Morgunblaðið - 11.03.2011, Síða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011
Forráðamenn
The Natural Hi-
story Museum í
Bretlandi hafa
ákveðið að skila
jarðneskum leif-
um 138 karla og
kvenna heim til
Torres Strait-
eyjanna norðan
við Ástralíu.
Bein og lík-
amsleifar íbúa ýmissa fjarlægra
landa er að finna í breskum söfnum,
en aldrei fyrr hefur svo mörgum
verið skilað.
„Þetta er fólkið okkar og það er
að koma heim – það er stórkost-
legt,“ hefur The Guardian eftir
talsmanni íbúanna.
Til að vottta hinum látnu virð-
ingu ákvað safnið að leyfa engar
myndatökur af beinunum sem hafa
flest verið í Bretlandi síðan um
miðja 19. öld. Sum voru minjagripir
sjómanna en breskur læknir safn-
aði stórum hluta þeirra.
Beinum 138
eyjarskeggja
skilað heim
Ein Torres
Strait-eyjanna.
Sýning Íslensku
óperunnar,
Svanasöngur,
þar sem einum af
rómuðum ljóða-
flokkum Schu-
berts er fléttað
saman við nú-
tímadans, verður
færð upp í menn-
ingarhúsinu Hofi
á Akureyri í
kvöld, föstudag, klukkan 20.
Sýningin var frumsýnd í Íslensku
óperunni í febrúar og fékk einróma
lof gagnrýnenda.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ís-
lenska óperan færir upp sýningu í
Hofi.
Nýbakaðir handhafar Íslensku
tónlistarverðlaunanna, Ágúst
Ólafsson barítónsöngvari og Gerrit
Schuil píanóleikari flytja verkið
með fulltingi Láru Stefánsdóttur
dansara. Bandaríski danshöfund-
urinn Kennet Oberly annaðist hina
nýstárlegu sviðsetningu.
Óperan sýnir
Svanasöng
í Hofi í kvöld
Frá sýningu á
Svanasöng.
Söfn á Suðurnesjum hafa tekið
höndum saman um að bjóða í
þriðja sinn upp á sameiginlega
dagskrá nú um helgina. Söfn,
setur og sýningar á svæðinu
eru mörg og fjölbreytt og því
verður margt á döfinni og fjöl-
breytt dagskrá. Auk þess eru
ýmis gallerí opin þar sem
handverk og listmunir eru til
sýnis.
Fulltrúar allra sveitarfélag-
anna fimm á Suðurnesjum hafa unnið sameig-
inlega að undirbúningi dagskrárinnar og er verk-
efnið stutt af menningarráði Suðurnesja.
Dagskrá safnahelgarinnar má sjá á vefnum
safnahelgi.is og kennir þar ýmissa grasa.
Söfn
Safnahelgi á
Suðurnesjum
Úr Listasafni
Reykjanesbæjar.
Danuta Szostak, ræðismaður
Póllands á Íslandi, mun opna
sýninguna IS(not) - (EI)land í
Listasafni Árnesinga á morg-
un, laugardag kl. 14. Hluti sýn-
ingarinnar verður síðan opn-
aður í Gerðubergi í Reykjavík
kl. 16 sama dag.
Á sýningunni má sjá afrakst-
ur úr ferðalögum fimm marg-
verðlaunaðra pólskra ljós-
myndara og fimm íslenskra
rithöfunda sem ferðuðust í pörum um Ísland á síð-
asta ári.
Á sunnudaginn kl. 16 verður boðið upp á sýn-
ingarspjall með þátttöku sex af listamönnunum,
pólskra og íslenskra.
Myndlist
(EI)land í Lista-
safni Árnesinga
Hluti verks á
sýningunni.
Á morgun, laugardag klukkan
15, verður opnuð í Listasafni
Ísafjarðar sýningin Sögustaðir
- Í fótspor W.G. Collingwoods
með ljósmyndum sem Einar
Falur Ingólfsson tók með hlið-
sjón af vatnslitamyndum sem
William Gershom Collingwood
málaði hér á landi sumarið
1897. Sýningin var áður í Boga-
sal Þjóðminjasafns Íslands og
vakti mikla athygli.
Á sýningunni má sjá valdar ljósmyndir Einars
Fals og eftirtökur verka Collingwoods.
Einar Falur mun vera með leiðsögn um sýn-
inguna á opnuninni. Sýningin er í samvinnu við
Þjóðminjasafn Íslands.
Myndlist
Sýningin Sögu-
staðir á Ísafirði
William Gershom
Collingwood.
Vöktun er heiti sýningar myndlist-
armannanna Katrínar Elvarsdóttur
og Péturs Thomsen sem verður opn-
uð í Listasafninu á Akureyri á morg-
un, laugardag, klukkan 15.
Þau vinna bæði með ljósmynda-
miðilinn og hafa á síðustu árum vak-
ið umtalsverða athygli fyrir verk sín;
Pétur meðal annars fyrir myndröð
sína frá byggingu Kárahnjúkavirkj-
un og af byggingarsvæðum í jaðri
höfuðborgarsvæðisins, og Katrín
fyrir innhverfa og ljóðræna mynd-
heima eins og birtast í myndröðum
hennar Margsaga og Hvergiland,
sem hún sýnir á Akureyri.
„Þessar myndraðir birtast hér á
annan hátt en á fyrri sýningum mín-
um, því ég blanda þeim nokkuð sam-
an,“ sagði Katrín í gær þegar þau
voru að hengja verkin upp.
Þau Pétur sýna um 30 verk hvort.
„Mér finnast verkin okkar virka
vel saman hér, í rauninni mun betur
en ég bjóst við,“ sagði hún.
Í grein eftir Sigrúnu Sigurðar-
dóttur í sýningarskránni segir að
þrátt fyrir að myndefnin séu við
fyrstu sýn ólík, og þar með tilgangur
listamannanna, „eiga þau Pétur og
Katrín það sameiginlegt að snerta
veruleikann undur varlega í verkum
sínum“.
Gott yfirlit yfir verk þeirra
Um ljósmyndir Péturs segir Sig-
rún að „barátta mannsins við nátt-
úruöflin [verði] bæði stórbrotin og
dapurleg. Eyðileggingarmáttur
mannsins í tilraunum sínum til að ná
náttúrunni á sitt vald hefur sjaldan
verið gerður jafn áþreifanlegur í ís-
lenskri myndlist.“
Hún segir síðan að samspil hins
raunverulega og hins óraunverulega
verði allt að því áþreifanlegt í verk-
um Katrínar. „Hún birtir okkur ekki
bara augnablik þar sem erfitt er að
greina milli draums og vöku heldur
skapar hún tilbúinn heim úr veru-
leikanum sjálfum með þeim hætti að
áhorfandinn á erfitt með að átta sig
á hvað sé tilbúningur og hvað ekki.“
Auk þess að sýna myndir úr Kára-
hnjúkaseríunni, sem Pétur sýndi í
Listasafni Íslands í haust og gagn-
rýnendur Morgunblaðsins völdu eft-
irminnilegustu sýningu ársins, sýnir
Pétur verk úr seríunni Umhverfing
sem hann sýndi í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur á Listahátíð í vor sem
leið.
„Þetta er gott yfirlit yfir það sem
við höfum verið að gera á síðustu
tveimur, þremur árum,“ sagði Pétur
í gær. „Ég er mjög sáttur við það
hvernig verkin koma út hér í safninu
– þetta kemur skrambi vel út.
Ákveðinn heimur myndast þegar
myndir okkar beggja eru komnar
hér upp, ákveðið andrúmsloft.
Ég er með hlutlægari nálgun, hún
huglægari, en engu að síður vekja
verkin ekki óskyldar tilfinningar.
Markmiðið er að fá fólk til að
staldra við og velta hlutum fyrir sér.
Maður óskar þess að ná því fram.“
Þau Katrín og Pétur hafa haldið
fjölda einkasýninga á verkum sínum
og tekið þátt í samsýningum víða um
lönd. Sýningin í Listasafninu á Ak-
ureyri stendur til 1. maí. efi@mbl.is
„Snerta veruleikann undur
varlega í verkum sínum“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Listamennirnir „Þetta kemur skrambi vel út,“ segir Pétur sem er hér ásamt Katrínu í Listasafninu á Akureyri.
Katrín Elvars-
dóttir og Pétur
Thomsen sýna
á Akureyri
Hedda Gabler, hið klassíska leikrit Henriks Ib-
sens, var frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikúsinu í
gærkvöldi.
Ilmur Kristjánsdóttir fer með hlutverk Heddu
en aðrir leikarar í sýningunni eru Brynhildur
Guðjónsdóttir, Eggert Þorleifsson, Harpa Arnar-
dóttir, Kristbjörg Kjeld, Stefán Hallur Stefánsson
og Valur Freyr Einarsson.
Leikstjóri er Kristín Eysteinsdóttir. Hún hlaut
Grímuna sem leikstjóri ársins árið 2008 fyrir upp-
setningu sína á Þeim ljóta í Þjóðleikhúsinu, og
hún hefur vakið athygli fyrir nútímalegar og stíl-
hreinar sýningar á nýjum erlendum leikritum. Nú
tekst hún á við þetta stórvirki klassískra leik-
bókmennta.
Segja má að í leikritinu ráðist Ibsen að kjarna
þeirra borgaralegu lífsgilda sem móta líf nútíma-
manna og stýra löngunum þeirra og ótta.
Að lokinni sex mánaða brúðkaupsferð kemur
Hedda Gabler heim í glæsilega einbýlishúsið sitt.
Fastráðning eiginmanns hennar við háskólann er
á næsta leiti, tilveran er þægileg og framtíðin hef-
ur verið kortlögð. En það líður ekki nema sólar-
hringur þar til Heddu hefur tekist að mölva þessa
fullkomnu mynd. Hvenær verður krafa nútíma-
mannsins um öryggi að rammgerðu fangelsi?
Leikmyndarhönnuður er Finnur Arnar Arnar-
son, búningahönnuður er Filippía I. Elísdóttir,
tónlist er eftir Barða Jóhannsson, lýsingu hannaði
Halldór Örn Óskarsson og þýðingin er eftir
Bjarna Jónsson, sem jafnframt er dramatúrg sýn-
ingarinnar.
Ilmur leikur Heddu Gabler
Spurt um lífsgildin Ilmur og Eggert Þorleifsson
í hlutverkum sínum í Heddu Gabler.
Klassískt leikrit eftir
Henrik Ibsen sett upp í
Kassa Þjóðleikhússins
Galdurinn er að það
er leikið af tveimur
leikurum sem skipta sífellt
um persónur.38
»
Konur að keppa
á saumavélum er
eitt af viðfangs-
efnum sýningar
Rósu Sigrúnar
Jónsdóttur,
Saumavél, sem
opnuð hefur ver-
ið í Artóteki
Borgarbókasafns
Reykjavíkur,
Tryggvagötu 15. Á sýningunni er
myndband frá áðurnefndri keppni
sem fram fór nýlega undir stjórn
Rósu Sigrúnar. Reyndu þar þrjár
konur með sér hver væri sneggst
við saumaskapinn og skipti þá
lengd saumsins höfuðmáli. Hin
saumuðu klæði kvennanna eru svo
hluti af sýningunni, stillt upp á
stöpla. Þetta er 14. einkasýning
Rósu Sigrúnar.
Konur í
keppni á
saumavélum
Frá keppninni.