Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 32

Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 32
 Íslenska menn- ingarhátíðin Air d’Islande hefst í París á fimmtu- dag. Íslensk tón- list skipar mikil- vægan sess á hátíðinni. M.a. verða stór- tónleikar á laugardagskvöld með Hjaltalín, Lay Low og Feldberg. Ennfremur verða sýndar íslenskar kvikmyndir og boðið upp á prjónanámskeið. Íslensk menningar- hátíð í París Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðleg Myndarlegur hópur kvenna og karla á þjóðbúningadeginum í Þjóðminjasafninu. Þjóðbúningadagur var haldinn á Þjóðminjasafninu í gær og var öllum sem komu í þjóðbúningi á safnið veittur ókeypis að- gangur. Ekki var skilyrði að gestirnir væru í íslenskum þjóð- búningi heldur var fólk af erlendu bergi brotið hvatt til að koma í þjóðbúningum síns heimalands. Allmargar föngulegar konur skörtuðu sínu fegursta og sóttu safnið heim í íslenskum búningum af öllum gerðum, allt frá upphlut og peysufötum til faldbúninga. Karlmennirnir voru ekki síður glæsilegir í íslenskum herrabúningum. Í safnhúsinu var einnig sýningin Kvon þar sem sjá mátti kjóla hannaða af Maríu Th. Ólafsdóttur sem sækir meðal ann- ars innblástur í íslenska þjóðbúninga. Að þjóðbúningadeg- inum standa Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Þjóðbúningaráð og Þjóðbúningastofa, auk Þjóðminjasafnsins. Föngulegt fólk í þjóðbúningum MÁNUDAGUR 14. MARS 73. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Fannst á lífi langt úti á hafi 2. Skelfileg eyðilegging flóðbylgju 3. Spáð ört versnandi veðri 4. Kjarnakljúfur að bræða úr sér »MEST LESIÐ Á mbl.is Á þriðjudag Suðvestan 13-20 m/s og él, en úrkomulítið norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suður- og austurströndinni. Á miðvikudag Norðvestlæg átt með éljum en austlægari og slydda eða snjókoma aust- ast. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 6-23 m/s, hvassast austantil síðdegis. Talsverð rign- ing um landið sunnan- og vestanvert, annars úrkomuminna. Hiti 2 til 7 stig. VEÐUR Gætu þurft átta marka sigur Viktor Kristmannsson varð Ís- landsmeistari í áhaldafimleikum í tíunda sinn og Thelma Rut Her- mannsdóttir í þriðja sinn. Þau voru sammála um að samkeppnin væri stöðugt að aukast en bæði fengu afar harða keppni. „Þetta hjálpar manni að halda einbeiting- unni. Maður verður að gera sitt besta til að sigra,“ sagði Thelma. »8 Viktor og Thelma fengu afar harða samkeppni Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti eigið Íslandsmet og tók þátt í sigri Ægis- kvenna í bikarkeppninni í sundi um helgina. Hún kveðst vera búin að horfa á sundmót frá þriggja ára aldri, og er nú búin að slá þremur eldri systrum sínum við í sundíþróttinni. Lið SH sigraði í bikarkeppninni í karlaflokki. »3 Eygló er búin að slá eldri systrunum við ÍÞRÓTTIR 8 SÍÐUR Fimm ungmenni voru fermd í gær í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru þau með þeim fyrstu á árinu sem stað- festa skírn sína, að sögn safnaðar- prests og forstöðumanns kirkjunnar, Hjartar Magna Jóhannssonar. Ung- mennin klæddust nýjum kyrtlum, gjöf frá Kvenfélagi Fríkirkjusafnað- arins en gömlu kyrtlarnir höfðu ver- ið í notkun í marga áratugi, að sögn Hjartar. Þeir gömlu hafi verið orðnir býsna lúnir. „Við reynum bara að hafa létt yf- irbragð. Þetta er fyrst og fremst gleðistund, fólk á ekki að vera þving- að eða í einhverjum formlegum stell- ingum. Fermingarbörnin taka svolít- ið þátt sjálf, fara með eigin vers og slíkt og svo er klappað fyrir þeim. Við reynum að virkja þau sjálf sem mest í athöfninni,“ segir Hjörtur um fermingar í Fríkirkjunni. Þá sé einn- ig reynt að hafa þær í styttra lagi, fermingarathafnir eigi það til að vera óþolandi langar. Í Fríkirkjunni fermast fáir í einu og segir Hjörtur fermingar því eiga eftir að standa fram á sumar. helgisnaer@mbl.is Í spánnýjum kyrtlum  Ein af fyrstu fermingum ársins fór fram í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirbúningur Anna Hulda Júlíusdóttir, kirkjuvörður og fermingarfræðari, aðstoðaði fermingarbörnin fyrir at- höfnina í Fríkirkjunni í Reykjavík í gær. Ferming í kirkjunni er fyrst og fremst gleðistund. FÓLK Í FRÉTTUM  Brynhildur Þorgeirsdóttir mynd- listarkona sýnir skúlptúra í Lista- safni ASÍ og segir að verkin á sýn- ingunni séu „skáldskapur úr steinsteypu og gleri“. M.a. kemur aska úr Eyjafjallajökli við sögu. »26 Morgunblaðið/RAX Skáldskapur úr steinsteypu og gleri  Freyja H. Ómarsdóttir fjallar um höfðaletur í hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafni Íslands á morgun, þriðjudag. Í erindinu hyggst hún ræða uppruna höfðaleturs, ein- kenni þess og þróun. Gestum býðst einnig að skoða sýningu á kistlum sem út- skornir eru með höfða- letri. Fyrirlestur um höfðaletur Eftir ellefu marka skell gegn Þjóðverjum í gær þarf ís- lenska landsliðið í hand- knattleik að vinna bæði Lettland og Austurríki til að tryggja sér sæti á EM í Serbíu. Fari svo að Aust- urríki og Þýskaland geri jafntefli er íslenska liðið í vondum málum. Þá þyrfti það að sigra Austurríki með minnst átta mörkum í síð- asta leiknum. »1,4,5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.