Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 spritt og hreinsa sárin ef við meiddum okkur eða draga út flísar og fékk fyrir vikið viðurnefnið afi læknir. Afi var mjög góður sögumaður en skreytti sögurnar oftast svo vel að það var engin leið að vita hvort eitthvað væri satt í þeim. Ég var til dæmis lengi hrædd við rotturnar sem afi heyrði skríða í leiðslunum á Hlíðarveginum og gátu komið upp um klósettið. Eftir á að hyggja voru þær líklega aldrei til, ekki frekar en refurinn sem beit ömmu í rassinn. Afi var líka mikill húmor- isti og mjög stríðinn og lét okkur barnabörnin oft taka þátt í því að plata ömmu og mömmu. Ég man sérstaklega eftir því þegar við Ás- laug systir komum einu sinni með rútunni til Njarðvíkur um hávetur í vondu veðri. Afi náði í okkur á stöðina og þegar við komum á Hlíðarveginn sagði hann okkur að fara inn og segja ömmu að hann hefði ekki komið að sækja okkur og við hefðum þurft að ganga. Ömmu brá skiljanlega að við, þá líklega 5 og 8 ára, hefðum gengið í þessu veðri. Hann gerði það líka margoft að láta okkur barnabörnin biðja ömmu um að baka vöfflur eða pönnukökur þar sem hún neitaði okkur aldrei um neitt. Afi laumaði alltaf að mér pen- ingum þegar hann kom í heimsókn til þess að ég ætti fyrir bíóferðum en hann sagðist muna eftir því þeg- ar hann var ungur hvað það var gott að fá af og til nokkrar krónur frá systur sinni. Í seinni tíð varð þetta að greiðslu fyrir ýmis lækn- isverk sem ég innti af hendi eins og að skoða ör, marbletti og bólgna fætur. Afi var mjög blíður en þóttist oft vera mikill maður og sagði drykkju- og grobbsögur af sínum yngri árum. Eins byrjaði hann stundum setningar á: „Ég er nú frekar hávaxinn maður …“ og lét alltaf eins og hann trúði því í alvöru þó það verði seint sagt um mann sem var 1,74 m á hæð. Ég veit að hann leit aldrei á aðra konu eftir að amma dó en hann grínaðist þó oft með það að hann myndi nú kannski lenda á séns þegar hann fór að hitta félaga sína í Reykjavík og við ættum ekkert að vaka eftir honum, en þá gisti hann hjá foreldrum mínum. Annað dæmi um þessi karlalæti var þegar hann neitaði ömmusystur minni um dans í brúð- kaupi systur minnar, sagðist ekki nenna að dansa við þessar kerling- ar, en dansaði svo við unga, fallega, indverska konu sem bauð honum upp. Ég er ánægð að afi náði að sjá nýfæddan son minn og ég á ynd- islegar myndir af þeim saman. Þó að ég viti að afi átti langa og góða ævi er alltaf erfitt að kveðja og ég á eftir að sakna hans mikið. Bless, afi minn. Sigrún Hallgrímsdóttir. Látinn er góður vinur og skóla- bróðir okkar sem útskrifuðumst frá Verzlunarskóla Íslands vorið 1944. Við sem þangað lögðum leið okkar töldum það forréttindi að hafa valið Verzlunarskólann til framhaldsmenntunar og fannst það ómetanlegt. Skólinn var undir styrkri stjórn okkar frábæra skólastjóra, Vilhjálms Þ. Gísla- sonar, sem með sína skörpu fram- tíðarsýn var okkur eftirminnileg- ur. Menntunin var umfram allt hagnýt og við töldum hana búa okkur vel undir margvísleg störf sem áttu fyrir mörgum okkar að liggja. Kennarar voru margir mætir menn og minnisstæðir. Þar kenndi okkur meðal annars Elís bæði vélritun og hraðritun, mjög sérstakt á þeim tíma, Þorsteinn Bjarnason bókfærslu, góðir sér- fræðingar kenndu verslunarrétt og fræði af því tagi auk góðrar tungumálakennslu. Nemendur komu víða að af landsbyggðinni, fyrirmyndarfólk sem hafði kynnst atvinnuvegunum sjávarútvegi eða landbúnaði af eigin raun. Nú er einn úr þeirra hópi fallinn frá. Mikill öðlingur og fram í hug- ann kemur þakklæti fyrir að hafa svo snemma á lífsleiðinni kynnst slíkum manni. Í minningunni er Jón sá maður sem alltaf kveikti ljós, var glaðsinna, jákvæður og heilsteyptur og varð okkur því af- ar kær frá fyrstu kynnum. Hann hafði ljúfa framkomu, var hrein- skiptinn og bar með réttu orðið yf- ir traustan gegnheilan mann, hann var sannur heiðursmaður. Jón kom að vestan eins og margir aðrir í hópnum og var nokkur ald- ursmunur á þeim elstu og yngstu en það var ekki óalgengt á þeim tímum að þeir hæfu námið seinna. Kom það þó ekki í veg fyrir mikla samstöðu okkar sem hefur varað fram á þennan dag. Þar var Jón fremstur í flokki, hvetjandi til að koma saman og gleðjast á tíma- mótum og eiga ánægjulegar sam- verustundir. Jón var glaðsinna og nutum við þess af alhug bekkjar- systkinin að umgangast hann og njóta hans ljúfu nærveru. Jóni var á lífsleiðinni sýnt mikið traust í vandasömum störfum. Hann var í áraraðir sveitarstjóri á Suðurnesjum og reyndist mjög hygginn fyrir sitt sveitarfélag, traustur og varkár og framsýnn í senn í ábyrgðarmiklu starfi. Það kom nokkrum sinnum fyrir að ég heimsótti hann á hans starfsvett- vangi og var stórfróðlegt að heyra hann lýsa starfi sínu og á hvern hátt hann stæði að framkvæmd- um. Þar var vandað til allra verka. Jón var einstakur í allri sinni framgöngu, jafnan smekklegur í klæðaburði og engum gleymist hans fallega rithönd. Hann naut gæfu í einkalífi og það var honum mikið áfall þegar hann missti eig- inkonu sína Sigrúnu Helgadóttur langt um aldur fram. Engum duldist mikil umhyggjusemi barnanna fyrir föður sínum. Að leiðarlokum þökkum við Jóni samfylgdina, allar glöðu og góðu samverustundirnar og um- fram allt að hafa átt hann að vini svo lengi. Börnum Jóns og fjöl- skyldum þeirra sendum við inni- legustu samúðarkveðjur og bless- um minningu um einstakan mann. Hjalti Geir Kristjánsson. Kynni mín af Jóni Ásgeirssyni, fyrrum bæjarstjóra í Njarðvík, hófust stuttu eftir að ég fluttist til Suðurnesja ásamt fjölskyldu minni árið 1952, og hóf að taka þátt í sveitarstjórnarmálum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Við átt- um farsælt samstarf í bæjarstjórn Njarðvíkur í marga áratugi og enn lengra vináttusamband sem aldrei bar skugga á. Reisn sinni hélt Jón til æviloka, því ekki eru margir mánuðir síðan hann kom akandi til að heilsa upp á okkur hjón, snyrtimennskan uppmáluð og hýr í bragði, þótt kominn væri hátt á níræðisaldur. Jón Ásgeirsson naut trausts og vinsælda hvar sem hann var staddur. Hann var stálheiðarlegur vinnuþjarkur, en um leið sann- gjarn í öllum viðskiptum, mann- blendinn, greiðvikinn og glað- sinna. Hann leit á embætti sitt sem þjónustustarf fremur en veg- tyllu; hans hlutverk væri að leysa hvers manns vanda óháð allri póli- tík. Ýmsir þeir sem kosnir voru til þess að halda uppi andófi gegn þeim stjórnmálaviðhorfum sem Jón var fulltrúi fyrir nutu góðs af greiðasemi hans, án þess að mikið bæri á. Eftir að hann hóf sjálf- stæðan atvinnurekstur var heldur enginn hörgull á þakklátum við- skiptavinum. Jón var einnig gæfumaður í einkalífi, elskur að og stoltur af fjölskyldu sinni og svo barngóður að eftir var tekið, m.a. fylgdist hann með börnum mínum og fleiri vina sinna löngu eftir að þau voru flutt úr byggðarlaginu. Að leiðarlokum vil ég láta í ljós þakklæti mitt fyrir alla vinsemd sem Jón Ásgeirsson sýndi mér og fjölskyldu minni í tímans rás og votta aðstandendum hans innilega samúð mína og konu minnar. Ingólfur Aðalsteinsson.  Fleiri minningargreinar um Jón Ásgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Kristófer Al-exander Kon- ráðsson fæddist á sjúkrahúsinu á Akranesi 6. júlí 2005. Hann lést 5. mars 2011. For- eldrar hans eru Ásrún Harð- ardóttir, f. 13.5. 1978, og Konráð Halldór Konráðs- son, f. 7.8. 1970. Systkini hans eru Sandra Lind, f. 1.11. 2000, samfeðra eru Ingibjörg María, f. 18.7. 1995, og Stefán Örn, f. 4.4. 1989, sambýliskona hans er Kolbrún Ósk Árnadóttir, f. 2.4. 1991, barn þeirra er Gabríel Örn, f. 24.11. 2010. Foreldrar Ásrúnar eru Petra Jörgensdóttir, f. 29.4. 1962, og Hörður Sig- urjónsson, f. 21.6. 1956. Móðir Kon- ráðs er Þuríður Gísladóttir, f. 17.11. 1940, sam- býlismaður hennar er Unnsteinn Smári Jóhannsson, f. 29.8. 1961, faðir Konráðs er Kon- ráð Halldór Júl- íusson, f. 17.4. 1939, eiginkona hans er Auður Gústafsdóttir, f. 9.3. 1948. Kristófer Alexander bjó fyrstu sex mánuði ævi sinnar á Vopnafirði en flutti þá til höf- uðborgarinnar. Kristófer Alexander verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju í dag, 11. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku hjartans drengurinn okkar. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað við söknum þín, litli gleðigjafinn okkar. Það er erfitt að hugsa það að þú hafir verið tekinn frá okkur til að verða gleðigjafi einhvers annars en við vitum það að þú ert örugglega í því hlutverki af því að þú gladdir alla þá sem þú hittir. Við eigum eftir að ganga í gegnum erfiða tíma en vonum að það fari að koma einhver birta í líf okkar því það heldur víst áfram, við munum halda utan um fjöl- skyldu þína sem eftir er hér hjá okkur því við vitum að með því að standa saman þá getum við þetta, elsku drengurinn okkar. Við vit- um að þú ert hjá okkur hvar sem við erum. Guð styrki foreldra þína, systkini og alla ættingja og vini. Vertu sæll, elsku litli karlinn okkar. Þín amma, afi og frændi, Petra, Hörður og Óskar á Sauðárkróki. Elsku litli gullmolinn minn. Orð fá ekki lýst hversu erfitt er að þurfa að skrifa þetta og allar minningarnar sem koma upp í hugann eru svo dásamlegar en manni finnst að þær hefðu átt að verða svo miklu fleiri. Þú varst alltaf svo glaður og yndislegur og knúsin þín voru þau bestu sem hægt var að fá. Og þó að það sé okkur sem eftir sitj- um óskiljanlegt þá vitum við að þú ert umkringdur fólki sem elsk- ar þig og þú ert að gleðja og knúsa aðra núna, litli knúsukarl- inn minn. Á meðan höldum við hvert utan um annað hérna heima og þó við syrgjum og grátum þá reynum við líka að gleðjast yfir tímanum sem við fengum með þér og hlæjum yfir skemmtilegum minningum og öllum yndislegu gullkornunum þínum. Þessar minningar geymum við með okkur og hlýjum okkur við að eilífu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Kristófer, „Bistófer“, núna skopparðu um sem falleg- asti engill himnanna og eins og Sandra systir þín sagði þá vonum við að það sé „Wii“-tölva á himn- inum. Þú heldur áfram að gleðja fólk og Hrönn „tönn“ passar upp á mömmu þína, pabba og systkini. Ég elska þig og þú munt ávallt eiga stórt pláss í hjarta mínu. Þín frænka, Hrönn. Elsku frændi. Við trúum ekki að þú sért far- inn frá okkur. Þú varst svo mikið yndi, alltaf hress og kátur. Við gátum ekki annað en brosað þeg- ar við sáum þig. Það skein af þér ánægja og gleði og þú heillaðir alla í kringum þig. Þú varst algjör gullmoli. Þín verður sárt saknað. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Hvíl í friði, elsku frændi. Elsku Ásrún, Konni, Sandra Lind og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Guðný Ósk og Guðrún Sif. Elsku fallegi orkuboltinn minn. Mig skortir orð en langar að segja svo margt. Sorgin er hræði- lega mikil. Maður skilur ekki til- ganginn með því að hrifsa þig svona frá okkur eftir svo alltof stutta en yndislega samveru. En eftir standa yndislegar minning- ar sem við munum varðveita. Minningar um yndislegan dreng sem hafði mikla orku og mikla þörf fyrir að segja frá því sem á daga hans hafði drifið. Það hljóma í kollinum á mér þessar yndislegu setningar sem hann nær stamaði út úr sér því honum lá svo á að segja manni frá, setn- ingar eins og: „Hey Inga, á ég á segja þér, á ég að segja þér soldið, hadna, hadna, hadna sko, á ég að segja þér sko, hadna sko …“ Bara yndislegur. Minningar um hann litla „Gikkófer“ eins og hann var kall- aður á mínu heimili áður en yngri dóttirin lærði almennilega að segja nafnið hans. Minningar um sterkt og hraustlegt knús þegar við hittumst eða kvöddumst. Minningar um útilegur, danska daga, ættarmót, sveitaferðir til ömmu og Steina, fjöruferðir, sleðaferðir og alla samveru sem við áttum saman sem varð samt allt of stutt. Elsku Kristófer minn, ég veit að þú ert á góðum og fallegum stað þar sem hann Lalli frændi gaukar að þér Góu-karamellum eins og hann var vanur. Ég sakna þín svo sárt, elsku fallegi orkuboltinn minn. Hvíl í friði, elsku Kristófer minn. Elsku Konni, Ásrún, Sandra Lind, Inga Maja, Stefán Örn og aðrir aðstandendur, Guð styrki okkur í þessari miklu sorg. Þín frænka, Ingibjörg María (Inga Maja). Engin orð fá lýst þeirri sorg sem heltekur okkur við fráfall elsku Kristófers Alexanders, frænda, vinar og gleðigjafa. Í gegnum tárin brjótast samt bros og stundum hlátur þegar við rifj- um upp allar góðu stundirnar sem við áttum saman á annars alltof stuttri ævi þinni, elsku frændi.Við hugsum um sögurnar, frumsömdu lögin og textana, brandarana og setningarnar sem þú gafst okkur. Núna fá englarnir á himnum góðan liðstyrk til að vaka yfir mömmu þinni, pabba, Söndru Lind, Ingu Maju og Stef- áni, systkinum þínum. Takk fyrir allt, elsku frændi, þú átt risastórt pláss í hjörtum okkar allra. Elsku Konni, Ása og börn, megi guð og allir hans englar, með Kristófer í broddi fylkingar, vaka yfir ykkur og styðja. Gísli (Böddi), Guðríður (Guja), Bryndís, Björgvin, Nína Björk og fjölskyldur. Það voru mikil sorgartíðindi þegar bróðir minn hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáinn. Maður stendur sem lamaður og skilur ekkert í þessu lífi, okkur er kannski ekki ætlað að skilja það. Það eru ekki nema rúmir tveir mánuðir síðan þú varst í jólaboði hjá mér, hlaupandi, brosandi, alltaf svo glaður, ljúfur og sætur. Alls staðar þar sem ég sá þig breiddi ég út faðminn á móti þér og þú stökkst upp í fangið á mér. Þú varst alltaf í svo miklu uppá- haldi hjá mér, hvernig var líka annað hægt þegar þú varst ann- ars vegar, algjör gullmoli. Þú minntir mig líka svo mikið á hann afa þinn þegar við vorum krakkar í sveitinni heima, alltaf á fullri ferð. Einn dagur eitt vor eilífðarstund. Stundargleði stundarskin sæla og fegurð. Finndu söng lífsins í augnabliki dagsins. (Erla Stefánsdóttir) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) „Guð gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa.“ Elsku Ásrún, Konni, Sandra Lind, Ingibjörg og aðrir aðstand- endur. Guð veiti ykkur styrk í allri þessari sorg. Erla. Það er skarð í hópnum okkar sem ekki verður fyllt, það ríkir sorg í leikskólanum. Við kveðjum kæran vin, Kristófer Alexander, sem tilheyrði elsta árgangi skól- ans. Tápmikill og lífsglaður drengur sem við höfum verið svo lánsöm að hafa haft með í hópn- um. Við kveðjum með söknuði í hjarta. Minning um yndislegan, bjartan og fallegan dreng lifir í hjörtum okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Ásrún, Konráð Halldór, Sandra Lind, Ingibjörg María og Stefán Örn, við sendum ykkur og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð gefa okkur öllum styrk í þessari miklu sorg. F.h. starfsfólks Lyngheima, Júlíana S. Hilmisdóttir. Ég hitti Kristófer Alexander fyrst árið 2007 þegar ég flutti í Flétturimann. Andrea, dóttir mín, og hann urðu miklir vinir og leikfélagar og slettist sjaldan upp á vinskapinn hjá þeim, eins og vill oft gerast á þessum aldri. Oftar en ekki voru fyrstu orð Andreu þegar ég sótti hana á leikskólann: „Mamma, má ég spyrja eftir Kristófer?“ Þau orð voru líka sögð síðasta daginn sem við sáum hann. Það var á föstudegi og Kristófer sagði okkur spenntur að hann gæti ekki leikið því hann væri að fara í sveitina. Svo kvaddi hann okkur með stóru brosi. Það er einmitt þannig sem ég man eftir honum. Hann var af- skaplega glaðlyndur og fjörugur drengur. Ég man einn dag fyrir jólin, þegar ég lá ólétt og þreytt á sófanum heima. Kristófer klapp- aði mér á bumbuna og sagði mér stoltur frá litla frændanum sem hann hafði eignast. Ég minnist þess líka að oft stríddi hann mér með því að banka á hurðina og fela sig. Svo sprakk hann úr hlátri þegar ég opnaði dyrnar og þar var enginn. Það er erfitt að vita til þess að ég muni aldrei aftur heyra í honum á morgnana á leið í leikskólann eða heyra hlátur- sköstin hans innan úr herberginu hennar Andreu. Fráfall hans hef- ur skilið eftir stórt skarð í lífi okk- ar allra. Elsku Ása, Konni, Sandra, Inga og Stefán. Megi Guð gefa ykkur allan sinn styrk í sorginni. Lilja Ingimundardóttir og fjölskylda. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Kristófer, við kveðjum þig með sárum söknuði og þökk- um fyrir yndislegar samveru- stundir. Það var ósjaldan sem þið fenguð okkur til að hlæja að uppátækjum ykkar, þú og Stefán Ingi sem saknar vinar síns svo sárt. Í hjörtum okkar lifir minning um yndislegan og lífsglaðan dreng. Elsku Ása, Konni, Stefán, Inga og Sandra. Við vottum ykkur innilega samúð á þessum erfiðu tímum. Hugur okkar er allur hjá ykkur. Agnes, Hörður og Stefán Ingi. Gleðin er frá okkur tekin og bjartur morgunn breyttist í dimma nótt er hjartkær systir mín færði mér þá frétt að Krist- ófer litli væri látinn. Ekkert er lengur eins og það var og enginn sem Kristófer Alexander og ást- vinum hans tengist verður alveg samur á ný. Saklaus sál er burtu tekin og við hin finnum til orð- vana vanmáttar gagnvart svo sár- um harmi. Síðustu daga hefur snjókoman lagt hvíta blæju yfir Grafarvoginn. Allt er hljótt og þögnin bergmálar tómleikann og sorgina í hjörtum okkar sem af veikum mætti reynum að vera til staðar fyrir þá sem svo óendan- lega mikið hafa misst. Hjartans vinir, sem við höfum alltaf átt að. Ég vildi að ég ætti huggunaorð við hæfi. Hugur okkar og bænir eru með ykkur og fallega drengn- um ykkar hverja stund. Ást okk- ar og umhyggja verður ávallt til staðar og saman leiðumst við til lífsins á ný. Skarphéðinn Erlingsson og Hildur Agnarsdóttir. Kristófer Alexand- er Konráðsson HINSTA KVEÐJA Elsku Kristófer Alex- ander. Við söknum þín og elskum þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthól- um) Þínar frænkur, Diljá Sif og Aníta Ýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.