Morgunblaðið - 14.01.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 14.01.2011, Síða 10
Tískubloggari hannar í fyrsta sinn fyrir H&M Hinn þriðja febrúar næstkomandi kynnir sænska tískufataverslunin H&M í fyrsta sinn fatalínu sem hönnuð er af tískubloggara. Bloggarinn sá er Elin Kling sem er mörgu áhugafólki um tísku kunn. Hún hefur haldið úti vef- síðunni Style by Kling, einu helsta tískubloggi Skandinavíu, frá árinu 2007. Fyrir bloggið og sjónvarpsinnslög því tengd hefur hún unnið til fjölda verðlauna. Elin hóf feril sinn sem tískurit- stjóri lífsstílstímaritsins SOLO og hefur einnig séð um tísku- þætti í sænska dagblaðinu Ex- pressen. Hún stýrir í dag sínu eigin tímariti, Styleby, sem gefið er út hjá Bonnier, stærsta út- gáfufyrirtæki Svíþjóðar. Hönn- unarlínan samanstendur af níu flíkum og tveimur fylgihlutum og einkennir hana léttleiki og ein- faldleiki með svolitlu bóhem- ívafi. Áferð og efni skipta meira máli en áberandi mynstur og þá laumar Elin inn smáatriðum sem varla sjást en skipta þó miklu máli. Hönnun Elinar verður seld í tíu sérvöldum H&M-verslunum í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö og renna 10% ágóðans til UNICEF. maria@mbl.is Elin Kling 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég mæli algerlega meðþessu, þetta var rosalegagaman,“ segir BryndísSamúelsdóttir sem skellti sér ásamt Eddu Rún Kjartansdóttur vinkonu sinni til Spánar í haust og lærði spænsku fyrir útlendinga í há- skóla í Salamanca í þrjá mánuði. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi gera eftir að ég útskrifaðist frá MR í vor en ég hafði farið í sumarskóla í Sala- manca árið 2008 með þremur vin- konum mínum og Edda Rún var ein af þeim. Okkur þótti ógeðslega gam- an og langaði til að fara aftur til Spánar að stúdentsprófi loknu. Við fundum háskólann á netinu og skráðum okkur í sumar en námið hófst í september. Við bjuggum í stúdentaíbúð með fjórum öðrum krökkum en þegar við vorum á sum- arnámskeiðinu bjuggum við hjá fjöl- skyldum. Þetta var því mjög ólíkt að öllu leyti, við orðnar eldri og bæði skólinn og heimilishaldið allt annað.“ Kallað á milli eldhúsglugga Þær voru fjórar stelpur og tveir strákar sem bjuggu saman; þær tvær íslenskar, ein stelpa frá Slóvak- íu, ein var hálfmalasísk og hálfþýsk, einn strákur frá Brasilíu og annar frá Írlandi. Þetta var því sannkall- aður alþjóðakokteill. „Fjölbýlishúsið sem við bjugg- um í var með fimm íbúðum og ein- göngu útlenskir háskólastúdentar sem bjuggu þarna, það var geðveikt, alveg fáránlega gaman að búa í þess- um suðupotti, þarna voru krakkar alls staðar að úr heiminum. Við gát- Ævintýraþráin togar hana út í heim Hún fór í haust ásamt vinkonu sinni í þriggja mánaða spænskunám í Háskóla á Spáni og sér ekki eftir því. Þau bjuggu sex saman stúdentar í íbúð í fimm íbúða húsi þar sem eingöngu bjuggu erlendir stúdentar. Það var mikið fjör. Útþráin hef- ur náð tökum á henni og á sunnudaginn fer hún til Kanada sem barnfóstra. Útlönd Íslenska lopapeysan kemur sér víða vel, hér eru þær stöllurnar með Voronicu vinkonu sinni í fallegu umhverfi dómkirkjunnar í Salamanca. Gaman Bryndís og Edda með nokkrum af nágrönnum sínum á Plaza Mayor á „gamlárskvöldi“ nemenda í háskólanum sem var 16. desember. Á ísköldum og dimmum janúardögum getur verið gaman að lífga upp á til- veruna með því einu að skreyta sig aðeins. Og það er gaman að kaupa sér nýtt skart, stundum jafnast það á við að vera í nýrri flík að skarta stórum nýjum hring eða hálsmeni. Stórir og sérstakir skartgripir setja mikinn svip á þann sem þá ber. Vissulega er hægt að skreppa í ein- hverja verslun og kaupa sér glingur, en það tekur tíma að rölta á milli búða og sumir eiga ekki heiman- gengt, búa annaðhvort fjarri versl- unum eða komast ekki að heiman af einhverjum ástæðum. Þá er snilldin ein að vafra á netinu og kíkja á hvað þar er í boði. Ein er sú vefverslun ís- lensk sem er með helling af skemmti- legu skarti. Þetta er Dyngja.is (líka á Facebook). Á Dyngjunni er mikið úr- val allskonar skartgripa. Þar er hægt að kaupa sér armbönd, hringi, háls- men og eyrnalokka, hárskraut og spangir. Einnig eru þarna treflar og klútar. Nú er útsalan hafin á Dyngj- unni eins og sæmir árstímanum og fyrir þá sem hefur lengi langað í eitt- hvert glingur er um að gera að grípa gæsina. Vert er að taka fram að heim- sending er frí ef verslað er fyrir 3.500 krónur eða meira. Vefsíðan www.dyngjan.is Flottur Þessi ugluhringur er eitt af því fjölmarga sem fæst á dyngjunni. Allskonar skart og fylgihlutir Það er gaman að taka þátt í leik- húslífinu og nú er aldeilis tækifæri til þess, því leitað er að hæfileikaríkum krökkum á aldrinum 8-18 ára til að leika, dansa og syngja í Galdrakarlin- um í Oz, en verkið verður frumsýnt í byrjun september á þessu ári. Skráning í prufurnar fer fram næsta miðvikudag, 19. janúar, kl. 16.15-17.30 í forsal Borgarleikhúss- ins. Í kjölfar skráningar verður efnt til hæfileikadaga sem standa í þrjár vik- ur og svo taka við ítarlegri áheyrnar- prufur þar sem lokavalið fer fram. Leikstjóri verksins er Bergur Þór Ing- ólfsson. Endilega … … skrá sig í áheyrnarprufu Ævintýri Alltaf gaman að vera með. »Ég hætti þessu því fljótlega og notaðifrekar einkasturturnar á heimavist- inni til að verða ekki alræmd sem evrópski skiptineminn með nektaráráttuna. HeimurUnu Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Nekt er áhugavert fyrirbæri. Allir hafa áhuga áhenni, í mismiklum mæli þó, enda engin til-viljun að nekt þykir gera nánast allar vörursöluvænlegri, sama hversu óljós eða súrreal- ísk tengingin er. Sumir fá mikið út úr óbeislaðri nekt og virðist það jafnvel vera eiginleiki sem á við um heilu þjóðirnar umfram aðrar. Þjóðverjar koma upp í hugann í þessu sambandi, þeir kunna sko að vera naktir. Að þessu leyti fannst mér land- kynningarmyndband Inspired by Iceland-átaksins ótrúverð- ugt, því ljóshærða stúlkan sem sést tipla nakin út í náttúrulaug í einu atriðinu hefði samkvæmt öll- um líkindareikningum átt að hitta þar fyrir nakinn Þjóðverja á miðjum aldri. Það er allavega mín reynsla. En mér er sama þótt ég deili öll- um náttúrulaugum landsins með nöktum Þjóðverjum, því þeir eru allt- af svo glaðir þegar þeir eru naktir að maður getur varla annað en hrifist með. Íslendingar mættu íhuga að tileinka sér sömu nektargleði því þá gætum við kannski fengið útlenda ferðamenn (aðra en Þjóðverja augljóslega) til að hætta að vera svona aulaleg- ir í sturtuklefum manngerðu sundlauganna. Þeim finnst mörgum augljóslega óþægilegt að þurfa að sápa sig fyrir framan ókunnugt fólk, en mér finnst bara óþægilegt að horfa upp á vandræða- ganginn í þeim þegar þeir reyna að hylja sig eins lengi og hægt er með handklæðinu og snúa svo andlit- inu að veggnum í sturtunni. Mér finnst mjög erfitt að skilja hvernig fólk frá lönd- um þar sem er skólaskylda með tilheyrandi íþróttatím- um getur komist hjá því að venjast við að sturta sig með fólki af sama kyni. Þegar ég var sjálf skiptinemi í Bandaríkjunum var þó nokkru ljósi varpað á þessa ráð- gátu. Ég bjó á háskólakampus þar sem var glæsileg íþróttaaðstaða og fór reglulega í ræktina. Fyrstu dag- ana tók ég með mér handklæði enda voru mjög fínar sturtur í búningsklefanum. Bandarísku íþróttastelp- urnar urðu hins vegar standandi hissa þegar þær heyrðu vatn renna í sturtunum og komu jafnvel og kíktu, alklæddar auðvitað, inn í sturtuklefann til að kanna hvort það væri eitthvað bilað. Þegar í ljós kom að einhver var í alvöru að þvo sér í sturtunum urðu þær hrikalega vandræðalegar. Ég hætti þessu því fljótlega og notaði frekar einkasturturnar á heimavistinni til að verða ekki alræmd sem evrópski skiptineminn með nektaráráttuna. Málið með nekt er nefnilega að hún er ekki vandræða- leg ef allir eru jafnnaktir og jafnsama. Ef einn er í fötum og fitjar upp á nefið fer þetta fyrst að verða eitthvað skrýtið. Þetta sannaðist endanlega fyrir mér þegar ég ánetjaðist einu sinni króatísku nektarbaðhúsi. Það var reyndar fyrst og fremst gufan og sánan sem heillaði mig, en nektin samt líka því henni fylgdi ótrúleg frelsistilfinning um leið og maður vandist því að vera umkringdur nöktu fólki af báðum kynjum. Sem tók svona tvær mínútur því öllum var sama og enginn var vandræða- legur. Því miður er varla grundvöllur fyrir þessum kúltúr hér vegna smæðar sam- félagsins. Þótt nekt geti gert mann bæði glaðan og frjálsan veit ég ekki alveg hvort ég væri undir það búin að nikka bara vinalega til æðsta yfirmanns míns ef ég mætti hon- um í nektargufubaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.