Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 ✝ Edda Sigurð-ardóttir lífeinda- fræðingur fæddist í Reykjavík 12. júní 1942. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 28. desember 2010. Foreldrar hennar voru Guðný Jóns- dóttir kjólameistari, f. 16. desember 1915, d. 24. desember 1996, og Sigurður Norð- dahl, starfsmaður í útlendingaeftirliti og kvikmyndagerðarmaður, f. 6. nóv- hennar er Einar Hákonarson list- málari, f. 14. janúar 1945. Guðný var gift Pascal-Ange Mucchielli, f. 2. júlí 1972, þau skildu. Guðný á tvo bræður samfeðra, Hákon Ein- arsson, f. 31. mars 1971, og Hjálmar Einarsson, f. 5. ágúst 1975. Edda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962. Að stúdentsprófi loknu hóf hún nám í meinatækni og sótti verklega kennslu á rannsóknarstofu Land- spítalans, því námi lauk hún árið 1964. Edda starfaði á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð árið 1966. Eftir að heim kom sneri hún aftur til starfa á rannsóknar- stofu Landspítalans. Útför Eddu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 14. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. ember 1914, d. 11. janúar 1972. Edda var einkabarn Guð- nýjar en á eina systur samfeðra, Kristínu Sigurðardóttur, f. 17. september 1947. Uppeldisfaðir Eddu, eiginmaður Guð- nýjar, var Kristján Elíasson stjórn- arráðsfulltrúi, f. 6. ágúst 1911, d. 12. des- ember 1988. Edda átti eina dótt- ur, Guðnýju Ein- arsdóttur, f. 26. apríl 1969. Faðir Edda æskuvinkona mín er til moldar borin í dag, þótt dauðinn væri henni líkn frá þraut, þá hellist sorgin og söknuðurinn yfir. Harð- skeyttur og óvæginn sjúkdómur heltók jafnt og þétt líkama hennar allan en andann átti hún ósnertan, skýrari en nokkru sinni fyrr og sjúkdóminn bar hún með reisn allt til síðustu stundar. Tólf og þrettán ára gamlar urð- um við sessunautar í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar. Ég kom utan af landi og átti ekki samleið með nein- um, hinir bekkjarfélagarnir af Nes- inu, úr Miðbæjarskólanum eða Melaskóla pöruðu sig öll saman. Ég settist aftast í stofuna og sat þar ein. Einn bekkjarfélaginn var ókominn, lá á Landakoti að stríða við afleiðingar sprungins botn- langa. Það var Edda. Einn daginn birtist hún og átti þá engra ann- arra kosta völ en velja mig að sessunaut. Við vorum ólíkar, ég úr stórum systkinahóp, hún einbirni á sínu heimili. En mæður okkar voru báð- ar austfirskar og þekktust og ég var fædd á Snæfellsnesi eins og stjúpi hennar. Við urðum bestu vinkonur ævilangt, urðum heima- gangar hvor hjá annarri, fjölskylda annarrar varð hliðarfjölskylda hinnar, systkini mín urðu hennar og mamma varð henni trúnaðar- maður og stjúpi hennar minn. Leiðir okkar sem bekkjarsystra skildi í fjórða bekk í menntaskóla en það breytti ekki vinskapnum og nýir vinir mínir urðu hennar og öf- ugt. Vinskapurinn var aldrei haml- andi og þótt við værum algjörar samlokur á þeim aldri sem það til- heyrði valdi hvor sinn umgengn- isvinahóp þegar árin liðu svo sem eðli og áhugamál leiddu til, án þess það skerti vináttuna. Við tókum alltaf þátt í öllum bæði gleði- og sorgarefnum hvor annarrar og vorum fyrstar á vett- vang við öll þau tækifæri. Við átt- um börnin okkar á sama tíma. Edda var í mat með Guðnýju, einkadóttur sína, mánaðargamla þegar eldri sonur minn fæddist og Edda keyrði mig á fæðingarheim- ilið í fjarveru föðurins þegar sá yngri fæddist. Þegar við hjónin fluttumst til Englands í nokkur ár kom Edda ofan úr Breiðholti um miðja nótt og keyrði okkur á flugrútuna. Það fór vel á því að hún, reynslumeiri, leiddi mig þannig úr hlaði. Eftir að við fluttum heim varð samgangur- inn aldrei eins mikill og áður. Edda átti stóran og fjölmennan vinahóp og var vinur vina sinna. Það hefur verið aðdáunarvert og í raun fagurt að sjá hvernig vinir Eddu báru hana á höndum, svo sem hægt var, síðasta spölinn. Edda var fagurkeri og lífs- nautnamaður í bestu merkingu þess orðs. Mamma hennar var kjólameistari og rak litla sauma- stofu og Edda vandist snemma á að skoða helstu tískublöð utan úr Evr- ópu. Hún fór ung til útlanda og þá keypti hún á mig, sem heima sat, föt og fleira. Edda var sjálfstæð í skapi og hafði mjög ákveðinn smekk, hún hneigðist að listum og hafði yndi af ferðalögum, hún var vinnusöm og kröfuhörð en hófsöm. Að leiðarlokum ber þakklæti fyr- ir samfylgdina hæst. Sjöfn. Á himni sínum hækkar sól. Um heiðblá loft og tær hún lýsir enn þitt land í náð, og ljóma sínum slær um hina mjúku, hljóðu gröf. Og hljóta loks þú skalt eitt kveðjuljóð, svo litla gjöf að launum fyrir allt. (G. Böðvarsson) Elsku Edda. Við þökkum þér innilega tæplega fimmtíu ára samfylgd og vináttu. Kær kveðja, Kristín og Hrafn. Látin er um aldur fram eftir erf- ið veikindi samstarfskona og traustur vinur til fjölmargra ára, Edda Sigurðardóttir lífeindafræð- ingur. Upp í hugann koma minn- ingar sem spanna nokkra tugi ára. Sorg, virðing og söknuður ríkir nú meðal samstarfsmanna á rann- sóknarstofum Landspítalans. Edda var skarpgreind, heil- steypt og vönduð manneskja. Hún var fljót að hugsa, forkur dugleg, samviskusöm, föst fyrir og sam- kvæm sjálfri sér, trygg, smekkvís mjög, listhneigð, félagslynd og svo mætti lengi telja. Allra þessara góðu eiginleika Eddu hefur rann- sóknarstofan og starfsfólk hennar fengið að njóta í um 40 ár. Edda vann fyrst við almenn rannsóknastörf á meinefnafræði- deild. Fljótlega komu framúrskar- andi hæfileikar hennar í ljós og voru henni þá falin ýmis vandasöm verkefni innan deildarinnar. Verk- efni þessi tengdust aðferðafræði og tækjafræði og öll leysti hún þau vel af hendi. Eftir að tölvuvæðing var innleidd á rannsóknarstofuna var Eddu falið að sjá um tölvumál, m.a. að koma á samskiptum á milli flók- inna tækja og tölvu. Þessi verk leysti Edda eins og önnur á þann hátt að var til fyrirmyndar. Auk þess gegndi hún starfi staðgengils yfirlífeindafræðings um áratuga skeið með miklum sóma. Við sitjum eftir með góðar minn- ingar sem við varðveitum og erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með Eddu. Guðnýju einka- barni Eddu sem og öðrum ættingj- um og vinum sendum við samúðar- kveðjur. Eddu Sigurðardóttur kveðjum við með virðingu og þökk. F.h. samstarfsfólks, Lísbet Grímsdóttir, Ísleifur Ólafsson, Una Guðnadóttir. Þegar ég hitti Eddu síðast fyrir um tveimur mánuðum var hún að undirbúa saumaklúbb með gömlum vinkonum, þær ætluðu að koma til hennar í Sóltúnið. Það eru ekki all- ir sem taka þátt í lífinu fram undir það síðasta þrátt fyrir bága heilsu, en það gerði Edda. Enda hafði hún alltaf kunnað að njóta lífsins og finna það sem veitir gleði og auðg- ar tilveruna, hvort sem það voru góðar bækur, leikrit eða bíómynd- ir, gamlir og nýir staðir eða franskt rauðvín með gömlum, góðum vin- um. Edda hafði einhvern glæsibrag sem erfitt er að lýsa, hún hafði mjög ákveðinn smekk og sagði stundum að hún keypti sömu flík- urnar aftur og aftur. Það var alltaf gaman að sjá hverju hún klæddist, og yfirleitt var eitthvað sem maður gat ekki annað en dáðst að upp- hátt. Hún drakk í sig þekkingu og virtist hafa hana alla á takteinum ef á þurfti að halda, enda vildu allir vera með henni í liði ef spilað var spurningaspil á jóladag hjá foreldr- um mínum og þess var gætt að hún lenti helst ekki í liði með föður mín- um eða föðurbróður. Það skorti aldrei umræðuefnin þegar Edda var nálæg en það var erfitt að mæla með myndum eða bókum við Edda Sigurðardóttir ✝ Halldór Rósmund-ur Helgason fædd- ist í Vestmannaeyjum 1. júní 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. janúar 2011. Foreldrar hans voru Ragnhildur Magnúsdóttir frá Steinum undir Eyja- fjöllum, f. 19. febrúar 1900, d. 14. janúar 1939, dóttir Guðríðar Jónsdóttur og Magn- úsar Jónssonar, og Helgi Kristinn Hall- dórsson frá Ólafsfirði, f. 19. ágúst 1897, d. 27. janúar 1977, sonur Þor- gríms Halldórs Guðmundssonar og Guðrúnar Margrétar Gottskálks- dóttur. Systkini Halldórs eru: Torfi Alexander (látinn), Guðbjörg María (látin), Guðrún Stella, Guðlaug Inga, Ragna Steina, Margrét Jónfríður og Sigurbjörn Ragnar. Hinn 9. júní 1951 kvæntist Hall- dór Sigríði Halldóru Loftsdóttur frá Hafnarfirði, f. 26. mars 1925, d. 16. maí 1993. Hún var dóttir Kristínar Salómonsdóttur og Lofts Sigfússon- ar. Halldór og Sigríður eignuðust dætur. 3) Halldóra, f. 13. ágúst 1961, maki Erlingur Rúnar Hannesson, f. 21. júní 1962. Börn þeirra eru: a) Jens Arnar, f. 2. september 1979, sambýliskona Sigrún Dögg Guð- jónsdóttir, f. 3. desember 1979. b) Heiða Björg, f. 3. júní 1982, sam- býlismaður Arnar Þór Þorleifsson, f. 3. apríl 1967, þau eiga fimm börn. c) Rúnar Ingi, f. 27. janúar 1989, sambýliskona Kristín Friðriksdóttir, f. 5. júní 1989, þau eiga einn son. Vinkona Halldórs síðastliðin tíu ár er Guðrún Bjarnadóttir, f. 17. októ- ber 1933. Halldór og Sigríður hófu sinn bú- skap í Hafnarfirði, þar sem þau byggðu sér einbýlishús að Hraun- brún 36 og bjuggu þar til ársins 1987. Fjölskyldan og heimilið áttu hug þeirra og hjarta. Börn þeirra fluttu öll til Njarðvíkur og til að geta verið nær þeim og barnabörnunum keyptu þau sér raðhús að Hlíðarvegi 58 þar í bæ. Síðustu þrjú árin bjó Halldór að Pósthússtræti 3. Halldór sat í stjórn Verkamannafélagsins Hlífar í mörg ár. Hann vann hjá Ol- íufélaginu Essó í yfir 30 ár. Halldór vann hjá fyrirtæki sonar síns, RH Innréttingum, í nær 20 ár við ýmis störf og þar naut hann sín vel. Hann tók þátt í starfi eldri borgara á Suð- urnesjum og söng með Eldeyj- arkórnum í nokkur ár. Útför Halldórs fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 14. jan- úar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. þrjú börn: 1) Magnea, f. 3. ágúst 1948, maki Kristján Ingi Helga- son, f. 14. maí 1948. Börn hennar eru: a) Halldór Rósmundur, f. 21. júní 1966, maki Vilfríður Þorsteins- dóttir, f. 23. ágúst 1964, þau eiga fimm börn. b) Hinrik Svav- ar, f. 20. ágúst 1969, sambýliskona Hrafn- hildur Arna Arn- ardóttir, f. 24. febrúar 1979, þau eiga fimm börn. c) Bjarklind Alda, f. 2. janúar 1976, maki Guðmundur Þór Brynj- arsson, f. 12. febrúar 1979, þau eiga þrjú börn. 2) Ragnar Helgi, f. 1. ágúst 1951, maki Þórunn Friðriks- dóttir, f. 28. apríl 1951. Börn þeirra eru: a) Sigríður Halldóra, f. 26. maí 1969, hún á eina dóttur. b) Friðrik Pétur, f. 23. maí 1970, maki Svandís Gylfadóttir, f. 23. nóvember 1969, þau eiga þrjú börn. c) Sigrún, f. 13. september 1973, hún á tvær dætur. d) Ragnar Halldór, f. 6. desember 1976, maki Þórey Ástráðsdóttir, f. 16. september 1975, þau eiga tvær Elsku pabbi minn, ég kveð þig nú í hinsta sinn og það er svo sárt. Ég hef staðið mig að því undan- farna daga að líta út um eldhúsglugg- ann eftir hádegi og bíða eftir að sjá þig koma í innkeyrsluna á fína jepp- anum þínum. En enginn kemur og nú á ég bara eftir allar fallegu og góðu minning- arnar um þig. Þú varst yndislegur pabbi og leið- beindir mér í æsku um hvaða veg ég ætti að ganga til að eiga gott líf. Þú lifðir fyrir fjölskylduna þína og vildir allt fyrir okkur gera. Þú varst svo stoltur af öllum hópnum þínum og fylgdist vel með hvað allir voru að gera. Að fá þær fréttir um miðjan des- ember að þú værir svona mikið veik- ur var sem reiðarslag fyrir okkur öll. Að fá að vera hjá þér þegar þú kvadd- ir og heyra þig syngja sálma er minn- ing sem ég mun geyma í hjarta mínu alltaf. Elsku pabbi, ég vil þakka þér fyrir að hafa valið mig og verið mér svo traustur pabbi öll mín ár. Kveð þig með tár í augum og sorg í hjarta. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þín dóttir, Halldóra. Kæri tengdapabbi. Eftir stutt en erfið veikindi hefur þú nú kvatt okkur og ert nú vonandi kominn í Sumarlandið sem þú bast miklar vonir við enda varstu mjög trúaður maður. Okkar kynni hófust fyrir um það bil 10 árum þegar ég hóf sambúð með dóttur þinni, Magneu, og varð með okkur mikill vinskapur sem hélst alla tíð. Þú tókst mér síðan fagnandi sem tengdasyni þegar við Maggy giftum okkur og var ég þá orðinn fullgildur fjölskyldumeðlimur. Sunnudagarnir síðustu árin voru skemmtilegir, þú komst nær undan- tekningarlaust í heimsókn með Guð- rúnu vinkonu þinni og var þá mikið spjallað og rætt, við virtumst geta spjallað um alla hluti milli himins og jarðar. Þú varst mikill hagleiksmaður og eru útskurðirnir þínir snilldarverk, en meðal annars gerðir þú klukkur sem prýða mörg heimili í dag. Einu tók ég eftir fljótlega eftir að ég kynntist þér; þú varst með ólækn- andi bíladellu og áttir alltaf fína stíf- bónaða bíla, enda varstu alla tíð dug- legur að ferðast um. Fyrir fáeinum árum ákvaðst þú að skipta um húsnæði og flytja af Hlíð- arveginum sem þú hafðir búið á alla tíð síðan þú fluttir í Njarðvík, og keyptir þú glæsilega íbúð í Pósthús- stræti 3 í Keflavík. Þarna varstu hamingjusamur með stórar lokaðar svalir sem snúa út að sjónum. Þarna leið þér vel, að sitja í skipstjórastóln- um í horninu og horfa út á sjóinn. Þú hafðir líka mjög gaman af íþróttum og sagðir mér að þú hefðir horft á flestar tegundir íþrótta og haft gaman af öllu, en sennilega hafð- ir þú mest gaman af handbolta- strákunum okkar og einnig enska boltanum, en við horfðum saman á ófáa leikina þegar þú komst í heim- sóknir á sunnudögum. En nú ert þú farinn héðan af þess- um áfangastað okkar allra, og von- andi kominn á þann næsta, í Sumar- landið, en eins og ég sagði áður varst þú mjög trúaður maður og sást fyrir þér bjart framhaldslíf. Guð geymi þig, Dóri minn, um alla tíð. Ég votta börnum þínum og öllum þér tengdum mína innilegustu sam- úð. Kristján Ingi Helgason. Við söknum þín, er yfir bæinn sólin skín, á dögum björtum er mánaskinið merlar sæinn myndast tóm í okkar hjörtum. Myndin þín mun okkur skína mæt og góð þó líði árin, minning ljúf um lífsbraut þína líknar þegar falla tárin. (G.J.M.) Elskulegur tengdafaðir minn er fallinn í valinn eftir stutt veikindi. Halldór var hlýr maður og fullur af lífsfjöri sem lýsti upp umhverfið sitt með miklum glæsileika og gjarnan var glettnin ekki langt undan. Hann var orðheppinn maður og lét hann oft mörg gullkornin falla við hin ýmsu atvik og það var alltaf glatt á hjalla í kringum hann allt fram á síðasta dag. Halldóri var alltaf efst í huga vel- ferð og hamingja allra í kring og fengu afa- og langafabörnin hans að njóta þess jafnt og aðrir. Hann gaf þeim ætíð góðan tíma og fylgdist vel með því sem þau tóku sér fyrir hend- ur, hvort sem var í leik eða starfi. Halldór og ég vorum alla tíð miklir vinir og bárum óblendna virðingu hvort fyrir öðru. Ég mun minnast hans með hlýhug og þakklæti fyrir samfylgdina í þau 44 ár sem ég fékk að njóta elsku hans, umhyggju og kærleika. Að leiðarlokum þakka ég Halldóri tengdaföður mínum allt það sem hann var mér og fjölskyldu minni. Minning hans er ljós í lífi okkar. Þórunn Friðriksdóttir. Það skrýtið að sitja og rifja upp all- ar góðu minningarnar um þig. Ég man eftir mér á Hraunbrúninni, við eldhúsborðið. Sagan segir að ég hafi verið fjögurra ára gömul þegar ég spurði afa Dóra og ömmu Siggu hvort ég mætti ekki eiga þau sem ömmu mína og afa fyrst ég væri nýbúin að missa afa minn. Þau sam- þykktu það strax og þar með var það ákveðið að Dóri bróðir hennar mömmu og Sigga mágkona urðu mér hin yndislegu amma Sigga og afi Dóri. Það hefur ekki breyst þó svo að sú sem sat við eldhúsborðið sé orðin fullorðin í dag. Afi Dóri var mjög duglegur að rækta fólkið sitt, laug- ardagsmorgnar voru yfirleitt frá- teknir hjá honum, þá keyrði hann í bæinn og fór í heimsóknir. Oftast endaði hann hjá okkur á Norður- vanginum og þar var alltaf jafnmikið spjallað og hlegið. Eftir að ég flutti að heiman fór ég oft heim á laugardögum til að hitta á þann gamla, hann var með svo góða nærveru og ég vildi ekki missa af þessum heimsóknum. Það var ynd- islegt að hafa hann og Guðrúnu í Halldór Rósmundur Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.