Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 39
AF TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ein af athyglisverðari endur-útgáfum síðasta árs var löngutímabær plata með tveimur breiðskífum Melchior frá áttunda ára- tugnum, Silfurgrænt ilmvatn og Bala- bopp. Plöturnar komu út 1978 og 1980, í miðjum pönkhræringum en bera ekki merki þess, innihaldið ljúf- sárt, melódískt og einkar þekkilegt kammerpopp og koma samtímasveitir eins og Spilverk þjóðanna, Þokkabót og jafnvel Diabolus in Musica óneit- anlega upp í hugann þegar á er hlýtt.    Plöturnar tvær eru harla ólíkar,a.m.k. hvað áferð varðar. Silf- urgrænt ilmvatn var tekin upp í hljóð- veri og ber með sér óvenju hlýjan og góðan hljóm, hvert og eitt hljóðfæri auk söngs er kristaltært. Seinni plat- an, Balapopp, er hins vegar til muna hrárri en hún var tekin upp á Bala í Mosfellsbæ, sem var hús Dieters Roths, föður Karls, eins meðlimanna. Markmiðið var enda að hafa hana hrárri og um hana leikur meiri galsi og hispursleysi en þá fyrri. Kannski pönkandinn hafi læðst inn í Melchior með þessum hætti en Roth-tengingin gerði það líka að verkum að ávallt var stutt í súrrealískt sprell, einkum í lög- um sonarins.    Melchior er merkileg að þvíleyti að þar lögðu þrír laga- smiðir fram lög, þeir Karl Roth, frændi hans Hilmar Oddsson og svo Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson. Þegar maður rúllar Silfurgrænu ilmvatni í gegn er flóran því þrískipt þar sem allir höfundarnir hafa mikil sérkenni. Lög Karls eru hiklaust þau frumleg- ustu; óvenjulegar kaflaskiptingar og söngrödd með kersknislegum, undur- furðulegum textum sem halda eyr- unum sperrtum. Ég vil eiginlega tala um „Lynch“-legt yfirbragð, með vísun í leikstjórann frábæra. Hilmar er þá á popplínunni, lögin haganlega samsett og grípandi, og þriðja nálgunin er svo Hróðmars, sem er „skipulagðastur“, lögin bundin í hálfklassískt form enda átti hann eftir að fara þá leið að fullu síðar meir.    Platan var gefin út af Melchior/Kima og er vandað til í hvívetna, hvort heldur sem er útlitshönnun, upplýsingar eða annað. Óvenjulega undurfallegt » Þegarmaður rúll- ar Silfurgrænu ilmvatni í gegn er flóran því þrískipt þar sem allir höf- undarnir hafa mikil sérkenni. Þá Melchior stillir sér upp í árdaga. Í dag Melchior hóf aftur störf 2007 og hefur m.a. gefið út hljóðversskífu. MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 Tískuvikunni í París lauk með sýn- ingu Louis Vuitton miðvikudaginn síðastliðinn en það var engin önnur en ofurfyrirsætan Kate Moss sem steig síðust á pallinn. Þar með lauk mánaðarlöngu tímabili þar sem hönnuðir hafa sýnt haust- og vetr- artískuna 2011-12 í New York, London, Mílanó og París. Það er hönnuðurinn Marc Jacobs sem er ábyrgur fyrir hinu stóra tískuhúsi Louis Vuitton en hann er með þeim allra áhrifamestu í tískuheiminum um þessar mundir. Moss gekk eftir pallinum með sígarettu í hendi í mjög svo stuttum stuttbuxum. Kate Moss stígur fram Reuters Ofur Kate Moss er örugg með sig. Tæknibrellusérfræðingurinn Christopher Corbould hefur verið ákærður fyrir að valda af gáleysi andláti kvikmyndatökumanns við gerð kvikmyndarinnar The Dark Knight árið 2007. Tökumaðurinn lést þegar jeppi sem hann var í við tökur skall á tré en hann var ekki í bílbelti. Corbould er gefið að sök að hafa ekki gætt fyllsta öryggis við tökurnar. Hann hlaut Óskarsverð- laun í febrúar sl. fyrir Inception. Brellumeist- ari fyrir rétt Ákærður Christopher Corbould. BATTLE: LOS ANGELES Sýnd kl. 8 og 10:20 (POWERSÝNING) RANGO ENSKT TAL Sýnd kl. 3:40, 5:50, 8 og 10:10 RANGO ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 3:40 og 5:50 OKKAR EIGIN OSLÓ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 POWE RSÝN ING KL. 10 :20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - ROGER EBERT HHHH - H.S. - MBL HHHH - Þ.Þ. - FT HEIMSFRUMSÝNING! EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR ÞAÐ SEM GERIST NÆST MÖGNUÐ STÓRMYND SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR MEÐ EFTIRVÆNTINGU HHHH Rango er afbragðs skemmtun og veisla fyrir þá sem kunna að meta metnaðarfullar teiknimyndir - H.S. - MBL -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum -H.S., MBL -Þ.Þ., FT BATTLE: LOS ANGELES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 BATTLE: LOS ANGELES LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L THE ROOMMATE KL. 8 - 10.10 14 RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 3.30 - 5.45 L THE MECHANIC KL. 10.30 16 JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 L SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS BATTLE: LOS ANGELES KL. 8 - 10.15* KRAFTSÝNING 12 RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 6 L RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 10 L OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 6 - 8 L THE ROMANTICS KL. 5.50 - 8 - 10.10 L OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 5.40 L HOW DO YOU KNOW KL. 8 - 10.30 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 10.30 L BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 16 GLERAUGU SELD SÉR MEÐ ÍSL. OG ENSKU TALI MÖGNUÐ STÓRMYND SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR MEÐ EFTIRVÆNTINGU. -A.E.T., MBL Tónlistarmaðurinn Pete Doherty sætir rannsókn vegna innbrots í þýska hljómplötuverslun. Dag- blaðið Guardian greinir frá því að kona ein haldi því fram að Do- herty hafi verið á vettvangi. Plötubúðin er í Regensburg en Doherty er þar við tökur á kvik- mynd. Konan mun hafa greint lög- reglu frá því að hún hafi mætt Do- herty með tveimur mönnum fyrir utan verslunina þriðjudaginn sl. Hún hafi heyrt brothljóð og séð einn mannanna teygja sig eftir einhverju inn um brotna rúðu verslunarinnar. Reuters Vandræði Doherty er laginn við að koma sér í klípu. Rændi Doherty plötubúð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.