Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 4
BAKSVIÐ
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þeir Íslendingar sem staddir voru í
Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir
föstudaginn sl. eru allir heilir á
húfi, að sögn sendiherra Íslands í
Japan, Stefáns L. Stefánssonar.
Stefán segir einn Íslending hafa
verið í borginni Sendai í norðaust-
urhluta landsins sem flóðbylgja
skall á í kjölfar jarðskjálftans með
gríðarlegri eyðileggingu og mann-
tjóni en hann hafi ekki verið á
hörmungarsvæðinu sjálfu. Stefán
segir manninn, Einar Andreas
Helgason, hafa vatn og vistir en
rafmagnslaust hafi verið þegar
hann ræddi við hann. Hann ætli að
halda kyrru fyrir í Sendai. „Það er
betra að halda kyrru fyrir meðan
ekki er verið að hvetja fólk til að
fara, í stað þess að leggja upp í ein-
hverja óvissuferð,“ segir Stefán.
Hvað ástandið í Tókýó varðar
segist Stefán ekki sjá betur en að
samgöngur séu komnar í lag í borg-
inni en búast megi við röskun á
lestarsamgöngum í dag vegna raf-
magnsskömmtunar í landinu. Hann
hafi farið í matarbúð í gær í einni af
aðallestarstöðvum borgarinnar og
þar hafi fólk verið heldur rólegt.
„Lestirnar ganga nokkurn veginn
og bílaumferðin. Andrúmsloftið er
dempað. Það var ekki þannig, eins
og maður hefði kannski hefði búist
við þegar maður kom inn í þessa
matvöruverslun, að verið væri að
rífa úr hillunum í stórum stíl,“ segir
Stefán. Ástandið hafi verið eins og
á venjulegum sunnudegi.
- Hefur þú orðið var við ótta
borgarbúa vegna neyðarástandsins
í Fukishoma-kjarnorkuverinu?
„Það sem ég held að hafi pirrað
þá sem eru utanaðkomandi, bæði
Japana og útlendinga, er þessi óná-
kvæma upplýsingmiðlun sem við
upplifðum hérna undir morgun
(gærmorgun). Þá hélt orkufyrir-
tækið sem rekur þetta kjarnorku-
ver blaðamannafund og hann var
svo ruglingslegur að það var ekkert
hægt að greina úr honum. Síðan
þegar leið á daginn gaus upp mikil
gagnrýni og síðan hefur ríkis-
stjórnin tekið þetta að sér sjálf, að
standa í þessari upplýsingamiðlun
og þá hefur þetta allt skánað,“ segir
Stefán en sprenging varð í Fukis-
homa í fyrradag. Unnið hefur verið
hörðum höndum við að halda geisl-
un í skefjum og kæla kjarnakljúf-
ana í Fukshima og einnig lýst yfir
neyðarástandi í Onagawa-kjarn-
orkuverinu en þar munu yfirvöld
hafa stjórn á ástandinu og kjarna-
kljúfarnir ekki í hættu.
Bolli Thoroddsen, verkfræðing-
ur búsettur í Japan, segist hafa náð
í þá vini sína sem búa á norðaustur-
ströndinni. Einn þeirra, Japani sem
bjó við ströndina þar sem flóðbylgj-
an gekk á land, hafi sloppið undan
bylgjunni en húsið hans sópast burt
með flóðinu. Hann hafi fyrir tilvilj-
un verið staddur annars staðar og
lifað hamfarirnar af. Bolli segir að
sér hafi létt afar mikið þegar hann
fékk þær fréttir. Hann segir síma-
línur hafa legið niðri en honum hafi
tekist að ná sambandi við vini sína
með smáskilaboðum í farsíma.
Geta hvergi farið
„Ég var að fá sms frá vini mínum
þar sem kemur fram að hann og
hans fjölskylda séu lokið inni á
svæðinu, vatns- og rafmagnslaus
og þau geta hvergi farið. Það er
þannig víða um Japan. Björgunar-
sveitir forgangsraða eftir því hvar
neyðin er mest,“ segir Bolli enda
hamfarasvæðið afar stórt. „Við sem
erum í Tókýó getum svo sem lítið
gert. Andrúmsloftið hér er mjög
þungt, búðir eru opnar á takmörk-
uðum tímum, þeim er lokað
snemma og ef maður fer út í búð er
búið að hreinsa út brauð og jógúrt,“
segir Bolli. Nú hafi fólk eðlilega
miklar áhyggjur af kjarnorkuver-
unum sem neyðarástandi hefur
verið lýst yfir í. „Ef þetta ástand
verður eitthvað verra getur það
haft áhrif bæði á Japan og ná-
grannaríkin.“
Reuters
Hamfarir Maður gengur framhjá rústum byggingar sem hrundi í borginni Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir Japan á föstudaginn var.
Andrúmsloftið mjög þungt
Japanar óttaslegnir yfir neyðarástandi í kjarnorkuverum Orkufyrirtæki
gagnrýnt fyrir ónákvæma upplýsingamiðlun, segir sendiherra Íslands í Japan
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða spennandi ferð til Sevilla í vor. Á þessum árstíma
er veðrið mjög þægilegt, enda vorið komið á þessum slóðum. Flogið
verður með Icelandair í morgunflugi til Sevilla 31. mars og til baka
um kvöldið þann 4. apríl. Gríptu
þetta frábæra tækifæri og njóttu
þín í borginni sem býður frábært
mannlíf og fjölbreytni í
menningu, afþreyingu að
ógleymdu fjörugu næturlífi og
endalausu úrvali veitingastaða
og verslana.
31. mars í 4 nætur
Frá kr. 59.900
Sevilla
Verð kr. 79.900
Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á
Hotel Andalusi Park **** í 4 nætur með
morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr.
20.000.-
Verð kr. 59.900
Netverð. Flugsæti á mann.
Forsætisráð-
herra Íslands, Jó-
hanna Sigurð-
ardóttir, sendi
forsætisráðherra
Japans, Naoto
Kan, samúðar-
kveðjur fyrir
hönd ríkisstjórn-
arinnar og ís-
lensku þjóð-
arinnar vegna
náttúruhamfaranna í Japan. Þær
séu átakanlegar og hugur Íslend-
inga sé með japönsku þjóðinni vegna
þess manntjóns sem hamfarirnar
hafi haft í för með sér. Forseti Ís-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson,
sendi Akihito Japanskeisara sam-
úðarkveðjur frá sér og íslensku
þjóðinni um helgina.
Í kveðju forseta segir meðal ann-
ars að hinar hræðilegu afleiðingar
jarðskjálftanna og flóðbylgjanna
hafi vakið djúpa samúð, hugur Ís-
lendinga sé með fjölskyldum og vin-
um þeirra sem látist hafa og einnig
þeim sem misst hafa heimili sín og
búi nú við óvissa framtíð.
Hugurinn
með
Japönum
Samúðarkveðjur frá
íslensku þjóðinni
Ólafur Ragnar
Grímsson
Breska efnahags-
brotadeildin, The
Serious Fraud
Office (SFO),
hyggst fram-
kvæma fleiri hús-
leitir á næstunni í
tengslum við
rannsókn á hruni
íslensku bank-
anna. Breska
dagblaðið Sunday
Telegraph greindi frá þessu í gær.
Níu manns voru handteknir og færð-
ir til yfirheyrslu í aðgerðum SFO og
embættis sérstaks saksóknara hér á
landi síðastliðinn miðvikudag og þar
af tveir á Íslandi.
Ekki liggur fyrir að sögn blaðsins
hvenær SFO lætur til skarar skríða
næst, en verið er að rannsaka lán-
veitingar rétt fyrir hrun Kaupþings.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, vildi aðspurður ekki tjá
sig um málið í gær. hjorturjg@mbl.is
Frekari hús-
leitir fyrir-
hugaðar
Ólafur Þór
Hauksson
Ragnar Önundarson, fv. forstjóri
Kreditkorts hf., fullyrðir að fulltrúar
bankanna í stjórnum kortafyrirtækj-
anna hafi játað á sig ólögmætt samráð
gegn betri vitund. Hið raunverulega
brot hafi verið sameiginleg markaðs-
yfirráð. Fyrir því hafi hann fullgildar
sannanir.
„Reiknistofa bankanna er háð sam-
eiginlegu eignarhaldi keppinauta og
staðlar allt vöruframboð og þjónustu
þeirra með ólögmætum hætti, þetta
er Samkeppniseftirlitinu fullkunnugt
um,“ segir Ragnar, sem líka hefur
sagt sig úr stjórn Framtakssjóðs Ís-
lands.
Ragnar segir forstjóra eftirlitsins
ekki valda starfi sínu og krefst af-
saknar. Hann segir að keppinautar
hafi átt saman heila atvinnugrein,
greiðslumiðlun, og til að tryggja að
samkeppni milli kortafélaganna lyki
örugglega hafi verið ákveðið að
stjórnarformenn beggja kortafyrir-
tækjanna skyldu koma frá sama
bankanum og að stjórnarformaður
stærra félagsins væri yfirmaður
stjórnarformanns minna félagsins.
„Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, var stjórnarfor-
maður VISA og Björn Líndal, aðstoð-
arbankastjóri sama banka, var
formaður hjá Kreditkorti. Þetta sam-
þykktu bankar og sparisjóðir,“ segir
Ragnar. Með þessu fyrirkomulagi
hafi eigendur kortafélaganna tryggt
markaðsyfirráð.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins, segir að málið hafi
verið rannsakað en því hafi lokið árið
2008 og þá var m.a. tekið á sameig-
inlegu eignarhaldi bankanna á korta-
fyrirtækjum. „Kortafyrirtækin játuðu
alvarlegt og ólögmætt samráð. Í kjöl-
farið voru greiddar háar sektir; rúm-
lega 700 milljónir. Því til viðbótar und-
irgengust kortafyrirtækin fyrirmæli
um að gera víðtækar breytingar á
starfsemi og fyrirkomulagi. Í því fólst
meðal annars að eyða stjórnunarleg-
um tengslum bankanna og kortafyr-
irtækjanna.“ hjaltigeir@mbl.is
„Sameiginlegt eignar-
hald keppinauta“
Ragnar krefst afsagnar forstjóra Samkeppniseftirlitsins
Ragnar
Önundarson
Páll Gunnar
Pálsson
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri
alþjóðasviðs Rauða kross Ís-
lands, segir enga beiðni hafa
borist Rauða krossinum hér á
landi um alþjóðlega hjálp
á hamfarasvæðunum í
Japan. Hvað Alþjóða
Rauða krossinn varðar
hafi fólk hins vegar ver-
ið sent til Japans í al-
menna samhæfingu og
það sé til taks ef al-
þjóðlegrar hjálpar gerist þörf. Al-
þjóðabjörgunarsveit Slysavarna-
félagsins Landsbjargar var sett á
viðbúnaðarstig í fyrradag en
upplýsinga- og kynningar-
fulltrúi Landsbjargar, Ólöf
Snæhólm Baldursdóttir,
segir ólíklegt að sveitin
verði sett á vöktunarstig
aftur.
Ekki óskað eftir aðstoð
RAUÐI KROSS ÍSLANDS OG LANDSBJÖRG
Þórir Guðmundsson