Morgunblaðið - 14.01.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 14.01.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Heimagreiðslum verði hætt  Fjármununum fremur varið í ný leikskólapláss og eflingu dagforeldrakerfisins Kjartan Kjartansson Ingveldur Geirsdóttir Reykjavíkurborg hefur ákveðið að afnema svo- kallaða þjónustutryggingu fyrir foreldra í borg- inni, 20 þúsund króna greiðslu á mánuði til for- eldra við lok fæðingarorlofs til aðstoðar á meðan leitað var vistunarúrræða fyrir barnið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir ákvörðunina og bendir á að þetta sé gert á sama tíma og gríðarleg fjölgun leikskóla- barna sé fyrirsjáanleg í haust. „Í grunninn erum við á móti því að afnema þetta úrræði en þetta er sérstaklega vond ákvörðun á þessum tímapunkti því útlit er fyrir að á fimmta hundrað börn verði án leikskólapláss í haust,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði. Þorbjörg telur að biðlistar lengist og eftirspurn eftir plássum hjá dagforeldrum aukist um 400 börn frá síðasta ári. Ráða þurfi áttatíu dagfor- eldra til að mæta slíkri eftirspurn. Hún segir þjónustutryggingunni hafa verið komið á árið 2008 til að brúa bil. „Hugmyndin var að úrræðið myndi eyðast upp af sjálfu sér þegar útvegaðar væru lausnir. Nú er þetta tekið af og engar lausn- ir í boði.“ Leikskólinn færður upp í forgangsröðinni „Þjónustutryggingin hefði stefnt í 250 milljónir á þessu ári. Það er sú upphæð, eða 300 milljónir, sem við setjum í ný leikskólapláss svo börn sem verða tveggja ára á þessu ári komist að. Þó að það sé sársaukafullt að taka þessa þjónustu í burtu stóla foreldrar fyrst og fremst á að koma barninu inn á leikskóla á árinu sem það verður tveggja ára svo við völdum að forgangsraða,“ segir Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir ákvörðun um afnám tryggingarinnar vera fjárhagslega og til að geta tryggt þjónustu inni á leikskólunum og hjá dagforeldrum. „Það er verið að vinna í því að fjölga dagforeldrum svo það kerfi geti afkastað meiru. Það sem liggur fyrir er að reyna að taka á móti um 400 fleiri börnum á næstu tveimur árum en hefur verið á venjulegu ári. Þjónustutryggingin er tiltölulega nýtilkomin og hefur verið skorin niður reglulega síðan. Hún hefur verið slegin af í mörgum öðrum sveitar- félögum þar sem hún var tekin upp. Á hagræðing- artímum stendur maður frammi fyrir því að reyna að verja grunnþjónustuna.“ Á hagræðingartímum stendur maður frammi fyrir því að reyna að verja grunnþjónustuna Óttarr Proppé Ellilífeyrisþegi sem býr í leigu- húsnæði hlaut að- alvinning í Happ- drætti DAS en dregið var út í gær. Vinning- urinn er að verð- mæti 14,6 millj- ónir króna, þ.e. Audi A4 bifreið, að verðmæti 7,3 milljónir kr., auk 7,3 milljóna kr. í farangursrými ef vinningshafi ætti tvöfaldan miða, sem var raunin. Vinningshafinn reyndist vera roskinn karlmaður á Akureyri sem sagðist frekar vilja fá peninginn og sleppa bifreiðinni – enda ekki með bílpróf. Var það auðsótt mál. Að sögn Sigurðar Ágústs Sigurðs- sonar forstjóra Happdrættis DAS, sagði maðurinn að vinningurinn kæmi sér afar vel enda hann hættur að vinna og lifði bara á ellilífeyri. Þá sagðist hann ætla að huga að íbúðar- kaupum enda væri hann í leigu- húsnæði sem stendur. Var hann afar þakklátur og sagðist hafa átt núm- erið í mörg ár og vildi með því styðja við málefnið. Ekki væri slæmt að fá vinning öðru hverju en svona há upphæð var fjarri hans draumum. Í lok samtalsins við umboðsmann happdrættisins bað hann þó um að vinningsupphæðin yrði endurtekin svo hann væri viss um að hann hefði heyrt rétt. Vildi frekar pening en nýjan bíl Eldri borgari Dett- ur í lukkupottinn. Ellilífeyrisþegi hlaut aðalvinning í DAS Óvíst er enn hvenær Icesave- frumvarpið verður afgreitt út úr fjárlaganefnd. Unnið hefur verið í tvo daga frá morgni til kvölds og fundað með þeim umsagnaraðilum sem óskað hefur verið eftir. Fundað verður með slitastjórn og skilanefnd Landsbankans eftir helgi. Björn Valur Gíslason, varafor- maður nefndarinnar, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að engin tíma- pressa væri til staðar „en því lengur sem verið er að ljúka málum, þeim mun erfiðara er að klára þau“. Engin pressa vegna Icesave Iðnaðarmenn sem vinna við endurbyggingu húsanna á horni Austurstrætis og Lækjargötu þurftu að dúða sig vel í gær til að klæða af sér nístandi kuldann í borginni. Veðrið virtist þó engin teljandi áhrif hafa á vinnuget- una því þakpappinn var fljótt festur á. Framkvæmdum miðar að öðru leyti vel og ekki annað vitað en borgarbúum falli endurgerð gömlu húsanna á reitnum afskaplega vel. Vel dúðaðir við vinnu í kuldanum Morgunblaðið/Ómar BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Þetta var mjög málefnalegur og góð- ur fundur. Það var náttúrlega verið að spyrja út í stöðuna í þingflokknum og við fengum mjög góð svör,“ segir Andrea Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri að loknum félagsfundi Vinstri grænna sem fór fram á Akureyri í gærkvöldi áður en almennur stjórnmálafundur flokksins hófst. Steingrímur J. Sigfússon og Lilja Rafney Magnúsdóttir sátu fé- lagsfundinn sem 27 manns sóttu. „Það hefur verið öflugt og gott starf hjá Vinstri grænum hér fyrir norðan og fundurinn endurspeglaði það svolítið. Við vorum aðeins að velta fyrir okkur hvert við erum að stefna og að hanga ekki í þeim efnum sem hafa verið mest í kastljósinu, minna okkur á að það er meira sem sam- einar okkur en sundrar okkur. Þingflokksdeilan eða ágreiningur- inn hefur ekki endurspeglast í flokks- starfinu hér en maður veit aldrei hvernig hlutirnir þróast og ég bjóst við að sjá fólk skiptast meira í fylk- ingar á þessum fundi, en það var ekki. Frekar var verið að spyrja og leita skýringa, því fyrir venjulegan flokks- mann er oft erfitt að átta sig á fjöl- miðlaumfjölluninni og hvað er raun- verulega að gerast. Fólk var að fókusera á hvert við ætluðum að halda, leggja áherslu á að við gleymd- um ekki því sem sameinar okkur og að við ættum að ýta undir það sem vel er gert. Það var líka rætt hvernig við getum haft meiri samræðu á milli sveitar- stjórnarstigsins og þingflokksins, það hefur kannski gleymst í því havaríi sem hefur verið í ríkisstjórninni. Þá hefur orðið meira bil á milli sveitar- stjórnar og þingflokksins, eðli máls- ins samkvæmt, enda þau að takast á við stór verkefni,“ segir Andrea og bætir við að mikil ánægja sé með að forystusveit flokksins hafi lagt upp í þessa fundaherferð um landið núna. „Það er gott fyrir okkur, sem erum mislangt frá, að fá góðar skýringar frá fyrstu hendi um hvað er í gangi og að við getum tjáð okkur. Það hefur alltaf verið mikil samræðuhefð innan VG og við verðum að sýna samstöðu til að ná árangri í landsmálunum. Fundaherferðin er gott framtak upp á það að gera að almennur flokks- félagi missi ekki þá tilfinningu að hann hafi ekki neitt um flokksstarfið að segja. Mér finnst þetta jákvætt og góður tímapunktur,“ segir Andrea. Margir lýstu yfir ánægju sinni Félagsfundurinn hófst kl. 18 en kl. 20 hófst opinn stjórnmálafundur á Hótel KEA. Um fjörutíu manns mættu á fundinn þar sem Steingrím- ur, Lilja Rafney og Þuríður Backman héldu tölu og sátu fyrir svörum. Steingrímur fór yfir ríkisfjármálin og kynnti helstu tölur. Að sögn Andreu voru fjármálin mikið rædd sem þykir ekki óeðlilegt þegar fjármálaráðherra er í heimsókn. „Steingrímur svaraði því sem brann á fólki, það var verið að spyrja um breytingar í skattakerfinu, út í atvinnumál og verið að ræða það hvort stjórnin geti kallað sig velferð- arstjórn sem Steingrímur taldi vera. Það var ekkert farið yfir ágreining í þingflokki, hann bar ekki á góma. Margir lýstu yfir ánægju sinni með stjórnina og voru að velta fyrir sér framhaldinu.“ Spurt og leitað skýringa á fundi VG  Rætt um að meira bil hafi orðið milli sveitarstjórnar og þingflokks VG Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjármálin Steingrímur J. Sigfússon fer yfir erlendar fjárfestingar á fundi Vinstri grænna sem fór fram á Hótel KEA á Akureyri í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.