Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 26

Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011 Brynhildur Þorgeirsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Ger- rit Rietveld Academie í Hol- landi og California College of Arts and Crafts, auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pilchuck Glass School í Bandaríkjunum. Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins auk safna í ýmsum löndum. Hún hefur hlotið styrki og við- urkenningar fyrir verk sín og meðal annars fengið tvisvar úthlutun úr The Pollock- Krasner Foundation. Af verkum í almennings- rýmum má nefna Landslags- mynd í Garðabæ, Klett sem stendur við Leirvog- inn í Reykjavík, Pendúl hússins í MK og Minn- isvarða um framtíðina á Akureyri og í Háskól- anum í Reykjavík. Sýningin í Lista- safni ASÍ er 15. einkasýning Bryn- hildar hér á landi. Hún stendur til 3. apríl. 15. einka- sýningin LISTAKONAN Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is „Verkin eru skáldskapur úr stein- steypu og gleri,“ segir Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarkona um sýningu sína Hugarlundur sem nú stendur yfir í Listasafni ASÍ, í Ás- mundarsal og arinstofunni. Á sýn- ingunni eru skúlptúrar sem að stórum hluta voru unnir í samvinnu við og á gestavinnustofu The Glass Museum í Tacoma í Bandaríkjunum. Naut liðsinnis glerblást- ursmanna „Ég hef unnið með steinsteypu og gler frá því ég lauk námi árið 1982,“ segir Brynhildur. „Ég sandsteypi gler en þar sem ég hef enga aðstöðu til að gera það á Íslandi fer ég til út- landa til að búa til þá glerhluti sem fara í verk mín. Flyt þá heim á vinnustofu og held áfram að vinna með þá. Þessir glerhlutir eru út- gangspunktur í verkum mínum og í vinnuferlinu taka þeir völdin og ég læt þá leiða mig áfram. Í sumar var mér boðið í eina viku í gestavinnustofu Glass Museum í Tacoma sem er rétt fyrir utan Seattle og þar er einungis fengist við glerblástur en ekkert steypt. Ég kann ekki að blása gler, en hafði þarna þrjá glerblástursmeistara, sem unnu eftir teikningum mínum. Vinnudagurinn var frá átta á morgnana til fimm á daginn. Vinnu- stofan er stór og þar eru áhorf- endapallar fyrir nokkur hundruð manns. Það er mjög gaman að horfa á fólk vinna með gler og áhorf- endapallarnir fylltust þegar safnið var opnað á morgnana. Við þessa vinnu hafði ég ákveðinn útgangspunkt. Ég hafði gert fjöl- margar tillögur að görðum fyrir Há- skólann í Reykjavík og í þeirri vinnu sökkti ég mér í rannsóknir á gróðri. Ég átti alls konar skissur frá þessu tímabili sem ég nýtti mér við verk- efnin í Tacoma. Ég mætti með teikningar sem ég hélt að myndu duga í tvo daga, en glerblást- ursmeistararnir kláruðu að vinna eftir þeim á einum degi. Þá var ég komin í gírinn, sá hvernig þeir unnu og hvað var hægt að gera. Svo ég skissaði og skissaði og mætti hvern dag með nýjar teikningar. Það komu út úr þessu alls konar hlutir og marga þeirra sýni ég núna í Ás- mundarsal. Áður hef ég alltaf blandað saman gleri og steinsteypu en á sýningunni eru þó nokkur verk sem eru bara úr gleri. Svo tók ég með mér út ösku úr Eyjafjallajökli og prófaði að blanda henni í gler þannig að nokkur verk- anna eru sambland af gleri og Eyja- fjallajökulsösku.“ Eins konar þróunarsaga Er list þín að þróast í einhverja sérstaka átt? „Ég hef verið að vinna að list minni í nær þrjátíu ár og vinn jafnt og þétt. Þegar maður kann svona vel á efnið sem maður vinnur með þá verður maður nokkuð öruggur og um leið opnast sífellt fleiri mögu- leikar í túlkun. Listsköpunin verður eins konar þróunarsaga. Á þessari gestavinnustofu notaði ég allt öðru- vísi aðferðir en ég er vön og um leið varð eins konar stökkbreyting og verkin urðu öll fígúratív. Í upphafi ferils míns vann ég eingöngu fígúra- tívt, en í seinni tíð var ég komin meira út í landslag; fjöll, steina og kletta. Þessi nýju verk eru sem sagt fíguratívir skúlptúrar með rætur í jurtaríkinu. Þetta eru verur, karl- kyns og kvenkyns sem þurfti að gefa nöfn. Einar Örn, vinur minn, Benediktsson er góður textagerð- armaður og hann hjálpaði mér með nöfnin. Ég sagði honum að þessar verur tengdust á vissan hátt gróðri og þær spryttu í höfðinu á mér en hann kom með tillögur að nöfnum eins og Glitrur, Órur, Vitrur, Hygl- ur og Trækur.“ Engir heimsfrægðarkomplexar Sýningin nefnist Hugarlundur, af hverju það nafn? „Ég var að skapa framandi og nýja hluti og stundum hugsaði ég: Hvað er þetta? Hvaðan kemur þetta? Svarið var venjulega: Þetta er eitthvað sem ég gerði mér í hugarlund. Um leið varð nafnið á sýningunni til – og lundur tengist líka gróðri.“ Brynhildur bjó í átta ár í Banda- ríkjunum og sýndi verk sín þar og víðar, en flutti heim árið 1990 og er með vinnustofu á Bakk- astöðum. „Ég er ekki með neina heimsfrægðarkomplexa,“ segir hún. „Mér finnst gott að vinna á Íslandi, hérna á ég heima og hér er minn markaður. Þriðja hvert ár held ég stórar sýn- ingar og veit yfirleitt með góðum fyrirvara hvar ég sýni. Það er nauðsynlegt að geta tekið mið af rýminu þegar maður vinnur að sýningu. Áður fyrr tók ég oft þátt í samsýningum. En nú er ég hætt að taka þátt í þeim nema mér sé borgað fyrir það. Ég þarf ekki að fá enn eina línuna í ferilskrána fyrir einhverja samsýningu í Noregi. Það skiptir mig ekki máli því ég er kom- in með þrettán síðna ferilskrá. Mér hefur gengið vel en nú er verk- efnaskortur hjá myndlistarfólki.“ Kreppan hefur haft sín áhrif á af- komu myndlistarmanna? „Ég var vel stödd þegar „fallið“ eins og ég kalla það varð. Ég fékk til dæmis fimm verkefni eftir sam- keppni í Háskólanum í Reykjavík en þremur þeirra hefur verið frestað. Það var nóg að gera í alls konar verkefnum en svo var allt skyndi- lega búið. Afborgunarsjóðurinn sem ég átti er nánast tómur. Núna er svo að segja engin sala í samtíma- myndlist á Íslandi. Það er enginn sem gengur inn, bendir á verk og segir: „Ég ætla að fá þetta“ og spyr ekki einu sinni hvað það kostar. Fyrirtæki sem áður keyptu gjafir fyrir 300.000 krónur kaupa núna fyrir 50.000. Og þeir sem eiga pen- inga þora ekki að sýna þá. Uppboðshaldarar segja fólki að það sé örugg fjárfesting í myndlist en staðreyndin er sú að þeir sem fjárfesta þora ekki að fjárfesta nema í gömlu og dauðu körlunum. Þeir taka ekki áhættu með því að kaupa verk eftir fremur ungan lif- andi listamann. Menn þykjast öruggir með Þorvald Skúlason uppi á vegg. En ég held bara áfram. Þetta er einungis spurning um að halda út.“ Morgunblaðið/RAX Brynhildur Þorgeirsdóttir „Þessi nýju verk eru sem sagt fíguratívir skúlptúrar með rætur í jurtaríkinu. Þetta eru verur, karlkyns og kvenkyns sem þurfti að gefa nöfn.“ Skáldskapur úr steinsteypu og gleri  Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir skúlptúra í Listasafni ASÍ  Aska úr Eyjafjallajökli kemur við sögu  Verk af verum sem Einar Örn Benediktsson aðstoðaði við að gefa nöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.