Morgunblaðið - 11.03.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.03.2011, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 ✝ Sigríður Frið-riksdóttir fæddist að Rauð- hálsi í Mýrdal 3. júlí 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. febr- úar 2011. Á Rauðhálsi var hún til 8 ára ald- urs. Þá missti hún föður sinn og fjöl- skyldan tvístraðist, en hún fór þá til Vest- mannaeyja til Jennýjar Guð- mundsdóttur og Jóns Guð- mundssonar á Mosfelli. Foreldrar hennar voru Þór- unn Oddsdóttir frá Pétursey, f. 5. júlí 1875, d. 23. júlí 1959 og Friðrik Vigfússon frá Sól- heimum, f. 17.nóvember 1871, d. 13. nóvember 1916. Systkini Sigríðar, sem komust á legg voru Vigfús f. 1897, d. 1918. Sigurður f. 1898, d. 1980. Þor- bergur f .1899, d. 1941. Þórunn f. 1901, d. 1972. Ragnhildur f. 1902, d. 1977.Oddsteinn f. 1903, d. 1987. Árþóra f. 1904, d. 1990. Högni f. 1907, d. 1929. Kristín f. 1910, d. 2009. Ólafur f. 1911, d. 1984. Ragnheiður f. 1912, d. 1984. Þórhallur f. 1913, d. 1999 og Þórhalla f. 1915, d. 1999. Sigríður giftist árið 1929 Halldóri Elíasi Halldórssyni frá Sjónarhóli á Stokkseyri, sem lést 8. október 1975. Kjörsonur þeirra er Jón Berg Halldórsson f. 1. júlí 1935. Eig- inkona hans er Helga Sigurgeirs- dóttir f. 24. nóv- ember 1936. Börn- in eru Guðmundur, hann á þrjá syni. Halldór Berg, kvæntur Áslaugu Hrönn Helgadóttir og eiga þau tvo syni og eina dóttur, Sigurbjörg, gift Jóhannesi G. Helgasyni og eiga þau tvo syni og eina dótt- ur, og Ólafur Þór, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur og eiga þau eina dóttur og einn son. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 3. Sigríður og Halldór reistu sér hús árið 1942 að Helgafells- braut 23 í Vestmannaeyjum og bjuggu þar til 1972 er gosið hófst, en þá fluttu þau til Reykjavíkur og keyptu íbúð að Efstalandi 14 og bjó hún þar til 95 ára aldurs að hún ákvað að fara á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hún lést 28. febrúar 2011. Hún starfaði í frysti- húsum í yfir 40 ár og lengst af sem verkstjóri Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 11. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Elskuleg tengdamóðir mín, Sigríður Friðriksdóttir, hefur nú kvatt þennan heim eftir langa ævi. Ég kynntist henni fyrst þeg- ar ég fluttist til Eyja og við Jón sonur hennar hófum búskap á neðri hæðinni í húsi þeirra hjóna Sigríðar og Halldórs að Helga- fellsbraut 23. Þarna bjuggum við næstu fjögur árin á meðan hús okkar var í byggingu. Ég komst fljótt að því að þarna fór kröftug og ákveðin kona sem sagði álit sitt umbúðalaust, en um leið hjálpsöm og tillitssöm með af- brigðum. Oft sagði hún við mig þegar hún kom heim úr vinnu, farðu nú út í heimsókn, ég skal passa börnin. Hún vann í frystihúsum alla starfsævi sína og sem verkstjóri lengst af. Maður getur ekki skilið hvenær hún hafði tíma til að gera alla þá handavinnu sem hún gerði, en eftir hana liggja saum- aðar og flosaðar myndir, auk heklaðra dúka og allskyns fínnar handavinnu. Hún var mjög jafn- réttissinnuð og barðist fyrir sama kaupi fyrir sömu störf, enda náði hún því sjálf á fjórða áratugnum. Hún og Halldór eig- inmaður hennar lifðu í hamingju- ríku hjónabandi, þar sem ríkti samheldni og ást og umhyggja, en Halldór lést árið 1975. Sigríður var mikil Eyjakona og sá mikið eftir Eyjunum en þau fluttu þaðan í Vestmanna- eyjagosinu 1973 og áttu þangað ekki afturkvæmt. Hún bjó að Efstalandi 14 frá 1974 og sá um sig sjálf til 95 ára aldurs en þá vildi hún fara á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún lést 28. febrúar 2011. Ég vil í þessum fáu orðum kveðja ástkæra tengdamóður og hafi hún þakkir fyrir allt það sem hún var mér og okkur öllum. Megir þú hvíla í guðsfriði. Helga Sigurgeirsdóttir. Sigríður, sem við kveðjum í dag, var föðursystir mín og uppáhaldsfrænka. Hún var líka elskuð mágkona móður minnar. Hún var glæsileg skartkona og fyrsta konan sem ég heyrði um að hefði karlmannskaup. Hún vann í frystihúsi í um 40 ár, þar af var hún verkstjóri í 14 ár. Sig- ríður fæddist á Rauðhálsi í Mýr- dal, níunda af fjórtán systkinum sem upp komust, en foreldrar hennar eignuðust sautján börn. Eftir lát föður Sigríðar 1916 var henni komið í fóstur til Vest- mannaeyja. Hjá fósturforeldrum sínum á Mosfelli átti Sigríður heimili þar til hún giftist Halldóri Halldórssyni 1929. Þau hjónin eignuðust einn son, kjörsoninn Jón Berg. Á heimilinu var líka móðir Sigríðar, Þórunn Odds- dóttir, síðustu tuttugu æviár sín. Það sem gerði Sigríði svo eft- irminnilega var atorka hennar, hjálpsemi og tryggð. Þessi glæsi- lega kona, sem vann við fiskverk- un í áratugi, bjó fjölskyldu sinni fallegt og hlýlegt heimili. Hún ræktaði blóm, kartöflur og aðrar matjurtir og var mikil hannyrða- kona, heklaði fína dúka og saum- aði út myndir og veggteppi. Hve- nær hún hafði tíma til þessa er undrunarefni því vinnutíminn í frystihúsinu var oft mjög langur. Fram á síðustu ár hafði Sigríður brennandi áhuga á þjóðfélags- málum og fylgdist með pólitísk- um umræðum af áhuga. Margt breyttist við eldgosið í Vestmannaeyjum 1973. Eftir það settust þau hjónin að í Reykja- vík. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur var Sigríður farin að vinna í frystihúsi hjá Ísfélag- inu. Þegar félagið flutti starfsemi sína út í Eyjar var Sigríður beðin að koma með. Hún sló til og fór aftur til starfa í Vestmannaeyj- um. Halldór maður hennar, sem var orðinn heilsuveill, var eftir í Reykjavík en Sigríður fór á milli eftir því sem vinnan leyfði. Eftir að Halldór lést 1975 var viðvera Sigríðar í Eyjum meiri. Þar bjó hún, kona hátt á sjötugsaldri, í verbúð og að eigin sögn fór ósköp vel um hana. Þannig hafði hún þetta í fimm ár eða þar til hún hætti að vinna 71 árs að aldri. Mér fannst það stórmerki- legt að þessi fullorðna kona gæti og yndi því vel að búa í verbúð. Þannig var hún þessi frænka mín, hún æðraðist, en saknaði Vestmannaeyjanna ætíð og lífs- ins sem þar var lifað fyrir gos. Það starf sem hún kunni og kunni vel var að vinna í frystihúsi og því starfi hélt hún áfram starfsævina á enda. Eftir að Sigríður hætti að vinna bjó hún ein við rausn og myndarskap í íbúð sinni og naut þar aðstoðar Jóns Bergs sonar síns og konu hans. En engan veit ég betri son en Jón Berg. Þegar ég dáðist að því við frænku mína hve einstaklega umhyggjusamur og góður sonur Jón væri, þá sagði hún gjarnan: „Já, hann Nonni minn er góður, en ekki er hún Helga síðri!“ Þegar Sigríður var orðin 95 ára fór hún á Hrafn- istu í Reykjavík. Þar undi hún sér vel og rómaði ætíð aðbúnað og alúð starfsfólksins. Að lokinni langri ævi frænku minnar er mér efst í huga þakklæti fyrir ára- tuga vináttu og væntumþykju. Að síðustu sendi ég mínum kæra frænda, Jóni Berg, og konu hans Helgu innilegar kveðjur. Auður Þorbergsdóttir. Sigríður Friðriksdóttir ✝ Snorri Gíslasonfæddist í Reykjavík 4. janúar 1934. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 2. mars sl. Foreldrar Snorra voru Krist- jana Jónsdóttir, f. 26.10. 1908 og Gísli V. Guðlaugsson, f. 16.1. 1905. Systkini hans eru: Guð- laugur, Anna, Þorleifur og Una. Snorri kvæntist Emilíu L’Orange árið 1958. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Anna Stella, f. 23.8. 1958. Maður hennar er Þórður C. Þórð- arson. Dóttir hennar frá fyrra hjónabandi er Emilíana Torr- ini. 2) Áki, f. 20.5. 1961. Börn hans eru: Snorri Freyr, Álfheiður Stella og Emil. 3) Una, f. 8.3. 1964. Maður hennar er Pétur Sveinsson. Synir þeirra eru Sveinn Rún- ar og Daníel Árni. Barnabörn- in eru þrjú. Útför Snorra fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 11. mars 2011, kl. 11. Okkur systurnar langar að minnast með örfáum orðum Snorra bróður okkar, sem lést eftir stutta en erfiða legu á lungnadeild Borgarspítalans 2. mars sl. Snorri var elstur okkar systk- inanna sem ólumst upp á Laug- arnesvegi 57, en þar var mið- punktur stórfjölskyldunnar og alltaf opið hús fyrir vini og vanda- menn. Hann var lífsglaður og vin- margur á sínum yngri árum og hafði gaman af að skemmta sér. Allt sem viðkom bílum og tækjum vakti áhuga hans og þær voru ófá- ar stundirnar sem hann eyddi í að þrífa og nostra við bílana sína. Hugurinn reikar aftur í tímann þegar við systurnar voru litlar og stóri bróðir var í millilandasigl- ingum. Það var mikill spenningur hjá okkur þegar von var á honum í land, því alltaf kom hann færandi hendi. Eitt skiptið hafði hann meðferðis stóra skjaldböku, en þær voru afskaplega sjaldséð dýr hérlendis og mörg manneskjan rak upp stór augu þegar „Blaka“, en það var hún alltaf kölluð, sil- aðist um í garðinum við húsið okk- ar. Snorri átti við langvarandi veikindi að stríða, sem ágerðust með árunum. Það var honum mjög erfitt þegar mátturinn í höndunum fór sífellt þverrandi og hann hætti að geta bjargað sér sjálfur með ýmsa hluti, en það var alveg ótrúlegt hvað hann var út- sjónarsamur og þrautseigjan mik- il. Þar hafði sitt að segja hvað hann var í verunni mikið snyrti- menni. Nú þegar komið er að leiðar- lokum viljum við þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman. Bless- uð sé minning Snorra bróður okk- ar. Una og Anna. Þegar systir Snorra Gíslasonar hringdi í mig og tilkynnti mér að bróðir sinn, Snorri, væri látinn, kom mér til hugar sannleikskorn- ið sem er það að við eigum aldrei morgundaginn vísan. Þegar maður stendur á landa- mærum lífs og dauða skynjar maður betur hvað uppspretta lífs- ins, svo og dauðinn er mikið undur og okkar mannanna börnum lítt skiljanlegt. Ég kynntist Snorra fyrir nokkrum áratugum. Þau kynni urðu að vináttuböndum sem hvorki trosnuðu né brustu þar til kallið kom. Snorri var fyrir marga hluti sérstakur maður; vel gefinn, ljúfur í viðkynningu, áberandi orðvar, hallaði aldrei orði á nokk- urn mann, svo að sómi var að, glaðlyndur, orðheldinn og sam- viskusamur, sannleikurinn var hans gull. Í æsku varð Snorri fyrir því óláni að slasast illa í umferðar- slysi, sem varð þess valdandi að hann hélt ekki fullum líkamsstyrk eftir það. Þann kross bar Snorri af karlmennsku til æviloka. Fyrir einu ári fékk Snorri heift- arlega lungnabólgu, frá þeim tíma hefur hann barist fyrir bata, en varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir kallinu, sem okkur öllum er ætlað. Í baráttu sinni við veikindin hélt Snorri fast í vonina um bata og horfði glaðbeittur til vorsins, vorsins með meiri birtu og yl, en kallið kom. Ekki stóð Snorri einn og óstuddur í veikindum sínum, þar komu að líknandi hendur systra hans, það var aðdáunarvert að fylgjast með þeim kærleika, ástúð og umhyggju sem þær sýndu bróður sínum í veikindum hans. Ég þóttist skynja að systkinahóp- urinn, en þau voru fimm, hefði al- ist upp í umhyggju og kærleika góðra foreldra og þessi mikla um- hyggja systra hans væri ávöxtur uppeldisins, hver getur óskað sér betri vöggugjafar en góðra for- eldra? Alla þessa umhyggju systra sinna kunni Snorri vel að meta og þakka. Snorri hefur nú lokið dagsverki sínu með sóma, sáttur við Guð og menn. Leiðir skiljast um stund. Því kveð ég góðan vin ,Snorra Gíslason, hinstu kveðju, góðar minningar lifa. Ég trúi því og treysti að góður Guð leiði góðan dreng til meiri birtu á þeirri eilífð- arbraut sem framundan er. Börnum, barnabörnum og systkinum Snorra, öllum ættingj- um og vinum hans sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hafsteinn Sveinsson. Snorri Gíslason Kveðja. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm Guðrún Eyjólfsdóttir ✝ Guðrún Eyjólfs-dóttir fæddist 11. maí 1923 á Hofi í Öræfum. Hún lést 28. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eyj- ólfsson og Guðlaug Oddsdóttir. Systir Guðrúnar er Þuríður Eyjólfs- dóttir. Útför fer fram frá Áskirkju í dag, föstudaginn 11. mars 2011 kl. 13. sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Jónína Sigurbjörg og Páll, Sigríður og Sigurjón. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Beagle-hvolpar til sölu Hreinræktaðir Beagle-hvolpar til sölu. Leita eftir góðum heimilum. Verða tilbúnir til afhendingar ca. 15. mars nk. og verða afhentir með örmerkingu, HRFÍ-ættbók og heilsu- farsbók ásamt gjafapakka. Nánari uppl. í síma 862 1304. Hljóðfæri Píanó óskast Mjög vandað píanó óskast. Sími 866 6970, Irina. Húsnæði óskast 3ja herb. íbúð óskast á leigu helst í Ytri-Njarðvík. Hámark 75 þús. á mánuði. Er með kött. Upplýsingar í síma 695 0673. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Til sölu STIGA borðtennisborð Ný sending. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), s. 568 3920. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Skattframtöl Framtöl - bókhald - ársreikningar Framtalsþjónusta fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Mikil reynsla. Einnig bókhald, ársreikn. o.fl. fyrir fyrirtæki. HAGSTÆTT VERÐ. S. 517-3977. www.fob.is Þjónusta ERFÐASKRÁR Ég, Hilmar Þorsteinsson, meistara- nemi í lögfræði, tek að mér samningu erfðaskráa, þannig að öllum lagaskilyrðum sé fullnægt. Hóflegt verð — persónuleg þjónusta. Sími: 696 8442, netfang: hth56@hi.is Bílar aukahlutir Pall-lok á ameríska pickupa Á lager pall-lok frá www.undercover- info.com - þetta eru sterk og létt lok sem gefa pallbílnum aukið notagildi og minnkar eyðslu. Uppl. Frank, sími 844 5222. Bílaþjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.