Morgunblaðið - 14.01.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.01.2011, Qupperneq 6
Allt að 63% verðmunur er á átta tíma leikskólavistun skv. könnun Verðlagseftirlits ASÍ á gjaldskrám leikskóla í byrjun árs. Nokkrar breytingar hafa orðið á gjald- skrám í vetur og áberandi er að afslættir hafa víða verið minnk- aðir eða jafnvel aflagðir. Frá því í árs- byrjun 2010 hafa flest sveitarfélög hækkað gjald fyrir níu tíma vistun og hefur síðasti klukkutíminn víða hækkað um 3-8% og um 30% í Kópa- vogi. Hæsta leikskólagjaldið fyrir níu tíma vistun með fæði er á Fljóts- dalshéraði, 40.284 kr., en lægsta gjaldið er í Skagafirði, 27.230 kr. Fyrir átta tíma vistun með fæði er hæsta gjaldið 34.342 kr. hjá Ísafjarð- arbæ en það lægsta er hjá Reykja- víkurborg 21.764 kr. Munurinn er 63%. Mesta hækkun á milli ára með fæði er í Kópavogi, nemur 15-17%. Námsmenn, einstæðir foreldrar og aðrir forgangshópar sem borga lægri leikskólagjöld eru ekki und- anskildir hækkunum. Lægsta mán- aðargjald fyrir forgangshópa í átta tíma vistun með fæði er 12.860 kr. í Reykjavík en hæst 25.598 kr. á Ísa- firði. Athygli vekur að Akranes- kaupstaður lækkaði gjaldið hjá sér um 17%. Loðna Vilhelm Þorsteinsson EA Loðnuskipin hafa fengið þokkalegan afla síðustu daga á miðunum austur og norðaustur af landinu. Um tugur skipa er byrjaður veiðar og fer aflinn ýmist í frystingu eða bræðslu. Veður hefur verið rysjótt frá því að veiðar hófust eftir áramót. Loðnan gengur mjög austarlega og í gær stækkaði sjávarútvegsráðuneytið hólf þar sem leyft er að veiða með flotvörpu um 40 mílur austur á bóginn. Landað var 600 tonnum af loðnu úr Faxa RE á Vopnafirði í fyrradag. Haft er eftir Albert Sveinssyni skipstjóra á vef HB Granda að aflinn hafi fengist norður af Langanesi. Mjög slæmt veður hafi verið alla veiðiferðina og sjólag þannig að það hafi verið á mörkum þess að hægt væri að stunda veiðar. „Þetta leit ágætlega út í byrjun veiðiferðarinnar og það var líf mjög víða og lóðningar í góðu lagi. Síðan hafa komið dagar þar sem lítið hefur orðið vart við loðnu,“ segir Albert á vefnum. aij@mbl.is Loðnan óvenju austarlega 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aðstandendur þriggja þeirra þorra- blóta sem haldin verða á höfuðborg- arsvæðinu í þorrabyrjun sögðu miða- sölu hafa gengið mjög vel að þessu sinni. Tími þorrablótanna er runninn upp og verða fyrstu þorrablótin hald- in um þessa helgi, viku fyrir þorra- byrjun. Rík hefð er orðin fyrir því að blóta þorra og efna mörg félög til þorrablóta víða um land. Nær uppselt var í gær á þorrablót Stjörnunnar í Garðabæ en það verður haldið í Íþróttahúsinu Mýrinni á bóndadag, 21. janúar. Páll Grétars- son, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, sagði að miðasalan nú hefði verið „heldur snarpari en í fyrra“. Hann sagði að örfáir miðar væru óseldir. Í fyrra komu um 1.000 manns í matinn og er stefnt að sama fjölda nú. Miðaverð á mat og ball er 8.500 krón- ur og rennur ágóðinn til knattspyrnu- deildar Stjörnunnar. Kvenfélag Álftaness og Lions- klúbbur Álftaness halda árlegt þorra- blót sitt 22. janúar í íþróttahúsinu á Álftanesi. Gunnar Valur Gíslason, formaður framkvæmdanefndar Lionsklúbbsins, sagði að forsala að- göngumiða hefði gengið mjög vel og verið svipuð og í fyrra. Miðar eru seldir alveg fram að blóti. Gunnar sagði að undanfarin ár hefðu allt að 300 manns mætt. Miðaverð er óbreytt frá í fyrra, 6.800 kr. Ágóðinn rennur til líknarmála á Álftanesi. „Það er mjög góð stemmning og hugur í fólki. Maður finnur fyrir meiri samkennd gagnvart þessu en í fyrra, okkur sem stöndum í þessu þykir það greinilegt. Það er meiri samkennd í fólki og hugur til að hittast,“ sagði Gunnar. Knattspyrnufélagið Þróttur stend- ur fyrir „Þorrablóti Laugardalsins“ í litlum sal í Laugardalshöllinni 22. janúar. Þorsteinn Þórsson sagði að miðasala hefði farið ágætlega af stað, en hún væri mest vikuna fyrir þorra- blótið. Miðinn kostar 6.500 kr. Þor- steinn sagði að um 220 manns hefðu komið í fyrra en salurinn rúmaði 250 manns. „Við gerum ráð fyrir að það verði uppselt, því það var svo gaman í fyrra,“ sagði Þorsteinn. Góð miðasala á þorrablót  Aðstandendur þriggja þorrablóta á höfuðborgarsvæðinu láta vel af áhuga fólks á fyrstu þorrablótum á þorra  Finna meiri samkennd og hug fólks til að hittast Þorri Landsmenn munu hesthúsa súrmat og saltkjöt, hangikjöt, harðfisk og hákarl á þorrablótum og í heimahúsum á næstu vikum að þjóðlegum hætti. Dröfn fer til rannsókna á vegum Hafrannsóknastofnunar á íslensku sumargotssíldinni í Breiðafirði í næstu viku. Ástand stofnsins verður kannað og þá sérstaklega sýkingin sem verið hefur í síldinni frá haust- inu 2008. Talið hefur verið að sýking væri í um þriðjungi hrygning- arstofnsins og lagði Hafrann- sóknastofnunin til að aflamark ver- tíðarinnar 2010/11 færi ekki yfir 40 þúsund tonn. Eitt skip hefur verið við síldveiðar frá áramótum og hefur Hákon ÞH landað einu sinni. Síldin fékkst á Kiðeyjarsundi skammt frá Stykkis- hólmi. Fregnir hafa ennfremur bor- ist um að síld sé komin inn á Grund- arfjörð. aij@mbl.is Rannsaka sýkingu í síld Síld Hákon hefur verið á veiðum skammt frá Stykkishólmi. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það kom Hilmari Braga Bárðarsyni, fréttastjóra Víkurfrétta, skemmti- lega á óvart þegar hann sá orkuverið í Svartsengi í hátíðarbúningi nýliðin jól. Byggingarnar á svæðinu og gufustrókarnir sjálfir eru böðuð marglitu ljósi en það var hugmynd sem Hilmar kastaði fram í Velvak- anda í Morgunblaðinu 28. febrúar 1986. „Þannig var að ég fór í starfs- kynningu á Morgunblaðið 15 ára gamall og var samferða Arnóri Ragnarssyni, starfsmanni blaðsins, utan úr Garði og inn í Aðalstræti. Þetta barst í tal á leiðinni að það gæti verið sniðugt að lýsa gufustrók- ana upp og hann hvatti mig til þess að vekja athygli á þessu í Velvak- anda. Ég gerði það og svo er bara orðið af þessu 25 árum síðar,“ segir Hilmar en bætir því við að hann geti þó varla eignað sér heiðurinn af ljósadýrðinni. Að sögn Þórðar Andréssonar, framleiðslustjóra í Svartsengi, hefur orkuverið verið skreytt með ljósum síðastliðin 7-8 ár með einhverjum hléum. Hann treystir sér ekki til að segja til um hvaðan hugmyndin komi en eignar rafvirkjum Hitaveit- unnar heiðurinn af framkvæmdinni. „Við höfum verið með alls konar útgáfur af jólaskreytingum; slöngu- ljós, seríur og jólatré. En þetta er í fyrsta skipti sem þetta er svona veg- legt og mikið,“ segir Þórður. Hann segir allar perur endurnýjaðar og ljós stillt í kösturunum á svæðinu í byrjun vetrar og þá hafi í leiðinni verið settar filmur í ljósin. „Veðrið hefur gert það að verkum að þetta hefur komið afar vel út. Það hefur ekki verið neitt mistur eða drungi yfir, heldur hafa næturnar verið bjartar og ljósin hafa sést mjög vel.“ Þórður segir litadýrðina fá að njóta sína eitthvað áfram í janúar áður en ljósin verða einlit á ný. Ljósadýrð Hilmar tók sjálfur þessa mynd af orkuverinu í Svartsengi sem nú er baðað öllum litum regnbogans. Gufan rís til himins í regnbogans litum  25 ára gömul ábending í Velvakanda að veruleika Velvakandi Bréf Hilmars til Velvakanda, 28. febrúar 1986. Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið send mótmæli frá bæjarráði Álfta- ness vegna tilkynningar Orkuveit- unnar um að hún hafi rift samningi um kaup, uppbyggingu og rekstur fráveitu Álftaness. Sveitarfélagið telur að skilyrði fyrir riftun séu ekki fyrir hendi og því sé hún ólögmæt. Í bókun bæj- arráðs frá því í gærmorgun segir: „Sveitarfélagið mótmælir því einnig að ábyrgð, eftirlit og rekstur frá- veitu Álftaness færist yfir til sveitar- félagsins og lítur svo á að Orkuveit- an hafi alfarið og áfram því hlutverki að gegna. Af því tilefni áskilur sveit- arfélagið allan rétt til skaðabóta vegna þess tjóns er kann að hljótast af ólögmætri riftunaryfirlýsingu Orkuveitu Reykjavíkur og öðru því tjóni sem af þessu kann að hljótast.“ Álftanes hefur lýst sig reiðubúið að halda áfram viðræðum við Orku- veitu Reykjavíkur um málið. Hlutverk OR óbreytt „Ég er mjög þakk- lát fyrir þetta og ég er þakklát fyrir að bandarísk yfirvöld ákváðu að fara á eftir mér út af því að það gefur inn- sýn inn í hversu langt þau telja sig geta gengið gagn- vart bæði almenn- um borgurum og þjóðkjörnum fulltrúum vísvegar um heim,“ segir Birgitta Jónsdóttir alþingismaður um fyrirspurn sem var lögð fram á Evr- ópuþinginu af þingmönnum frjáls- lyndra vegna „Twitter-máls“ hennar. Þingmennirnir vilja m.a. fá upplýs- ingar um hvort bandarísk stjórnvöld hafi brotið evrópska löggjöf um frið- helgi einkalífsins með aðgerðum sín- um. „Það kemur mér ekki á óvart að þetta skuli hafa verið lagt fram á Evrópuþinginu. Það eru ein- staklingar þarna sem eru mjög með- vitaðir um hvað upplýsingafrelsi stendur völtum fótum,“ segir Birgitta ennfremur. Mál Birgittu tekið fyrir Birgitta Jónsdóttir Níu tíma vistun dýr 63% Verðmunur er á átta tíma leikskólavistun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.