Morgunblaðið - 14.01.2011, Page 23

Morgunblaðið - 14.01.2011, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 ✝ Jóhanna Jóhann-esdóttir fæddist í Reykjavík 18. mars 1911. Hún lést á Dval- ar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. 1. janúar 2011. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Guð- bjartur Jóhannesson f. 14. maí 1880, d. 10. mars 1967 og Þor- björg Eleseusdóttir f. 27. júní 1872, d. 12. maí 1967. Bróðir hennar var Kristján Jóhannesson f. 23. september 1909, d. 26. júlí 1985. Systkini sammæðra voru Jóna Guð- munda Bjarney Jónsdóttir f. 1897, d. 1929 og Eleseus Markús Jónsson f. 1895, d. 1921. Þegar Jóhanna var á þriðja ári fluttist hún með foreldrum sínum vestur í Arnarfjörð þar sem hún ólst upp að Svalbarða. Um tví- tugt fluttist hún suður til Reykjavík- ur. urðsson f. 9. maí 1973, c) Páll Ragn- ar Pálsson f. 28. júlí 1980. 3) Jóhann- es Haraldur Pálsson f. 6. júní 1952, kvæntur Kristínu Gunnarsdóttur f. 15. mars 1953. Börn þeirra eru a) Páll Ingi Jóhannesson f. 24. maí 1974, b) Hjördís Katla Jóhann- esdóttir f. 7. janúar 1980, c) Gunnar Davíð Jóhannesson f. 6. febrúar 1986 og d) Jóhanna Guðrún Jóhann- esdóttir f. 8. október 1987. Barna- barnabörn Jóhönnu eru 11 talsins. Jóhanna fluttist til Kópavogs 1947 ásamt eiginmanni og börnum og bjuggu þau á Kársnesbraut 50 (áður nr. 18). Jóhanna bjó á Kársnesbraut- inni til 1978 þegar hún fluttist á Kópavogsbraut 85 þar sem hún bjó ein og hélt heimili til 99 ára aldurs eða í 32 ár. Síðustu mánuðina dvald- ist hún á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Jóhanna var heimavinnandi hús- móðir þar til maður hennar veiktist og fór hún þá að vinna úti, ýmis störf, lengst af sem saumakona á Landakoti þar sem hún vann þar til hún hætti vegna aldurs. Eftir starfs- lok var hún mjög virk í starfi aldr- aðra í Kópavogi fram á tíræðisaldur. Jóhanna verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, 14. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jóhanna giftist 1938 Páli Pálssyni f. 16. ágúst 1906, d. 1. ágúst 1962. Börn þeirra eru 1) Gréta Pálsdóttir f. 9. desember 1938. Eigimaður hennar var Ragnar Arinbjarnar f. 12. júlí 1929, d. 23. nóvember 1997. Börn þeirra eru a) Arnar Arinbjarnar, f. 27. febrúar 1960, sam- býliskona Arnfríður Tómasdóttir, b) Guð- rún Arinbjarnar f. 6. september 1964 og c) Halldór Ar- inbjarnar f. 1. september 1965 sam- býliskona Karin Elisabeth Paalsson 2) Páll Pálsson f. 1. nóvember 1946 kvæntur Margréti Yngvadóttur f. 8. september 1946. Börn þeirra eru a) Jóhanna Lára Pálsdóttir f. 10. ágúst 1968 gift Arjan van der Weck f. 14. júní 1967, b) Berglind Pálsdóttir, sambýlismaður Sigurjón Ingi Sig- Mín elskulega tengdamóðir, Jó- hanna Jóhannesdóttir, lést á nýársdag sl. tæplega 100 ára að aldri. Jóhanna eða amma Jó eins og við gjarnan köll- uðum hana var mikil sauma- og hann- yrðakona, saumaði fatnað fyrir fólk hér fyrr á árum og hafði einnig mikla ánægju af hvers konar hannyrðum. Snillingur var hún með bæði prjóna og heklunál. Amma Jó hafði sínar skoð- anir sem hún fór vel með. Hún fylgdist vel með bæjar- og landsmálum og var ekki alltaf sammála síðasta ræðu- manni. Henni þótti vænt um bæinn sinn enda meðal frumbyggja Kópa- vogs frá 1947. Jóhanna var fyrir nokkru búin að sækja um vistun hjá Kópavogsbæ en þeir sáu sér ekki fært að verða við ósk hennar. Ekki var hún alveg sátt við að kjósa í síðustu kosn- ingu sem Reykvíkingur en sem vist- maður á Grund var hún á kjörskrá í Reykjavík. Nú eru næstum 39 ár síðan við kynntumst og tók hún mér strax mjög vel. Oft höfum við átt gott spjall saman um lífsins gildi. Aldrei hefur borið skugga á okkar kynni. Eitt sumar þegar við hjónin bjugg- um í Danmörku við nám kom amma Jó í heimsókn en það var árið 1976 og var það hennar fyrsta utanlandsferð. Ánægjuleg var ferðin sem við hjónin fórum með ömmu Jó árið 1983 á henn- ar æskuslóðir – eða vestur í Arnarfjörð og að hennar gamla bæjarstæði Sval- barða og síðan í heimsókn til góðrar frænku á Þingeyri. Margar sögurnar var amma Jó búin að segja frá sinni æsku þegar hún var fyrir vestan. Þar var lífið ekki alltaf dans á rósum og mikið þurfti að hafa fyrir að sækja björg í bú. Fór hún í mörg sumur með móður sinni sem réðst sem kaupakona á bæi við Arn- arfjörð. Þegar amma Jó varð 95 ára, bauð hún öllum ættingjum, vinum, frænd- systkinum til veglegrar veislu, og gam- an var að sjá hve margir sáu sér fært að mæta. Einnig bauð hún til veglegr- ar veislu sumarið 2006 til minningar um eiginmann sinn Pál á hans 100 ára afmælisdegi. Jóhanna bjó ein í sinni íbúð þar til í apríl á síðasta ári þegar hún fluttist á Dvalarheimilið Grund. Hún var svo heppin að samtímis henni fluttist þangað æskuvinkona hennar og frænka, Petrína Jóna Elíasdóttir, Peta. Voru þær saman í herbergi síð- ustu mánuðina enda búnar að vera vin- konur nánast frá fæðingu og þar bar aldrei skugga á. Já, það geta eflaust ekki margir sagt að þeir hafi átti vin- konu eða vin í 96 ár, en þannig var það hjá ömmu Jó og Petu. Ánægjulegt var síðastliðið aðfanga- dagskvöld, en þá var amma Jó með okkur og held ég að hún hafi komið meira af vilja en mætti. Kvöldið var stutt en ánægjulegt, amma Jó borðaði með okkur og opnaði sína pakka og var henni síðan ekið heim á Grund, var þá orðin lúin og þreytt. Þetta var síðasta ferð sem amma Jó fór utan Grundar og mun varðveitast í minningu okkar. Ég vil þakka dvalarheimilinu Grund fyrir hlýlegar móttökur þegar Jó- hanna fluttist þangað sem heimilis- maður, einnig vil ég þakka starfsfólki á deild V2 fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk þar. Á dvalarheimilinu Grund líður öllum vel. Blessuð sé minning þín – minningin um þig mun lifa. Þín tengdadóttir, Kristín Gunnarsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Fallin er frá elsku amma okkar. Hvað er hægt að segja? Okkur er orða vant. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Amma okkar var einstök kona, svo einstök að við höldum að hún hafi hreinlega verið drifin áfram af ein- hverjum æðri mætti sem við kunnum ekki skil á. Kraftur hennar, viðleitni og skap var einstakt, amma Jó var alltaf hress, alltaf svo góð, hafði ávallt eitthvað fyrir stafni, alltaf að búa eitthvað til enda einstaklega listræn, vandvirk og skap- andi, þannig munum við eftir henni frá því við vorum bara börn. Þrátt fyrir að eiga stutt í 100 árin þá virkaði það eins og hún væri gerð úr einhverju öðru en við hin. Svo mikil var ástríðan fyrir lífinu og almennt. Við sögðum oft í gríni að á hundrað ára afmælinu fengi hún fartölvu í af- mælisgjöf. Enda búin að nota gsm- síma í mörg ár með engum vandkvæð- um, en af því varð því miður ekki. Við erum svo stolt af ömmu okkar og kveðjum hana með miklum söknuði, hún var hörkukona, sem þrátt fyrir makamissi og mikið strögl kom börn- um sínum vel á legg og spjaraði sig þrátt fyrir allt sem gekk á á þeim tíma. Við tökum ömmu okkar Jó til fyr- irmyndar og vonum að við eigum eftir að verða svo heppin að verða eins og hún þegar aldurinn færist yfir okkur. Falleg sál er farin á æðra tilveru- stig, og því trúum við af einlægni. Nú grætur sorg mín gengnum vonum yfir, genginni von, sem fyrrum átti þrótt, því slíkum dauða drúpir allt sem lifir, er dagur ljóssins verður svartanótt. Hið tæra ljóð, það óx þér innst við hjarta, sem ástin hrein það barst í sál mér inn. Og nú, þótt dauðinn signi svip þinn bjarta, þú syngur ennþá gleði í huga minn. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls hins góða. Ég bið minn guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti) Við kveðjum þig hinsta sinni, elsku amma okkar. Þín barnabörn, Gunnar Davíð, Hjördís Katla og Páll Ingi. Það er sagt að mennirnir hafi fundið svör við öllu nema því hvernig eigi að lifa lífinu. Ekki er ég frá því að Jó- hanna Jóhannesdóttir hafi komist ná- lægt því að geta svarað þeirri stóru spurningu. Með brosi á vör, hvað sem á dynur, hefði hún getað sagt. Sístarf- andi. Í nánum tengslum við náttúruna. Þannig lifði Jóhanna sjálf í tæp hundr- að ár og geri aðrir betur. Ég varð heimagangur á heimili hennar fljót- lega eftir að hún flutti í Kópavoginn ásamt manninum sínum, Páli Pálssyni og Grétu dóttur þeirra. Ég minnist þess ekki að hafa séð hana öðruvísi en brosandi, glaða og vinnusama. Páll var líka einstaklega geðgóður maður. Við Gréta urðum vin- konur ungar að aldri og á þá vináttu hefur engan skugga borið. Hvernig á maður líka að fara að því rífast við fólk sem alltaf er í góðu skapi og gerir gott úr öllu? Á heimilinu á Kársnesbrautinni voru líka foreldrar Jóhönnu, Vestfirð- ingar í húð og hár og einstök ljúf- menni, bæði tvö. Það var eins og það stafaði birtu af þessum öldruðu hjón- um og reyndar heimilisfólkinu öllu. Það eru forréttindi að fá að kynnast svo góðu fólki. Jóhanna fékk sinn skammt af sorg og erfiðleikum í lífinu. En hún lét and- streymið ekki buga sig, horfði á björtu hliðar lífsins og ræktaði garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Þegar hún var komin hátt á tíræðisaldur talaði hún við mig um aspirnar sínar sem hún hafði gróðursett á Kársnesbraut- inni og það var eins og hún væri að tala um börnin sín. Hún hafði alist upp í nánu sambandi við náttúruna í tign- arlegri fegurð Arnarfjarðar og þegar hún og maðurinn hennar gerðust frumbyggjar í Kópavogi hófst hún strax handa við ræktun og kom upp bæði matjurtagarði og trjágarði. Kárs- nesið var bara urð og grjót í þá daga og aðstæður frumbyggjanna voru ótrú- lega erfiðar. Þau urðu til dæmis að sækja allt vatn í brunn spölkorn frá húsinu fyrstu mánuðina. Þegar Jó- hanna rifjaði upp þessa tíma, hálfri öld síðar, hló hún dátt og það var auðséð að hún hafði notið hverrar mínútu. Svona lifði Jóhanna að heita má til hinstu stundar og kvaddi svo í sátt við alla menn. Guð blessi minningu henn- ar. Guðrún Finnbogadóttir. Jóhanna Jóhannesdóttir ✝Ástkær móðursystir okkar, INGIBJÖRG STEINDÓRSDÓTTIR frá Syðri-Vík, lést á dvalarheimilinu Hlíð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Hlíð fyrir kærleiksríka umönnun. Erla, Ásta, Marta, Alda og Þórdís Þórðardætur og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir mín, amma og langamma, MARGARET JAROSZ SHACKLETON, Peggy, Poulton-le-Fylde, Lancashire, Englandi, lést á nýársdag. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 18. janúar í Englandi. Veronica M. Jarosz, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Högni Pétur Sigurðsson, Björn Ólafur Gunnarsson, Hallfríður Sólveig Þorgeirsdóttir, Sólveig Blær Björnsdóttir, Högni Gunnar Högnason, Þorgeir Logi Björnsson, Unnur Elísabet Björnsdóttir, Ásbjörn Thor Högnason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR VALUR HERMANNSSON, Höfðavegi 11, Hornafirði, lést á Hjúkrunarheimili Hornafjarðar þriðjudaginn 11. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju þriðjudaginn 18. janúar kl. 13.00. Birna Skarphéðinsdóttir, Bragi Hermann Gunnarsson, Natalja Gunnarsson, Sæmundur S. Gunnarsson, Guðrún Halla Einarsdóttir, Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir, Benedikt Helgi Sigfússon, Hulda Valdís Gunnarsdóttir, Jón Garðar Bjarnason, Matthildur Birna Gunnarsdóttir, Gunnar Kristófer Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, STEFÁN JÓHANNSSON forstjóri, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugar- daginn 15. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á hollvinasamtök HSA Seyðisfirði. Guðrún Auðunsdóttir, Ólafía Þ. Stefánsdóttir, Guðjón Már Jónsson, Nína S. Waldmann, Paul Waldmann, Auður J. Stefánsdóttir, Níels E. Daníelsson, Jóhann Stefánsson, Bára Mjöll Jónsdóttir, Stefán Þór Stefánsson, Helga Ó. Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN Ö. STEPHENSEN, lést að morgni þriðjudagsins 11. janúar. Útförin fer fram miðvikudaginn 19. janúar. Jón Torfi Jónasson, Bryndís Ísaksdóttir, Ögmundur Jónasson, Valgerður Andrésdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Guðmundur Gíslason, Björn Jónasson, Elísabet Guðbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.