Morgunblaðið - 11.03.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 11.03.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Um klukkan 18 í gærkvöldi kom varðskipið Týr til Reykjavíkur með stálpramma í togi en hans hafði verið leitað undanfarið. Fannst hann um 15 sjómílur suð- vestur af Malarrifi. Pramminn er 8-10 metrar á lengd og 4 metrar á breidd en sást ekki á ratsjá þann- ig að skipum og bátum stafaði hætta af honum. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, fann prammann eftir að til- kynning barst frá fiskiskipi. Illa gekk að koma taug yfir í hann vegna veðurs. Dimm él voru á svæðinu og þungur sjór. Að lokum tókst þó að snara prammann síð- degis á miðvikudag. Snöruðu hættu- legan stálpramma og drógu í land Sveitarfélagið Árborg ætlar að greiða niður skuldir og lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði á næstu þremur ár- um, 2012-2014. Öll hækkun fasteigna- skattsins frá hruni á að ganga til baka. Skatturinn verður lækkaður um 0,025 prósentustig á ári og fer úr 0,35% í 0,275%. Álagningin lækkar því um rúman fimmtung (21,6%) á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýrri þriggja ára fjárhagsáætlun Árborgar fyrir ár- in 2012-2014. Ekki er gert ráð fyrir miklum fjárfestingum og áhersla verð- ur lögð á aðhald í rekstri, samkvæmt greinargerð. Stefnt er að lækkun skulda um hálfan milljarð króna. Fjár- magnsliðir eiga að verða jákvæðari um 82 milljónir árið 2014 en árið 2011 á föstu verðlagi. Eyþór Arnalds, formaður bæjar- ráðs Árborgar, sagði að hagrætt hefði verið í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Millistjórnendum var fækkað og var- anlegum sparnaði náð. „Við erum að skila hluta af þessum sparnaði til eigenda sveitarfélagsins, íbúanna, og vinda ofan af þeim skatta- hækkunum sem farið var í í kringum hrunið,“ sagði Eyþór. Hann benti á að fasteignamat í Árborg lækkaði um 10% í ár miðað við 2010. Fasteigna- skattur íbúanna lækkar því um 10% að krónutölu á þessu ári. „Þessu til við- bótar ætlum við að lækka álagn- inguna,“ sagði Eyþór. Hann sagði að sveitarfélagið hefði verið skuldsett mikið fyrir hrunið og skuldir tvöfaldast á fimm árum, þrátt fyrir lítil erlend lán. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi Árborg viðvörun í fyrra. Gripið var til aðgerða til að mæta ábendingunum og lækka skuldir. Eyþór sagði að bæjaryfirvöld ætluðu ekki einungis að þjóna eftirlits- nefndinni heldur og íbúunum. gudni@mbl.is Lækkar fasteignaskattinn  Árborg ætlar að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði á næstu þremur árum  Einnig á að greiða skuldir sveitarfélagsins niður um hálfan milljarð króna „Þetta er okkar framlag til að skila sparnaðinum og líka að gera Ár- borg ákjósanlegan búsetukost.“ Eyþór Arnalds Útlit er fyrir að frostakaflanum ljúki á sunnudag, þegar aftur hlýn- ar í veðri. En það verður skamm- góður vermir því Veðurstofan spáir aftur kólnandi veðri og snjókomu eða éljum víða um land á þriðjudag og miðvikudag. Töluvert frost hefur verið á land- inu undanfarna daga, einkum inn til dala og á hálendinu. Í fyrrinótt var mesta frostið í byggð, 19 stig, en það var á Haugi í Miðfirði, Brúsastöðum í Vatnsdal og Reykj- um í Fnjóskadal. Mesta frostið á landinu var hins vegar 26 stig á sjálfvirkri veðurstöð sem kennd er við Kolku við Blöndulón og er í lið- lega 500 metra hæð. Gangi spá Veðurstofunnar eftir um rigningu og hláku í tvo eða þrjá daga um og eftir helgi fer hún fyrir lítið gamla veðurspáin um að ösku- dagur eigi sér átján bræður með líku veðri. Enn geta þó aðrir túlkunarmöguleikar gengið eftir, að öskudagsveðrið verði næstu átján miðvikudaga eða að ein- hverjir átján dagar á föstunni skarti svipuðu veðri og öskudagur. helgi@mbl.is Skammgóður vermir væntanlegur um helgina  Frostið fór í 19 gráður inn til dala norðanlands Ísland Það sér varla á dökkan díl á landinu þessa dagana. Snjó hefur náð að festa á öllu landinu, utan landræmu með ströndinni á Suður- og Suðausturlandi. Þá sést móta fyrir stærstu vötnum. Gervitunglamynd NASA er fengin af vef Veðurstofunnar. Hún var tekin í fyrradag. Í gær hafði bæst við dökkur skýjabakki sunnan við landið. Farið er að sjá fyrir endann á loðnuvertíðinni. Sindri Við- arsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV), sagði síðdegis í gær að Ísleifur VE hefði verið að fara í síðasta túr skipa VSV á þessari vertíð. Kap VE var á leið í land með fullfermi og Sig- hvatur Bjarnason VE var á miðunum. Unnið er á vöktum við hrognakreistingu og frystingu í VSV og reiknaði Sindri með að törninni lyki um helgina. Loðnuskipin voru að veiðum í Faxaflóa og við Reykjanes- ið í gær. Fram kemur á heimasíðu HB Granda að úthlutaður loðnukvóti skipa HB Granda náðist í gær, er áhöfnin á Ingunni AK tók síðasta kastið á vertíðinni. Haft er eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni, deildarstjóra uppsjávarsviðs fé- lagsins, að hvort tveggja veiðar og vinnsla hafi gengið mjög vel þrátt fyrir rysjótt tíðarfar. Hrognavinnsla og -frysting stendur enn yfir á Akranesi og Vopnafirði. Heildarkvóti skipa HB Granda á vertíðinni var rúm- lega 61 þúsund tonn og er sá mesti síðan á vertíðinni 2005 en þá nam kvótinn um 122 þúsund tonnum. Loðnuvertíðinni að ljúka  Búist við að törninni við vinnslu hrogna ljúki um helgina  Veiðar og vinnsla hafa gengið vel þrátt fyrir erfitt tíðarfar A T A R N A á morgun. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Opið frá 10 til 16. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz fóru rakleiðis til Cannes í Suður-Frakklandi eftir að þeim hafði verið sleppt úr haldi bresku lögreglunnar í fyrrakvöld. Þeir voru yfirheyrðir vegna þeirrar óvenjumiklu fyrirgreiðslu sem þeir nutu hjá Kaupþingi síðustu árin fyrir fall bankans. Nú stendur yfir gríðarmikil ráðstefna um fasteigna- mál í Cannes og höfðu bræðurnir ráðgert að slá upp veislu á snekkju Vincents í tilefni af því, en þeir hafa verið stórtækir á fast- eignamarkaðnum, einkum í Bret- landi. Haft var eftir Sarosh Zaiwalla, fyrrverandi lögmanni bræðranna, á fréttavef Bloomberg, að þeir hefðu tapað miklum fjármunum við fall bankans. Hefðu þeir vitað að bank- inn stæði jafnilla og raun ber vitni hefði þeim verið í lófa lagið að flytja viðskipti sín annað, en þar sem þeir gerðu það ekki telji þeir sig eiga rétt á skaðabótum. Þessi afstaða er í beinni mótsögn við það sem kemur meðal annars fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis um viðskipti bræðranna við bankann. Sjömenningarnir sem handteknir voru í London í fyrradag voru látn- ir lausir að kvöldi sama dags, en á meðal þeirra voru þeir Sigurður Einarsson, Ármann Þorvaldsson og Guðni Níels Aðalsteinsson. Hér á Íslandi voru tveir handteknir á miðvikudaginn og yfirheyrðir vegna málsins. Þeim var sleppt samdæg- urs. Enginn hefur verið kærður. einarorn@mbl.is Telja sig eiga rétt á skaðabótakröfu gegn Kaupþingi  Tchenguiz-bræður héldu veislu á snekkju Vincents í Cannes í gær Reuters SFO Frá húsleit lögreglunnar í London nú á miðvikudaginn. Skannaðu kóðann til þess að fylgjast með máli Tchengu- iz-bræðranna á mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.