa á Akranesi. Fleiri en
skátarnir nutu góðs af starfi þeirra.
Stórhugur hans við uppbyggingu og
stjórnun sjúkrahússins vakti athygli.
Frábærir læknishæfileikar hans
nutu sín vel og ljúfmennska við alla
sjúklinga sem treystu honum tak-
markalaust. Í bæjarstjórn vann
hann að mörgum framfaramálum.
Skátarnir á Akranesi standa í mik-
illi þakkarskuld við Pál, Soffíu og
börnin þeirra fyrir fórnfúst og óeig-
ingjarnt starf í þágu skátahreyfing-
arinnar. Við Elín og börnin okkar
þökkum fjölskyldunni fyrir vináttu
og ógleymanlegar samverustundir
og sendum þeim samúðarkveðjur.
Páll er farinn heim, eins og við
skátar segjum þegar við kveðjum
látinn félaga. Blessun fylgi góðum
vini.
Bragi Þórðarson.
Kveðja frá Endurfundum skáta
Það var haustið 1998 sem Endur-
fundir skáta hófust að frumkvæði
Páls Gíslasonar, fv. skátahöfðingja.
Allar götur síðan hefur stór hópur
eldri skáta hist mánaðarlega yfir
vetrartímann í Skátamiðstöðinni og
snætt saman hádegisverð. Á Endur-
fundum skáta eru gjarnan rifjaðir
upp liðnir atburðir úr skátastarfi og
fór vel á því að Páll reið á vaðið og
sagði frá Landsmótum skáta á Þing-
völlum 1948 og 1962 á fyrstu Endur-
fundunum, en hann var mótsstjóri
beggja mótanna.
Við viljum þakka Páli fyrir að hafa
skapað okkur þennan vettvang til að
hittast og sendum Soffíu og fjöl-
skyldunni allri samúðarkveðjur.
F.h. Bakhópsins,
Júlíus Aðalsteinsson.
Páll Gíslason átti náðargáfu –
hann gat hrifið með sér fólk af öllum
stigum og á öllum aldri til góðra
verka. Hann lagði gjörva hönd á
margt og var honum fátt mannlegt
óviðkomandi. Velferð samborgara,
heill sjúkra og framtíð æskunnar
voru honum jafnvæg viðfangsefni.
Páll gekk að öllum störfum með
ósérhlífni og dugnaði og hugsaði
sjaldan um daglaun að kvöldi.
Í störfum sínum fyrir skátahreyf-
inguna sinnti hann nær öllum hugs-
anlegum embættum. Hann gegndi
foringjastörfum á öllum stigum og
var skátahöfðingi Íslands í áratug.
Páll fékkst við leiðbeinendastörf,
stýrði tveimur glæsilegum skáta-
mótum á Þingvöllum, sem bæði ollu
straumhvörfum í skátastarfinu í
landinu. Hann átti jafnframt drjúgan
þátt í því hversu vel tókst til er Norð-
urlöndin önnuðust Jamboree al-
heimsmót skáta árið 1975, sem hald-
ið var í Noregi.
Enginn vafi er að Páll var manna
best lesinn í þeim uppeldisfræðilegu
grundvallaratriðum sem skátahreyf-
ingin er reist á og hann íhugaði sið-
ferðilegan grundvöll hennar af mik-
illi alvöru. Páli var gefið að klæða
alvarlega hluti í auðskilinn búning.
Til að aðstoða unga skátaforingja
kom hann af stað með nokkrum fé-
lögum sínum bókaútgáfu, sem vann
meðal annars það þrekvirki að gefa
út Skátabókina eftir Baden-Powell
sem skátastarfið er grundvallað á.
En mikilvægust var leiðsögnin,
traustið sem hann sýndi ungum
skátaforingjum, velvildin og fram-
sýnin. Það sýndi m.a. atbeini hans að
uppbyggingu skátaskóla og skáta-
miðstöðvar að Úlfljótsvatni. Páll
Gíslason átti auðvelt með að hrífa
menn með sér. En hann var líka
stefnufastur og fylginn sér. Ég á Páli
margt að þakka, en hæst ber hvatn-
inguna og traustið sem hann sýndi
mér í þeim störfum sem ég hef gegnt
fyrir skátahreyfinguna. Nú er Páll
farinn heim – hann á góða heim-
komu.
Ég flyt frú Soffíu og ástvinum Páls
dýpstu samúðarkveðjur. Si Monu-
mentum Requires, Circumspice.
Ólafur Ásgeirsson.
Kveðja frá Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur
Páll Gíslason var einn af máttar-
stólpum Krabbameinsfélags Reykja-
víkur í marga áratugi. Hann var
mjög áhugasamur um allt sem varð-
aði baráttuna gegn krabbameini og
vann að því af heilum hug að félagið
næði markmiðum sínum, ekki síst
varðandi fræðslu, forvarnir og mál-
efni sjúklinga.
Páll var í stjórn Krabbameins-
félags Reykjavíkur í tvo áratugi, frá
1973 til 1992. Eftir það sýndi hann
málefnum félagsins einnig mikinn
áhuga, mætti á nær alla aðalfundi
þess, fræðslufundi og málþing. Oftar
en ekki hafði Páll eitthvað til mál-
anna að leggja. Síðustu árin var
Soffía með í för.
Það var mikið áhugamál Páls að
konum yrði boðið að koma til leitar
að krabbameini í brjóstum eftir að
sjötugsaldri væri náð og var brugðist
við ábendingum hans.
Páll Gíslason var kjörinn heiðurs-
félagi Krabbameinsfélags Reykja-
víkur árið 1994, í tilefni af 45 ára af-
mæli félagsins.
Fyrir hönd Krabbameinsfélagsins
sendi ég samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Páls.
Nanna Friðriksdóttir, for-
maður Krabbameinsfélags
Reykjavíkur.
Kveðja frá Félagi eldri borgara
Úr augum hans geislaði góðvild og
hlýja. Hvort tveggja gaf hann af sér
m.a. í félagsstörfum með ungum og
öldruðum. Á unga aldri hóf hann að
starfa í skátahreyfingunni og hélt
því áfram samhliða lækningum á
Akranesi og í Reykjavík. Þá var
hann skátahöfðingi um árabil. Fyrir
skátastarfið var hann sæmdur heið-
ursmerkjum innanlands og utan. Í
fjölmörg ár hafði hann þá starfað að
sveitarstjórnarmálum bæði á Akra-
nesi og í Reykjavík og sinnt sérstak-
lega málefnum aldraðra. Sem borg-
arfulltrúi í Reykjavík vann hann að
úrbótum í húsnæðismálum aldraðra
og beitti sér fyrir því að borgin
byggði félagsmiðstöðvar við íbúðir
aldraðra sem einkafyrirtæki reistu.
Er hann hafði lokið farsælum ferli
sínum gekk hann til liðs við Félag
eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni, var kosinn í stjórn þess árið
1994 og síðan formaður í fjögur ár,
árin 1995 til 1999. Fyrir þau störf var
hann kjörinn heiðursfélagi á aðal-
fundi þess árið 2001.
Sem formaður í Félagi eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni lagði
Páll áherslu á að efla félagsstarfið og
ferðalög svo og fyrirlestrahald, t.d.
um heilsufar aldraðra. Meðal annars
fékk hann starfsbræður sína í hópi
lækna til að halda fræðsluerindi um
hina ýmsu þætti heilbrigðismála.Til
þess að auðvelda fyrirlestrastarfið
lagði hann áherslu á að bæta hús-
næðiskost félagsins. Einnig lagði
hann sig fram um að bæta kjör aldr-
aðra þótt þungt væri fyrir fæti varð-
andi árangur í þeim efnum þá eins og
nú.
Þau hjónin Páll og Soffía höfðu til
skamms tíma komið á mannfundi hjá
félaginu „til þess að fylgjast með“,
eins og mig minnir hann hafa sagt er
fundum okkar bar saman seinast.
Það var jafnan ánægjulegt að njóta
samfunda við Pál Gíslason og finna
fast og hlýtt handtak hans.
Um leið og Páli Gíslasyni er þakk-
að starfið í þágu eldri borgara í
Reykjavík er Soffíu konu hans og
öðrum í fjölskyldunni vottuð samúð.
Fyrir hönd Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni,
Unnar Stefánsson formaður.
Stjórn Félags áhugafólks um
íþróttir aldraðra kveður í dag Pál
Gíslason lækni, einn af bestu og
traustustu bjakhjörlum sínum.
Við minnumst allra hans hollu
ráða gagnvart þeim verkefnum sem
lágu fyrir og unnið var að sl. 25 ár.
FÁÍA var einn af þeim mörgu
vinnuhópum þar sem Páll gat beitt
áhrifum sínum til hagsbóta, hress-
ingar og farsælla lífs fyrir fólk á efri
árum ævinnar. Hjartans þökk fyrir
hans óeigingjarna starf. Jafnframt
færum við Soffíu og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur.
F.h. stjórnar,
Hjörtur Þórarinsson.
Kveðja frá Bandalagi
íslenskra skáta
Páll Gíslason fv. skátahöfðingi er
farinn heim, eins og við skátar segj-
um gjarnan.
Páll var virkur í skátahreyfing-
unni frá árinu 1936 og allt til hinstu
stundar. Hann var fljótt valinn til
forystu og gegndi ýmsum foringja-
störfum. Páll sat í stjórn BÍS í alls 27
ár, þar af sem skátahöfðingi í 10 ár
frá 1971 til 1981. Hann var virkur í
alþjóðlegu skátastarfi og var m.a.
fararstjóri íslenskra skáta á World
Scout Jamboree í París 1947 og var í
mótsstjórn Nordjamb 1975, World
Scout Jamboree, í Lillehammer í
Noregi, en það mót var haldið sam-
eiginlega af skátabandalögum Norð-
urlandanna. Þá beitti hann sér fyrir
því að Evrópuþing skáta voru haldin
á Íslandi árið 1975, en það var í
fyrsta skipti sem Evrópuþing bæði
kven- og drengjaskáta voru haldin á
sama stað og á sama tíma.
Páll var sæmdur Silfurúlfinum,
æðstu viðurkenningu íslensku skáta-
hreyfingarinnar, árið 1962 og Bron-
zúlfinum, æðstu viðurkenningu
WOSM, heimshreyfingar skáta, árið
1981.
Ég vil fyrir hönd íslenskra skáta
þakka Páli fyrir öll hans störf í þágu
skáta og ekki síður fyrir endalausa
hvatningu til okkar sem stöndum í
forystunni og ábendingar um hvað
unnt er að gera til að ná betri ár-
angri.
Við skátar þökkum Páli samfylgd-
ina í rúm 70 ár og sendum Soffíu og
öðrum aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Bragi Björnsson
skátahöfðingi.
Kveðja frá Skátasambandi
Reykjavíkur
Páll Gíslason fyrrverandi skáta-
höfðingi er farinn heim. Hann gekk
ungur til liðs við skátahreyfinguna í
Reykjavík. Snemma kom í ljós næm-
ur skilningur hans á manngildishug-
sjón Roberts Baden-Powell og
snjöllu skipulagi skátahreyfingar-
innar. Hann var strax á unglingsár-
um orðinn með allra starfssömustu
félögum Skátafélags Reykjavíkur og
gegndi starfi deildarforingja lung-
ann úr fimmta áratugnum.
Fáir foringjar hafa haldið uppi
jafnþróttmiklu starfi og Páll. Auk
þess að vera máttarstólpi í starfi
Reykjavíkurskáta á þessum árum
var Páll virkur þátttakandi í land-
námi reykvískra skáta á Úlfljóts-
vatni 1942.
Hann stýrði foringjaskóla
Skátafélagsins árin 1944 og 1945 og
var fararstjóri íslenskra skáta á
fyrsta alheimsmót skáta eftir heims-
styrjöldina síðari, Friðar-Jamboree í
Frakklandi 1947. Alls sóttu níutíu ís-
lenskir skátar mótið. Þá var hann
var mótsstjóri landsmóts skáta 1948,
sem var langstærsta skátamót sem
haldið hafði verið hér á landi. Það
sótti fjöldi erlendra skáta. Páll var
einnig mótsstjóri á landsmótinu á
Þingvöllum 1962 sem haldið var á 50
ára afmælisári hreyfingarinnar hér á
landi. Var það einnig mjög fjölmennt
mót. Vert er að minnast á þátt Páls í
útgáfumálum hreyfingarinnar. Páll
stofnaði ásamt Hallgrími Sigurðs-
syni, Hjörleifi Sigurðssyni, Páli Sig-
urðssyni og Páli H. Pálssyni útgáfu-
skátaflokkinn Úlfljót árið 1943.
Úlfljótur gaf út fjölda skátabóka, þar
á meðal íslenska þýðingu á Scouting
for Boys eftir Robert Baden-Powell.
Eftir að Páll lauk kandídatsprófi í
læknisfræði lét hann af störfum sem
skátaforingi í Reykjavík en síðar
héldu þau Soffía uppi afar öflugu
skátastarfi á Akranesi meðan Páll
gegndi starfi læknis þar. Um tíma
var um tíundi hver bæjarbúi starf-
andi í skátafélaginu á Akranesi. Er
þau hjónin fluttust aftur til Reykja-
víkur var Páll kjörinn skátahöfðingi
og gegndi hann því embætti með
miklum sóma á árunum 1971 til 1983.
Páll var árum saman borgarfulltrúi í
Reykjavík og um tíma forseti borg-
arstjórnar.
Á þeim vettvangi studdi hann
skáta í Reykjavík með ráðum og dáð.
Og það gerði hann einnig margvís-
lega eftir að hann hafði kvatt stjórn-
málin. Skátar í Reykjavík eiga Páli
Gíslasyni þakkir að gjalda fyrir
framlag hans og margháttaðan
stuðning við skátastarf í höfuðborg-
inni í áratugi. Með þakklæti og hlýju
minnumst við fallins félaga og leið-
toga. Stjórn Skátasambands
Reykjavíkur sendir fjölskyldu Páls
samúðarkveðjur.
Eiríkur G. Guðmundsson,
formaður SSR.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
✝
Ástkær vinkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
HAFRÚN INGVARSDÓTTIR,
Suðurhólum 14,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 2. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
11. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elliði Magnússon,
Finnbogi Oddur Karlsson,
S. Ingibjörg Karlsdóttir, Jakob Jónsson,
Jóhanna María Karlsdóttir, Sigmundur Hagalín Sigmundsson,
Halldór Jónsson,
Sigurður Hólmar Karlsson,
Valgerður Lísa Gestsdóttir, Björn Auðunn Magnússon,
Hlynur Þór Gestsson.
Lokað
Skrifstofa Félags eldri borgara Reykjavík verður lokuð í dag
frá kl. 14.00 vegna útfarar PÁLS GÍSLASONAR.