Morgunblaðið - 14.01.2011, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011
✝ Guðríður Ein-arsdóttir var fædd
í Reykjavík 31. ágúst
1926. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Mörk 5. janúar 2011.
Guðríður var dóttir
hjónanna Einars
Angantýssonar, f. 1.
apríl 1895, og Sigríð-
ar Jónsdóttur, f. 17.
júní 1896. Guðríður
var yngst fimm systk-
ina, átti þrjár systur
og bróður sem fæddist
andvana. Systur henn-
ar voru: Jónína Kristín Björg, f. 17.
júní 1918, d. 12. nóvember 1990.
Þorlaug Marta, f. 8. sepember 1921,
d. 2. mars 1993, Guðbjörg, f. 7.
september 1923, d. 12. janúar 1997.
á lífsleiðinni. Skrifstofustörf á
Þjóðviljanum, í mjólkurbúð, fisk-
vinnu hjá Bæjarútgerðinni og að
síðustu við póstútburð hjá Pósti og
Síma. Guðríður og Ingólfur keyptu
sína fyrstu íbúð 1950 að Háteigs-
vegi 4. Þaðan lá leiðin í Stigahlíð 20
árið 1960. 1968 fluttu þau í Foss-
voginn, í Geitland 8, síðan lá leiðin í
Stóragerði 38 og síðan aftur í Foss-
voginn í Dalaland 14. Árið 1990
keyptu þau hús með syni sínum og
tengdadóttur að Trönuhólum 14.
Guðríður og Ingólfur hættu flutn-
ingum þegar hér var komið sögu,
þar til Guðríður flutti á dval-
arheimili aldraðra að Víðinesi á
Kjalarnesi vorið 2004. Að síðustu
flutti Guðríður á nýtt og fullkomið
hjúkrunarheimili í Mörkinni,
Reykjavík, þegar Víðines var lagt
niður.
Guðríður verður jarðsungin frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 14. jan-
úar 2011, og hefst athöfnin kl. 15.
9. september 1950
gekk Guðríður að
eiga Ingólf Jóhann-
esson, f. 27. ágúst
1916, d. 18. maí 1993.
Guðríður og Ingólfur
eignuðust einn son,
Magnús, f. 25. júní
1954, giftur Björgu
Björnsdóttur, f. 4.
janúar 1959. Eiga
þau Ingólf, f. 3. febr-
úar 1990. Magnús á
tvær dætur frá fyrra
hjónabandi með
Ragnheiði D. Gísla-
dóttur, f. 5. nóvember 1956, Ernu,
f. 17. janúar 1974, maki Mörður, f.
23. mars 1973, og Ástu Lilju, f. 19.
desember 1975.
Guðríður vann við hin ýmsu störf
Elsku hjartans kæra mamma, nú
er kátt á himnum. Þú og pabbi eruð
saman á ný, loksins, eftir 18 ár.
Mikill var harmur þinn þegar
pabbi dó og rauf hið yndislega sam-
band sem varði öll ykkar búskap-
arár. Huggun þín var sú að þegar
þinni jarðvist lyki myndir þú sam-
einast elsku Inga þínum á ný. Í
byrjun janúar lauk þeirri bið á frið-
sælan og fallegan hátt.
Þú varst stórmerkileg kona. Það
kom í ljós hin síðari ár þegar hinar
ýmsu sögur frá þínum lífsferli voru
sagðar. Sögur sem ég spáði ekkert
í sem barn því ég hélt að þín hegð-
un væri bara dæmigerð og þannig
væru allar mæður.
Þegar ég lít til baka, staldra við
og reyni að átta mig á barnæsk-
unni, þá var ást þín og pabba til
mín kjölfestan sem líf mitt grund-
vallaðist á. „Allar manneskjur hafa
sína galla og kosti, það er ekki þess
virði að eyða tíma sínum í það nei-
kvæða í fari fólks,“ sagði mamma.
„Horfðu á það jákvæða en ekki það
neikvæða, vegna þess að það er
ekki tímans virði og er að auki
mannskemmandi. Öll erum við
breysk og öll höfum við okkar kosti
og galla, Maggi minn. Ekki eyða
tíma þínum í neikvæðar hugsanir
og reyndu að sjá það fallega í fari
fólks.“ Þannig voru heilræði
mömmu til mín sem ég hef reynt að
fylgja alla tíð.
Þú máttir ekkert aumt sjá. Sælla
er að gefa en þiggja segir mál-
tækið. Það voru alltaf einhverjir
meira þurfandi eða betur að hlut-
unum komnir en við og þess vegna
var allt okkar allt eins betur komið
annars staðar. Mér fannst þetta
góðra gjalda vert þar til Andrésar
Andar-möppurnar mínar skiptu um
eigendur.
Elsku mamma, ég kveð þig með
tár á hvarmi, en brosi í gegnum
tárin vitandi þig í faðminum á
pabba og komin með minnið þitt á
ný. Megi mér auðnast að fylgja
þínu hógværa og yndislega lífsvið-
horfi um alla framtíð.
Þinn sonur,
Magnús.
Elsku amma mín. Það er svo
margs að minnast þegar ég hugsa
til þín, af svo mörgu góðu er að
taka. Þú varst alltaf brosandi og í
góðu skapi með þínar skondnu at-
hugasemdir sem vöktu ávallt kát-
ínu. Hjartað þitt var úr gulli og fal-
legri sál hef ég ekki kynnst á ævi
minni. Þú gafst mér svo mikið í
gegnum alla barnæskuna, kenndir
mér hin sönnu gildi sem vert er að
fylgja á lífsleiðinni. Gjafmildi þín,
manngæska, húmor og lífsviðhorf
koma til með að fylgja mér alla
ævi.
Takk fyrir allar góðu stundirnar,
elsku amma Gógó. Ég kem til með
að sakna þín óendanlega mikið.
Knúsaðu afa frá mér.
Ásta Lilja.
Guðríður Einarsdóttir
Elsku pabbi.
Í dag eru 10 ár liðin
frá því þú fórst og lífið
er enn tómlegt án þín.
Mánuðina áður hafði
lífið tekið stakkaskipt-
um, þú og mamma
skilduð, afi dó og í kjölfarið upplifðir
þú erfiðasta tímabil lífs þíns. Þú átt-
aðir þig á hvað þér var mikilvægast og
ákvaðst að einbeita þér að fjölskyld-
unni. Í framhaldinu áttum við okkar
bestu stundir saman, að því leyti að
við urðum nánari með hverjum deg-
inum og eyddum oft mörgum tímum á
dag í að spjalla um allt milli himins og
jarðar. Eins og það sker mig í hjartað
að hugsa til þess hversu illa þér leið
síðustu mánuðina get ég ekki annað
en verið þakklát fyrir að hafa kynnst
þessari hlið á þér, þeirri sem þú varst
að kynnast sjálfur. Í gegnum þennan
tíma stóðu þínir bestu vinir, Palli,
Gugga og Kolla þétt við bakið á þér og
hjálpuðu þér dag sem nótt. Ég get
ekki lýst því í orðum hvað það er mér
mikils virði og hefur veitt mér mikla
huggun. Ég mun alltaf vera þeim
þakklát.
Í hugum þinna mörgu vina varstu
sannur vinur. Þú varst leiðtoginn í
hópnum, uppátækjasamur, drífandi,
hjálpsamur fram úr hófi og einstak-
lega ósérhlífinn. Hrókur alls fagnað-
ar. Þú þekktir hálendið eins og lófann
á þér og enginn var fræknari en þú á
sleða.
Þeir kalla þig því „konung
fjallanna“ eða einfaldlega kónginn. Í
hugum margra stráka og ungra
manna, sem sumir þekktu þig jafnvel
ekki persónulega, varstu ofurhugi og
hetja, eða eins og einn þeirra sagði:
„Hann var idolið mitt.“ En fyrir mér
Benedikt Valtýsson
✝ Benedikt Valtýs-son fæddist í
Reykjavík 8. október
1957. Hann lést af
slysförum 14. janúar
2001. Útför Benedikts
fór fram frá Graf-
arvogskirkju 19. jan-
úar 2001.
ertu einfaldlega bara
pabbi. Besti pabbi
sem ég get hugsað
mér. Þú varst hlýr og
umhyggjusamur.
Skilningsríkur og úr-
ræðagóður.
Þú varst sá sem ég
gat alltaf leitað til og
sá sem stóð mér næst.
Það koma enn tímar
sem mig langar til að
tala við þig og fá þitt
álit eða þín ráð. Ég
var svo stolt að vera
dóttir þín, og er enn.
Ekki það að ég sé að
reyna að mála þig sem einhvern dýr-
ling, en þú ert bara mitt uppáhald.
Mín fyrirmynd.
Þú kenndir mér að vera sjálfri mér
samkvæm og að gefast ekki upp þeg-
ar á móti blæs. Þú kenndir mér ósér-
hlífni, dugnað og að vinna fyrir hlut-
unum sjálf og á eigin forsendum. Þú
kenndir mér líka að koma fram við
fólk af virðingu, taka öllum opnum
örmum og skilja engan útundan. Þú
kenndir mér að axla ábyrgð á því sem
ég geri og taka ákvarðanir í samræmi
við það. Þú kenndir mér þessa hluti
einfaldlega vegna þess að þú lifðir
þínu lífi þannig sjálfur. Það veganesti
sem þú sendir mig með út í lífið getur
varla verið mikið betra.
Ég er enn hugfangin af ljósinu sem
þú færðir mér. Ég horfi enn í gegnum
augun þín og hlusta enn í gegnum
eyrun þín, því þú átt svo stóran hluta
af hjarta mínu og fylgir mér í hverju
spori. Jafnvel í draumum mínum þar
sem þú birtist gjarnan. Þegar vekj-
araklukkan hringir í þeim draumum
þá skiptir varla máli hvað klukkan er
eða hvert ég á að mæta, mig langar
aftur í draumaheiminn, til þín. Ég trúi
því að ég muni hitta þig aftur þegar
minn tími kemur og neita því að
kveðja þig hér, en þangað til get ég
hlakkað til að loka augunum á hverju
kvöldi í von um að sjá þig aftur.
Þín dóttir,
Eva
Benediktsdóttir.
Þegar sorgar titra tárin,
tregamistur byrgir sýn.
Huggar, græðir hjartasárin
hlý og fögur minning þín.
Kær vinur minn og mágur, Bene-
dikt Valtýsson, kvaddi þetta jarðlíf
fyrir tíu árum með sviplegum hætti.
Það var gríðarlegt áfall og mikil sorg
sem fylgdi, eins og gerist þegar slys
og mannskaðar verða. Þetta á ekki
síst við þegar mannkostamenn eru
hrifsaðir burt í blóma lífsins.
Þegar þetta gerðist fannst mér al-
veg dagljóst að ég myndi aldrei jafna
mig. Það fór þó ekki svo og það sem
meira er, að sú reynsla sem fólst í
sorginni og sorgarferlinu varð mér
mikill lærdómur um lífið. Ég var al-
veg niðurbrotin í tvö ár. Ég upplifði
oft nærveru Benedikts í gegnum árin,
eða þar til mig dreymdi draum sem ég
hef túlkað sem skilaboð frá honum úr
öðru lífi. Eftir þann draum, á einni
nóttu, hvarf treginn og góðu minning-
arnar tóku yfir. Það var eins og allt í
einu væri ég tilbúin að leyfa honum að
fara og halda áfram í sínu lífi hinum
megin við móðuna miklu. Auðvitað
kemur enn fyrir að ég græt þennan
atburð og harma hann en það er
meira vegna sjálfrar mín og annarra
heldur en hans. Ég hef sannfærst um
framhaldslíf eftir dauðann úr þessu
lífi. Það er ákveðið þroskaferli sem
tekur við fyrir handan og enginn ætti
að kvíða því.
Ég veit að hann er nærri og fylgist
með framvindu lífs barna sinna og
annarra vandamanna. Ég veit líka að
hann er ánægður með það líf sem
hann lifir nú.
Þó ég eignist aldrei aftur vin eins
og hann, þá eru minningarnar margar
og góðar. Þær verða ekki frá mér
teknar.
Því segi ég eins og skáldið sem
sagði:
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kolbrún Stefánsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR SVERRISSON,
Fannarfelli 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
3. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Victor Gunnarsson, Sólveig Guðjónsdóttir,
Selma Rut Gunnarsdóttir,
Ólafur Björn Gunnarsson, Ingibjörg G. Huldarsdóttir,
Ingunn Helga Gunnarsdóttir, Sigtryggur Árni Ólafsson
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri
JÓHANNES HARALDSSON
fyrrv. veghefilsstjóri,
Sólvöllum,
Skagafirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki þriðju-
daginn 11. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtu-
daginn 20. janúar kl. 11.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent
á deild 5 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki.
Guðveig Þórhallsdóttir og fjölskylda.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
ÞORSTEINN B. GUÐMUNDSSON
kennari,
Skeiðarvogi 105,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn
12. janúar.
Útför verður auglýst síðar.
Sigríður Sólveig Jóhannsdóttir,
Heiður Þorsteinsdóttir, Sveinn Bárðarson,
Hlynur Þorsteinsson, Gunnur Kristín Gunnarsdóttir,
Hugrún Þorsteinsdóttir, Kristján Reynir Pálsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR LÁRUSSON
fv. útgerðarmaður,
Víkurbraut 30,
Höfn í Hornafirði,
lést á dvalarheimilinu Skjólgarði miðvikudaginn
12. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Ásgeir Sigurðsson,
Guðmundur Sigurðsson, Vilborg Jóhannsdóttir,
Hilmar Sigurðsson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Dagbjört Sigurðardóttir, Finnur Jónsson,
Aldís Sigurðardóttir, Guðmundur Eiríksson,
Karl Sigurðsson, Svava Eyjólfsdóttir,
Grétar Sigurðsson,
Sigríður Sigurðardóttir, Sæmundur Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi,
ÞORVALDUR G. BLÖNDAL
húsasmíðameistari,
Hraunbæ 14,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur aðfaranótt miðvikudagsins
12. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðbjörg Þ. Blöndal,
Guðrún Blöndal, Gylfi Magnússon,
Birna Blöndal,
Ingunn Ó. Blöndal, Örn Stefánsson,
Ólafur B. Blöndal
og systkinabörn.