Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 28

Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011 Hjördís Stefánsdóttir hjordst@hi.is Psycho segir af einkaritaranum Marion Crane (Janet Leigh) sem felur sig á af- skekktu vegamóteli eftir að hafa stolið fúlgu fjár frá vinnuveitanda sínum. Móteleigand- inn Norman Bates (Anthony Perkins) er ekki allur þar sem hann er séður og sam- fundir þeirra Marion hafa voveiflegar afleið- ingar. Myndin var frumsýnd árið 1960 en á þeim tíma fór að bera á nýju og myrkara raunsæi í Hollywood. Um svipað leyti slaknaði á þeirri ægilega afturhaldssömu ritskoðun sem bandarískar kvikmyndir þurftu að sæta fyrir almennar sýningar. Segja má að Psycho gangi alla leið inn í hið myrka raunsæi með frjálslyndari efnistökum og marki þar með skýr þáttaskil í sögunni. Brotið er blað strax í upphafsatriði mynd- arinnar þar sem hin ólofaða Marion sængar með elskhuga og striplast um á nærklæðum en slíkt hispursleysi fór vel yfir velsæm- ismörk þess tíma. Geðþekki morðinginn Norman sem þjakaður er af sjúklegri móð- urást og bregður sér í kvenmannsklæði var sömuleiðis langtum kynlegri kvistur en hafði áður sést í kvikmyndum. Marion sést einnig sturta niður í klósett pappírum sem sannað gætu sekt hennar, en fram til þessa hafði klósetti aldrei brugðið fyrir á hvíta tjaldinu. Þessi atriði áttu þó ekki aðeins að stuða áhorfendur því að þau gegna lyk- ilhlutverkum í frásögninni. Hringiðan í kló- settskálinni er einnig myndrænn fyrirboði hins fræga sturtuatriðis þar sem blóðugt of- beldi og sálfræðilegur óhugnaður ruddi sér af fullum krafti leið inn í meginstraumsk- vikmyndir. Hin magnaða sturtusena Spenna myndarinnar nær hámarki þegar Marion er myrt í sturtusenunni. Atriðið er eitt hið frægasta í kvikmyndasögunni en það er 3 mínútur að lengd, skartar 55 klipp- ingum og er kvikmyndað frá 77 ólíkum sjónarhornum. Flest skotin sýna myndefnið í nærmynd þar sem afmörkuðum líkams- hlutum bregður fyrir, ásamt niðurfalli og sturtuhaus. Notast er við aðeins víðara sjónarhorn í upphafi og enda atriðisins sem gefur áhorfendum betri tilfinningu fyrir rýminu og rammar morðið inn. Samspyrðing þessara nærmynda, tíðar klippingar og sífelld breyting á sjónarhorni hefur ágeng áhrif á áhorfendur. Þeir verða fyrir árás líkt og Marion. Atriðið er svo listilega útfært að áhorfendur telja sig enn fremur hafa séð meira en rann þeim fyrir sjónir. Andliti morðingjans bregður til dæmis aldrei fyrir en áhorfendur sannfær- ast um sekt móður Normans. Minna sést í nakinn líkama leikkonunnar en margan skyldi gruna og hnífur morðingjans sést að- eins snerta hold einu sinni þótt taktbundin klippingin og hljóðsetning gefi annað til kynna. Hljóðsetningin magnar upp spennuna og áhorfendur geta ekki skorast undan henni með því að líta undan. Ískrandi og hvellt fiðluvælið er skerandi í goðsagna- kenndri útsetningu Bernards Hermans. Stjarnan drepin Áhorfendur hafa í gegnum tíðina lært að samsama sig við kvikmyndastjörnur og ætl- ast því til þess að þær lifi raunir af allt til enda. Hitchcock skýtur þeim skelk í bringu í Psycho og leiðir skærustu stjörnuna, Ja- net Leigh, til slátrunar þegar myndin er innan við hálfnuð. Þar með gaf hann feigð- inni lausan taum í frásagnarkvikmyndum og síðan þá hefur engin persóna verið óhult. Móðir Normans er sömuleiðis veigamikil persóna og ógnandi drifkraftur en henni bregður ekki mikið fyrir. Ráðgáta frásagn- arinnar hverfist um meinta sekt hennar og hulduferðirnar auka spennuna. Áhorfendur vita heldur ekki hvar þeir hafa Norman, sem virðist ýmist geðþekkur eða aumk- unarverður. Þeir leggjast á gægjur með honum og samsama sig alfarið sjónarhorni hans eftir sviplegan dauða Marion. Raðmorðingja-arfleifðin Segja má að Psycho sé fyrsta slæging- arhrollvekjan þar sem hún hverfist um ráð- gátumorð með óvæntum endi, geðveikan morðingja sem drepur sjálfstæða, fagra og kynferðislega virka konu með eggvopni og skartar kvikmyndatöku og tónlist sem gera atlögu að áhorfendum. Hún er einnig fyrsta hrollvekjan þar sem skrímslið er ekki yfirnáttúrulegt heldur afar mannlegt og upp að vissu marki við- kunnanlegt. Persóna Normans byggist á raunverulegum raðmorðingja, Ed Gain, sem síðar varð fyrirmyndin að morðingj- unum í The Silence of the Lambs og The Texas Chainsaw Massacre. Minning hans er því orðin ódauðleg en síðan Norman mundaði kutann hafa raðmorðingjar ver- ið afar vinsæl viðfangsefni sem sífellt virðast getað heillað og hrellt vammlausa áhorfendur. Áhorfendur vilja vita hvað knýr slíka ódæðismenn og því er gjarnan rýnt með sálgreiningu í uppvöxt, erfðir og áföll sem mótað hafa atferli morðingj- anna. Ekki er dregin dul á að hættur heimsins leynast víða og váin sem steðj- ar að gerir iðulega ekki boð á undan sér. Þrátt fyrir að flestir hafi séð Psycho og viti nákvæmlega hvað gerist, hvar og hvenær, heldur myndin áfram að tæla og trylla. Hún er orðin klassískt meist- araverk og líkast til flykkjast kvik- myndaáhugamenn í Háskólabíó í kvöld þar sem myndin verður sýnd í stóra salnum. Síðan Psycho var frumsýnd nægir það ekki áhorfendum að óþokkinn sé aðeins skúrkur eða skrímsli sem auðvelt er að hata. Þeir vilja skilja hann og vita hvað það er sem drífur hann til ódáða. Spenna Hljóðin sem heyrast þegar Marion er rist á hol eru átakanleg en þau voru útfærð með því að stinga hnífi ítrekað í safaríka melónu. Þessi hljóð og tónlistin vekja meiri óhugnað en myndefnið eitt gefur tilefni til. Ögrandi ágengni Psycho stenst tímans tönn  Ein þekktasta kvikmynd Alfreds Hitchcocks, Psycho, verður sýnd í Mánudagsbíói Háskóla Íslands og Háskólabíós í kvöld  Myndin olli straumhvörfum í Hollywood og er fyrir margt löngu orðin ein sú ástsælasta í kvikmyndasögunni Arfleifðin Síðan Psycho var frumsýnd nægir það ekki áhorfendum að óþokkinn sé aðeins skúrkur eða skrímsli sem auðvelt er að hata. Þeir vilja skilja hann og vita hvað það er sem dríf- ur hann til ódáða. Stjarnan drepin Hitchcock virti frásagn- arlögmál að vettugi og leiddi stjörnu myndar sinnar, Janet Leigh, til slátrunar áður en myndin var hálfnuð. Hitchcock er frægur fyrir markaðs- kænsku sína og færni í að byggja upp kynngimagnaða eftirvæntingu áhorfenda. Hann sló ekki slöku við þegar kom að Psycho og lagði sig í líma við að sjá til þess að söguþráður myndarinnar kæmi áhorfendum verulega á óvart. Hann keypti til dæmis réttinn að skáldsögunni sem myndin er byggð á og reyndi að kaupa öll eintök sem voru í umferð af markaðnum. Hann gerði einnig sjón- varpsauglýsingu þar sem hann kitlar for- vitni áhorfenda með því að leiða þá um húsakynni Normans og ýja með leik- rænum tilburðum að voðaverkunum sem þar fara fram. Hitchcock bannaði allar forsýningar á myndinni og setti upp aug- lýsingaskilti í anddyri hvers sýning- arhúss þar sem tekið var fram að engum yrði hleypt inn í sýningarsalina eftir að sýning hæfist. Áhorfendur yrðu að sjá myndina frá upphafi til enda til að fara ekki á mis við neitt og svo var heitið á þagmælsku þeirra um framvinduna svo upplifun seinni áhorfenda myndi ekki spillast. Markaðskænska Hitchcocks KYNNGIMÖGNUÐ EFTIRVÆNTING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.