Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 1
Ljósmynd/Michael Heuberger
Eurosport-RÚV Þjóðverjar burst-
uðu Íslendinga í gær, 39:28.
„Það sem RÚV gerir er auðvitað
brot á öllum reglum, þeir hafa ekki
leyfi til að taka sjónvarpsmerki ann-
ars sem þeir komast einhvers staðar
inn í, hér Eurosport, og senda út á
sinni stöð,“ segir Ari Edwald, for-
stjóri 365 miðla, um útsendingu
Sjónvarpsins á leik Íslendinga og
Þjóðverja í undankeppni EM í hand-
bolta í gær en á skjánum mátti sjá
merki bæði Eurosport og RÚV.
Leikurinn var einnig sýndur á Stöð
2 Sport. „Sá aðili sem við keyptum
af stýrir málinu og afhendir okkur
merkið. Við höfum þannig rétt til að
sýna leikinn. Sá sem RÚV telur sig
hafa keypt af var ekki í aðstöðu til
að standa við sín orð og láta þá hafa
útsendingarmerkið,“ segir Ari.
„Ríkisútvarpið var í fullum og
óskoruðum rétti til að sýna frá
leiknum, samkvæmt samningi sem
við gerðum við sölufyrirtækið
Infront,“ segir Bjarni Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri RÚV.
Réttindin hafi verið staðfest skrif-
lega af Evrópska handknattleiks-
sambandinu, síðast í gær. „Það voru
tormerki á því að við fengjum
merkið og því var þessi leið farin,“
segir Bjarni, spurður að því af
hverju Eurosport hafi verið merkt á
skjánum yfir merki RÚV.
helgisnaer@mbl.is » Íþróttir
Telur RÚV hafa sýnt leikinn án leyfis
RÚV segist hafa keypt sýningarrétt-
inn en ekki fengið sjónvarpsmerkið
M Á N U D A G U R 1 4. M A R S 2 0 1 1
Stofnað 1913 61. tölublað 99. árgangur
ÆGIR HAFÐI
BETUR Í
HÖRKUKEPPNI
RIFIST
ÚT AF
BÓKUM
TRÚ POPP-
PÖNKINU Á
NÝJU PLÖTUNNI
17 ÁRA LES-
HRINGUR 10 AVRIL LAVIGNE 29BIKARKEPPNI Í SUNDI ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lífdísill Hægt er að kaupa lífdísilolíu á
fimm bensínstöðvum N1 í dag.
Olíufélagið N1 hyggst leita eftir
samstarfi við bændur um ræktun á
repju til olíuframleiðslu. Telur fyr-
irtækið að arðbær hreinsistöð þurfi
að geta framleitt um 8 þúsund tonn
á ári. Til þess þarf ræktun á 8 þús-
und hekturum eða tvöföldu því
landsvæði ef miðað er við að landið
nýtist til þessarar ræktunar annað
hvert ár. „Við erum að líta til orku-
öryggis þjóðarinnar til langs tíma.
Jarðolíuöldinni mun ljúka á þessari
öld og þá þarf eitthvað annað að
koma í staðinn,“ segir Hermann
Guðmundsson, forstjóri N1, í Morg-
unblaðinu í dag.
Olíufélagið veðjar á lífdísil og
selur þegar um 2.500 tonn á ári. Er
olíunni blandað saman við gasolíu
og 5% „biodísill“ seldur á fjórum
bensínstöðvum á höfuðborgarsvæð-
inu og einni á Akureyri. »9
N1 í samstarf við
bændur um repju til
olíuframleiðslu
Örn Arnarson
Helgi Snær Sigurðsson
Talið er að um 10 þúsund manns hafi
farist í náttúrhamförunum í Japan
undanfarna daga. Óttast er að tala
látinna muni hækka eftir því sem
björgunaraðgerðum miðar áfram.
Naoto Kan, forsætisráðherra lands-
ins, sagði í gær að Japanar stæðu nú
frammi fyrir mestu hamförum sem
riðið hefðu yfir þjóðina frá lokum
seinni heimsstyrjaldar. Íslendingar í
landinu eru taldir óhultir og hafa orð-
ið fyrir óverulegu tjóni. Starfsemi ís-
lenskra fyrirtækja í Japan hefur held-
ur ekki raskast.
Á sama tíma og björgunarsveitar-
menn leituðu í rústum við afar erfiðar
aðstæður í byggðum við norðaustur-
strönd Japans, þar sem eyðilegging
flóðbylgjunnar var mest, reyndu sér-
fræðingar að koma í veg fyrir geisla-
mengunarslys í kjarnakljúfum kjarn-
orkuversins í Fukushima Daiichi, sem
er 240 kílómetra norður af Tókýó.
Hátt í 200 þúsund manns sem búa ná-
lægt kjarnorkuverinu hefur verið
skipað að flýja heimili sín en fregnir
herma að um 170 manns á svæðinu
hafi orðið fyrir eitrun vegna geisla-
virkra efna. Einnig er mikill viðbún-
aður við önnur kjarnorkuver í land-
inu. Hundruð þúsunda manna hafa
þurft að flýja heimili sín vegna nátt-
úruhamfaranna og hafast við neyðar-
skýlum sem hafa verið reist. Í mörg-
um tilfellum voru þeir sem gistu í
skýlunum um helgina innikróaðir án
matar og rafmagns.
Stefán L. Stefánsson, sendiherra
Íslands í Japan, segir að honum virð-
ist samgöngur í Tókýó vera að færast
í eðlilegt horf þótt enn megi búast við
truflunum vegna rafmagnsskömmt-
unar í landinu. Hann segir að ástandið
í borginni í gær hafi verið eins og á
venjulegum sunnudegi þrátt fyrir
hörmungarnar sem dunið hafi yfir.
MHamfarir í Japan » 4, 12, 13
Tugþúsunda saknað
Hamfarirnar í Japan þær mestu frá síðari heimsstyrjöldinni Um 200 þúsund
manns hafa yfirgefið heimili sín nálægt kjarnorkuverum Íslendingar í Japan óhultir
Reuters
Hamfarir Rústir einar blasa við milljónum Japana á hamfarasvæðunum. Hér leitar kona að eigulegum hlutum í borginni Ofunato í Iwate-héraði í gær.
Fyrrverandi
framkvæmda-
stjóri hjá Sel-
tjarnarnesbæ
sakar Ásgerði
Halldórsdóttur
bæjarstjóra um
að hafa lagt sig í
einelti. Brotaþoli
þurfti sjálfur að
sjá til þess að mál
hans yrði rann-
sakað og standa undir kostnaði við
þá rannsókn þrátt fyrir að reglur
segi til um að slíkt skuli vera í
höndum bæjarins.
Krefst framkvæmdastjórinn
fyrrverandi þess að bæjarstjórn
Seltjarnarness víki bæjarstjóranum
úr starfi. »2
Krefjast afsagnar
bæjarstjórans
Ásgerður
Halldórsdóttir 1.800
látnir í Japan, samkv. tölum í gær
10.000
manns talin hafa farist
‹ GRÍÐARLEGT MANNFALL ›
»
Aftakaveður var á Holtavörðuheiði
í gærkvöldi og varð að loka henni á
meðan snjómoksturstæki og björg-
unarsveitarmenn aðstoðuðu öku-
menn í vandræðum. Þungfært var á
Bröttubrekku og fleiri fjallvegum
og lítið ferðaveður.
Veðurstofan gaf í gær út storm-
viðvörun fyrir sunnan- og vestan-
vert landið sem átti að gilda fyrir
nóttina og daginn í dag. Var búist
við suðvestanhvassviðri eða stormi,
meira en 20 m/s, með rigningu en
slyddu eða snjókomu til fjalla. Búist
er við vatnavöxtum í kjölfarið.
Aftakaveður og
stormviðvörun