Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
✝ RagnheiðurJónsdóttir
fæddist á Brekku í
Gilsfirði 12. októ-
ber 1917. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Grund 3.
mars 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Theó-
dórsson, f. 20. maí
1880, d. 4. febr.
1960 á Kleifum í
Gilsfirði og Elín Magnúsdóttir,
f. 20. febr. 1881 á Hrófá, Hróf-
bergshr., Strandasýslu, d. 20.
ágúst 1960. Systkini Ragnheið-
ar eru: a) Guðrún, f. 29. sept.
1902, d. 21. júlí 1984, b) Mar-
grét Theódóra, f. 13. maí
1907, d. 13. ágúst 1967, c)
Kristín Soffía, f. 14. nóv. 1909,
d. 3. des. 2000, d) Eggert
Theódór, f. 15. nóv. 1912, d.
28. sept. 1992, e) Jón Korn-
Kornelíus, húsasmíðameistari,
f. 30. maí 1946, kvæntur Elínu
Pálsdóttur, úr Kópavogi. Son-
ur: Tryggvi. 4) Símon Eðvald,
bóndi í Skagafirði, f. 1. ágúst
1948, kvæntur Ingibjörgu Jó-
hönnu Jóhannesdóttur frá Egg
í Hegranesi. Börn: Jónína
Hrönn, Jóhannes Hreiðar,
Ragnheiður Hlín og Gígja
Hrund. 5) Sólveig Rósa Bene-
dikta, sjúkraliði, f. 12. júlí
1950, d. 5. mars 2011, giftist
Sigurði S. Wiium úr Reykja-
vík. Börn: Hrefna Rós, Sig-
urður Heiðar og Elva Ósk. 6)
Vörður Leví, prestur og fv.
lögregluþjónn, f. 21. okt. 1952,
kvæntur Ester Karin Jacobsen
frá Noregi. Börn: Erdna Ragn-
heiður, Sigmund Leví, Karin
Milda og Rakel Kersti. 7) Guð-
rún Ingveldur, sjúkraliði, f. 5.
mars 1954, gift Geir Jóni Þór-
issyni úr Reykjavík. Börn:
Þórir Rúnar, Narfi Ísak, Sím-
on Geir og Ragnheiður Lind.
Ragnheiður verður jarð-
sungin frá Hvítasunnukirkj-
unni Fíladelfíu að Hátúni 2 í
dag, 14. mars 2011, og hefst
athöfnin kl. 13.
elíus, f. 8. apríl
1915, d. 6. janúar
2010, g) Kristrún
Soffía, f. 23. des.
1918, h) Anna
Guðrún, f. 30.
sept. 1921.
Ragnheiður
giftist Trausta
Guðjónssyni frá
Skaftafelli í Vest-
mannaeyjum 13.
ágúst 1938. Börn
þeirra eru: 1) Halldóra, ljós-
móðir, f. 28. júní 1938, gift
Einari Jónassyni, frá Grund-
arbrekku í Vestmannaeyjum.
Synir: Trausti Ragnar, Gunnar
Jónas, Fjalar Freyr og Sindri
Reyr. 2) Guðjón, vélvirki, f. 23.
apríl 1943, kvæntist Guðrúnu
Kristínu Erlendsdóttur, d.
23.12. 2010, frá Hamragörðum
í Rang. Börn: Sigríður Heið-
rún, Trausti og Erlendur. 3)
Nú er mamma horfin af sjón-
arsviðinu. Mamma er það orð
sem maður kannski notar mest á
lífsleiðinni.
Mamma mín var glæsileg
kona, alltaf fín og vildi vera fín.
Þó svo að efnin leyfðu það ekki
var hún samt fín og falleg eins og
pabbi sagði alltaf. Mamma og
pabbi voru alltaf ástfangin og
hrifin hvort af öðru, voru gift í 70
ár og þrjá mánuði þegar pabbi fór
til fundar við drottin. Nú hafa
þau hitt hvort annað og njóta
samvista hvort annars og allra
hinna sem á undan eru farnir.
Já, hún mamma var einstök
kona, elskuleg mamma, amma og
mikill trúboði. Hún var 19 ára
þegar hún gerði Jesúm Krist að
leiðtoga lífs síns og þjónaði hon-
um alltaf upp frá því og elskaði að
tala um og til hans.
Minning mín frá barnæsku er
sterkust í stofunni í Hjarðarholti
í Vestmannaeyjum þegar ekkert
sjónvarp var og mamma sat með
okkur öll sjö börnin og pabba í
kringum sig og las fyrir okkur
sögur sem voru oftar en ekki
sorglegar og mamma grét og við
öll hin tókum undir. Eða þegar
það voru þvottadagar í Hjarðar-
holti og mamma var úti í þvotta-
húsi allan daginn og þvoði föt og
rúmföt af okkur öllum, sauð
þvottinn og nuddaði á bretti
sokka og buxur. Já, það er margs
að minnast. Eftir að ég varð full-
orðin og eignaðist mitt eigið
heimili var ekki erfitt að hringja
og biðja mömmu og pabba að
koma til Eyja og hjálpa mér þeg-
ar ég lá á sæng eða var veik.
Pabbi og mamma komu þá með
næstu flugvél og sáu um heimilið.
Oft tala börnin okkar um þegar
afi og amma voru hjá okkur og
amma las sögur fyrir þau og þau
fengu að kúra hjá henni, hún var
svo mikil amma og kærleiksrík
mamma.
Hún elskaði að hafa gesti og
gangandi í kaffi og var oft mikið
um gestagang hjá mömmu, hún
var mikil húsmóðir og hreinleg
fram úr hófi.
Það voru mikil forréttindi fyrir
mig að verða tengdasonur Ragn-
heiðar. Hún tók mér strax sem
sínum syni og reyndist mér sú
hjálpar- og stuðningshella sem
ég þurfti oft á að halda. Ragn-
heiður var mikil trúarkona, elsk-
aði Frelsarann sinn Jesúm Krist
og var óþreytandi að biðja fyrir
öllu sínu fólki og eins algjörlega
óskyldu. Hún mátti aldrei neitt
aumt sjá og alltaf tilbúin til að
rétta hjálparhönd, sem margir
minnast í dag af miklu þakklæti.
Það var unun að sjá hvernig
börnin okkar og svo barnabörn
hændust að henni. Hafði hún allt-
af eitthvað að gefa, bæði andlegt
og líkamlegt, sem veitti hlýju og
þakklæti. Fallin er mikil kjarn-
orkukona sem elskaði samferða-
menn sína og skilur nú eftir sig
djúpt skarð í mannlífsflóru þjóð-
ar okkar.
Við þökkum Guði fyrir móður
mína og tengdamóður, fyrir allt
það sem hún var okkur. Guð
blessi minningu hennar sem fær-
ir okkur sönnun á hvað gott er að
hvíla í Guðs hendi allt sitt líf.
Síðustu æviárin voru þau
pabbi og mamma á Grund, nutu
einstakrar umhyggju og kær-
leika þar frá öllu því góða fólki
sem þar vinnur. Vil ég persónu-
lega þakka af hjarta fyrir sér-
stakan kærleika og umhyggju
sem mér var sýnd kvöldið sem
mamma kvaddi þennan heim.
Drottinn blessi ykkur öll.
Guðrún Ingveldur
Traustadóttir og
Geir Jón Þórisson.
Í dag kveðjum við elskulega
móður og tengdamóður og ljúfar
og góðar minningar koma upp í
hugann. Samfylgdin er orðin
löng, árin hennar orðin mörg og
hvíldin kærkomin, þrek og kraft-
ar á þrotum eftir mikið og gott
ævistarf. Efst í huga er þakklæti
fyrir allt sem hún gerði fyrir okk-
ur og börnin okkar, alltaf boðin
og búin til að létta undir með okk-
ur, og margar ferðirnar kom hún
norður til að hjálpa til í sveitinni á
álagstímum, við sauðburð, slátur-
gerð eða hún settist við sauma-
vélina til að gera við vinnufatnað
eða sauma jólaföt á börnin, enda
stórflink saumakona og tók að
sér saumaskap fyrir fólk á árum
áður. Kleinu- og flatkökubakstur
var líka hennar sérgrein, það
fengum við hvergi betra.
Það munaði um verkin hennar,
hún var afskaplega dugleg kona
og vinnusöm, sagðist hafa
ánægju af allri vinnu, hún ætti
svo mikla vinnugleði. Það er mikil
vinna að sjá um stórt heimili, ala
upp hóp af börnum, 7 mannvæn-
leg börn, hafa allt hreint og fínt
og röð og reglu á hlutunum eins
og var á heimili þeirra hjóna. Þar
var gott að vera og öllum leið þar
vel og fundu sig velkomna. Alltaf
nóg pláss til að taka á móti fólki í
mat, kaffi og gistingu, því eins og
sagt er, þar sem er hjartarúm er
líka nóg húsrúm.
Já, vinnusemi og dugnaður
einkenndi þau hjónin bæði og
börnin þeirra lærðu ung að
hjálpa til á heimilinu og fara út á
vinnumarkaðinn strax og þau
höfðu getu til. Þegar fækkaði í
heimili notaði hún tímann til að
prjóna sokka, vettlinga og fín sjöl
úr eingirni, sem hún bæði gaf vin-
um og vandamönnum og seldi
líka, því eins og við aðra vinnu
gengu prjónarnir hratt. Hún var
yndisleg amma, sagði börnunum
sögur og ævintýri, kenndi þeim
bænir og vers og saumaði dúkku-
föt á barbídúkkurnar. Barna-
börnin hennar elskuðu hana og
dáðu. Þau hjónin undu sér vel í
litla sumarhúsinu sínu, Bjargi, en
þau dvöldu þar nokkrar vikur á
sumrin nú á seinni árum, eftir að
pabbi hætti að vinna.
Alltaf vildi hún vera fín og
snyrtileg til fara og á hátíðar-
stundum var hún dugleg að
klæða sig upp á í upphlutinn sinn
sem klæddi hana sérstaklega vel.
Mamma átti sterka og einlæga
Guðstrú sem einkenndi allt henn-
ar líf, hún setti allt sitt traust á
frelsara sinn Jesú Krist, var mikil
bænakona og bað stöðugt fyrir
öllum hópnum sínum sem orðinn
er býsna stór. Fyrirbænir henn-
ar, kærleikur, umhyggja og
elskusemi öll hefur verið okkur
dýrmæt og ómetanleg. Elsku
mamma/tengdamamma, ástar-
þakkir fyrir allt yndislegt, við
gleðjumst með þér að vera komin
til himins í alla þá sælu sem við
vitum að bíður þín þar með frels-
ara þínum og ástvinum sem þar
eru.
Við kveðjum þig með virðingu
og þökk. Far þú í friði, friður
Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Símon og Ingibjörg, Ketu.
Þá er amma farin heim. Heim
til Drottins; á fund frelsarans og
afa. Ég heyrði um daginn rifjað
upp hvernig amma komst til trú-
ar á Jesú. Hana dreymdi draum.
Hún stóð fyrir framan Gullna
hliðið og Lykla Pétur bað hana
um aðgöngumiðann. Hún leitaði
að aðgöngumiða en fann ekki fyrr
en hún sá í hönd sína ritað „Blóð
Jesú Krists hreinsar oss af allri
synd“. Það var aðgöngumiðinn og
þannig var trú ömmu. Amma var
ekki í vafa um hvað blóð Jesú
þýddi fyrir hana enda minntist
hún iðulega á það, hvort heldur
sem var í samtölum við samferð-
armenn sína, eða Guð sjálfan í
bænum sínum. Hún trúði því að
fórnardauði Jesú á krossinum
hreinsaði manninn af synd sinni,
það er þá sem hafa tekið við hon-
um sem frelsara sínum.
Amma tók ung á móti Jesú í
hjarta sitt og hún gat heils hugar
tekið undir orð Páls postula þeg-
ar hann skrifaði „Lífið er mér
Kristur og dauðinn ávinningur“.
Eftir að ég flutti norður í land
með fjölskyldu minni, urðu
stundirnar með ömmu og afa
færri, en allar stundir enduðum
við með bæn. Það var hluti af lífi
ömmu að biðja til Guðs og mikið
er ég þakklátur fyrir allar bæn-
irnar hennar. Á sama tíma velti
ég því fyrir mér hver taki við
keflinu, nú þegar amma er farin.
Það er skarð fyrir skildi. Ég er
ekki í vafa um að þegar amma
stóð fyrir framan Gullna hliðið
hafi hún fengið að heyra orð
frelsara síns: „Gott, þú góði og
trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr,
yfir mikið mun ég setja þig. Gakk
inn í fögnuð herra þíns.“ Amma
er komin í fögnuð herra síns.
Mættu sem flestir taka þátt í
þeim fagnaði.
Fjalar Freyr Einarsson.
Okkar yndislega amma er nú
komin í dýrðina til drottins.
Amma Ragnheiður var alltaf svo
hlý og góð manneskja. Það er
margs að minnast þegar við
systkinin lítum til baka. Það var
alltaf gaman að koma í heimsókn
til ömmu og afa á Ásbraut því þá
fengum við öll að kúra hjá ömmu
á meðan hún sagði okkur sögur
frá því þegar hún var lítil og
hvernig drottinn varðveitti hana í
sveitinni, sögur af fólki sem
þurfti á Jesú Kristi að halda eða
sögur sem tengdust draumum
hennar. Þegar sögustundirnar
byrjuðu þá var oftast slegist hjá
okkur um að vera sem næst
ömmu og var það oftast kallað að
vera „í holunni“ þegar við feng-
um að vera undir handarkrikan-
um hennar og kúra alveg upp að
henni. Eitt sinn varð meira að
segja rifrildi á milli Símonar
Geirs og Þóris Rúnars þegar að
Símon stökk aðeins á klósettið,
þá sá Þórir sér leik á borði og
laumaði sér í holuna til ömmu.
Þegar Símon kom aftur reif hann
í Þóri og sagði: „Þetta er holan
mín!“ Amma var alltaf réttlát og
því sá hún til þess að Símon fengi
aftur að skríða í holuna sína.
Amma minntist oft á þessa sögu
við okkur systkinin og var hún
dugleg að láta okkur vita að við
áttum alltaf greiðan aðgang að
henni. Það má með sanni segja að
ömmu fannst gott að vera umvaf-
in fjölskyldunni sinni enda lét
hún sig yfirleitt ekki vanta þegar
fjölskyldan hittist og var hún yf-
irleitt síðust til að yfirgefa partí-
ið. Amma var mikil veislukona og
aldrei vorum við svikin af kræs-
ingunum sem amma bauð upp á:
Kandís uppi á Bjargi, pönnukök-
ur með sykri, heitt súkkulaði,
súkkulaðikaka með skrautsykri
eða jarðarberjagrautur með
rjóma. Amma passaði alltaf upp á
að gera jafnt við alla og sýndi öll-
um jafn mikla ást og kærleika og
vitum við að flestallir í fjölskyld-
unni eiga að minnsta kosti eitt
par af hennar víðfrægu lopasokk-
um. Við erum Guði þakklát fyrir
ömmu Ragnheiði því hún mun
alltaf eiga stóran stað í hjarta
okkar. Amma var klár á sínum
aðgöngumiða inn í dýrðina því að
eins og í draumnum hennar þá
vissi hún að „blóð Jesú Krists
sem hreinsar oss af allri synd“
(1.Jóh 1:7) er aðgöngumiðinn.
Þórir Rúnar, Narfi Ísak,
Símon Geir
Geirssynir.
Elskulega amma mín er komin
til drottins í dýrðina. Þó að það sé
sárt að hugsa til þess að vera búin
að missa ömmu sína þá get ég
huggað mig við það að hún er
komin heim í eilífa dýrð og frið.
Það er margs að minnast þeg-
ar ég hugsa um hana ömmu
Ragnheiði, sérstaklega þá tátil-
jurnar, kandísinn og yndislegu
sögurnar hennar. Það voru mér
mikil forréttindi að hafa getað
haft ömmu mína hjá mér alla
mína æsku og unglingsár, enda
70 ár á milli okkar. Mér þykir líka
mjög vænt um að hugsa til þess
að hafa átt þessa þvílíku fyrir-
mynd í lífi mínu. Amma sýndi
mér ávallt hvernig kristinn ein-
staklingur ætti að haga sér og
tala, enda mikill trúboði og læri-
sveinn. Amma hafði mikið yndi af
því að tala um Guðs orð og hvað
biði okkar þegar við myndum
kveðja þennan heim. Mér hefur
alltaf fundist ég eiga stóran hluta
í hjartanu hennar ömmu, enda
yngsta barnabarnið af 23 og
nafna hennar líka.
Aldrei gleymi ég þegar amma
var að gista heima hjá okkur og
hún fékk að sofa í mínu rúmi, þá
spurði hún mig ávallt hvort ég
ætlaði ekki bara að kúra hjá
henni. Það var alltaf gott að vera í
holunni hennar ömmu og tala um
Jesú og framtíðina.
Að lokum vil ég þakka mínum
almáttuga drottni fyrir að hafa
gefið mér þessa yndislegu ömmu.
Ragnheiður Lind
Geirsdóttir.
Í dag er til moldar borin elsku-
leg föðuramma okkar, Ragnheið-
ur Jónsdóttir. Amma hefur alltaf
verið okkur ákaflega kær, allar
minningarnar um hana góðar og
engan skugga ber þar á. Amma
hafði einstaka nærveru, hún var
alltaf blíð og góð en á sama tíma
dugnaðarforkur mikill og afkast-
aði gríðarlega í öllum verkum sín-
um. Það er því ekki að undra að
hún hafi alla tíð verið eftirsótt til
vinnu. Hún var verklagin með
eindæmum, sneið og saumaði og
á örskotsstundu var orðinn til nýr
jólakjóll á einhverja okkar systr-
anna eða nýjar buxur á bróður-
inn. Oftsinnis lögðum við stelp-
urnar inn pantanir fyrir einhverri
flík sem okkur langaði í á barbí-
dúkkurnar og aldrei þurftum við
að bíða lengi því amma var aldrei
sein að hrinda hlutunum í fram-
kvæmd.
Ragnheiður
Jónsdóttir
✝ SigurðurBjörnsson,
bóndi og fiskmats-
maður, fæddist í
Skógum í Öxarfirði
25. maí 1936. Hann
andaðist í Víðihlíð í
Grindavík 23. febr-
úar 2011.
Foreldrar hans
voru Björn Björns-
son, fæddur á Héð-
inshöfða á Tjörnesi
16. febrúar 1912, hann lést í
Sandfellshaga, Öxarfirði, 21.
mars 1980, og Margrét Guð-
mundsdóttir, fædd í Skoruvík á
Langanesi 3. október 1907, hún
lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 20.
september 1989. Systkini hans
Mikkelsen. Hólmfríður Helga er
trúlofuð Sigurþóri Brynjari
Sveinssyni og eiga þau tvö börn,
Sigurbjörn Kristján og Ingi-
björgu Jónu. Saga Karen á eitt
barn, Tanya Rós Hlynsdóttur.
Grímur Freyr er trúlofaður
Ástu Maríu Guðmundsdóttur,
þau eru barnlaus. Malan er trú-
lofuð Edvard Sörensen, þau
eiga fjögur börn, Rogvi, Bryan,
Eyvöru og Ara.
Sigurður hlaut sína grunn-
skólamenntun frá Lundi Öx-
arfirði. Hann tók virkan þátt í
félagsstörfum UNÞ á yngri ár-
um og einnig var hann formaður
Ungmennafélags Öxfirðinga til
margra ára. Sigurður starfaði
sem bóndi ásamt föður sínum í
Skógum í Öxarfirði ásamt því að
vinna við Sláturhús KNÞ á
Kópaskeri. Síðustu starfsárin
sín vann Sigurður sem fiskmats-
maður í Sandgerði.
Útför Sigurðar fór fram frá
Keflavíkurkirkju í kyrrþey.
voru Þórarinn
Björnsson, f. 24.
september 1933, d.
1. desember 2009
og Ólöf Björns-
dóttir, f. 11. desem-
ber 1946, d. 21. maí
2010. Barnsmóðir
Sigurðar er Saga
Jónsdóttir, hún lést
17. júní 2004. Þau
áttu saman Björn
Grétar Sigurðsson,
f. 27. júní 1957, kona hans er
Ingibjörg Sigurðardóttir, þau
eiga þrjú börn, Hólmfríði Helgu
Björnsdóttur, Sögu Karen Norð-
fjörð Björnsdóttur og Grím
Frey Hoffman Björnsson, fyrir
átti Björn dótturina Malan
Það eru ekki margir mánuðir
síðan ég settist niður og skrifaði
minningarorð um móður mína, en
það er engu að síður staðreynd að
núna sest ég niður og skrifa
minningarorð um móðurbróður
minn, hann Sigurð Björnsson eða
Sigga frænda eins og ég var van-
ur að kalla hann frænda minn.
Hann Siggi verður alltaf í
minningu minni allt frá því ég var
í Skógum sem barn. Siggi var
einstaklega góður við okkur
bræður og lék sér við okkur og
tók okkur með, hvort sem það var
niður í fjárhús, út á tún eða lengri
ferðir eða maður fékk að fara í
dráttarvélina með honum. Alltaf
tók Siggi frændi okkur með.
Hann Siggi var líka einstaklega
barngóður, ekki bara við okkur
bræðurna heldur við öll börn sem
voru honum samferða í lífinu,
svona man ég eftir Sigga sem
barn.
Svo skildi leiðir í nokkur ár og
frændi minn fór suður þar sem
hann vann í fiski. Við bræðurnir
og mamma bjuggum á Húsavík í
nokkur ár áður en við fluttum svo
suður, fyrst í Voga á Vatnsleysu-
strönd og svo síðar í Keflavík, en
þegar við komum suður kom
Siggi alltaf í heimsókn til okkar
og var fljótlega orðinn einn af
fjölskyldunni og var það allt til
loka.
Hann Siggi frændi var aldrei
heilsuhraustur maður þó svo
hann hafi verið bóndi, stundum
við erfiðar aðstæður, og seinna
verkamaður í fiski, en hann var
ekki neitt að væla yfir því, en svo
kom að því að veikindi í fótum og
baki urðu þess valdandi að hann
þurfti að hætta að vinna miklu
fyrr en hann ætlaði sér. Þá flutt-
ist hann til Keflavíkur og flutti til
okkar mömmu og sambýlis-
manns hennar og var þar í
nokkra mánuði og fékk sér síðar
herbergi í næstu blokk við okkur
sem var mjög hentugt miðað við
hans veikindi í fótum en hann á
biðlista hjá bænum að fá fé-
lagslega íbúð. Hann fékk svo út-
hlutaða íbúð árið 2005.
Mér er minnisstæð síðasta
ferð mín og Sigga norður í Skóga
sumarið 2006, en honum þótti alla
sína tíð ofboðslega vænt um
Skóga og var það aldrei neitt
vafamál hver hans staður og sveit
var í hjartanu. Svo var það árið
2006 sem Siggi fékk heilablóðfall
og fleiri líkamleg vandamál og
smátt og smátt fór að draga úr
heilsunni og ákváðum við Siggi
og mamma að sækja um pláss í
Víðihlíð í Grindavík og fékk hann
þar pláss í janúar 2009 þar sem
hann dvaldi allt til loka.
Ég get ekki skrifað þessa
minningargrein án þess að minn-
ast á að Sigga þótti ofboðslega
vænt um systur sína og það var
honum mikið áfall þegar hún lést
vorið 2010. Það var þá sem ég
vissi að það yrði ekki langt á milli
þeirra systkina, en hálfu ári áður
en systir hans dó lést Þórarinn
bróðir þeirra, en hann var elstur
systkinanna. Þó svo að þeir
bræður hafi ekki talast við síð-
ustu ár ævi sinnar þá þótt Sigurði
vænt um bróður sinn. Lífið er
skrítið og hverfult og ótrúlegt að
hugsa um að systkinin úr Skóg-
um létust öll á 14 mánaða tíma-
bili.
Jæja, Siggi minn, núna er
komið að kveðjustund og ég veit
að þú ert kominn í góðan hóp
þinna nánustu, en það breytir því
ekki að ég á eftir að sakna þess að
geta ekki heimsótt þig 2 til 3 sinn-
um í viku eins og ég var vanur að
gera síðustu árin. Guð geymi þig,
elsku frændi minn.
Guðbjörn Friðbjörnsson.
Sigurður
Björnsson