Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 Bændur staðfestu eindregnaandstöðu sína við aðild Íslands að Evrópusambandinu á nýaf- stöðnu Búnaðarþingi. Þeir setja fram það sem þeir kalla varn- arlínur vegna aðlög- unarviðræðnanna sem nú standa yfir og leggja sérstaka áherslu á kröfu um varanlegar undanþágur frá land- búnaðarlöggjöf ESB.    Tekið er fram að tímabundnarundanþágur nægi ekki og að varnarlínurnar séu lágmarks- kröfur sem ekki verði vikið frá.    Þá krefjast bændur þess aðstjórnvöld kanni nú þegar af- stöðu ESB til varnarlína Bænda- samtakanna.    Í samþykkt Búnaðarþings er einn-ig tekið fram að Bænda- samtökin taki ekki þátt í undirbún- ingi eða aðlögunarstarfi sem leiði beint eða óbeint af yfirstandandi samningaferli, s.s. vinnu við að út- færa sameiginlega landbún- aðarstefnu ESB fyrir íslenskar að- stæður.    Þá segir í samþykktinni að allarumræður sem leiði af sér grundvallarbreytingar á umhverfi íslensks landbúnaðar verði að bíða.    Krafa bænda er sjálfsögð og eðli-leg. Óheiðarlegt er að halda áfram viðræðum við ESB nema bú- ið sé að fá skýr svör um að ESB vilji fallast á lágmarkskröfur á borð við þær sem bændur hafa sett fram.    En allir vita raunar að ESB ætl-ar alls ekki að gera grundvall- arbreytingar hjá sjálfu sér til að Ís- land geti gerst aðili. Þess vegna fara aðlögunarviðræðurnar fram á röngum forsendum. Sjálfsögð krafa Bændasamtakanna STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.3., kl. 18.00 Reykjavík -6 snjókoma Bolungarvík -4 alskýjað Akureyri -7 snjókoma Egilsstaðir -6 skýjað Kirkjubæjarkl. -6 léttskýjað Nuuk -11 léttskýjað Þórshöfn 0 skýjað Ósló -2 snjókoma Kaupmannahöfn 5 skúrir Stokkhólmur 2 skúrir Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 skúrir Dublin 7 skýjað Glasgow 3 léttskýjað London 12 léttskýjað París 11 skýjað Amsterdam 10 léttskýjað Hamborg 7 skúrir Berlín 10 skýjað Vín 6 skýjað Moskva -1 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 16 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -13 skýjað Montreal 1 slydda New York 7 alskýjað Chicago 0 alskýjað Orlando 16 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:01 19:15 ÍSAFJÖRÐUR 8:08 19:18 SIGLUFJÖRÐUR 7:52 19:01 DJÚPIVOGUR 7:31 18:44 Látin er í Reykjavík Valgerður Hafstað listmálari, áttræð að aldri. Valgerður fæddist í Vík í Skaga- firði 1. júní 1930, yngst tíu syst- kina. Hún lærði myndlist við Akademi for fri og merkantil kunst í Kaupmannahöfn og Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík en fór til frekara náms í París árið 1951. Þar lærði hún málun og mósaík við Academie de la Grande Chaumiere og Atelier Severini og eftir það gerð steindra glugga í Atelier Barrilet. Valgerður hélt fjölda einkasýn- inga og tók þátt í samsýningum hér á landi, í Bandaríkjunum og Evrópu. Nú stendur yfir sýning á nokkrum verka hennar í Stúdíó Stafni við Ingólfsstræti. Í Frakklandi kynntist hún eig- inmanni sínum, André Énard myndlistarmanni, og bjuggu þau lengi skammt frá París. Síðan fluttu þau til New York þar sem þau stunduðu kennslu samhliða list- málun. Þau eignuðust þrjá syni: Árna Olivier sem búsettur er í Reykjavík, Grím André sem býr í París og Halldór Yves sem býr í Los Angeles í Bandaríkjunum. André lést í New York sl. sumar en Valgerður var nýflutt til Íslands er hún lést. Valgerður Hafstað Andlát Rannsóknir, sem gerðar voru í kjöl- far eldgossins í Eyjafjallajökli á síð- asta ári, benda ekki til þess að öskufallið úr jöklinum hafi haft veruleg áhrif á heilsufar búfjár. Matvælastofnun segir, að ekki sé ástæða til að óttast mikil áhrif af flúor í fóðrinu og ekki virðist vera alvarleg uppsöfnun af járni í búfé. Full ástæða er þó talin til þess að fylgjast sérstaklega með heilsufari búfjár á stóru svæði á Suðurlandi og með því hvort einhver langtíma- áhrif verða af öskufalli og öskufoki. Óttinn reyndist ástæðulaus Á vef Matvælastofnunar er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsókna og segir þar, að dýralæknum sem fóru um öskufallssvæðið fyrstu tvo dagana, hafi verið verulega brugðið og þeir hafi óttast að hross og ann- ar búfénaður, sem var úti, mundi falla eða veikjast á næstu dögum. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Eftirlitsdýralæknar hafi fylgst náið með gripum sem koma í slát- urhús, þá sérstaklega lungum þeirra. Ekkert grunsamlegt hefur fundist og engin stórsæ ummerki um ösku í lungum jafnvel þótt dýr- in væru að koma beint úr mekk- inum. Ekki mikil áhrif af öskufalli  Full ástæða til að hafa sérstakt eftirlit með heilsu búfjár - nýr auglýsingamiðill VirðingRéttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Félagsfundur VR verður haldinn á Hilton Nordica Hótel þriðjudaginn 15. mars nk. kl. 19:30. Dagskrá: 1. Kynning frambjóðenda til trúnaðarstarfa fyrir félagið. 2. Fyrirspurnir og umræður. Félagsmenn hvattir til að mæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.