Morgunblaðið - 11.03.2011, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vígasveitir líbíska einræðisherrans
Muammar Gaddafi styrktu stöðu
sína í baráttunni við uppreisnar-
menn í gær þegar þær náðu stjórn á
olíuhreinsunarbænum Ras Lanuf.
Jafnframt hafa andófsmenn hrak-
ist frá nágrannabænum Sidra en
óvíst er hvort þeim tekst að verja
vígi sitt í olíuhafnarborginni Zawiya.
Tíminn virðist því vinna með
Gaddafi en sveitir hans leitast nú við
að ná aftur yfirráðum í mikilvægum
hafnarborgum í olíuríkinu sem vopn-
aðar andófssveitir tóku yfir í þeirri
djörfu hernaðaráætlun að ná sjálfri
höfuðborginni, Tripoli, með sókn frá
borgum og bæjum á ströndinni.
Gaddafi borgar málaliðum
rausnarlega fyrir að berjast gegn
sveitum uppreisnarmanna og hafa
borist fregnir af því að einræðisherr-
ann geti sótt milljarða dala, sem
svarar hundruðum milljarða króna, í
fjárhirslur sem haldið hefur verið
leyndum í höfuðborginni.
Gert að loka sendiráðinu
Bandaríkjastjórn viðurkennir
ekki lengur stjórn Gaddafi og hefur
sent líbíska sendiráðinu tilmæli um
að hætta starfsemi, að því er frétta-
vefur CNN hafði eftir embættis-
manni sem óskaði nafnleyndar.
Þá hafa Frakkar, fyrstir þjóða,
viðurkennt líbíska bráðabirgðaþjóð-
arráðið sem hina raunverulegu vald-
hafa í Líbíu, rúmum 42 árum eftir að
Gaddafi tók við völdum í landinu.
Varnarmálaráðherrar aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins, NATO,
ræddu mögulegar aðgerðir á fundi
Atlantshafsráðsins í Brussel í gær.
Lýsti Robert Gates, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, þá því yfir
að flugbann yfir Líbíu kæmi að
óbreyttu ekki til greina en að það
yrði engu að síður undirbúið. Þá
yrðu herskip í viðbragðsstöðu ef
kæmi til mannúðaraðstoðar.
Uppreisnarmenn hörfa
Vígasveitir Gaddafi hrekja vopnaða andstæðinga hans frá olíubænum Ras Lanuf
Einræðisherrann fjármagnar gagnsóknina með reiðufé úr leynilegum fjárhirslum
Reuters
Bardagar Uppreisnarmaður fylgist með bifreið í ljósum logum skammt frá olíubænum Ras Lanuf.
„Hún var spurð hvort hún teldi að
Arabar styddu almennt hugmyndir
um að NATO stæði fyrir flugbanni
yfir Líbíu til að koma í veg fyrir að
Gaddafi gæti beitt flugsveitum sín-
um. „Það held ég ekki,“ svaraði
hún. „Ég er viss um að almenningur
er á móti slíkum afskiptum af því að
þetta er Arabaland og almenningur
í Arabalöndum vill ekki að NATO
eða önnur ríki grípi inn í með þess-
um hætti,“ segir Kristján Jónsson,
blaðamaður Morgunblaðsins, um
stöðumat egypsku blaðakonunnar
Salwa El Kilany, þar sem hún
fylgdist með atburðunum í Líbíu úr
fjarlægð í höfuðstöðvum NATO.
„Nú var ég að heyra,“ sagði hún,
„að Sýrlendingar hefðu lýst yfir
andstöðu við að NATO stæði fyrir
flugbanni yfir Líbíu. Catherine
Ashton [yfirmaður utanríkis- og
varnarmála í ESB] er á leiðinni til
Kaíró [höfuðborgar Egyptalands]
til að hitta utanríkismálastjóra
Arababandalagsins en ég efast um
að þar muni nást eining um afstöðu,
annað hvort með flugbanninu eða á
móti því,“ hefur Kristján eftir
egypsku blaðakonunni.
Getur ekki gert upp hug sinn
„Ég spurði hana síðan hvað henni
fyndist persónulega um hugmyndir
um flugbann. Hún svaraði því þá til
að hún treysti sér ekki til að svara
því. „En auðvitað væri skelfilegt að
horfa upp á þessar þjáningar, ekki
síst ef mannfallið yrði enn þá meira
ef bardagar drægjust á langinn“,“
hefur Kristján eftir blaðakonunni
þar sem hún var stödd í Brussel.
Fjöldamótmæli á götum Kaíró.
Arabar eru andvígir flugbanni
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Segjum sem svo að Mexíkóinn Carl-
os Slim tæki ákvörðun um að setjast
í helgan stein og að hann gæti geng-
ið að núverandi eignum sínum vísum
það sem eftir er á núvirði. Gerum
svo ráð fyrir því að hann eyði 50
milljónum króna á dag þangað til
sjóðurinn, alls 74 milljarðar dala, eða
8.624 milljarðar króna á núverandi
gengi dalsins, er þurrausinn.
Slim þyrfti þá ekki að óttast
auraleysi í ellinni því hann hefði
172.480 daga til að eyða 8.624.000.
000.000 króna, eða tæp 473 ár.
Græðir 22 milljarða dala á ári
Þessi mikli auður skilar Slim í
efsta sæti tímaritsins Forbes á lista
yfir efnuðustu menn heims en hann
er nú metinn á 74 milljarða dala,
borið saman við 53,4 milljarða dala í
fyrra og 30 milljarða dala 2009. Hafa
eignir hans því rokið upp um 44
milljarða dala á tveimur árum eða
um 22 milljarða dala á ári. Jafngildir
það 5.128 milljörðum króna á 730
dögum, eða rétt rúmum 7 millj-
örðum króna á dag, eða um 293
milljónum króna á klukkustund.
Slim er maður umdeildur og
hafa andstæðingar hans vænt hann
um að raka að sér fé í krafti einok-
unarstöðu, meðal annars í gegnum
fjarskiptarisann Telmex. Um
kænsku hans er þó ekki deilt.
Keypti eignir á útsöluverði
Þegar Mexíkó gekk í gegnum
krappa efnahagslægð snemma á ní-
unda áratugnum notaði Slim tæki-
færið og fjárfesti í fjölda fyrirtækja
sem fóru á brunaútsölu, að hluta til
með hagnaði af rekstri tóbaksfyrir-
tækis sem hann hafði þá nýkeypt.
Hefur hann nú aftur grætt í kreppu.
Eins og kunnugt er hafa hækk-
anir á hrávöru og eldsneyti hægt á
efnahagsbatanum víða um heim.
Á hinum endanum fylgjast hinir
efnuðustu spenntir með en eins og
rakið er á kortinu hér til hliðar eiga
hækkanirnar þátt í mikilli fjölgun
milljarðamæringa í veröldinni,
ásamt því að fylla hirslur þeirra allra
ríkustu. Í þeim hópi er Lakshmi
Mittal, indverski stáljöfurinn sem
nýverið sló met er hann reiddi um 11
milljarða kr. fyrir óðalssetur í einu
af fínni hverfum Lundúna.
Sá ríkasti ríflega tvöfaldar auð sinn
Eigur Carlos Slim voru metnar á 30 milljarða dala 2009
Nú metnar á 74 milljarða dala eða 8.624 milljarða króna
Reuters
Stál Víetnamskir iðnaðarmenn að störfum í höfuðborginni Hanoi.
Carlos
Slim
Hækkandi verð á stáli og olíu í Rússlandi, bætt upplýsinga-
gjöf í Brasilíu og efnahagsuppgangur i Kína og á Indlandi
skýra mikla fjölgun milljarðamæringa í löndunum fjórum
MILLJARÐAMÆRINGAR FORBES
Heimild: Forbes *Sjá nánari umfjöllun í texta
2010 2011
1,5
billj.
1,3
billj.
1,3
billj.
1
billjón 996
729
251 181
419
304
HEILDAREIGNIR AUÐMANNA EFTIR SVÆÐUM - í billjónum dala
Banda-
ríkin
Evrópa Asía-
Kyrra-
hafið
Mið-Austurlönd/
Afríka
S-Ameríka*
0
300
600
900
1,200
1,500
FJÖLDI MILLJARÐAMÆRINGA
EFTIR SVÆÐUM
Banda-
ríkin
413
Evrópa
300
Asía-
Kyrrahafið
332
Mið-Austur-
lönd/
Afríka
89
Suður-
Ameríka*
76
2011
röð
1 1 Carlos Slim og fjölskylda Fjarskipti Mexíkó
2 2 Bill Gates III Tölvur Bandaríkin
3 3 Warren Buffett Berkshire Bandaríkin
Hathaway*
4 7 Bernard Arnault LVMH* Frakkland
5 6 Larry Ellison Oracle* Bandaríkin
6 5 Lakshmi Mittal Stáliðnaður Indland
7 9 Amancio Ortega Zara-tískuhús Spánn
8 8 Eike Batista Námav./olía Brasilía
9 4 Mukesh Ambani Efnaiðnaður, Indland
olía og gas
10 12 ChristyWalton og fjölskylda Walmart Bandaríkin
2010
röð Nafn
Uppspretta
auðsins Ríkisfang Heildareignir í milljörðum dala
Heildarverðmæti eigna
2010 2011
ÞEIR TÍU RÍKUSTU
53,5
53
47
29
28,7
28
27,5
27
27 25
74
56
50
41
39,5
31,1
30
27
26,523,5
Kristján Jónsson, blaðamaður
Morgunblaðsins, sat blaðamanna-
fund vegna fundar Atlantshafsráðs-
ins í höfuðstöðvum NATO í Brussel
í gær en bardagarnir í Líbíu voru
þá í brennidepli. Hann hefur eftir
heimildarmönnum sínum að nær
útilokað sé að NATO muni standa
fyrir flugbanni yfir Líbíu.
„Ástæðan er fyrst og fremst sú
að fátt bendir til þess að mikil-
vægar stofnanir eins og Araba-
bandalagið og öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna muni styðja þessar
aðgerðir. Meðan þann stuðning
skortir er talið nær útilokað að
vesturveldin muni leggja út í að-
gerðir af þessu tagi, ekki síst vegna
þess að NATO og vesturveldin hafa
nóg á sinni könnu í Afganistan og
enn er bandarískur her í Írak.
Hins vegar fer ekki á milli mála
að reynt er að hafa áhrif á þróun
mála í Líbíu með því að láta í veðri
vaka að flugbann komi til greina.“
Óvissir um niðurstöðuna
Kristján heldur áfram.
„Margt bendir til þess að Gaddafi
og menn hans séu ekki vissir um
hver niðurstaðan verði og það gæti
orðið til þess að þeir verði fúsari til
að semja við umreisnarmenn eða
jafnvel að Gaddafi og hans menn
muni fást til að yfirgefa landið [...]
Þá er bent á að aðstæður geta
breyst ef mjög mikið mannfall verð-
ur meðal óbreyttra borgara í Líbíu,
vegna þess að þá gæti sú staða kom-
ið upp að almenningur á Vestur-
löndum krefjist þess að gripið verði
til aðgerða til að vernda óbreytta
borgara,“ segir Kristján og bætir
því við að einnig sé til skoðunar að
beita háþróuðum bandarískum eld-
flaugum gegn herþotum Gaddafi
þannig að NATO þyrfti ekki að
vera með herlið á líbískri grund.
Blóðbað
gæti ýtt á
aðgerðir
NATO á nóg með
stríðið í Afganistan