Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa verður afhent rekstraraðilum eftir mánuð og eins og komið hefur fram verða fyrstu tónleikarnir haldnir hinn fjórða maí. Um 650 manns vinna nú að framkvæmdum í húsinu og er allt á áætlun samkvæmt upp- lýsingum Þórunnar Sigurðar- dóttur, stjórnarformanns Ago ehf. sem mun sjá um starfsemi, rekstur og markaðssetningu tónlistar- og ráðstefnuhússins „Við leggjum alla áherslu á að klára salina fyrst. Glerveggirnir verða ekki komnir þegar fyrstu tónleikarnir eru. Flestöll hús af þessari stærðargráðu eru yfirleitt opnuð í pörtum og hollum og það gerum við líka,“ segir Þórunn. „Það er byrjað á því að spila í stærsta salnum og síðan eru lok þessa opnunartímabils á Menning- arnótt, hinn 20. ágúst, þegar húsið að utan og svæðið í kring verður klárað.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur fyrst allra inn í húsið, hinn 10. apríl. Auk hennar mun Íslenska óperan hafa aðsetur í húsinu og nokkrar verslanir og veitingastaðir. Nú þegar hefur ýmsum innan- stokksmunum verið komið fyrir í Hörpu, til dæmis sætunum sem verða í stærsta salnum sem nefnist Eldborg. Einnig er byrjað að prófa og gera úttekt á öllum þeim tækjum sem verða í húsinu, að sögn Þór- unnar. Harpa verður að hluta til um- kringd sjó. Á næstu dögum verður byrjað að hleypa sjó að húsinu og mun það ferli standa yfir í nokkra daga. Morgunblaðið/Ómar Mikilfenglegur Áhorfendapallar Eldborgar, stærsta salar tónlistarhússins, eru á fjórum hæðum og fullnýttur getur salurinn rúmað allt að 1.800 manns í sæti. Allt á áætlun  650 manns að störfum í Hörpu  Sjó hleypt að húsinu Gryfjan Fremsti bekkur hefur ágætis útsýni ofan í hljómsveitargryfjuna. Skannaðu kóðann og sjáðu fleiri myndir af Hörpu á Facebook-síðu mbl.is. Ragnar Georgsson, fyrrverandi skólastjóri og forstöðumaður Skólaskrifstofu Reykjavíkur, lést í gær á Landakotsspít- alanum í Reykjavík. Ragnar fæddist 27. júlí 1923 að Skjálg í Hnappadalssýslu. For- eldrar hans voru Georg Sigurðsson og Steinunn Ingibjörg Pétursdóttir. Ragnar lauk kenn- araprófi árið 1944 og B.S. prófi með láði frá Central Michigan háskól- anum í Bandaríkjunum árið 1947. Hann hóf kennslu við Mennta- skólann í Reykjavík og síðar við Gagnfræðaskólann við Hringbraut sem seinna varð Hagaskóli. Hann var ráðinn skólastjóri Réttarholts- skóla við stofnun skólans árið 1956. Árið 1984 tók hann við starfi For- stöðumanns kennslumáladeildar Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar og sinnti því þar til hann lét af störf- um vegna aldurs árið 1994. Ragnar gegndi fjöl- mörgum trún- aðarstörfum á sviði menntamála og var m.a. varaformaður Æsku- lýðsráðs og fulltrúi Reykjavíkurborgar við samningu frumvarpa um fræðslumál. Hann sat um skeið í stjórn Fé- lags gagnfræðaskóla- kennara og Félags skólastjóra í Reykjavík. Hann sat í fyrstu stjórn Badmin- tonfélags Íslands sem nú er TBR. Ragnar var einnig mikill áhugamað- ur um laxveiði og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Stangveiði- félag Reykjavíkur. Ragnar var ástsæll kennari og á að baki farsælan feril sem áhrifamaður í íslenskum menntamálum. Eftirlifandi kona hans er Rann- veig G. Magnúsdóttir. Dóttir þeirra er Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. Ragnar Georgsson Andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.