Morgunblaðið - 11.03.2011, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011
estro“ Thor. „Þorgerður, eitt-
hvað svoleiðis,“ svarar norska
skáldið. „Ingólfsdóttir?“ „Já,
eitthvað svoleiðis.“ „Já hún, hún
er nú góð vinkona mín,“ segir
Thor, – „þú verður að hitta hana.
Hún er frábær.“
Sjálfum fannst mér miklu
huggulegra að sitja hjá Thor en
að heimsækja einhverja íslenska
„söngdömu“, en hann lætur ekki
undan, hringir aftur og aftur í
aumingja Þorgerði og krefst þess
að hún hitti „mikið skáld frá Nor-
egi“. Loks lætur hún undan
mælsku og sannfæringarkrafti
Thors og samþykkir að veita
„eldgömlu norsku skáldi“ áheyrn
í þrjár mínútur. Síðan fór sem
fór: Töfrandi vindar ástarinnar
léku um okkur þökk sé ágengni
Thors.
Annað ævintýri. Við vinirnir,
Thor, Einar Bragi og ég. Það var
1984: Sem nýskipaður forstjóri
Norræna hússins nefndi ég við
Braga að nú væri tími til kominn
að stofna bókmenntahátíð á Ís-
landi. Hann var upptendraður af
hugmyndinni og taldi Thor á að
vera með. Ég var við stjórnvöl-
inn, ljóðlistarhátíð var haldin
fyrsta árið (1985), síðan ljóðlist
og prósa tveimur árum seinna.
Mikil tengsl Thors við hinn al-
þjóðlega bókmenntaheim voru
ómetanleg þegar við þrír ásamt
nokkrum yngri rithöfundum
stofnuðum Bókmenntahátíðina í
Reykjavík sem varð ein af þýð-
ingarmestu bókmenntahátíðum
Norðurlanda.
Við söknum Thors sárt. Það er
eins og partur af náttúru Íslands
sé horfinn. Hugsanir okkar eru
fyrst og fremst hjá hans nánustu
í sorg þeirra, hjá Margréti hans,
börnunum þeirra og barnabörn-
um.
Friður sé yfir minningu vinar
okkar, Thors Vilhjálmssonar.
Knut Ødegård.
Fyrstu kynni okkar Thors líða
mér aldrei úr minni. Hótel Borg í
nóvember 1986. Upplestrarkvöld
þar sem skáld og þýðendur voru
að lesa úr nýútkomnum bókum.
Hann með snilldarverkið Grá-
mosinn gróir, Steinunn Sigurð-
ardóttir með Tímaþjófinn, annað
meistaraverk, og fleiri höfundar
sem ég hafði lengi lesið og dáðst
að úr fjarægð. Þarna var ég
mættur með þýðingargrey eftir
alls óþekktan höfund, Milan
Kundera, sem aukinheldur bar
þann hræðilega óþjála titil
Óbærilegur léttleiki tilverunnar.
Taugarnar strekktar til fulls og
svitakófið algert þar til þessi
elskulegi maður, Thor, gaf sig á
tal við mig, spurði hvernig mér
líkaði í Frakklandi og sagði að ég
væri nú heppinn að búa í París,
uppáhaldsborginni hans. Bætti
svo við að það væri alveg óþarfi
að vera stressaður út af þessu
upplestrarkvöldi, þetta væru allt
saman vinir hans og ágætt bóka-
fólk. Þar með bjargaði hann mér
í gegnum þessa þolraun.
Seinna áttum við Thor eftir að
kynnast mun betur, bæði sem
stjórnarmenn í Bókmenntahátíð-
inni, gegnum Mál og menningu,
þá merku menningarstofnun, og
ýmis menningarsamskipti milli
Íslands og Frakklands. Brátt
fékk ég persónulega staðfestingu
á því sem mig hafði grunað við
lestur bóka hans frá því ég var í
menntaskóla: Thor var ekki ein-
ungis stór listamaður, heldur líka
stórmenni, en það fer síður en
svo alltaf saman. Frakkland og
frönsk menning skipuðu ávallt
stóran sess í hjarta Thors. Hann
var við nám í Frakklandi upp úr
miðri síðustu öld þegar mikil
gerjun var í frönskum bókmennt-
um, drakk í sig áhrif heimsborg-
arinnar Parísar og vann æ síðan
úr þeim áhrifum á sinn hátt í
þeim kynngimagnaða skáldskap
sem eftir hann liggur. Thor hélt
merki franskrar menningar hátt
á lofti alla tíð, meðal annars með
frábærum þýðingum á verkum
franskra öndvegishöfunda á borð
við André Malraux, Marguerite
Yourcenar og Françoise Sagan.
Auk þess kynntist hann vel ýms-
um áhrifamestu rithöfundum
Frakka á öldinni sem leið, svo
sem skáldsagnahöfundinum og
kvikmyndagerðarmanninum
Alain Robbe-Grillet. Hann sat í
stjórn Alliance Française árum
saman og var ævinlega boðinn og
búinn að leggja félaginu lið af
einstöku örlæti. Og Frakkar
sýndu þessum mikla Frakk-
landsvini margvíslegan sóma.
Hann var heiðursborgari í borg-
inni Rocamadour, hann hlaut
heiðurspening franska menning-
armálaráðuneytisins (Chevalier
des Arts et Lettres) og á þjóðhá-
tíðardegi Frakka á síðasta ári,
14. júlí, veitti franski sendiherr-
ann á Íslandi, Caroline Dumas,
honum heiðursorðu franska rík-
isins (Officier de l’Ordre national
du Mérite).
Thor var maður af sjaldgæfri
stærðargráðu sem er lán að hafa
fengið að kynnast. Nú er hann
allur, en eftir standa verk hans í
allri sinni stærð og margbreyti-
leika sem hafa aukið nýjum kafla
við heimsbókmenntirnar.
Margréti, Örnólfi, Guðmundi
Andra og öðrum ástvinum votta
ég mína dýpstu samúð.
Friðrik Rafnsson,
forseti Alliance
Française.
Þegar Thor ferðaðist til Par-
ísar á árum áður dvaldi hann
stundum hjá okkur í litlu íbúðinni
í Mýrinni. Það skipti hann engu
máli þó þægindin væru ekki mik-
il og íbúðin væri á sjöttu hæð án
lyftu. Thor var vel á sig kominn
og labbaði léttstígur upp þröngu
stigana með níðþunga tösku á
öxlinni sem hann bar jafn auð-
veldlega og Atlas hnöttinn á
herðum sér. Paris var oftast síð-
asti viðkomustaður Thors á
ferðalögum um Evrópu og var
taskan þess vegna full af bókum
sem honum hafði áskotnast. Þeg-
ar upp var komið fyllti hann út í
rými litlu íbúðarinnar þar sem
hann stóð á miðju gólfi, horfði á
okkur kankvís með haukfránu
augnaráði, fullur aðdáunar yfir
því að vera nú loksins kominn til
Parísar. Um leið og hann fékk
sér sæti hóf hann ferðasöguna
með dramatískri röddu og
mælsku sem honum einum var
lagið. Og til að undirstrika mik-
ilvægi frásagnarinnar fylgdu
með ákafar handahreyfingar eins
og við þekkjum helst hjá leikur-
um í ítölskum kvikmyndum frá
tímum neo-realismans sem voru í
miklu uppáhaldi hjá Thor. Hann
gat ekki hugsað sér að fara til Ís-
lands fyrr en hann væri búinn að
drekka í sig andrúmsloft sinnar
heittelskuðu Parísar sem hann
kallaði borg borga. Stundum var
viðdvöldin ein vika, stundum einn
mánuður.
Thor átti trygga vini í París
sem vildu hitta hann þegar hann
kom til borgarinnar og oft voru
þetta sameiginlegir vinir. Þess
vegna var auðvelt að hóa þeim
saman í kringum „bæuf bourgu-
ignon“ eða aðra rétti og var setið
við mat og drykk fram undir
rauðan morgun. Þá lék Thor á als
oddi, fannst hann vera kominn
„heim“ og deildi með okkur
ástríðu sinni á borginni á ljóð-
rænni og safaríkri frönsku. Thor
þreyttist aldrei á að fara á sínar
gömlu slóðir þegar hann kom til
borgarinnar. Hann eyddi ófáum
stundum á Select kaffihúsinu í
Montparnasse hverfi, þræddi
götur Saint-Germain-des-Prés,
saug í sig þessa „áfengu örvun“
og lét aldrei hjá líða að kíkja inn í
Shakespeare & Company bóka-
búðina þar sem hann minntist
Sylviu Beach og James Joyce.
Hann var mikill húmanisti, hafði
samúð með utangarðsfólki og var
vakandi fyrir lífinu allt í kring.
Það var sama hvert hann fór,
alltaf sogaði hann að sér fólk og
vakti athygli. Með sitt stórbrotna
yfirbragð, skarpskyggna augna-
ráð, þykka gráa hár og skegg
minnti hann einna helst á forn-
grískan guð og líkt og guðirnir
sem eru ódauðlegir héldum við
að Thor yrði það líka. En tíminn
kom, sálin yfirgaf þinn hrausta
skrokk og nú ert þú vafalaust
lagður af stað í aðra leiðangra í
hinum óendanlegu víðernum í fé-
lagsskap guðanna í Ólympus eða
Valhöll. Við hin sitjum eftir með
kynngimagnaðar bækur og lit-
ríkar minningar. Góða ferð, mikli
lífskúnstner og snillingur. Elsku
Magga, Andri, Örnólfur, eigin-
konur, börn og aðrir aðstandend-
ur, við sendum ykkur öllum inni-
legar samúðarkveðjur.
Laufey Helgadóttir og
Bernard Ropa.
Engum manni með þokkalegt
hjartalag og þolanlegt talsam-
band við æðra sjálf – dylst; að
Thor Vilhjálmsson var maður
sem í öllu tilliti bætti og skáldaði
í tilveruna. Aldrei mætti hann
öðruvísi til leiks en með þeim
leitandi ásetningi að vilja greina
og skilja lífið þvert og endilangt –
til fulls.
Næm augu greindu líka vilj-
ann og músíkina í handarhreyf-
ingunni einni saman og hvernig
orð hans fengu alvöru vængi,
sem hann hjálpaði af stað með
stórri sveiflu og þaðan í frá tóku
himnarnir eftir – og lægstu vörð-
ur teygðu sig til sömu himna í
einskæru þakklæti yfir því að
svona maður væri til. Eðlislægur
áhugi Thors á öllu sem andaði og
fann til var og hverjum þeim sem
ann fegurð og skáldskap augljós.
Í návist hans fannst mörgum eins
og þeir ættu hlutdeild í hans eig-
in tilvist og það sama er uppi
þegar lesið er í bókum hans. Þar
er fjallað um veru okkar allra –
og vefur listilega spunninn, sem
er ekki alltaf auðlesinn, en kem-
ur til okkar með semingi – eins
og lífið sjálft gerir – á öllum
hendingamótum og stórum
stundum.
Þökkum Thor fyrir að miðla
öllum góðum gáfum sínum til
okkar og fyrir að orða það sem
við langflest fáum ekki orðað.
Þökkum Thor fyrir að leiða okk-
ur um vegi sem við – án hans til-
komu – hefðum aldrei ratað.
Egill Ólafsson og
Tinna Gunnlaugsdóttir.
Ætli við höfum ekki fyrst vitað
af honum á Mokka. Hann var ný-
kominn frá París, „maðurinn af
vinstri bakkanum“, með Birting í
próförk, úfinhærður og upplits-
djarfur Thorsari, en líka flug-
mælskur, hugumstór og orðhag-
ur Brettingur – sem við að vísu
höfðum ekki veður af fyrr en
seinna. En engum manni öðrum
líkur var Thor. Maðurinn er allt-
af einn. Í tíðarandanum togaðist
á kalda stríðið við kommúnis-
mann. Forsteyptar klisjurnar
runnu út úr steypumótum ein-
ræðunnar, allt járnbent og í
gadda slegið, þar til Kanar létu
rigna napalmsprengjum og eit-
urskýjum yfir hrísgrjónaakra
Mekong-óshólmanna, svo að við
áttuðum okkur á því, að tilveran
var ekki svart/hvít; stríðið stóð
ekki milli frelsis og fólsku eða
góðs og ills, heldur þurftum við
sjálf að hafa fyrir því að sjá í
gegnum gerningaveður ósann-
inda, hræsni og heilaspuna á
báða bóga. – Og reyna að hugsa
sjálfstætt. Maðurinn er alltaf
einn. Og þarna var Thor, „mað-
urinn af vinstri bakkanum“ með
París og Róm í farteskinu, ekki
auðglapinn af rétttrúnaði tíðar-
andans, heldur með hjartað á
réttum stað og sýn til allra átta,
örlátur og gjöfull á auðlegð and-
ans, sem laut engri hátign en
stóð á réttinum, eins og núna
seinast, þegar öldungurinn bað
9-menningunum griða, svo að við
gerðum okkur ekki sjálf að fíflum
og fólum. Thor var listmálari
tungumálsins og skáld myndlist-
arinnar, og það besta sem hann
skrifaði er þegar orðið hluti af
landnámi íslenskunnar – það
fylgir okkur í huganum eins og
raddirnar í garðinum. Sem mál-
snillingur var Thor vel íþróttum
búinn, svo sem hann átti kyn til í
ætt útkjálkamanna. Við sjáum
hann fyrir okkur í anda, hlaup-
andi glaðbeittan „á árablöðum
skáldmálsins“ frá skuti fram í
stafn, meðan ræðararnir ólmast í
átökunum. Þeir vanmátu þig í
öndverðu og vissu ekki, hvern
mann þú hafðir að geyma. Þú lést
hrakspárnar verða sér til
skammar. Þú stóðst við þitt. Nú
hefur þú kvatt okkur með stæl.
Þín verður sárt saknað. Adios
amigo.
Bryndís og Jón Baldvin.
Sjö ára með Andra og Eiríki í
garðinum við Karfavog 40 að
leika í stuttmynd undir stjórn
Thors, nýkomnir úr hasar á ryk-
ugri malargötunni og marðir eft-
ir gormana í hjónarúmi Thors og
Margrétar af sokkaboltastök-
kæfingum að hætti Geirs: Við
áttum að ganga inn í myndram-
mann úr ólíkum áttum, löðrunga
hver annan og detta svo eins og
spýtukallar til baka og út úr
myndinni. Thor var að leika sér
með nýja dótið sitt. Næst þegar
hann eignaðist pening keypti
hann hljómflutningstæki með há-
tölurum af allra stærstu gerð,
eiginlega veggi sem hægt var að
fela sig á bakvið í stofunni. Á
glerið í ganghurðinni málaði
hann mynd; eins á dagblöð sem
voru úti um allt. Baksætið í bíln-
um var skrifstofa og búningsklefi
með sunddóti, bókum, blöðum,
bréfum og langtaðkomnum
skrautlega frímerktum pökkum.
„Hvað gerir hann?“ var spurt í
sveitinni. „Hann skrifar bækur.“
„Jájá, en hvað vinnur hann við?“
Þetta var hið útbreidda viðhorf
til listamanna á 7. áratug síðustu
aldar – sem Thor glímdi við og
fyllti hann baráttuhug fyrir
framgangi menningarinnar og
mannsandans, gegn allri vit-
leysu, uppskafningshætti, falsi
og valdnotkun. Hann gekk keik-
ur á hólm við sjálfan sig og heim-
inn með pennann hangandi um
hálsinn í anda Hávamála: „Vopn-
um sínum skal-a maður velli á
feti ganga framar…“ Keppnis-
maður til líkama og sálar. Í hug-
anum mynd af þeim pabba á
vetrarkvöldi í miðju kalda stríð-
inu með konjak í kertalogagyllt-
um glösum að leita samhljóms
með hugsjónum beggja um frelsi,
jafnrétti og bræðralag og þeim
ógöngum Sovétríkjanna sem
blöstu við báðum. Pabbi vildi
halda tryggð við kerfið en Thor
stóð skilyrðislaust með frelsi
mannsins. Og varð af því nokkur
orðaglíma á meðan ég var að lita
á gólfinu. Seinna sátum við Andri
yfir latínunni með pabba og
frönskunni með Thor sem þýddi
fyrir okkur með nýjum og nýjum
orðum og umorðunum, varla
ánægður nema búa til nýyrði
sem fönguðu tilfinningu merk-
ingarinnar. Að vori leitaði hann
ráða hjá pabba um rauðmagas-
uðu í Engey, nýkominn úr vör-
inni á Ægissíðu og vildi ná ár-
angri í matargerð. Var bent á
uppskriftina hjá mömmu, sem
gekk vel þangað til kom að því að
skera í hæfilega þykkar sneiðar.
Hvað var hæfilega þykkt? Við-
mið hans voru ekki þau sömu og
annarra. List hans var alltum-
lykjandi og flæddi fram í orðum
sem fönguðu myndir, liti, hreyf-
ingu og tónlist í flaumnum, lýsti
vanda manna að ná til annarra og
finna sálufélag sem hann sjálfur
var meistari í, örlátur á sjálfan
sig, hlýr og áhugasamur eins og
hann væri alltaf að yfirvinna þá
einsemd sem varð honum svo oft
að yrkisefni með því að gera fólk
að vinum sínum. Jafnir bókstafir
í beinum línum á blaði voru ófull-
kominn miðill fyrir blæbrigði
orðanna og sagnalistina í lifandi
flutningi hans sjálfs, sem naut
sín oft best þegar hann spann sig
áfram í samtölum og ræðum, óf
þræði frásagna og hugmynda
saman, lengra og hærra en
nokkrir aðrir samtíðarmenn
hans komust. Það er sérstakt að
alast upp við Thor sem venjuleg-
an mann í næsta húsi og upp-
götva á miðjum aldri hve óvenju-
legt það var.
Gísli Sigurðsson.
Einn mesti andi og listamaður
þessarar þjóðar, rithöfundurinn
og skáldið Thor Vilhjálmsson,
hefur kvatt þennan heim. Und-
irritaður átti því láni að fagna að
kynnast Thor persónulega og
eignast hann að vini.
Að fá að hitta hann og ræða
við hann var mér ætíð stórkost-
leg uppspretta innblásturs og
gleði. Hann var ótrúlega gjöfull í
öllum samskiptum, bæði til orðs
og æðis, og svo mikill andans
maður var hann, að hann virtist
jafnvel geta birst á tveimur stöð-
um samtímis. Allt, sem viðkom
mannlífi, menningu og listum,
var honum hjartans mál og hann
hikaði ekki við að láta álit sitt í
ljós, þvert á almenningsálit ef því
var að skipta. Hann var baráttu-
maður menningar og lista af
guðs náð, ætíð reiðubúinn að
styðja við bakið á málefnum, sem
hann taldi til góðs. Í textum sín-
um opnar Thor nýjar víddir.
Hann var sannkallaður virtúós
tungumálsins og mörg ritverka
hans eru í mínum huga ekkert
annað en upphafin ljóð, svo tak-
markalaus í hugmyndaauðgi
sinni og litum. Ég er óumræði-
lega þakklátur fyrir vináttu hans
og Margrétar konu hans, sem
ætíð var kletturinn á bak við
listamanninn og manneskjuna
Thor. Það er dýrmætt að eiga
sterkar fyrirmyndir. Slíkur mað-
ur var Thor í mínu hjarta.
Við hjónin vottum Margréti,
fjölskyldunni og öllum ástvinum
okkar hjartanlegustu samúð.
Gunnar Kvaran.
Thor Vilhjálmsson skáld og
rithöfundur er allur. Yngri flest-
um þótt á 86. aldursári væri.
Hugurinn opinn, sífrjór, lík-
aminn vel þjálfaður, styrkur.
Tilbúinn fram á síðustu stundu til
átaka bæði andlegra og líkam-
legra. Hvert sem hann fór og
hverja sem hann hitti fylgdi hon-
um kraftur og reisn svo eftir var
tekið. Á mannamótum dróst at-
hyglin strax að honum og varð
hann áreynslulaust miðdepill
samræðna, ef áhuga hafði, þótt
enginn væri hann sundurgerðar-
maður. Honum var eðlislægt að
koma eins fram við alla, jafnt háa
sem lága, en jafnframt fylgdi
honum hlýhugur, vinsemd og
virðing í garð viðmælenda sinna.
Ætlaðist hann til þess sama af
þeim, sem hann hafði samskipti
við, þótt skoðanir væru skiptar,
en var þess vel minnugur ef út af
var brugðið. Var hann í eðli sínu
hógvær, en þó fastur fyrir, án
þess að vera óbilgjarn.
Hann var glaðsinna sagna-
maður af bestu gerð og vissi
manna best að maður er manns
gaman. Var hann óspar á þá hlið
á sjálfum sér og gat í reynd feng-
ið steina til þess að tala og svara
sér, ef sá gállinn var á honum.
Slík áhrif hafði hann á okkur fé-
lagana á góðum stundum. Stóð
tíminn þá í stað og skipti þá engu
þótt verkefni biðu.
Allir þekkja til verka Thors.
Þótt bókmenntaleg stórvirki
liggi eftir hann er hitt jafnljóst að
hann hafði enn bæði hug og þrek
til frekari afreksverka á því sviði.
Fullvíst má þó telja að hann hafi
staðið nær hátindi ferils síns,
þegar skyndilegt andlát hans bar
að. Metnaður hans var alla tíð
mikill og snérist ekki síst um
framgang íslenskrar menningar í
öllum sínum fjölbreytileika. Var
hlutur hans þar ómetanlegur.
Thors er nú sárt saknað af öll-
um þeim sem höfðu af honum
nokkur kynni, hvort sem þeir
voru honum vandabundnir eða
ekki. Að honum er mikil eftirsjá.
Höfðingi er genginn. Við
þökkum honum samfylgdina um
leið og við vottum eiginkonu hans
Margréti Indriðadóttur, sonum
þeirra hjóna, Örnólfi og Guð-
mundi Andra og fjölskyldum
þeirra samúð okkar.
Helgi H. Jónsson.
Þórarinn E. Sveinsson.
Við andlát Thors vinar míns
kemur margt upp í hugann.
Hann var einstaklega víðfeðmur
fróðleiksmaður, að eðlisfari góð-
viljaður, bar menningu landans
fyrir brjósti og raunar manneskj-
unnar almennt. Gott var að eiga
slíkan mann að í þjóðfélagi fullu
af glæpamönnum. Og ekki vant-
aði húmorinn, sem var í góðu
sambandi við dómgreindina.
Thor var afar fjölmenntaður
og fáir báru betra skynbragð á
listir, sögu þjóða og tungumál.
Hann var djúpur fagurkeri í eðli
sínu, bjó yfir auðugu málfari, fór
með þingeyskar ferskeytlur og
þekkti Sturlungu betur en fréttir
blaðsins í gær; svo ekki sé minnst
á hans heittelskuðu Ítalíu, allar
bókmenntir og listir þar í landi.
Thor hafði til að bera skap-
festu, sem hann aldrei misbeitti
en var aflgjafi siðferðisvitundar
hans. Hann gat verið fastur fyrir;
og einhverntíma, fyrir um þrjátíu
árum eða svo, var sagt í mín eyru
að hann gæti nú orðið erfitt gam-
almenni hann Thor. En það var
nú öðru nær. Hann varð mildari
og hlýrri með hverju ári. Mikið
hlýtur hann að hafa reynst góður
afi barnabörnum sínum. Það var
skólaganga hjá fjölhæfum fræð-
ara að þekkja þennan mann.
Samt er margt ótalað við hann
að skilnaði. Unnin verk Thors á
bókmenntasviðinu bera því vitni
hver hann var. Hér er fallinn frá
margvís þulur og mikill listamað-
ur. Friður sé yfir minningu hans.
Samúðarkveðjur til Mar-
grétar, sona þeirra og fjöl-
skyldna.
Tryggvi Ólafsson.
Thor Vilhjálmsson
Fleiri minningargreinar
um Thor Vilhjálmsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HALLDÓR KRISTJÁNSSON,
Einilundi 10e,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn
6. mars.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 16. mars
kl. 13.30.
Kristján Halldórsson, Olga Guðnadóttir,
Sólveig Halldórsdóttir, Garðar Jóhannsson,
Harpa Halldórsdóttir,
Halla B. Halldórsdóttir, Brynjar Bragason,
Hjördís Halldórsdóttir, Magnús Rúnar Magnússon,
Sólveig Hjaltadóttir,
afa- og langafabörn.