Morgunblaðið - 14.01.2011, Síða 26
26 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011
Sudoku
Frumstig
9 4
1 7 6
8 4 1 3
8 9
7 2 8 3
7
4 6 1
3
2 7 6 9
1 4 2
9 2 1 4 8
8
2 3 4
3 2 1
4 5
3 5 1
8 9 7
5 1 8
9
7 6
2 8 4 3
3 4
5 7 8
3 5 6
4 2
1 7
7 1 5
2 6 4 8 7 9 5 3 1
3 5 8 4 1 2 7 9 6
9 7 1 5 6 3 2 8 4
8 4 3 1 5 7 6 2 9
6 2 9 3 4 8 1 5 7
7 1 5 9 2 6 8 4 3
5 8 6 7 9 4 3 1 2
4 3 7 2 8 1 9 6 5
1 9 2 6 3 5 4 7 8
5 4 7 9 2 8 3 1 6
3 1 9 6 7 5 4 2 8
8 6 2 3 1 4 7 9 5
2 5 6 1 3 7 8 4 9
7 9 8 4 5 2 6 3 1
4 3 1 8 9 6 5 7 2
1 2 5 7 6 3 9 8 4
6 8 3 2 4 9 1 5 7
9 7 4 5 8 1 2 6 3
1 7 5 9 8 4 3 6 2
8 4 9 2 6 3 1 7 5
2 6 3 1 7 5 9 4 8
3 5 8 4 1 2 6 9 7
6 2 4 7 9 8 5 1 3
9 1 7 5 3 6 2 8 4
7 8 2 6 5 1 4 3 9
5 9 1 3 4 7 8 2 6
4 3 6 8 2 9 7 5 1
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 14. janúar, 14. dag-
ur ársins 2011
Orð dagsins: En hann frelsar hinn
bágstadda með bágindum hans og
opnar eyru þeirra með þrengingunni.
(Jb. 36, 15.)
Þegar íslenska karlalandsliðið íhandbolta er á ferðinni fylgist
þjóðin með. Nú er það
heimsmeistarakeppnin sem hófst í
Svíþjóð í gærkvöldi, en fyrsti leikur
Íslands verður í Norrköping klukkan
16 í dag. Þá verður leikið við landslið
Ungverjalands. Síðan er það Brasilía
á laugardag, Japan á mánudag,
Austurríki á þriðjudag og loks Nor-
egur á fimmtudag í næstu viku. Þá
liggur fyrir hvort „strákarnir okkar“
halda áfram í milliriðil eða ekki.
x x x
Glæsilegt HM-blað fylgdi meðMorgunblaðinu í gær. Þar fara
íþróttafréttamenn blaðsins yfir allt
sem skiptir máli í sambandi við HM
á 32 síðum. Haft er eftir Michael
Kraus, lykilmanni í þýska landslið-
inu, að Íslendingar geti unnið hvaða
lið sem er og eigi möguleika á að
berjast um verðlaun, en Dagur Sig-
urðsson, fyrrverandi fyrirliði ís-
lenska landsliðsins og nú þjálfari
þýska liðsins Füchse Berlin, segir
óraunhæft að ætla að Ísland leiki um
verðlaun.
x x x
Hefð er fyrir því að geraákveðnar kröfur til landsliðs-
ins, burtséð frá stöðunni hverju
sinni. Því hefur draumur oft breyst í
martröð. Samt sem áður hefur lands-
liðið skapað sér ákveðið nafn á und-
anförnum árum og ekki síst eftir
silfrið á Ólympíuleikunum í Peking
og bronsið í Evrópukeppninni í
fyrra. Fyrir vikið telja margir sjálf-
sagt að liðið vinni til verðlauna á
þriðja stórmótinu í röð.
x x x
Óvissan er mikil í handbolta oghún gerir hann ekki síst
skemmtilegan og spennandi. Þó allir
reyni ávallt að gera sitt besta geta
ótrúlegustu atriði haft áhrif til hins
verra. Næstu heimsmeistarar
tryggja sér þátttöku á Ólympíu-
leikunum í London 2012 en liðin sem
verða í 2.-7. sæti fara í 12 liða for-
keppni um sex sæti á leikunum. Því
hlýtur markmiðið að vera að verða
heimsmeistari og til vara að komast í
forkeppnina. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 sefa harm, 4
skríll, 7 grasflöt, 8 rótar-
ávöxturinn, 9 sigað, 11 kyrr,
13 espi, 14 líkamshlutinn, 15
krukka, 17 álfa, 20 spíra, 22
tré, 23 aldni, 24 einskæran,
25 ójafnan.
Lóðrétt | 1 nærgætin, 2
dreggjar, 3 bylgja, 4 sjálfs-
hreykni, 5 ólmir hestar, 6 dreg
í efa, 10 hnöttur, 12 tangi, 13
samtenging, 15 gin, 16 yf-
irhöfnum, 18 búið til, 19 fædd-
ur, 20 tímabilin, 21 sníkjudýr.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 feðrungar, 8 legum, 9 uggir, 10 ufs, 11 tírur, 13 týnir,
15 fjöld, 18 galli, 21 urr, 22 flóin, 23 urðar, 24 haganlegt.
Lóðrétt: 2 elgur, 3 rómur, 4 naust, 5 angan, 6 glit, 7 grár, 12 ull,
14 ýta, 15 fífl, 16 ölóða, 17 dunda, 18 grufl, 19 liðug, 20 iðra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 b6 4. Bg2 d5 5.
Rf3 Bb4+ 6. Rbd2 O-O 7. O-O Rbd7 8.
Re5 Bxd2 9. Rc6 De8 10. Bxd2 Bb7 11.
cxd5 exd5 12. Hc1 De6 13. Rb4 Hac8
14. Rd3 Hfe8 15. Rf4 Dd6 16. b4 Ba6
17. He1 Re4 18. f3 Rxd2 19. Dxd2 He7
20. e4 dxe4 21. fxe4 c5 22. Rd5 Hee8 23.
e5 Db8 24. bxc5 bxc5 25. Hb1 Rb6 26.
a4 Hcd8
Staðan kom upp í fyrstu deild Ís-
landsmóts skákfélaga en fyrri hluti
mótsins fór fram í Rimaskóla sl. októ-
ber. Franski stórmeistarinn Sebastien
Maze (2572) hafði hvítt gegn Gylfa
Þórhallssyni (2200). 27. Rf6+! gxf6 28.
exf6 Kh8 29. Dh6 Hg8 30. Be4 og
svartur gafst upp enda fátt til varna.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Af fingrum fram. S-Allir.
Norður
♠8532
♥642
♦K1065
♣Á6
Vestur Austur
♠G976 ♠D10
♥G1097 ♥853
♦984 ♦G732
♣93 ♣G1075
Suður
♠ÁK4
♥ÁKD
♦ÁD
♣KD842
Suður spilar 6G.
Eftir að hafa margtalið punktana
opnar suður á alkröfu og stekkur í 4G
við 2♦ makkers. Þannig sýnir hann 27-
28 hápunkta og jafna skiptingu. Svig-
rúm til alslemmuleitar er ekki mikið
eftir þessa byrjun og norður lyftir
hæversklega í 6G. Útspilið er ♥G.
Við sjáum hvað gerist ef sagnhafi
leikur af fingrum fram: Leggur niður
♦Á-D, fer inn í borð á ♣Á og tekur ♦K.
Ekki kemur ♦G og ekki fellur laufið
3-3. Úrslitatilraunin er að gefa austri
laufslag í þeirri von að hann sé ekki
með ♦G. Því miður.
Hér þarf að spila eftir nótum til að
tryggja vinning í sem flestum stöðum.
Best er að taka ♦Á-D og dúkka síðan
lauf. Þá er slemman örugg ef laufið
fellur ekki verr en 4-2, og líka í 5-1 lauf-
legu ef ♦G kemur í þrjá efstu.
14. janúar 1984
Páfi staðfesti helgi Þorláks
biskups Þórhallssonar (f. 1133,
d. 1193) og viðurkenndi hann
sem verndardýrling íslensku
þjóðarinnar. Messur hans eru
20. júlí og 23. desember.
14. janúar 1991
Geysir BA kom til Patreks-
fjarðar úr línuróðri út af Arn-
arfirði með stærstu ýsu sem
vitað var að veiðst hefði við Ís-
land. Hún var 109 sentimetra
löng og vó 8,5 kg slægð.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„Ég ætla að fá fólkið mitt til mín í mat og hugguleg-
heit og bara hafa það skemmtilegt,“ segir Ragnhild-
ur Ólafsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Morgunblaðinu,
um það hvernig hún ætlar að fagna 60 ára afmælinu í
dag. Af tilefninu er hún búin að bjóða 25 af sínum
nánustu, fólki úr innsta hring eins og hún orðar það, í
matarboð í kvöld. Hún segist jafnan hafa haldið upp á
stórafmælin með stæl en að þessu sinni langi hana að
eiga rólega stund með þeim sem standa henni næst.
Ragnhildur á tvær dætur með manni sínum Har-
aldi Sigurðssyni og eina stjúpdóttur. „Svo er von á
sjötta barnabarninu en ég á líka eitt langömmubarn sem verður tveggja
ára í apríl,“ segir hún og bætir því við að að sjálfsögðu sé börnunum boðið
í afmælið, þetta verði sko alls ekkert fullorðinspartí. Það er auðheyrt að
afkomendurnir eiga stóran hlut í afmælisbarninu. „Einhvern tímann þeg-
ar ég var yngri þá sagði ég að ég yrði heppin að fá að verða amma. Svo
varð ég amma og varð frek og sagði að nú yrði ég að lifa það að fá lang-
ömmubarn.“ Hún segist bara vera hæstánægð með aldurinn og er þakklát
fyrir að halda heilsu og eiga góða að, enda sé það alls ekki sjálfsagður
hlutur. „Nú fæ ég að njóta barnanna og séstaklega barnabarnanna. Það
er æðislegt að geta fengið þau í heimsókn. Og svo get ég skilað þeim aftur
til mömmu þeirra,“ segir hún og hlær við. holmfridur@mbl.is
Ragnhildur Ólafsdóttir er 60 ára í dag
Ekkert fullorðinspartí
Flóðogfjara
14. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 6.06 3,8 12.22 0,8 18.20 3,5 10.58 16.17
Ísafjörður 1.48 0,6 8.01 2,2 14.28 0,6 20.09 1,8 11.31 15.54
Siglufjörður 3.49 0,5 10.03 1,3 16.31 0,3 22.56 1,1 11.15 15.35
Djúpivogur 3.22 2,0 9.32 0,6 15.20 1,7 21.28 0,4 10.34 15.39
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Í lífinu er mikilvægt að gæta jafn-
vægis. Árið færir þér rómantík, daður, frí og
fleiri skemmtilega hluti.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Nú ert þú komin/n á rétta hillu í lífinu,
á því er enginn vafi. Allt mun snúast þér í
hag næstu árin, sannaðu til.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú hefur ákveðnar skoðanir. Hafðu
hemil á þinni eðlislægu árásarhneigð.
Sveitaferð er ánægjuleg og til þess að
hlakka til.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þér er umhugað um fjármálin og því
er þetta ekki góður dagur til innkaupa. Þú
færð verðskuldaða viðurkenningu. Taktu þig
nú á, drífðu þig út í göngutúr!
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Annríki þitt kallar á tíma fyrir slökun.
En gleymdu þó ekki að halda utan um þína
nánustu; það eru þeir, sem gefa þér kraftinn.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Virðing jafnoka þinna gleður þig, en
samt ekki næstum jafn mikið og virðing fjöl-
skyldu þinnar. Sýndu þolinmæði í uppeldinu.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er kominn tími til að hitta gömlu fé-
lagana og endurnýja kynnin og rifja um leið
upp góðar minningar. Skoðaðu atvinnutilboð
vel og vandlega áður en þú skrifar undir.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þótt það sé alltaf auðvelt að
leita uppi gamlar lausnir er það lélegt til
lengdar. Hafðu augun hjá þér svo ekki komi
til þess að á þig verði snúið.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú hefur með ákveðni og þolin-
mæði náð þeim áfanga sem þú hefur lengi
stefnt að. Haltu ró þinni, brjóttu málin til
mergjar og framkvæmdu svo.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú munt eyða tíma á erlendri
grundu sem reynist þér síður en svo þægi-
legt. Erfiðleikar hafa lítið að segja ef þú lyftir
huganum yfir þau.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Láttu engan hafa svo mikil áhrif á
þig að þú gerir eitthvað sem stangast á við
réttlætiskennd þína. Samspil, eðlishvöt og
hjartalag eru málið. Ýmislegt er í pípunum.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og lít-
ilfjörlegustu atvik geta leitt til styrjalda.
Sinntu vinum og vandamönnum sérstaklega
vel næstu vikurnar.
Stjörnuspá
Ásgeir Bolli
Kristinsson verð-
ur sextugur á
morgun, 15. jan-
úar. Hann tekur
á móti vinum sín-
um og vanda-
mönnum á Hótel
Borg frá kl. 17 til
19 á afmælisdaginn.
60 ára
Axel Sölvason,
rafvélavirki og
fyrrverandi
starfsmaður
verkfræðideild-
ar Háskóla Ís-
lands, verður
áttræður á
morgun, 15. jan-
úar. Í tilefni dagsins býður hann
öllum ættingjum og vinum til hófs
á afmælisdaginn frá kl. 17 til 19 í
Borgum, safnaðarheimili Kópa-
vogskirkju, við Hábraut 1a (ská-
hallt á móti Gerðarsafni). Allir
velkomnir.
80 ára
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is