Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 dönsku skáldkonuna Karen Blix- en. Hann fékk heiðursverðlaun, sem báru nafn hennar, 1999. Eins og mörgum íslenskum skáldum var honum margt til lista lagt. Thor var fjölhæfur og kom víða við. Hann var formaður íslenska rithöfundasambandsins PEN í mörg ár og alþjóðasam- bandið naut góðs af formennsku hans. Við erum mörg í danska rithöfundasambandinu, sem eig- um góðar minningar um Thor. Árið 2005 héldu samtökin ráð- stefnu í Bled í Slóvakíu. Thor mætti í tæka tíð og gaf sér tíma til að fara í það sem hann kallaði pílagrímsfjallgöngu. Nokkrum árum áður vorum við nokkur með Thor í ferð um Grænland. Erindið var að fjalla um tjáning- arfrelsi en það gafst tími til ann- ars. Thor skemmti samferða- mönnum sínum með söng á hinum ýmsu málum, þar á meðal ítölsku og spænsku. Þvílík rödd, þvílíkur styrkur og þvílíkur mað- ur. Thor skrifaði um glóð og með glóð í baráttunni fyrir ofsóttum rithöfundum víðsvegar í heimin- um. Blanda af alvörugefni, létt- leika og mannlegri hlýju eru ein- kenni sem við munum minnast í fari þessa mikla skálds og heims- manns. Hann var menningar- fulltrúi lands síns jafnt heima og að heiman. Stórt skáld er farið en eftir standa verkin og minningin um stóra íslenska skáldið hann Thor Vilhjálmsson. Klaus Slavensky rithöfundur, í stjórn danska rithöfunda- sambandsins PEN. Mikið misstum við í Thor Vil- hjálmssyni, og mikið færði hann okkur á þeim sex áratugum sem liðnir eru frá fyrstu bók hans. Hann var skeleggur málsvari frelsis og mannréttinda, einkum lét hann til sín taka á menning- arsviðinu og var í fremstu röð baráttumanna fyrir hagsmunum skálda. Thor dó síðastur Birt- ingsmanna, ásamt vinum sínum Einari Braga og Herði Ágústs- syni hélt hann út tímaritinu Birt- ingi í áratug, frá því á miðri tutt- ugustu öld. Það átti víst ekki marga áskrifendur, en þeim mun áhrifaríkari þegar frá leið, það ruddi braut nýjum menningar- straumum erlendis frá og sköpun innanlands. Nýsköpun í bók- menntum, byggingarlist, mynd- list og tónlist, allt birtist þetta af miklum krafti í Birtingi. En fyrst og fremst minnumst við Thors sem listfengs sagna- skálds, eins hinna fremstu á Ís- landi. Hann var engum líkur, fór sínar eigin leiðir í skáldskap, fjarri hefðum, og mætti þess- vegna mikilli andstöðu framanaf. En hann hélt sinni stefnu, hvað sem á bjátaði, og vann loks sigur og almenna viðurkenningu fyrir aldarfjórðungi. Þá hafði hann sent frá sér sögulega skáldsögu, Grámosinn glóir, sem gerðist á Íslandi öld áður, mannlíf 19. ald- ar varð þar óvenjulifandi og ná- komið í ljóðrænum myndum. Fyrri sögur hans gerðust í Suð- ur-Evrópu, sem hann var nákunnugur, einnig þær halda varanlegum áhrifum. En alla tíð einkenndust sögur hans af mjög myndrænni framsetningu, um- hverfi og persónur voru skynj- anlegar. Svo réðst hann gegn sagnahefðinni og væntingum les- enda með því að stöðva sögugang með ítarlegum lýsingum, persón- ur voru nafnlausar, hverfðust ein í aðra. Söm voru einkenni sagna hans, hvert sem sögusviðið var. Hann lýsti róstusömu og nötur- legu næturlífi Reykjavíkur sam- tímans í Náttvíg, Sturlungaöld í síðustu sögum sínum, ýmist var hann meinhæðinn í skopstæling- um eða birti látlausa fegurð, en ávallt með vönduðum stíl, sem greip lesendur og hélt föstum. Ég lýsti nokkrum sögum hans í bók minni Kóralforspil hafsins (1992) og vil því ekki orðlengja hér. Aðrir verða til að rekja feril Thors. Ég var svo heppinn að kynnast Thor persónulega, og naut skemmtilegra viðræðna og mikils fróðleiks hans um bók- menntir og menningu. Ógleym- anlegar verða mér einnig ræður hans, þar sem hann fór um víðan völl af miklu andríki, sem engin bönd héldu. Örn Ólafsson, Árnasafni, Kaupmannahöfn. „Enginn maður er eyland“ orti skáldið John Donne og mátti til sanns vegar færa um Thor: hann var heimur. Sem hringsnerist eftir eigin lögmálum og ástríðum og ártíðum. Undri var það líkast hve hann eins og færðist í aukana eftir því sem lækkaði í stunda- glasinu og síðasta spölinn var hann bókstaflega allsstaðar. Hvarvetna blasti við hið ægi- fagra höfuð hans eða signatúra yfir hálfa síðu í gestabók. Myndavélarnar drógust að hon- um eins og flugur að ljósi, en líka var fróðlegt að ganga með hon- um um borgarstræti erlendis og sjá augu ókunnra leita hann uppi líka þar. „Þetta er einhver sem ég á að þekkja.“ Sjómennska var honum ein- kennilega í blóð borin, ekki nóg með að hann stigi ölduna þegar hann gekk um malbikuð strætin, „að standa vaktina“ var orðtak honum tamt og mannlífið virtist hann helst skynja sem bátsferð þar sem allir verða að leggjast á árar til að ná höfn. Honum var ástríða að verða að liði og naut sín við aðstæður þar sem því varð við komið. Dæmigert hvernig hann sprakk út í hamfaragosinu í Vestmannaeyjum árið 1973 þar sem menn lögðu nótt við dag við björgunarstörf af ástríðu sem Thor þótti falla á þegar tekið var að meta störfin til launa og skipuleggja sem slík. Lýsandi var vetrarferð Thors fyrir aðeins tveimur árum norður á Strandir til að liðsinna ungu kvikmyndagerðarfólki við töku á myndskeiði. Veður voru válynd og á einum stað áttu menn í baksi við að hemja bát við bryggju og ekki að sökum að spyrja að Thor var óðara hlaupinn úr hópi lista- fólksins til hjálparstarfa. Ógleymanleg er stundin frá því í vetur þegar Thor tók við heiðursdoktorsnafnbót frá Há- skóla Íslands ásamt Álfrúnu og Matthíasi. Þakkarorð sín hóf hann á áminningu til rithöfunda um að kunna að þegja og laut því næst höfði, margir héldu að máli hans væri þar með lokið og ætl- uðu að taka til við lófatak. En þá reisti hann makkann og byrjaði blaðlausan spuna sem þyrlaði myndum, hrifum og kímni um bergnuminn salinn. Nærvera Thors í lífi okkar gerir að verkum að við fráfall hans er eins og kafla sé lokið eða þráður dreginn út úr okkar eigin ævi. En minnumst þá orða Johns Donne á öðrum stað í hugleiðing- unni frægu sem vitnað var til í upphafi þessa máls: „Þegar einn maður deyr er ekki kafla svipt burt úr bókinni heldur snúið á betra mál.“ Og nú bíður verka Thors að vera snúið á „betra mál“ framtíðar. Verka sem iðu- lega fela heilt ljóð í einum saman titlinum: „Skuggar af skýjum“, „Snöggfærðar sýnir“, „Morgun- þula í stráum“ … Það var lygilegt happ að Er- lendur Sveinsson skyldi ná að kvikmynda nýfarna göngu Thors um Jakobsveginn til Compostella á Spáni. Þar er Thor svo rétt lýst, ferðalanginum með augun fránu sem allt leitast við að nema, umlukinn heiminum róm- anska sem honum var ástríða. Margir vegvísar á þeirri ferð aukast nú að merkingu og líf Thors tekur á sig mynd píla- grímsgöngu með mörgum áföng- um og langþráðum áfangastað í vændum. Pétur Gunnarsson. Rétt eins og bækur Thors munu lifa þá mun minningin um litríka og stórbrotna persónu gera það líka; það mætti hæglega safna saman andríkum mönnum og eiga margar góðar stundir við að tala um hann og segja af hon- um sögur. Og honum myndi ekki þykja síður gaman en öðrum. Ég var nokkrum sinnum fenginn til þess við merkistilefni að hafa um hann nokkur orð eða kynna og ég vissi að hann vildi enga mærð, enda var hann lifandi og virkur og logandi af fjöri allt til hinsta dags; helgimyndaklastur hefði ekki átt við hann. Og jafnan var hann örlátur á hrós, á borð við: „Jaá, Einar minn, þú ert nú alltaf svo vaskur.“ En það var aldrei neitt einfalt í máli Thors og líka hrós frá honum gat verið skemmtilega tvírætt, jafnvel því meir sem tilefnið var minna; ég rifjaði upp sögu á dagskrá hon- um til heiðurs í Norræna húsinu fyrir fáum árum um það er við Tolli listmálari heimsóttum þau Thor og Margréti í litla þakíbúð í fallegu húsi þar sem þau dvöld- ust um hríð í útjaðri Berlínar. Ég spurði hvort hér væri ekki gott að vera og því samsinnti Thor, nema hann sagði að það væri ólag á ofninum þarna við gluggann, hann fengist ekki til að hitna; væri þó Thor búinn að snúa og smella tökkum á alla mögulega vegu. Ég leit á gripinn og sýndist í fljótu bragði þetta vera venjulegur pottofn fyrir heitt vatn, en sá þó liggja frá honum rafmagnssnúru. Og mikið rétt, ég stakk í samband og allt varð funheitt að bragði. Og Thor ætlaði aldrei að hætta að hrósa mér fyrir þetta galdraverk; hví- líkur þúsundþjalasmiður ég væri. „Það leikur allt í höndunum á þér vinur. Sama um hvað þú vélar.“ Það var sífellt ævintýri að vera samvistum við hann. Heyra sög- urnar, orðkynngina, hugmynda- flugið. Allar sögurnar um Thor lýsa ákafamanni, trölli í öllum sínum tiltektum, glaðværum og fyndnum; tryggum sínum vinum en harðdrægur fjandmönnum; þær segja sögur af manni sem gat verið erfiður, þrjóskur og fyrirferðarmikill, en aldrei lítil- mótlegur, aldrei smár í sniðum, undirförull eða óhreinn. Við Hildur hittum hann síðast helgina áður en hann kvaddi, þau Margrét bæði glöð og brosandi, enda vorum við á útskriftartón- leikum sonardóttur þeirra, og svona mun maður minnast Thors; með stórt bros fullt af gleði og hlýju, leikandi á als oddi innanum vinina og ættingjana, allt sitt fólk; ef hugtökin skarð fyrir skildi og sjónarsviptir hafa einhverntíma átt við, þá er það nú. Einar Kárason. Þegar hið mikla tóm varð til við andlát Thors Vilhjálmssonar og vaxandi ómur hljómmikils anda hans tók samstundis til við að fylla út í þetta tóm, „þá var eins og ég heyrði þessa rödd“ lesa þennan texta af blöðum Sveigs, síðustu skáldsögu jöfurs- ins, þar sem segir: „Þó stóð allt áfram kyrrt fyrir sjónum hans. Einsog heimurinn hefði allur náð að staðfesta draum, fullnað sem ekki liði frá, varanlega skipan. Var það þessu líkt að deyja? Var það þessu líkt að komast til Guðdómsins og öðl- ast eilífa náð?“ Með þessum texta hefst þriðji hluti kvikmyndar okkar um lífs- gönguna miklu: „Gengið til orða“. Mér varð hugsað til píla- grímanna, sem höfðu kynnst orðasmiðnum á veginum til hl. Jakobs og gerðu sér vonir um endurfundi, þegar kvikmynda- bálkurinn um ferðina yrði tilbú- inn. Ég hlaut að færa þeim þessa harmafregn að Thor væri allur. En með hvaða orðum? Í þeirri spurn staðnæmdist hugur minn við síðustu klukkustundirnar á lífsvegi Thors. Skrifaði þeim að hann hefði verið að ganga frá við- skiptum vegna birtingar ljóðs eftir sig erlendis fyrr um daginn. Hann hefði síðan farið í Kvik- myndasafn Íslands um kvöldið að sjá meistaraverk Sergei Eisen- steins, Ivan grimma. Þar bar fundum okkar saman. Þó svo Thor hefði ekki tölu á því, hve oft hann hefði séð myndina var hann upptendraður að sýningu lokinni. Hrifnæmi var snar þáttur í per- sónu hans, síkvik, síung og smit- andi. Og hún nærðist á þekkingu og afburðaminni sem nú varð til- efni frásagna á leiðinni út úr bíóinu. Á gangstéttinni fyrir utan réðum við ráðum okkar því við höfðum verið að áforma viðbót- arinnlestur upp úr Sveig fyrir „Gengið til orða“. Hann sagðist vera upptekinn næsta dag og ég næstu tvo þar á eftir. Við ákváðum því að upptakan yrði í byrjun næstu viku. Lögmálið, sem segir að við ráðum ekki framtíðinni, var okkur víðsfjarri. En nú var stutt í endalokin, kannski tvær klukkustundir. Áð- ur en við kvöddumst greindi hann mér frá hrunsflækjum í bankanum fyrr um daginn við að geta fengið greitt fyrir birtingu ljóðsins. Það eimdi eftir af hugar- angri hjá þessum tilfinningaríka manni eftir þessi viðskipti: „Það er ekkert pláss fyrir andríki í nú- tímanum,“ sagði hann og leit á klukkuna sem vantaði 20 mínút- ur í tíu. Hann sá fram á að hann næði í ræktina þar sem hann gæti hrist af sér óyndið fyrir næturvinnuna framundan, texta- smíði eða myndlistariðkun. Hann myndi ná þangað fyrir lokun. Þar með skildi leiðir. Það varð ekkert af næturvinn- unni. Heilsuræktin varð hans endastöð. En þessi grand finale endurspeglar myndina af Thor Vilhjálmssyni. Engin eftirgjöf í stíl, hvorki í lífi né dauða, fremur en í texta sem lifir dauðann af. Kvatt á fleygiferð á 86. aldursári. Við Ásdís og fjölskyldan öll sendum Margréti og fjölskyldu Thors okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Við vitum að harmur barnabarnanna er mikill, Thor var þannig afi. Það fundu barna- börnin okkar, Fidel og Daníel, þeir áttu við hann stefnumót, sem ekki verður af. En þá er að minnast orða í svari pílagrímsins Mick Casale: „Thor mun alltaf verða á meðal okkar.“ Erlendur Sveinsson. Á unglingsárum mínum las ég fyrstu bók Thors, Maðurinn er alltaf einn, og varð fyrir mikilli uppljómun. Bókin var ólík öllu því sem ég hafði áður lesið, fram- setning og yfirbragð bar með sér nýstárleg, framandi áhrif frá stóru löndunum. Með fylgdu myndir, skissur eftir Thor. Hrifning mín á ritlist hans hefur fylgt mér æ síðan. Hann er mátt- arstólpi í okkar löngu, viðburða- ríku, bókmenntasögu eins og Eg- ill, Snorri, Eysteinn munkur, Hallgrímur, Jónas, Einar Ben., Halldór og nokkrir aðrir. Thor er stundum orðmargur, frásagnar- mátinn þá straumþungur og hægstreyminn. Hann getur því verið seinlesinn, en við endurtek- inn, eða margendurtekinn lestur, uppljúkast snilldartaktar Thors þeim sem beita skilningarvitum sínum og næmleika til hins ýtr- asta. Manni þykir þeim mun vænna um fúgur Bachs og strengjakvar- tetta Beethovens eftir því sem maður kynnist þeim betur. Þetta er einkenni mikillar listar, og þetta á við um verk Thors. Mér fannst oft að Thor væri barokk- maður í margbreytileika sínum. Bækur hans eru ótrúlega fjöl- breyttar. Þar skiptist á alvara, spaug, farsi og gráglettni, sorg og gleði. Öll stílbrigði tungunnar og bókmenntanna leika í höndum Thors. Hann var líka tungumála- maður góður og frábær þýðandi. Á löngum, litríkum listamanns- ferli gerði Thor aldrei neina málamiðlun við meðalmennsk- una, hvort sem hún var héðan komin eða erlendis frá. Hann hlýddi alltaf rödd hjart- ans, kunni að þroska meðfædda hæfileika sína, lifði fyrir list sína og með henni; því hann var sann- ur og heill í listsköpun sinni. Atli Heimir Sveinsson. Við Thor hittumst í fyrstu heimsókn minni til Íslands sum- arið 1971. Þá grunaði mig ekki að Ísland ætti eftir að verða annað föðurland mitt og að ég myndi setjast hér að. Strax í þessari fyrstu heim- sókn eignaðist ég góða vini meðal íslenskra rithöfunda. Einar Bragi kynnti mig fyrir Thor Vil- hjálmssyni. Þá var innsiglaður ævilangur vinasáttmáli okkar þriggja. Síðan kom ég til Íslands á hverju ári til að hitta vini mína og njóta íslenskra bókmennta. Thor heillaði mig frá fyrstu stund. Það var undravert hvað hann átti jafn traustar rætur í ís- lenskri hefð, menningu og nátt- úru – og evrópskri menningu, bæði klassískum bókmenntum og módernisma. Það var einmitt á mörkum þess þjóðlega og alþjóð- lega sem skáldskapur Thors varð til. Ein af bókum hans hafði strax mikil áhrif á mig: „Fljótt, fljótt sagði fuglinn“. Aldrei fyrr hafði ég lesið nokkuð þessu líkt. Bókin sleppti ekki af mér takinu og ég byrjaði að þýða hana án þess að hafa gert samning um útgáfu. Thor hvatti mig áfram og ég lauk verkinu „con amore“. Útgefandi fannst og þannig varð Thor, góðu heilli, þekktur í Noregi áður en hann fékk verðskulduð bók- menntaverðlaun Norðurlanda. Einn góðan veðurdag 1980 sátum við heima hjá honum. Það barst í tal að ég myndi taka þátt í mikilli dagskrá í Niðarósdóm- kirkju um Lilju Eysteins Ás- grímssonar þá um sumarið og ég minntist á að í þessari dagskrá yrði líka einhver „íslensk söng- dama“. „Sem heitir?“ spyr „ma- Morgunblaðið/Sverrir Thor Vilhjámsson ásamt Nóbelskáldinu Halldóri Laxness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.