Morgunblaðið - 10.01.2011, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.01.2011, Qupperneq 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri heimildaleikrits- ins Elsku barn eftir Dennis Kelly sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins fimmtu- daginn 13. janúar. Jón Páll hefur leikstýrt ögr- andi sýningum og má þar nefna Vestrið eina, Maríubjallan, Þú ert hér og Góðir Íslendingar. Elsku barn má sannarlega einnig flokka sem ögrandi sýningu. „Dennis Kelly byggir verkið á sannsögulegum atburðum í Bretlandi og viðtölum við alla aðila málsins,“ segir Jón Páll. „Ung kona var ákærð fyrir að myrða börnin sín tvö og sakfelld en síðan sýknuð eftir að hafa verið í fangelsi í fjórtán mán- uði. Hún hafði verið sakfelld, ekki síst vegna þess að sálfræðingur hafði smíðað líkindareiknings- kenningu sem gekk út á það að ef móðir missir tvö börn úr vöggudauða þá séu 97 prósent líkur á því að börnin hafi verð myrt. En svo kom í ljós að vísindin geta verið gölluð. Þetta var kveikjan að því að Kelly skrifaði þetta verk. En móðirin sem hafði verið dæmd og síðan sleppt úr haldi náði sér aldrei og dó úr harmi, drakk sig í hel.“ Enginn algildur sannleikur „Það sem flækir málið fyrir leikhúsgestum er að í verkinu birtast persónulegar upplifanir ein- staklinga og mismunandi hliðar á málinu,“ segir Jón Páll. „Kelly er að segja að það er enginn al- gildur sannleikur. Sannleikurinn er málamiðlun því við komum okkur saman um að trúa á eitt- hvað sem sannleikann. Þegar kemur að atburð- um sem snerta tvö börn sem deyja með óútskýr- anlegum hætti þá er kannski gert samkomulag um að dauðinn hafi stafað af köfnun eða vöggu- leið að staðfesta tilvist ákveðins raunveruleika og það er ekki hlutverk leikhússins. Ef við sýnum hefðbundna borgaralega hugmynd af því hvernig hlutirnir eru kemurðu bara í leikhúsið, kinkar kolli og segir: Já, þetta er nú svona. Leikhúsið á að ýta að þér óræðum sannleika svo þú farir í día- lóg við sjálfa þig, vini þína eða samfélagið og spyrjir: Er þetta svona eða er þetta kannski allt öðruvísi? Leikhúsið er sá staður sem er öflugasta verkfærið í því að fá þig til að hugsa hlutina upp á nýtt. Þegar við komum í leikhúsið göngum við inn í myrkrið og vitum að hvað sem er getur gerst. Afl leikhússins felst í þessu, að fá okkur til að staldra við og spyrja: Þurfa hlutirnir að vera svona, er ekki til önnur leið? Við sem vinnum að þessi verki erum ekki að reyna að birta óumdeilanlegan sannleika vegna þess að það væri predikun og ekki leikhús. Við erum að reyna að sýna hversu viðkvæmur hann er þessi óræði sannleikur sem byggður er á per- sónulegum frásögnum. Og þegar við setjum per- sónulega frásögn í samhengi við einhvers konar glæpi verður erfitt fyrir okkur að greina hver sannleikurinn er. Við getum heldur ekki notað það sem við segjum um okkur sjálf sem grunninn að einhverjum sannleik.“ Frábær samvinna Leikendur í sýningunni eru Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Benedikt Erlingsson, Hallgrímur Ólafsson, Nína Dögg Fil- ippusdóttir og Valur Freyr Gíslason. Jón Páll segir samvinnuna við leikarana hafa verið frá- bæra. „Ég er með einvalalið með mér. Þetta er mjög erfitt verk tilfinningalega af því að leikarar eru að glíma við hluti sem eru ógeðfelldir. Það felst svo mikið óréttlæti í því þegar börn deyja.“ dauða en í raun vitum við ekki sannleikann um það sem gerðist. Verkið vekur líka spurningar um það sem við segjum um okkur sjálf, til dæmis á bloggi eða á fésbókinni. Við skynjum söguna sem við segjum um okkur sjálf sem sannleika en sú saga er aldrei sönn. Hún er háð kringumstæðum okkar á hverj- um tíma og stundum ljúgum við að sjálfum okkur bara til að bjarga okkur. Og skynjun okkar á til- verunni er svo oft furðuleg og minnir á brand- arann um manninn sem leitaði aðstoðar sálfræð- ings vegna þess að hann hélt að hann væri korn og óttaðist að kjúklingur myndi éta hann. Mað- urinn fór í meðferð og þegar henni var lokið spurði sálfræðingurinn: Þú trúir því ekki enn að þú sért korn, er það? Nei, ég er læknaður, sagði maðurinn. Eftir nokkra daga sneri maðurinn aft- ur til sálfræðingsins mjög óttasleginn. Þú veist að þú ert ekki korn, sagði sálfræðingurinn og maðurinn sagði: Já, ég veit það, en veit kjúkling- urinn það?“ Þú hljómar eins og þú sért mjög hrifinn af þessu verki? „Ég er mjög hrifinn. Ég hefði aldrei tekið að mér að leikstýra þessu verki nema ég gæti svar- að spurningum eins og: Af hverju valdir þú þetta verk og af hverju núna? Það fer virkilega í taug- arnar á mér þegar fólk segir um eitthvert verk að það sé klassískt verk eða hrunleikur. Ekkert slíkt er til, það er bara til leikhús sem er eða er ekki í samtali við samtíma sinn um eitthvað sem skiptir máli.“ Að hugsa upp á nýtt Gefur þetta verk áhorfendum ein- hver svör? „Ef leikhús gæfi svör væri það um Hinn viðkvæmi og óræði sannleikur Morgunblaðið/Golli Jón Páll Eyjólfsson Ef leikhús gæfi svör þá væri það um leið að staðfesta tilvist ákveðins raunveruleika og það er ekki hlutverk leikhússins.  Borgarleikhúsið frumsýnir Elsku barn  Saga móður sem er sökuð um að myrða börn sín  Verk um óræðan sannleika og erfitt verk tilfinningalega, segir leikstjórinn Jón Páll Eyjólfsson Leikritið Elsku barn eftir Dennis Kelly er saga um sannleika og lygi. Ung móðir er sökuð um að hafa myrt börn sín tvö. Þó er alls ekki ljóst hvort um morð er að ræða eða sorglegt slys. Málið vekur athygli almennings og áhuga hinna ólíklegustu aðila. Leik- ritið er byggt á opinskáum viðtölum við alla aðila málsins. Engu hefur ver- ið bætt við og allt er orðrétt haft eft- ir. Hér er á ferð heimildaleikrit sem fjallar um tilraunir fólks til að leita sannleikans. Höfundurinn, Dennis Kelly, er fæddur árið 1970. Hann er í hópi fremstu leikskálda Breta um þessar mundir og hefur á undanförnum ár- um fest sig í sessi sem eitt áhuga- verðasta leikskáld Evrópu. Frá árinu 2003 hefur hann skrif- að alls átta leikrit, meðal annars Love and Money sem var tilnefnt til Olivier- verðlaunanna og Munaðar- laus sem sýnt var hér á landi síðasta vetur við góðar undirtektir. Eitt fremsta leikskáld Breta HÖFUNDURINN Dennis Kelly

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.