Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 19
Móðir okkar,
VALGERÐUR HAFSTAÐ ÉNARD
listmálari,
lést í Reykjavík 9. mars.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. mars
kl. 15.00.
Árni Énard,
Grímur Énard,
Halldór Énard.
okkar ástkæri
RAGNAR GEORGSSON
skólastjóri og forstöðumaður
Skólaskrifstofu Reykjavíkur
lést á Landakoti þann 11. mars. sl. Útförin
verður í Dómkirkjunni föstudaginn 18. mars
kl 13.00
Rannveig Magnúsdóttir,
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Hans Gústafsson,
Brynhildur Björnsdóttir, Helgi Gunnarsson,
Ragnar Logi , Arent Orri, Steinunn Thalía,
Gerður Tinna.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
Amma og afi dvöldu öll sumur í
Ketu, í bústaðnum sínum Bjargi,
eftir að afi hætti að vinna sökum
aldurs. Þar undu þau sér vel og
fannst okkur krökkunum ekki
sumarið vera byrjað fyrr en farið
var að rjúka úr strompnum á
Bjargi. Alltaf var mikil tilhlökkun
hjá okkur þegar farið var í heim-
sókn til þeirra á Ásbrautina þar
sem þau bjuggu lengstan hluta
ævi sinnar. Þar áttu þau fallegt
heimili, búið fallegum munum og
fullt af kærleika. Enn minnumst
við lyktarinnar þar, tifsins í vegg-
klukkunni og nammimolanna
sem amma gaf okkur í nesti til að
hafa á leiðinni heim eftir dvöl hjá
þeim. Amma var alltaf ákaflega
vel tilhöfð, alltaf í kjól eða pilsi og
á hælaskóm. Einu sinni á ári fór
amma í síðbuxur, en það var þeg-
ar farið var til berja. Þá klæddist
hún líka gúmmístígvélum en það
ekki neinum venjulegum stígvél-
um því hennar stígvél voru sko
með hælum! Hún fór reglulega í
lagningu og gekk svo með hárnet
til að hárið héldist lengur fínt.
Einu sinni voru einhver okkar
að fara að veiða síli, en háfurinn
hafði orðið fyrir hnjaski í síðustu
veiðiferð, svo farið var að leita að
einhverju sem hægt væri að nota
til veiðanna. Amma tók þá niður
hárnetið og með það héldum við
af stað. Hún var alltaf með ráð
undir rifi hverju.
Amma var stórtæk kona en
með eindæmum rík af þolinmæði
og umburðarlyndi gagnvart okk-
ur. Ófáar minningar eigum við
frá því þegar amma ætlaði að
demba sér í að steikja nokkrar
kleinur. Þá var stóri balinn tek-
inn fram og gerð lifandis ósköp af
deigi. Oftar en ekki vorum við
krakkarnir svo með hendurnar á
kafi í balanum að hjálpa til við að
hnoða deigið saman, sem að sjálf-
sögðu var enginn flýtir að, en
amma brosti bara og taldi okkur
trú um að við værum í raun og
veru að hjálpa til.
Hún var uppspretta af sögum
og fróðleik sem hún deildi með
okkur og umgekkst okkur ætíð
sem jafningja og af mikilli virð-
ingu. Amma var mjög trúuð kona
og erum við systkinin alin upp við
guðsótta og góða siði. Það er dýr-
mætt veganesti út í lífið og fyrir
slíkt ber að þakka. Vissan um að
amma dvelji nú hjá Guði er
dásamleg. Hafi hún hjartans
þökk fyrir samfylgdina, fyrir-
bænirnar og kærleikann. Fjöl-
skyldur okkar færa hugheilar
þakkir fyrir samfylgdina og góð
kynni. Minning hennar er og
verður ljós í lífi okkar um alla tíð.
Gígja Hrund, Ragn-
heiður Hlín, Jóhannes
Hreiðar og Jónína
Hrönn Símonarbörn.
Meira: mbl.is/minningar
Langt úr fjarlægð, elsku amma
mín,
ómar hinzta kveðja nú til þín.
En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér,
ég allar stundir geymi í hjarta mér.
Ég man frá bernsku mildi og kær-
leik þinn,
man hve oft þú gladdir huga minn.
Og glæddir allt hið góða í minni
sál,
að gleðja aðra var þitt hjartans
mál.
Og hvar um heim, sem liggur leiðin
mín
þá lýsa mér hin góðu áhrif þín.
Mér örlát gafst af elskuríkri lund,
og aldrei brást þín tryggð að hinztu
stund.
Af heitu hjarta allt ég þakka þér,
þínar gjafir, sem þú veittir mér.
Þín blessuð minning býr mér ætíð
hjá,
ég björtum geislum strái veg minn
á.
(Höf. ók.)
Í dag kveð ég ömmu mína, vin-
konu, nöfnu og fyrirmynd, með
hugheilu þakklæti fyrir allt það
sem hún var mér og fjölskyldu
minni. Minningarnar eru margar
og ómetanlegar og allar vandlega
varðveittar í hjarta mínu; minn-
ingar frá bernskunni þegar við
áttum margar og góðar stundir í
Ketu, þar sem amma og afi
dvöldu sumarlangt ár hvert í bú-
staðnum sínum Bjargi, og minn-
ingar þar sem ég er orðin full-
orðin kona og fjögurra barna
móðir. Alla mína ævi hefur amma
gegnt svo óendanlega stóru hlut-
verki í lífi mínu, ekki bara sem
amma mín, heldur ekki síður sem
kær vinkona og fyrirmynd. Hún
var alltaf til staðar og alltaf þol-
inmóð og skilningsrík, umburðar-
lynd og full af kærleika og hlýju.
Hún hugsaði vel um okkur af-
komendur sína, sá mér, Bjössa og
börnunum fyrir ullarsokkum og
vettlingum sem hún prjónaði á
okkur, því ekki mátti okkur nú
verða kalt við búskapinn. Amma
átti sterka trú og gekk með Guði
allt sitt líf. Því á ég fullvissu um
að hún hefur átt góða heimkomu í
himnanna ríki. Ég þakka Guði
fyrir að hafa leyft mér að hafa
hana svona lengi og kynnast
henni svona vel. Nafnið hennar
mun ég bera með stolti héreftir
sem hingaðtil. Blessuð sé minn-
ing perlunnar ömmu minnar.
Ragnheiður Hlín
Símonardóttir.
Amma var ótrúleg kona sem
ég dáðist alla tíð að og leit upp til.
Hún stóð þétt við bakið á sínu
fólki og var til staðar þegar á
þurfti halda. Hún var sterk, dug-
leg og hún bjó yfir alveg ótrúlegri
þrautseigju. Ef amma ætlaði sér
eitthvað þá var ekkert sem stopp-
aði hana. Mér fannst oft aðdáun-
arvert að fylgjast með henni, því
það að gefast upp í miðju verk-
efni var ekki hennar stíll. Með
ótrúlegri þrautseigju náði hún
prýðistökum á prjónaskap, skrift
og lestri að nýju eftir að hafa
fengið heilablóðfall 82 ára gömul.
Þegar ég var lítil stelpa naut
ég þess alltaf að vera með ömmu,
hvort sem það var í sveitinni á
sumrin eða heima hjá henni á Ás-
brautinni. Allur tími með ömmu
var gæðatími þar sem við fórum í
gönguferðir upp í Hamraborg og
komum þá við í nokkrum búðum
(því amma elskaði búðir), fórum í
heimsóknir eða lékum okkur með
dúkkurnar heima hjá henni. Þá
voru þetta ógleymanlegar gæða-
stundir og ég sem lítil stelpa fékk
alla hennar athygli.
Gæðastundir okkar ömmu
héldu svo áfram eftir að ég varð
fullorðin, við hættum að leika
okkur með dúkkur en héldum
áfram að fara saman í heimsóknir
til vina og ættinga, spjölluðum
saman og það var alltaf gott að
leita ráða hjá ömmu. Búðaráp
höfum við alltaf stundað, því
amma hætti aldrei að elska búðir.
Amma var einstaklega lagin
við að segja sögur og átti hún
sögur við hvert tilefni. Þegar
amma sagði sögu sat maður
gagntekinn og hlustaði, það var
líka í góðu lagi að trufla hana (ef
ég þurfti að fá nánari útskýringu
á einhverju), þá bara útskýrði
hún fyrir mér í rólegheitum og
hélt svo áfram með söguna þar
sem frá var horfið.
Amma átti sterka trú á frels-
ara sinn Jesú Krist og naut hún
þess að tala um hann. Hún gaf
sér tíma á hverjum morgni til að
lesa í biblíunni sinni og biðja fyrir
öllum sínum afkomendum.
Þegar ég var lítil stelpa var ég
mjög forvitin og leitaði svara við
mörgu, amma átti sjaldan í erf-
iðleikum með að svara spurning-
unum mínum og voru spurningar
um himininn vinsælar. Amma
naut þess að segja mér allt sem
hún vissi um himininn en það
hafði hún lesið í biblíunni sinni,
hún ljómaði og hún sagðist líta
fram til þess að fara þangað. Nú
er amma á himnum og ég veit að
hún hefur fengið að líta frelsara
sinn og þá ástvini sem á undan
hafa farið.
Ég vil þakka frelsara mínum
fyrir þau forréttindi að hafa átt
þessa mögnuðu konu sem var
mér besta amma, vinkona, fyrir-
mynd og trúsystir.
Með kveðju,
Karin Varðardóttir.
Elsku amma.
Minningin um þig mun ylja mér
ætíð,
það er svo margt sem þú skildir
eftir.
Þín útgeislun, bros, gleði og
hlátur grátur,
og bænirnar þínar sem fylgja okkur
öllum.
Hvað er handan móðunnar miklu
þangað sem þú ert nú farin?
Þú talaðir oft um það og sagðir oft
frá því
að náðin er ný á hverjum degi.
Þig dreymdi það eitt sinn, að þú
værir komin að hliðinu
og spurt var eftir aðgöngu
miðanum.
Þú réttir fram miða og á honum
stóð:
Blóð Jesú Krists hreinsar oss
syndinni frá.
Nú ertu þegar á undan okkur farin
við horfum á eftir en sjáum ei
þangað.
En við vitum þó, að þar sem þú ert
núna
er friður og gleði, við höfum trúna.
Það eitt er víst í þessum heimi
að kveðja við þurfum og fara.
En óvissu ei við þurfum að kvíða
því það sem þú kenndir okkur
stendur, þó tíminn sé að líða.
Að eilífðar veröldin bíður okkar
allra
og afstaða okkar á lifandi dögum
mun ákveða það,
hvert við förum.
Afstaða þín til Jesú Krists,
tilboð hans stendur okkur öllum til
boða.
Komdu til hans eins og þú ert
mislukkuð þó kannski að öðru leyti
sért.
Hann taka mun við þér og koma
þér inn
í eilífðar veröld sína.
Leiða þig gegnum lífið allt
og gefa þér náðina sína.
Kveðja,
Sigmund Leví
Varðarson.
Elsku amma mín. Það er ekki
annað hægt en að setjast niður og
skrifa nokkur orð, þú varst mér
alltaf svo kær. Amma. Þessi
trausta heilsteypta kona sem
vann á við fjóra, en hafði samt
alltaf tíma til að setjast niður og
segja sögur eða ræða hjartans
mál. Trúin kom þar sterk inn
enda varst þú Guðs hetja og
treystir honum í blíðu og stríðu
og sannarlega sá Guð um þig.
Það var svo spennandi að
heimsækja ömmu þegar ég var
lítil stelpa, alltaf fékk ég eitthvað
gott eins og ömmu-súkku-
laðiköku eða coco puffs, nokkuð
sem ég fékk mjög sjaldan heima.
Það var líka svo skemmtilegt að
kúra frameftir á morgnana og
heyra margar skemmtilegar sög-
ur og leika svo með grenjudúkk-
una (sem var frekar sjaldgæf á
þeim tíma).
Eftir að ég fékk bílpróf eydd-
um við nú ófáum stundunum í að
rúnta um og þræða búðir borg-
arinnar. Alltaf var það „bara“ ein
búð sem var lagt upp með en við
enduðum í búðarrápi og ég átti
ekkert í við þig, ég var búin eftir
daginn en þú varst endurnærð.
Yndislega amma mín, nú ertu
farin heim í dýrðina, eins og þú
hefðir orðað það sjálf. Nú ertu
með öllum þeim sem á undan þér
hafa farið og þér þótti svo vænt
um. Söknuðurinn er mikill, en
minning um einstaka konu lifir.
Þín
Rakel Varðardóttir.
Í dag fylgjum við einstakri
konu síðasta spölinn. Ragnheiður
Jónsdóttir, amma, langamma og
vinur hefur lagt aftur augun í
hinsta sinn. Við söfnumst saman
til kveðjustundar og leggjum
hana í hvílureit við hlið afa
Trausta. Langri ævi er lokið og
vert að minnast áhrifa hennar
með fáum orðum.
Nett og fínleg, brosmild og
kankvís, falleg og fín. Glampinn í
augunum hlýr og alltumvefjandi.
Viðmótið hrífandi, faðmlög þétt
og hlý. Með þeim lágvær bless-
unarorð, mild og blíð, hlaðin
meiningu. Þakklætið svo tært,
svo svalandi að viðtakandi varð
glaður yfir að vera til. Sá uppörv-
aðist og gekk keikur til móts við
daginn. Auðsýndur einlægur
áhugi á lífi, leik, störfum og fram-
tíðardraumum. Einbeittur vilji til
að vera hluti af. Þátttakan ávallt
áþreifanleg, þekkileg, ljúf og gef-
andi. Kærleikurinn óþrjótandi og
honum miðlað af ástríðu. Aldur-
inn afstæður, hún síung, áhuga-
söm um stóra og smáa, menn og
málefni. Virðuleg ættmóðir sem
tók sig ekki of alvarlega. Sinnti
hlutverki sínu af trúmennsku og
alúð. Horfandi um öxl við endalok
má líkja návist hennar og sam-
ferð við blóm. Litrík, fersk, fögur
og ilmandi.
Ragnheiður hefur um árabil
átt stóra og mikilsverða nálægð í
fjölskyldu okkar. Allt frá stofnun
hennar. Hún var ein af orsökum
þess að fjölskyldan á sér tilveru.
Hún gaf mikilvægt skjól, var
trúnaðarmaður og einlægur vin-
ur. Gerði hlutverk ömmu og lang-
ömmu fjölþætt, dýrmætt, mikils-
vert og samofið. Hún var
fagurkeri, handverkskona og lífs-
kúnstner á látlausan hátt. Hún
var veitandi umhyggju og návist-
ar. Hún lifði tíma tvenna á langri
ævi. Reyndi meðbyr og mótlæti.
Tók hverri upplifun af æðruleysi.
Fylgin sér og varði rétt sinn og
sinna. Sagði skoðun sína af sann-
færingu. Með lágværu hvers-
dagslegu orðfæri í einlægni lífs-
reynslunnar. Hún lét sig varða
mann og annan. Hafði tiltrú, ól
önn fyrir og elskaði með því að
gefa. Það var gæfa að vera í hópi
þiggjenda.
Ragnheiður talaði um meist-
ara sinn og herra, Krist Jesúm
frá Nasaret, af einlægni og ástúð.
Þá lifnuðu allir andlitsdrættir og
augun sindruðu. Það var eftir-
tektarvert. Hún var í þessu fyr-
irmynd samferðafólks og afkom-
enda. En hún var umfram allt
annað fyrirbiðjandi. Þar vó mik-
ilvægi hennar hvað þyngst. Á það
gat hver og einn treyst. Að vera
nefndur á nafn í bæn og beiðni
ásamt þakkargjörð. Því fylgdi
kraftur og mögnuð dulúð trúar-
innar. Dýrmæti þess verður ekki
metið á mælikvarða nútíðar sem
mælir allt hlutlægt. Þess sér stað
í hugsun, framkomu og lífsvið-
horfi þeirra sem námu.
Ragnheiður hefur nú kvatt
þetta jarðlíf. Gengið inn til fagn-
aðar herra síns eins og skrifað
stendur. Hún skilur eftir sig arf-
leifð sem gott er að vera hluthafi
í. Þó skilur hún eftir sig skarð
sem verður aldrei fyllt. Hún mun
áfram eiga ríkan sess í lífi okkar.
Ljúft verður að orna sér við
minningar. Í djúpri virðingu
drúpum við höfði, þökkum og
kveðjum. Við leiðarlok er hún
Guði sínum, okkar, falin. Blessuð
sé minning Ragnheiðar Jónsdótt-
ur, ömmu, langömmu og vinar.
Sigríður Heiðrún
Guðjónsdóttir, Ágúst
Ólason, Heiðrún, Óli
og Hanna.
Ragnheiður Jónsdóttir er farin
heim til Drottins sem hún þekkti
svo vel og lifði í svo nánu sam-
félagi við. Ragnheiður og Trausti
maðurinn hennar voru vinir og
samstarfsmenn foreldra minna í
Fíladelfíusöfnuðinum í Reykja-
vík og þannig kynntist ég Ragn-
heiði. Ég varð þeirrar blessunar
aðnjótandi að kynnast þessari
guðshetju og það var alltaf eins
og sterk taug væri milli okkar
þegar við hittumst. Ég leit á hana
sem vin minn og dáðist að hennar
óbifanlegu trú á Skaparann, það
voru allir hlutir mögulegir, ekk-
ert var ómögulegt þegar Ragn-
heiður var annars vegar.
Ég minnist þess þegar ég kom
á heimili þeirra á Ásbrautinni
hvernig þessi tilfinning var þar,
guðsorð var vegvísirinn og það
mátti byggja algjörlega á honum.
Þvílík blessun að eiga svona ætt-
móður sem hefur verið þessi fyr-
irmynd og fyrirbiðjandi fyrir
þeim sem eftir koma. Guðs bless-
un og huggun til allra sem syrgja
nú.
Halldór Pálsson.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma okkar,
KRISTÍN BÁRÐARDÓTTIR
frá Ísafirði,
síðast til heimilis á
hjúkrunarheimilinu Eir,
Grafarvogi,
lést laugardaginn 5. mars.
Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
17. mars kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Bárður Hafsteinsson, Edda Gunnarsdóttir,
Guðrún Kristjana Hafsteinsdóttir,Einar Pétursson,
Ólafía Soffía Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
BRYNJÓLFUR JÓNSSON
trésmiður,
Stóragerði 25,
Hvolsvelli,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á
Selfossi sunnudaginn 27. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda viljum við færa þeim sem hafa auðsýnt
samúð og vinarhug við andlát Brynjólfs innilegar þakkir.
Guðrún Helga Jónsdóttir,
Hanna Jónsdóttir, Júlíus Sigurbjörnsson,
Einar Jónsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar
0