Morgunblaðið - 11.03.2011, Síða 29

Morgunblaðið - 11.03.2011, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 ✝ Ása Hjálm-arsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 4. maí 1931. Hún lést á LSH – Landakoti 1. mars 2011. Foreldrar henn- ar voru Jóna Kristinsdóttir, ljósmóðir, fædd að Steinskoti á Ár- skógsströnd 21. desember 1895, d. 27. október 1975, og Hjálmar Eiríksson, verslunarstjóri, fæddur í Vest- mannaeyjum 25. janúar 1900, d. 18. ágúst 1940. Systkini Ásu eru Sigurbjörg, f. 2. apríl 1923, d. 1. maí 2010, Eiríkur, f. 4. júlí 1924, d. 5. september 1971, Helga Ágústa, f. 2. júlí 1927, d. 7. júlí 2004, Anna, f. 16. desember 1929, Fríða, f. 4. febrúar 1935. Þann 5. september 1953 giftist Ása eftirlifandi eig- inmanni sínum Hauki Ingi- marssyni bifreiðasmið, f. 8. september 1930 í Reykjavík. Þeirra dóttir er María Jóna Hauksdóttir, f. 28. janúar 1954. Maki hennar er Þor- steinn Baldur Sæmundsson, f. 14. nóvember 1953. Þeirra synir eru: a) Haukur Sæmund- ur, f. 30. júní 1979, hans unn- usta er Ríkey Valdimarsdóttir, f. 13. janúar 1982. Þeirra synir eru Eiríkur Ingimar, f. 27. desember 2006, og Hjálmar Freyr, f. 25. júlí 2010. b) Steinn Ingi, f. 26. nóvember 1984, hans kærasta er Kristín María Stefánsdóttir, f. 25. júlí 1984, dóttir hennar er Júníana Tinna Hrafnsdóttir, f. 19. júní 2007. Lengst af bjuggu Ása og Haukur að Hvassaleiti 14. Ása starfaði mest alla sína starfs- ævi hjá Tóbaksverzlun ríkisins og síðar eftir sameiningu hjá ÁTVR, frá árinu 1950 til árs- ins 2003 þegar hún lét af störfum sökum aldurs eða alls í 53 ár. Ása starfaði í Sam- hjálp kvenna, samtökum fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein, á árunum 1985 til 2007. Útför Ásu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 11. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Nú er komið að þeirri stundu sem ég hef undir niðri kviðið fyrir frá því að ég var barn, að ég kveð yndislega mömmu mína í hinsta sinn. Elsku hjartans mamma, þakka þér fyrir árin sem við höf- um átt saman í blíðu og stríðu. Mamma var Vestmannaeyjas- telpa, fædd þar og uppalin og stolt af sínum uppruna. Hún minntist æskuáranna með hlýju en föðurmissir þegar hún var níu ára hafði djúp áhrif á líf hennar. Hún var öflug hand- boltakona á sínum yngri árum og lék með íþróttafélaginu Þór í Eyjum. Mamma var einstaklega falleg kona og ávallt vel tilhöfð. Mér fannst hún alltaf bera af á vinnustaðnum en hún vann allan sinn starfsferil í Reykjavík hjá sama fyrirtækinu, Tóbakinu og síðar ÁTVR eða í 53 ár. Hún stundaði vinnu sína af kost- gæfni, trúmennsku og samvisku- semi. En af umhyggju mömmu og elsku fengum við litla fjöl- skyldan stærstan skerf. Hún fylgdist af áhuga með okkar vel- ferð og þá sérstaklega með augasteinunum sínum tveimur, ömmustrákunum sem voru henni alla tíð einstakir gleðigjaf- ar. Í uppvextinum áttu þeir ætíð öruggt skjól, fyrst í Hvassaleit- inu, þá Kringlunni og núna síð- ast í Furugerðinu. Væntumþykj- an var algjörlega gagnkvæm. Seinni árin bættust síðan við langömmustrákarnir sem ekki síður fengu að njóta elsku henn- ar þótt langt væri á milli. Þökk sé tækninni þá gat hún oft spjallað við litlu fjölskylduna í Álaborg sem gaf henni mikið. Þessi sama tækni gerði henni kleift að fylgjast með yngri dótt- ursyninum meðan hann dvaldi í Japan og leið henni miklu betur með fjarlægðina vegna þessa. Mamma fékk sinn skerf af mótlæti og gekk ekki alltaf heil til skógar. En þrátt fyrir að al- varlegir sjúkdómar hrjáðu hana, kom það ekki í veg fyrir að hún gerði allt fyrir okkur sem hún gat. Í fjöldamörg ár starfaði mamma sem sjálfboðaliði með Samhjálp kvenna þar sem hún m.a. heimsótti og aðstoðaði aðr- ar konur sem höfðu fengið brjóstakrabbamein. Ferðalög voru mömmu hugleikin, hvort sem var innanlands eða til fram- andi staða erlendis. En innan- lands jafnaðist ekkert á við veruna í sumarbústaðnum Ara- rat, sem þau hjónin byggðu og í sameiningu breyttu þau um- hverfinu úr gróðursnauðu landi í yndislega gróðurvin. Núna seinni árin hafa ekki verið þér góð, elsku mamma mín, heilsufarlega séð og ósegj- anlega erfitt að geta ekki hjálp- að þér í óskiljanlegum erfiðleik- um þínum, vanlíðan og sársauka. Ég trúi því og treysti að núna sért þú laus undan viðjum helsis og að þér líði dásamlega vel. Elsku hjartans mamma mín, takk fyrir allt og góður Guð gefi þér góða nótt. Þín dóttir, María (Mæja). Hún Ása tengdamamma mín var næstfallegasta stelpa sem ég hef séð. Kynni okkar stóðu í hálfan fjórða áratug. Hún tók á móti mér, horrenglulegum síð- hærðum strákpjakki sem var að gera hosur sínar grænar fyrir einkadótturinni, henni Mæju. Hafi henni ekki litist á mig lét hún á engu bera því aldrei sýndi hún mér annað en hlýju og ynd- islegheit. Áhugi hennar og um- hyggja fyrir velferð dótturinnar og síðar litlu fjölskyldunnar okk- ar voru ósvikin og endalaus. Eft- ir að eldri drengurinn okkar fæddist og æ síðan var hún „Amma“ með stóru A-i og Haukur tengdapabbi var „Afi“. Hún fylgdist með öllu sem barnabörnin gerðu og aðhöfðust. Vildi vita um allt og svo lagin var hún að komast að því að drengirnir sögðu að hún hefði spjarað sig með sóma í löggunni við yfirheyrslur. Hún var stolt og gladdist yfir öllu því sem vel tókst hjá barnabörnunum. Ekk- ert var til sparað af hennar hendi til þess að svo mætti verða, hvorki smátt né stórt. Hún hafði líka áhyggjur fyrir þeirra hönd þegar á móti blés eða þegar hún hélt að eitthvað amaði að. Amma var úr Eyjum og þótt hún hafi ekki alltaf getað verið heima eftir að móðir henn- ar var ein orðin með systkinin sex talaði hún alltaf um „heima í Eyjum“. Þar sem hún hafði spil- að handbolta með Þór hélt hún með Eyjamönnum í öllum íþróttum. En auðvitað hélt hún með litla KR-ingnum sínum meðan hann lék í yngri flokk- unum og hún tók heilshugar þátt í gleði og sorgum fótbolta- fíklanna í enska boltanum. Minningabrotin gægjast fram hvert af öðru: Allar Eyjasyst- urnar samankomnar til að lita hver aðra. Hávaðinn eins og í meðalfuglabjargi og önnur hver setning endaði á „þú veist“, en það orðtak hefur meira að segja ratað inn í þjóðhátíðarkveðskap Eyjamanna. Gjallandi hlátur „þú veist“, þvílíkt stuð. Brúðkaups- dagur okkar Mæju þegar amma ótrúlega fín og falleg skyggði á allar konur nema eina. Og ég heyri ennþá fagnaðarhrópin hennar þegar ég hringdi og sagði frá fæðingu drengjanna eins og ég hefði heyrt þau í gær. Ég man líka matargerðina henn- ar en hún var snilldarkokkur meðan hún hafði heilsu, ferðalög okkar bæði í útlöndum og ekki síst í bústaðinn „þar sem víðsýn- ið skín“. Hún amma var þónokkur prímadonna, sjálfsagt vegna þess að afi bar hana á höndum sér alla þeirra samveru. Ekkert var of gott fyrir ljóshærðu Eyja- stelpuna sem bankaði í öxlina á honum á Borginni fyrir löngu. Það eru þung örlög að veikj- ast af sjúkdómi sem smátt og smátt rænir mann sjálfum sér eins og amma þurfti að reyna og erfitt þeim sem elskuðu hana mest að fylgjast vanmáttug með. Þótt við hefðum öll viljað hafa hana hjá okkur miklu lengur vil ég líta svo á að nú sé hún frjáls úr viðjum sjúkdómsins sem var henni svo grimmur. Öll elska sem ég á til fylgir henni ömmu á leið hennar til móts við ljósið eilífa. Ég veit að vel verður tekið á móti henni og ég hlakka til að hitta hana aftur sjálfri sér líka, brosmilda, fal- lega, ákveðna og forvitna um hagi þeirra sem skiptu hana mestu máli. Að lokum get ég að- eins sagt: Takk fyrir mig og mína. Takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þinn Þorsteinn (Steini). Amma mín var yndisleg kona. Hjá henni og afa áttum við bræður alltaf vísan stað, fyrst í Hvassaleiti, síðar í Kringlunni og seinast í Furugerðinu. Hótel amma var ávallt griðastaður, og hálfgerð vin í eyðimörkinni, sér í lagi fyrir mig, óharðnaðan ung- linginn, gegnum alla mína fram- haldsskólagöngu. Þar fékk mað- ur frið til að leggja sig í nokkra tíma ef þreytan sagði til sín, þar voru bornar á borð fyrir mann hverjar þær veigar sem maður hafði lyst á, þar var innihald íþróttatöskunnar tekið og þrifið og straujað og að lokinni dvöl fékk maður einatt einkabílstjóra til að skutla sér heim á leið. Einnig eru minnisstæðir morgn- arnir heima hjá afa og ömmu, þegar við bræður vorum þar í pössun, þegar maður vaknaði upp við morgunverðarborð sem hefði sómt sér vel á bestu hót- elum og var síðan dekraður fram að þeirri stundu að foreldr- arnir sóttu mann á ný. Amma og afi hafa alltaf haft hagsmuni okkar bræðra að leiðarljósi. Hjá þeim höfum við alltaf verið í fyrsta sæti – og við höfum aldrei farið varhluta af því. Samkeppn- in jókst hinsvegar þegar við hóf- um að mæta heim til afa og ömmu með kærustur okkar, sem og þegar við eignuðumst börnin okkar. Baráttan á toppnum varð harðari, en við áttum samt alltaf greiða leið að þeim gömlu. Amma var glettin og glöð, en það fór yfirleitt lítið fyrir henni þegar við grínuðumst með hana þar til henni þótti of fast að sér sótt og kleip mann örlítið í síð- una. Þetta fékk maður oftast að reyna þegar maður kallaði hana og hennar fólk útlendinga – enda Eyjakona af gamla skól- anum. Þar sem ég er búsettur erlendis þá hef ég því miður fengið alltof lítinn tíma með ömmu síðustu ár. Samt sem áð- ur voru það ávallt gleðistundir þegar við hittumst, hvort sem var á Íslandi eða þegar hún og afi lögðu land undir fót og komu í heimsókn til okkar í Dan- mörku. Þessi síðustu árin fór maður að taka eftir því að amma breyttist í fasi og fari, en hún var samt sem áður alltaf amma, og ástrík og umhyggjusöm að vanda. Eins og einkennir hennar kynslóð þá kvartaði hún aldrei þrátt fyrir versnandi heilsu, heldur bar harm sinn í hljóði. Þar hafði hún ávallt afa sér við hlið, sem hugsaði um hana og annaðist eins og prinsessu. Þeg- ar ljóst var hvert stefndi, þá gafst mér færi á að koma heim og vera með ömmu og fjölskyld- unni þessa síðustu daga. Þrátt fyrir þróttleysi og mismikla meðvitund, þá fékk ég stuttu eftir að ég kom eina undursam- lega síðustu stund með ömmu þar sem hún brosti svo fallega til mín og svaraði mér stuttlega með blíðri rödd. Þótt það væri erfitt, þá var yndislegt að heyra röddina hennar aftur – þó það væri í hinsta sinn. Er hinsti svefninn hjarta stöðvar mitt. Herra, sál mín þráir ríki þitt. Í arma þína andinn glaður flýr, um eilífð sæll í návist þinni býr. (Guðrún Jóhannsdóttir) Haukur Sæmundur Þorsteinsson. Amma Ása fór frá okkur þann 1. mars síðastliðinn eftir erfiða baráttu. Erfitt er að finna lýs- ingarorð sem hæfir ömmu minni. Örlát, elskuleg, hlý. Öll þessi orð eiga svo vel við en samt var hún svo miklu meira en það. Hún tók þátt í öllu því sem ég gerði, hvort sem það var að hvetja mig áfram í yngri flokkunum í fótbolta (jafnvel þó að ég hafi spilað fyrir KR en ekki ÍBV!), styðja mig í námi, jafnvel þótt það þýddi að ég myndi flytjast búferlum til Jap- ans eða bara spjalla um daginn og veginn. Á framhaldsskólaárum mín- um átti ég nánast heima í Furu- gerði 13. Kom nær daglega eftir skóla heim til afa og ömmu þar sem maður fékk að borða eins mikið og maður gat í sig látið. „Viltu ekki fá þér meira að borða? Þú ert svo grannur!“ voru orð sem maður heyrði ótt og títt. Á meðan ég bjó í Tókýó heyrði ég í afa og ömmu á tveggja daga fresti í gegnum Skype. Þá lýsti ég fyrir þeim hvað ég væri að bardúsa og hlustaði hún hugfangin á barna- barnið sitt tala um hversdags- leikann í stórborginni í austri. Þegar svo stór hluti af manns lífi fer verður til ákveðið tóma- rúm sem erfitt verður að fylla. En eftir standa allar minning- arnar, samræðurnar og ferða- lögin sem við fórum í saman. Allar stundirnar uppi í bústað. Allir dagar sem ég hafði hana í mínu lífi. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Hvíl í friði, elsku amma. Steinn Ingi. Frá því að við Haukur byrj- uðum saman var mér tekið sem einu af barnabörnunum. Aldrei komum við í heimsókn án þess að vera boðinn matur og að stjanað væri í kringum mann eins og aðeins ömmum er lagið. Það hætti ekki, þó svo við vær- um flutt til Danmerkur. Ég hef ekki tölu á þeim sendingum sem okkur hafa borist með ýmsu góðgæti frá Íslandi. Sendingun- um fjölgaði ef eitthvað var eftir að strákarnir fæddust, enda vel hugsað um langömmustrákana. Elsku Ása. Við eigum eftir að sakna þess að tala við langömmu í tölvunni og heyra þig hlæja að vitleysunni í Hauki. Hvíl í friði. Ríkey og strákarnir. Ása Hjálmarsdóttir Þakkarkveðja. Elsku besta Katrín, við kveðju sendum þér, úr klökkum vinahjörtum sú þökk um loftin fer. Nú ertu burtu horfin en hlustar þó svo vel er hrygg við sitjum eftir við leik að völu og skel. Víst ertu áfram nálæg og hressir okkar hug, huggar daprar sálir og lyftir þeim á flug. Þú nældir þér í valmenni sem umvafði þig ást, ástríkur og blíður svo langa vegu sást. Og elsku litla soninn þinn ólstu upp með dug, allt þú honum kenndir með þínum göfga hug, þann gimstein hefur annast með ástúð hverja stund. Þeir eiga ljúfar minningar um þig á Drottins grund. Umhyggjan frá foreldrum var fölskvalaus og sterk og fjölskyldan þig studdi gegn særindum og verk. Þú elskaðir allt sem lifir og lífið móti skein þótt linuðust þínir fætur og veiktu illvíg mein því sálin þín var heiðrík og hugur þinn var knár og hjarta þitt var blíðlynt þótt geigur ýfði sár. Dirfska þín og kraftur kæfði alla þraut og kjarkur þinn til lífsins píslir sigra hlaut. Við vitum öll að launin sem ljúfa hjartað fær er líðan góð þá englum og guði síń er nær. Stríði þínu er lokið og kinnin þín er köld. Nú kveðjum við svo þakklát – en hittumst seinna í kvöld. Guðmundur Sæmundsson. Elsku Katrín mín. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig. Undanfarið hefur mér verið hugsað til mennta- skólaáranna. Þegar við kynnt- umst og hvernig við smullum saman og urðum svo góðar vin- konur. Ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa um vet- urinn sem við leigðum saman í Ásabyggðinni, þá var ég á þriðja ári og þú á því fjórða. Það var allt- af svo gaman hjá okkur í þessari litlu 35 fermetra íbúð. Ég man alltaf þegar Palli bróðir þinn gaf okkur að við héldum lambahakk sem við elduðum, en þá var þetta gamall hrútur og bragðið eftir því. Við höfum hlegið og skemmt okkur yfir þessu síðan. Það var einmitt þegar við leigðum í Ásabyggðinni sem Ei- ríkur fór að venja komur sínar til þín. Hann passaði vel í sambúð- ina, við skiptumst á að spila Sno- od og kepptumst um að ná sem flestum stigum. Ég gleymi því ekki þegar stærsta hunangsfluga sem ég hef séð flaug inn um gluggann okkar og við flúðum inn í herbergi. Eiríkur kunni ráð við þessu og fór í jakka og setti á sig hettu og við tók eltingaleikur við fluguna sem hann náði að klófesta að lokum. Við vorum mikið saman síðasta vetur og sumar. Við fórum í sund, göngutúra og á kaffihús. Þú varst dugleg að bjóða okkur Hlyni í mat og við spjölluðum fram eftir kvöldi. Ég bauð ykkur í kökur og tróð Valdimar litla út af sætindum svo hann var oft vel hress þegar þið fóruð heim, ykk- ur til mikillar gleði. Á þessum tíma var ég ólétt. Þú varst sú fyrsta sem ég færði frétt- irnar og varst svo spennt og glöð fyrir mína hönd. Þú grínaðist með að nú kæmi lítil Katrín eða lítill Katarínus í heiminn. Þegar Pétur Örn fæddist síðasta sumar komstu mikið í heimsókn til að byrja með. Þú tókst myndavélina þína með og varst dugleg að taka af honum myndir. Þegar tók að hausta fækkaði heimsóknunum frá þér, en ég gat frekar komið til þín. Þú sást alltaf skemmtilegu hliðarnar á lífinu og hafðir húmor fyrir sjálfri þér, jafnvel þegar þú varst sem veikust. Ég man þegar þú sagðir mér að þú værir svo þakklát fyrir að hafa náð að halda upp á afmælið hans Valdimars litla áður en allt dundi yfir. Þú varst svo ótrúlega dugleg og barst þig svo vel. Þú vildir ekki að ég hefði áhyggjur af þér, svona var þér alltaf umhugað um aðra. Ég sakna þín og er þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Ég sendi mínar inni- legustu samúðarkveðjur til Ei- ríks, Valdimars litla og allrar fjölskyldunnar. Hvíldu í friði, yndislegust. Helga María. Stundum kynnumst við mann- eskjum úr ákveðinni fjarlægð, höfum setið með þeim að spjalli, sötrað með þeim úr kaffibollum, hlegið með þeim og jafnvel grátið. Þessar sömu manneskjur þekkj- um við kannski enn betur og nán- ar í gegnum þriðja aðila, til dæm- is náinn vin. Þannig kynntumst við Katrínu Kolku, ekki síður en í eigin persónu, í gegnum þau góðu áhrif sem hún hafði á Eirík, einn af okkar bestu vinum. Við minn- umst þess að þegar Eiríkur fór að gera hosur sínar grænar fyrir Katrínu var hann varla mönnum sinnandi af geðsveiflum ástar- brímans. En við munum enn bet- ur hve hann blómstraði þegar þau fóru að draga sig saman fyrir al- vöru. Þá skynjuðum við að Eirík- ur hafði fundið í Katrínu góðan vin og félaga sem færði honum ást og hamingju. Eiríkur hefur allt frá því við kynntumst honum fyrst verið drengur góður en Katrín gerði hann enn betri. Við vissum að samband Eiríks og Katrínar var þeim báðum ákaf- lega mikilvægt. Þau voru sam- stillt par og virtust oftar en ekki hvort annars kjölfesta. Eftir að þau skötuhjú hófu bú- skap einkenndist heimilisbragur- inn af hlýleika og vinarhug. Að kíkja í kaffi til Katrínar og Eiríks var án undantekninga ávísun á ilmandi uppáhelling og eitthvert gómsætt kruðerí með því. Og þrátt fyrir að umræðurnar ættu það til að renna saman við snarp- heitt kaffið var alltaf stutt í gals- ann, ekki síst af Katrínar hálfu. Jafnvel eftir að syrta tók í álinn varð þess ekki vart að Katrín tap- aði léttleikanum og aldrei skynj- uðum við annað en bjartsýni í garð komandi tíma. Draumur Katrínar var að verða ljósmóðir, því miður tókst henni aldrei að ná þeim áfanga. En ljósið sem frá henni sjálfri stafaði mun glóa áfram í brjóstum þeirra sem til þekktu. Þegar við minnumst Katrínar verður okkur hugsað til mikils náttúrubarns og ástríkrar móður sem var heil, góð og falleg mann- eskja. Við þökkum henni jafn- framt fyrir að hafa verið okkar hjartkæra félaga einstakur föru- nautur og gleðjumst yfir því að þeim skyldi auðnast að innsigla heit sín. Megi gæfan fylgja hinum unga kvisti sem af sambandi þeirra hjóna spratt. Haustið kom eins og veifað væri vetrarslæðu um sumarnótt. Stundum lífsins landamæri leggjast niður alltof fljótt. Þín fundið hefur ævin ósinn ekki verður sköpum breytt. Í minningunni lifa ljósin loga þá fær ekkert deytt. Kæru feðgar, foreldrar og systkini, megið þið finna styrk í sorg ykkar og söknuði, jafnt nú og þegar lengra frá líður. Ketill og Árni.  Fleiri minningargreinar um Katrínu Kolku Jóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.