Morgunblaðið - 11.03.2011, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011
Í leit að sannleikanum
Áslaug Einarsdóttir
ase19@hi.is
Ný heimildarmynd um íslenska líf-
eyrissjóði er í bígerð hjá 540 gólf
kvikmyndagerð. Líf & Sjóðir er heiti
myndarinnar sem fjallar um starf-
semi, sögu og framtíðarhorfur lífeyr-
issjóða á Íslandi. Gunnar Sigurðsson
leikstýrir myndinni, klipping er í
höndum Herberts Sveinbjörnssonar
og Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
leikari og tónlistarmaður, skrifar
handrit myndarinnar og semur tón-
list við hana.
„Þetta er mín fyrsta aðkoma að
heimildarmynd og mér finnst það
mjög skemmtilegt,“ segir Guð-
mundur. „Gunnar Sigurðsson bað
mig um að vera með og vera hluti af
þessu teymi, en við höfum unnið
mikið saman síðan 2005.“
Löng og góð pæling
-Hvernig er að vinna svona heild-
stætt að svona verki?
„Það gefur manni rosalega mikið
að vera með í öllu ferlinu. Maður býr
til hugmyndir að hljóðum, sem klipp-
arinn fær til að vinna með en end-
anleg hljóðsetning á sér stað eftir
tökur. Við vinnum njög náið saman í
öllu ferlinu, ég, Herbert og Gunnar
og erum búnir að vinna í þessu síðan
í vor. Þetta er löng og góð pæling
sem vonandi skilar sér í góðri afurð.
Við viljum fá alla aðila að borðinu,
fólk sem hefur verið að deila hvað
harðast á þetta, fólk sem er að vinna
í þessu kerfi núna og reyna að fá
raunsanna mynd og koma þessu út
úr þeirri slagorðapólitík sem hefur
litað þessa umræðu. Einnig spyrjum
við hvað það er að vera lífeyrisþegi
og hverjar horfurnar eru í því. Við
hverju megum við búast þegar við
eldumst eða verðum öryrkjar? Við
erum ekki að leita að einhverri fyr-
irfram ákveðinni útkomu heldur að
sannleikanum.“
Markmið
-Af hverju völduð þið þetta við-
fangsefni?
„Það voru margar fréttir á tíma-
bili um lífeyrissjóðina sem vöktu at-
hygli okkar. Ýmsar spurningar hafa
vaknað um starfsemi lífeyrissjóða í
kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi.
Sjóðirnir hafa verið gagnrýndir fyrir
gáleysislegar fjárfestingar, flókin
söfnunarkerfi, bankaleynd og
ógegnsæi. Þetta finnst mér skrítið
þar sem þetta eru nú einu sinni pen-
ingar sjóðsfélaga. Aðalmarkmiðið í
myndinni er að fólk átti sig á starf-
semi lífeyrissjóðanna. Þetta virðist
vera stærsti sjóður sem Ísland á og
maður veit ekkert hvað menn eru að
gera við hann. Við eigum að hafa
skoðanir á þessu og skipta okkur af
þessu,“ segir Guðmundur að lokum.
Höfundur er meistaranemi í
blaða- og fréttamennsku.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Gunnar Sigurðsson
vinna að heimildarmynd um íslenska lífeyrissjóði
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Leikfélag Akureyrar frumsýnir í
kvöld farsann Farsæll farsi en hon-
um stýrir leikhússtjórinn sjálfur,
María Sigurðardóttir. „Þetta er
eftir tvo menn og annar þeirra,
Philip LaZebnik, hefur skrifað
nokkur leikrit en er þekktari fyrir
að skrifa handrit að teiknimyndum,
Pocahontas, Mulan og fleirum,“
segir María um höfunda farsans
sem var sýndur fyrst árið 1993.
Hinn höfundurinn heitir Kingsley
Day en báðir eru þeir búsettir í
Chicago. En hefur Farsæll farsi
verið farsæll? „Já, hann hefur verið
mjög farsæll og gengið víða. Hann
er búinn að vera í deiglunni á Ís-
landi hjá nokkrum leikhúsum. Við
vorum alveg í vandræðum að ná
réttinum að honum, þetta er mjög
vinsæll farsi. Hann hefur aldrei
verið sýndur hér áður.“
Í leit að hneyksli
Í farsanum segir af Akureyring-
unum Rebekku og Herberti Thor-
oddsen sem halda til Reykjavíkur á
jólum til að kynna bók Herberts,
Farsælt hjónaband, en tilgangur
hennar er að hjálpa hjónum að
varðveita hamingjuna í hjónaband-
inu. „Þeirra eigið hjónaband er
kannski ekki alveg á þeim nót-
unum, þótt Herbert fatti það ekki.
Eins og í öllum góðum försum ger-
ist þetta á hótelherbergi og síðan
fer allt af stað. Það koma alls konar
persónur við sögu, stór karakter
sem heitir Ellý Matt og er spjall-
þáttastjórnandi. Hún er að reyna
að fá Edduna sem sjónvarpskona
ársins. Ef hún getur flett ofan af
skandal fær hún hana og hún fær
næg tækifæri til þess,“ segir
María. Þingmaður Miðaldra
grænna, Geir Vilhjálmsson, kemur
einnig við sögu en hann er að halda
framhjá eiginkonu sinni. „Þetta eru
tíu persónur en galdurinn við þetta
verk er að það er leikið af tveimur
leikurum sem skipta stöðugt um
persónur. Við erum með tvær að-
stoðarmanneskjur á bak við sem
hjálpa þeim að skipta um karakter
og það er gert á hlaupum milli
hurða. Þetta er gert eins erfitt og
hægt er,“ segir María. Leikararnir
hafi átt það til að ruglast á fyrstu
æfingum, fara með texta sem til-
heyrði annarri persónu og mikið
hafi verið hlegið að þeim mistökum.
„Nú er þetta allt komið heim og
saman,“ segir María að lokum.
Farsæll Farsæll farsi
Leikfélag Akureyrar frumsýnir Farsælan farsa í gamla Samkomuhúsinu í
kvöld Tveir leikarar fara með tíu hlutverk í verkinu og gengur því mikið á
Stuð Edda Björg og Jóhann í
tveimur af tíu hlutverkum í
farsanum Farsæll farsi.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Mars Attack nefnist tveggja
daga tónlistarveisla sem haldin
verður á Sódómu Reykjavík á
morgun og hinn. Í veislu þessari
munu fram koma eftirtaldar hljóm-
sveitir og tónlistarmenn: Cliff Cla-
vin, Valdimar, Jónas Sigurðsson og
Ritvélar Framtíðarinnar, Insol,
Legend Noise, XIII, Endless Dark,
Reason to Believe, Benny Crespo’s
Gang ,Vicky, Blaz Roca og Sing For
Me Sandra. Miðasala fer fram í Lev-
ı́s, Smáralind og Kringlunni. Það
má því nær örugglega slá því föstu
að kátt verður í Sódómu.
Mars Attack, tveggja
daga tónlistarveisla
Raftónlistarfélagið Electric Eth-
ics blæs til raftónlistarviðburðar í
kvöld á Bakkusi, Tryggvagötu 22.
Fram koma raftónlistarmenn og
brautryðjendur í tilraunakenndri
tónlist á Íslandi, eins og segir í til-
kynningu: Gjöll, Graupan, Gamm-
ur, Plasmabell og Auxpan en Dj
Benson Is Fantastic mun þeyta skíf-
um eftir miðnætti. Sérstakir gestir
kvöldsins verða Herra Burning
Brain (Loftski) ljóðskáld og með-
limur Inferno 5 og Einar Melax úr
Sykurmolunum og Kukli. Electric
Ethics var stofnað 2007 af Ólafi
Thorssyni og Pan Thorarensen.
Raftónlistarviðburður
Electric Ethics í kvöld
Farsæll farsi
heitir á frum-
málinu Tour
de Farce. Karl
Ágúst Úlfs-
son þýddi.
Um leikmynd
og búninga
sér Axel H.
Jóhannesson, lýsingu Freyr Vil-
hjálmsson, hljóðmynd Gunnar
Sigurbjörnsson, tónlist Arnar
Tryggvason og gervi Ragna Foss-
berg. Edda Björg Eyjólfsdóttir og
Jóhann G. Jóhannsson leika.
Tour de Farce
FÓLKIÐ Í FARSANUM
María Sigurðardóttir
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hasselblad Mast-
ers eru einhver
virtustu ljós-
myndaverðlaun
heims og því skal
engan undra að
ljósmyndarinn
Jónatan Grét-
arsson sé hæst-
ánægður með að
vera kominn í hóp
20 tilnefndra ljós-
myndara í undankeppni verðlaun-
anna. Af heimskunnum ljósmynd-
urum sem hlotið hafa þessi verðlaun
má nefna Mary Ellen Mark og Ant-
on Corbijn. Jónatan er tilnefndur í
tveimur flokkum, portrettmyndum
annars vegar og ljósmyndum fyrir
tímarit hins vegar, svonefndum „edi-
torial“ flokki. Portrettmyndirnar
tók Jónatan af íslenskum listamönn-
um og gaf út á bók sem ber titilinn
Andlit en tímaritsmyndirnar eru af
leikurum Vesturports í gervum fyrir
Rómeó og Júlíu og hljómsveitunum
Hjálmum og Dr. Spock. Jónatan
segist ekki hafa átt von á því að
verða tilnefndur. „Í mínum huga eru
þetta virtustu verðlaun sem mögu-
leiki er á í þessum bransa,“ segir
Jónatan. Frekari fróðleik um verð-
launin má finna á vefslóðinni
www.hasselblad.com/masters.aspx.
R&J Víkingur Kristjánsson í gervi
fyrir leikritið Rómeó og Júlíu.
Tilnefndur til
Hasselblad Masters
Jónatan
Grétarsson
Jónatan Grét-
arsson í hópi 20 til-
nefndra ljósmyndara