Morgunblaðið - 10.01.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.01.2011, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Nýju Chromeo-plötuna, Business Casual. Yndisleg. Plötuna Release Me með stelpu- bandinu The Like. Mark Ronson-hype og skemmtilegt retró. Nýju Fear Factory- plötuna. Hún er ofsafengin! Já og svo er ég að rifja upp gamlar Billy Joel-lummur. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Það er ómögulegt að svara þessu. Stundum er það Doggystyle með Snoop. Stundum Clos- ing Time með Tom Waits. Einhvern tímann var það Houses of the Holy með Zeppelin. Má ég kannski nefna plötu með Morðingjunum? Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Ég er ekki viss. En fyrsta platan sem ég eignaðist var Tug of War með Paul McCartney. Sólóplata og frekar mikil neðanmálsgrein í McCartney-sögunni. En ég elskaði þessa plötu. Foreldrar mínir segja að ég hafi óskað eftir henni í jólagjöf rétt áður en ég varð þriggja ára. Það gæti passað enda var ég furðulegt barn. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Drullumall með Botn- leðju. Ég var 15 ára þegar hún kom út og mér fannst Botnleðja jafn merkilegir og Me- tallica og páfinn. Ég elti þá síðan um allt höfuðborgarsvæðið. Ef þeir voru að spila og ég komst inn var ég þar. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Ég fíla sjálfan mig svo vel að það er erfitt að svara þessu. En ef ég þyrfti að velja þá myndi ég sjálfsagt velja Beck. Hann hefur gert svo margt skrýtið og skemmtilegt að honum leyfist nokkurn veginn allt sem honum dettur í hug. Það er mikilvægt. Að halda frelsinu og hvatvís- inni. Hvað syngur þú í sturtunni? Ég syng ekki í sturtu en ég syng í bílnum (þegar mamma lánar mér hann). Þá eru það gjarnan tregafullar Decemberists-ballöður. Ég vil samt endilega taka það fram að ég er löngu fluttur að heiman þó mamma láni mér stundum bílinn sinn. Svona ef einhver ætlaði að fara að gera grín að mér. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudags- kvöldum? Stök lög með handahófskenndum lista- mönnum. Oft frá níunda áratugnum. „Jes- sie’s Girl“. „A Town Called Malice“. Þannig dótarí. Gítarpopp. Oft hármetall líka. Vix- en, Winger ofl. Já eða ef ég er alveg tjúll- aður er það bara „Confessions on a Dancefloor“ með meistöru Madonnu. Ef ég spila hana nógu hátt fer mig að langa til að prófa ecstasy. Nota samt ekki slíkt. Ég mínus dóp = *lol* En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Karate er sunnudags- hljómsveitin mín. Ég er alltaf emó á sunnudögum. Mögulega er það Karate að kenna. Spurn- ing að skipta yfir í eitthvað fjörugra. Bo- ney M kannski? Í mínum eyrum Haukur Viðar Alfreðsson (úr hljómsveitinni Morðingjunum) „ …svo er ég að rifja upp gamlar Billy Joel-lummur“ Snoop Dogg er svalur, það má hann eiga. Plata McCartney, Tug of War Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ég er nú það hrifnæmur maður að ég lýsi því reglulega yfir að þetta sé „besta plata sem ég hef heyrt!“. Bestu plötur heims í mínum hugsa eru um 300 talsins eða eitthvað álíka og ég meina það svo innilega í hvert og eitt sinn. Þetta segi ég af því að þessi grein fjallar um hljómsveit, sem er ábyggilega besta hljóm- sveit í heimi í dag (nei, bíddu, bíddu í alvöru!). Sveitin atarna kallast Deerhoof, rekur ætt sína til San Francisco en nýjasta hljóðversplata hennar, Deerhoof vs. Evil, kom út fyrir helgi í Japan en kemur út í Bretlandi, Bandaríkj- unum og víðar eftir 20. janúar eða þar um bil. Tónlist Deerhoof er ævintýraleg svo ekki sé nú meira sagt. Þar ægir hinum og þessum stefnum saman; sýrupopp sjöunda áratugarins er t.a.m. nokkuð áberandi en meðul frjálsa djassins eru auk þess óspart notuð og ára Captain gamla Beefheart svífur yfir, nokkurs konar hamingjupopp eiginlega sem er brotið reglulega upp á tilkomumikinn hátt með óvæntum taktskiptingum og óhljóðaárásum. Þessi skrítirokksveit hefur haldið uppi því- líkum gæðastaðli á síðustu þremur plötum sín- um að manni verður eiginlega orða vant þegar maður rifjar þær upp (The Runners Four (2005), Friend Opportunity (2007), Offend Maggie (2008), allt eru þetta stórkostlegar plötur). Í þetta sinni sáu meðlimir, þau John Dieterich, Satomi Matsuzaki, Ed Rodriguez og Greg Saunier um allar upptökur sjálf og fóru þær fram í kjöllurum og æfingahúsnæðum fremur en í hljóðverum. Sveitin hefur líka mik- ið til verið á hljómleikaferðalagi síðan Offend Maggie kom út, hitaði m.a. upp fyrir Plastic Ono Band og flutti Unknown Pleasures eftir Joy Division í heild sinni ásamt hinni andans skyldu Xiu Xiu. Fjölmörgum hliðarverkefnum var líka sinnt en meðlimir eru í milljón öðrum verkefnum meðfram Deerhoof. „Ein sú frum- legasta sveit sem fram hefur komið í meira en áratug“ sagði New York Times. Og ekki lýgur það! Deerhoof og djöfullinn Fereyki Deerhoof í góðu gríni. Tónlist á mánudegi Deerhoof með nýja plötu Trymbill Deerhoof og stofnandi sveitar- innar, er einn af athyglisverðustu nústarf- andi trommuleikurum. Tækni hans er ótrú- leg, en hann á að baki klassískt nám. Með tíð og tíma hefur hann minnkað við sig trommusettið, og oftast er hann bara með einn sneril, bassatrommu og tvo diska. Fer hann svo miklum hamförum á settinu, og það er nánast eins og hann sé að syngja lag með því fremur en að halda takti. Áhugasömum er bent á að smella sér á youtube.com til að sannfærast. Greg Saunier TRYMBILLINN MAGNAÐI LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FIMM ÓKUNNUGIR FASTIR Í LYFTU OG EITT ÞEIRRA ER EKKI ÞAÐ SEM ÞAÐ VIRÐIST VERA THE TOURIST Sýnd kl. 8 og 10:10 GULLIVER’S TRAVELS 3D Sýnd kl. 6 LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 DEVIL Sýnd kl. 8 og 10 MEGAMIND 3D Sýnd kl. 6 íslenskt tal STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA HHH “Djöfulli” gott bara... A.E.T - MBL ATH. 3D GLERAUGU SELD SÉR Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ THE TOURIST kl. 8 - 10 GULLIVER´S TRAVEL 3D kl. 6 - 8 LITTLE FOCKERS kl. 10 GAURAGANGUR KL. 6 12 L 12 7 Nánar á Miði.is THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE TOURIST LÚXUS kl. 5.40 - 8 - 10.20 GULLIVER´S TRAVEL 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 LITTLE FOCKERS Kl. 8 - 10.20 GAURAGANGUR KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40 NARNIA 3 3D KL. 5.30 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3.40 12 12 L 12 7 L 7 L THE TOURIST KL. 5.40 - 8 - 10.20 GULLIVER´S TRAVEL 3D KL. 5.50 - 10.20 SOMEWHERE KL. 5.50 - 8 DEVIL KL. 10.10 GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 - 10.10 NARNIA 3 3D KL. 8 12 L L 16 7 7 HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR Í 3-D FYRSTA RISA GRÍNMYND ÁRSINS Í 3-D -H.S, MBL-K.G, FBL -H.S.S, MBL -A.E.T, MBL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.