Morgunblaðið - 14.01.2011, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið -
SÍÐUSTU SÝNINGAR!)
Fös 14/1 kl. 20:00
besti höf. besta leikona 2008
Fös 21/1 kl. 20:00
besti höf. besta leikona 2008
Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson
(Söguloftið - sýningum lýkur í vor)
Fös 25/2 kl. 20:00
besti höf. besta leikari 2007
Fös 4/3 kl. 20:00
besti höf. besta leikari 2007
Fös 11/3 kl. 20:00
besti höf. besta leikari 2007
Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið
HETJA eftir Kára Viðarsson (SÖGULOFTIÐ- fjögurra
stjörnu leiksýning)
Fim 27/1 kl. 17:00
kitlar hláturtaugarnar
Þetta er lífið
5629700 | opidut@gmail.com
Þetta er lífið...og om lidt er kaffen klar.
Lau 22/1 kl. 20:00
Fös 28/1 kl. 20:00
Sun 30/1 kl. 20:00
Fös 4/2 kl. 20:00
Fim 10/2 kl. 20:00
Fim 17/2 kl. 20:00
Fim 24/2 kl. 20:00
FIMM STJÖRNU KABARETT með Charlotte Bøving.
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Svanasöngur eftir Schubert
Fös 4/2 kl. 20:00
Flytjendur: Ágúst Ólafsson, Gerrit Schuil og Lára Stefánsdóttir
Hádegistónleikar ungra einsöngvara
Þri 25/1 kl. 12:15
Gestasöngvari: Snorri Wium
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Ofviðrið (Stóra svið)
Þri 18/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 20:00
Brúðuheimar í Borgarnesi
530 5000 | hildur@bruduheimar.is
GILITRUTT
Sun 16/1 kl. 14:00 Ö
síðastu sýn.ar
Sun 16/1 aukas. kl. 16:00
Sun 23/1 kl. 14:00
allra síðasta sýn.
Dísa ljósálfur
5629700 | pok@islandia.is
Dísa ljósálfur (Austurbær)
Sun 16/1 kl. 14:00
síðustu sýn.ar
Lau 22/1 kl. 20:00
síðustu sýn.ar
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
Íkvöld verður ný íslensk kvik-mynd, Rokland, frumsýnd.Leikstjórinn og handritshöf-undurinn Marteinn Þórsson
hefur lengi starfað við dagskrárgerð
hér á landi. Hann gerði einnig frá-
sagnarkvikmyndina Eina gráðu, árið
2004, en hún var valin í aðalkeppnina
á Sundance-kvikmyndahátíðinni það
ár og hefur síðan ratað víða um heim.
Rokland er aðlögun á samnefndri
metsölubók Hallgríms Helgasonar
frá árinu 2005 en bókin var tilnefnd
til Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs tveimur árum síðar. Eðli
málsins samkvæmt straumlínulagar
kvikmyndaaðlögunin skáldsöguna
þannig að áherslur breytast og nýtt
verk fæðist enda um afar ólíka miðla
að ræða.
Sagan segir af andhetjunni Bödda
Steingríms sem líkt og eitt átrún-
aðargoðið hans, Grettir Ásmund-
arson, er bellinn bæði í orðum og til-
tektum. Báðir eru þeir fæddir og
uppaldir á Norðurlandi vestra en
ólíkt Gretti, sem fór í útlegð til
Drangeyjar, verður Böddi eiginlegur
útlagi í mannlegu samfélagi eftir mis-
heppnaða ferð út í eyjuna. Böddi
reynir af fullmiklu offorsi að „end-
urhæfa“ sveitunga sína á Sauðár-
króki frá villu síns vegar með því að
upphefja menningararfinn, þjóðleg
gildi og rómantískan skáldskap á
kostnað óheftrar efnishyggju og smá-
borgaralegar forheimsku. Sér til
halds og trausts hefur Böddi tilvist-
arspekilegar kenningar Nietzsche og
skáldskap Goethe en í faustískum of-
urmennisham geta örlög hans ekki
orðið annað en grimm. Líkt og
Nietzsche virðist Böddi sturlast að
lokum en á leið sinni til glötunar held-
ur hann úti bloggi sem rímar ágæt-
lega við lauslega sjálfsævisöguleg
skrif Goethe í Raunum Werthers
unga.
Eins og í bókinni rennur sögu-
mannsrödd Bödda saman við sjón-
arhorn frásagnarinnar en andhetjan
sjálf er líklega örlítið geðþekkari í
myndinni. Ólafur Darri er magnaður
í hlutverki Bödda en þokki leikarans
smitast óhjákvæmilega, upp að vissu
marki, yfir á persónuna sem hann
ljær líf. Þetta er þó ekki ókostur því
áhorfendur eiga fyrir vikið auðveld-
ara með að samsama sig við angist
Bödda.
Myndin státar af miklu persónu-
galleríi en af aukapersónum láta bæj-
arskækjan Dagga, Viddi bróðir
Bödda og draumadísin hans, Lára
María, mest til sín taka. Elma Lísa
leikur Döggu af mikilli sannfæringu
en persóna hennar verður líkt og
Böddi á einhvern óviðfelldinn hátt
hrífandi. Sem skækja er hún í alla
staði afar líkamleg en einnig hressi-
lega hispurslaus og á sama tíma út-
smogin við að ráðskast með karlmenn
bæjarins. Stefán Hallur er í hlutverki
plebba-gosans Vidda en persóna hans
er ekki eins hrífandi og Böddi og
Dagga, líklega vegna þess að hann
hefur ekki orðið jafn illa undir í lífinu
og þau og það sama gildir um Láru
Maríu sem leikin er af Láru Jóhönnu.
Persóna hennar er líklega sú flatasta
í þeim skilningi að hún er of venjuleg
og saklaus, eiginlega of góð fyrir
þann heim sem hún er stödd í.
Rokland hefur augljóslega haft að-
gang að sæmilegu fjármagni eins og
sést til að mynda á fjölda tækni-
brellna og grafískri myndvinnslu sem
heppnast stundum vel en stíllinn
verður frekar ofhlaðinn á köflum.
Þetta á sérstaklega við um teikni-
myndaþætti myndarinnar því þó að
þeir séu vissulega frumlegir rjúfa
þeir svolítið töfra frásagnarinnar. Af-
bökunin á myndfleti kvikmyndarinn-
ar sjálfrar, sem eykst er á líður
myndina og Böddi missir meira tökin
á tilverunni, tengist frásögninni betur
í þessu tilviki.
Myndin er enginn sykurpúði, hún
er hvorki ljúfsárt drama né ærsla-
grín eins og svo oft vill verða í ís-
lenskum kvikmyndum. Hér er á ferð
sótsvört, meinfyndin og frekar gró-
tesk mynd með áþreifanlegri angist
og spennu sem magnast líkt og skrið-
þungi er á líður.
Enginn sykurpúði!
Sambíóin
Rokland
bbbbn
Leikstjórn og handrit: Marteinn Þórs-
son. Aðlögun á samnefndri skáldsögu
eftir Hallgrím Helgason. Aðalhlutverk:
Ólafur Darri Ólafsson, Elma Lísa Gunn-
arsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson,
Lára Jóhanna Jónsdóttir og Laddi. 110
mín. Ísland, 2010.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Magnaður „Ólafur Darri er magnaður í hlutverki Bödda en þokki leikarans
smitast óhjákvæmilega, upp að vissu marki, á persónuna sem hann ljáir líf,“
segir gagnrýnandi m.a. um Rokland og er einkar sáttur við kvikmyndina.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Þri 25/1 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00 10.k
Þri 18/1 kl. 20:00 Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 20/2 kl. 20:00
Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Fim 3/3 kl. 20:00
Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 3/2 kl. 20:00 9.k Fim 10/3 kl. 20:00
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fjölskyldan (Stóra svið)
Lau 15/1 kl. 19:00 Fös 4/2 kl. 19:00 auka Sun 27/2 kl. 19:00
Sun 23/1 kl. 19:00 Fös 11/2 kl. 19:00 aukas
Lau 29/1 kl. 19:00 Lau 19/2 kl. 19:00 aukas
"Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is
Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg)
Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00
Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00
Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00
Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA
Faust (Stóra svið)
Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 27/1 kl. 20:00 aukas Sun 13/2 kl. 20:00 aukas
Sun 16/1 kl. 20:00 Fös 28/1 kl. 20:00 aukas Fös 18/2 kl. 20:00 aukas
Fim 20/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 aukas
Lau 22/1 kl. 20:00 Lau 12/2 kl. 20:00 aukas
Aukasýningar vegna fjölda áskorana
Elsku Barn (Nýja Sviðið)
Fim 13/1 kl. 20:00 frums Mið 26/1 kl. 20:00 5.k Mið 9/2 kl. 20:00
Fös 14/1 kl. 19:00 2.k Sun 30/1 kl. 20:00 6.k Fim 10/2 kl. 20:00
Fös 21/1 kl. 20:00 3.k Mið 2/2 kl. 20:00
Þri 25/1 kl. 20:00 4.k Fim 3/2 kl. 20:00
Nístandi saga um sannleika og lygi
Afinn (Litla sviðið)
Fim 13/1 kl. 20:00 fors Fös 21/1 kl. 19:00 6.k Fim 27/1 kl. 20:00 10.k
Fös 14/1 kl. 20:00 frums Fös 21/1 kl. 22:00 aukas Fös 28/1 kl. 19:00 11.k
Lau 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 22/1 kl. 19:00 7.k Fös 28/1 kl. 22:00 aukas
Sun 16/1 kl. 20:00 3.k Lau 22/1 kl. 22:00 aukas Lau 29/1 kl. 19:00
Mið 19/1 kl. 20:00 4.k Sun 23/1 kl. 20:00 8.k Lau 29/1 kl. 22:00
Fim 20/1 kl. 20:00 5.k Mið 26/1 kl. 20:00 9.k Sun 30/1 kl. 20:00
Óumflýjanlegt framhald Pabbans
Elsku barn - frumsýnt í kvöld
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Sun 13/2 kl. 13:30 Sun 20/2 kl. 13:00
Sun 13/2 kl. 15:00 Sun 20/2 kl. 15:00
Sýningar að hefjast á ný! Miðasala hafin.
Gerpla (Stóra sviðið)
Fim 20/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 Síð.sýn.
Sýning ársins. I.Þ Mbl. Aðeins tvær sýningar eftir!
Fíasól (Kúlan)
Sun 16/1 kl. 13:00 Sun 23/1 kl. 13:00
Sun 16/1 kl. 15:00 Sun 23/1 kl. 15:00
Yfir 100 sýningar. Síðasta sýning 23. janúar.
Hænuungarnir (Kassinn)
Lau 15/1 kl. 20:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Sun 23/1 kl. 17:00 Allra
síð.sýn.
Sun 16/1 kl. 20:00 Lau 22/1 kl. 20:00 Sun 23/1 kl. 20:00 Síð.sýn
Aukasýning 23.jan. kl. 17:00 komin í sölu. Allra síðasta sýning!
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Lau 15/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 Lau 5/2 kl. 19:00
Sun 16/1 kl. 19:00 Lau 29/1 kl. 19:00
Lau 22/1 kl. 19:00 Fös 4/2 kl. 19:00
Sýningum fer fækkandi. Ath! Sýningarnar hefjast kl. 19:00
Lér konungur (Stóra sviðið)
Fös 14/1 kl. 20:00 7.sýn. Fim 27/1 kl. 20:00 Fös 11/2 kl. 20:00
Fös 21/1 kl. 20:00 8.sýn. Fös 28/1 kl. 20:00 Lau 12/2 kl. 20:00
Magnaður leiksigur. B.S Pressan
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Fim 3/2 kl. 18:00 Sun 13/2 kl. 14:00 Sun 20/2 kl. 17:00
Sun 6/2 kl. 14:00 Sun 13/2 kl. 17:00 Sun 27/2 kl. 14:00
Sun 6/2 kl. 17:00 Sun 20/2 kl. 14:00 Sun 27/2 kl. 17:00
Gerður Kristný og Bragi Valdimar!
Hvað EF - skemmtifræðsla (Kassinn)
Þri 18/1 kl. 20:00 Þri 25/1 kl. 20:00
Mið 19/1 kl. 20:00 Mið 26/1 kl. 20:00
Flott sýning fyrir foreldra og unglinga!
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Rocky Horror (Hamraborg)
Fös 11/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 19/2 kl. 20:00 26.sýn
Lau 12/2 kl. 20:00 25.sýn Fös 25/2 kl. 20:00 27.sýn
Sýningin er ekki við hæfi barna
Jesús litli (Hamraborg)
Lau 15/1 kl. 16:00 1,sýn Sun 16/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 19/1 kl. 21:00 6. sýn.
Lau 15/1 kl. 20:00 2.sýn Þri 18/1 kl. 21:00 5. sýn. Fim 20/1 kl. 19:00 7. sýn.
Sun 16/1 kl. 16:00 3. sýn Mið 19/1 kl. 19:00 Aukas Fim 20/1 kl. 21:00 8.sýn
Villidýr og pólitík (Samkomuhúsið)
Fös 28/1 kl. 20:00 1.syn Lau 29/1 kl. 20:00 2.syn
Aðeins 2 sýningar