Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 24
24 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HJÁLP!
ÞAÐ ER
KÖTTUR Á
HÆLUNUM Á
MÉR!
ÉG GAF
HONUM UMBOÐ
HANN VILL
AÐ VIÐ HÆGJUM
Á OKKUR OG
BROSUM BREITT
HVAÐ
ERTU AÐ
LESA?
ÞETTA ER AÐLÖGUÐ ÚTGÁFA
AF SHERLOCK HOLMES...
AÐLÖGUÐ
ÚTGÁFA?
SVO
HÚN HENTI
YNGRI
LESENDUM
EKKI ÓSVIPAÐ
ÚTÞYNNTU MALTÖLI
ÞETTA
GÆLUDÝRA-
FLUGFÉLAG ER
ALGJÖR SNILLD
VONANDI LENDI ÉG
VIÐ HLIÐINA Á
EINHVERJUM SEM
LEYFIR MÉR AÐ
SOFA Í FRIÐI
HALLÓ...
HALLÓ...
HALLÓ...
HALLÓ...
FRÁBÆRT,
NÆSTU FJÓRIR
TÍMARNIR
ÆTTU AÐ LÍÐA
HRATT
TAKK FYRIR
AÐ HITTA MIG MEÐ
SVONA STUTTUM
FYRIRVARA
SJÁLFSAGT
MÁL, ÉG ER BARA
ÁNÆGÐ MEÐ AÐ
GETA HJÁLPAÐ
ÉG VEIT AÐ ÞAÐ
GETUR VERIÐ ERFITT AÐ
TALA VIÐ NÝJAN
SÁLFRÆÐING, EN JÓHANNES
KEMUR AFTUR Í NÆSTU VIKU
ÞETTA VAR
EKKERT MÁL
ÉG KANN MIKLU
BETUR VIÐ ÞIG EN HANN
WOLVERINE
ROTAÐI ÞIG
EKKI!
ÞÚ ÞÓTTIST BARA HAFA
MISST MEÐVITUND
EINHVERN
VEGINN ÞURFTI ÉG
AÐ KOMAST
NÁLÆGT ÞÉR
HANN TEKUR EKKI EFTIR
ARMINUM MÍNUM
Ég vil ekki borga
Icesave
Mig langar að segja
frá því að ég ætla að
segja nei við Icesave.
Ég skulda mikið í
bankanum og þarf að
borga af íbúð. Svo er
það matur, skólamat-
ur, rafmagn og fleira
og fleira. Það er ekki
hægt að borga Ice-
save, ef launin eru bú-
in og hvernig á þá að
lifa? Hvar á ég að fá
mat? Ég er með syk-
ursýki. Ef fólk sam-
þykkir að segja já þá
verður enn erfiðara fyrir okkur að
borga Icesave og þá verður allt erfitt
fyrir okkur og allir peningar búnir?
Mér finnst að bankar, Jón Ásgeir
og Björgólfur Thor eiga að borga
sjálfir en auðvitað ekki við. Hvað um
fólk sem er skuldlaust, getur það
kannski borgað Icesave eða hvað?
Ég sá um daginn að Siv Friðleifs-
dóttir þingkona ætlar að segja já og
er samþykk Icesave, en til hvers? Er
hún að reyna að auglýsa sig eða
hvað? Ekki hlusta. Þið megið ekki
gleyma ef þið skuldið
mikið. Nokkrir eru
búnir að missta íbúð
og bíl. Það er betra að
segja nei í kosning-
unum, eruð þið ekki
sammála? Ég er reið
og áhyggjurfull.
Segjum nei í Ice-
savekosingum.
Anna.
Forsetinn –
einelti - Silfur Egils
Í Silfri Egils um dag-
inn hefði stjórnandi
þáttarins getað haft í
inngangi þáttarins eftirfarandi: Í
þessum þætti ætlum við að leggja
forseta vorn í einelti. Mér blöskraði
þátturinn. Kæra þjóð, hættið nú að
leggja forsetann í einelti. Eyðið
orkunni í annað. Ég segi takk, elsku
forseti, fyrir að leyfa mér að kjósa í
Icesave-málinu.
Kjósandi.
Ást er…
… að vefja örmum þínum
um axlir hans.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9, útsk./
myndlist kl. 13. Félagsv. kl. 13.30. Þrír
nem. af menntavís.sviði HÍ kynna sýn
barna á heiminn kl. 14.30.
Árskógar 4 | Handav./smíði/útsk. kl. 9.
Félagsv. kl. 13.30. Myndl. kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Bútas., handav.,
leikfimi kl. 13, sögustund kl. 13.45.
Dalbraut 18-20 | Myndlist/postulín kl.
9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, bænast. kl.
9.30, leikf. kl. 11, uppl. kl. 14 á 2. hæð.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, danskennsla kl. 17.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9.
Botsía kl. 11. Handverkskl. Valdórs kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Handav. kl.
9, botsía kl. 9.30, gler/postulín kl. 9.30/
13, lomber kl. 13, canasta kl. 13.15, kó-
ræf. kl. 17, skapandi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulín
kl. 9, trésk. kl. 9.30, ganga kl. 10, hand-
av./brids kl. 13. Félagsv. kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikf. kl. 9.15, 10, 11, vatnsleikf. kl.
12.10. Jónshús lokað.
Félagsstarf Gerðubergi | Tréútsk./
handav. kl. 9. Spilasal. op e. hád. Kóræf.
kl. 15.30. Jóga á morgun kl. 15.30.
Furugerði 1, félagsstarf | Bókband kl.
10. Leikfimi kl. 13. Framhaldssaga kl. 14.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Spil, spjall og kaffi kl. 13.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl.
10 frá Haukahúsi, kór kl. 10.30, gler-
bræðsla kl. 13, trésk. kl. 13, félagsv./
botsía kl. 13.30, vatnsleikf. kl. 14.40.
Dansleikur 18. mars.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30/
9.30/10.30. Vinnust. kl. 9. Brids kl. 13.
Sýning á hekl. dúkum.
Hæðargarður 31 | Tölvuleiðb. kl. 13.15,
skap. skrif kl. 16, hláturjóga á þri., thachi
á þri-/fim., frams.hóp. á miðv., Þegar
amma var ung á fös. og myndlsýn. alla
virka daga.
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga frá Egils-
höll kl 10, skartgripag. kl. 13, sjúkraleikf.
kl. 14.30 Eirborgum. Botsía kl. 13.30 Eir-
borgum. Sundleikfimi kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hring-
borðið - spjallh. kvenna kl. 10.30,
handv-/bókast. kl. 11.30, Prjónakl. og fl.
kl. 13, botsía kl. 13.30, söngstund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handav. kl.
9/13. Útsk. kl. 9. Djákni kl. 14.
Vesturgata 7 | Handavinna, botsía,
leikf. kl. 9.15. Tölvuk. kl. 12, kóræf. kl. 13.
Vesturgata 7 | Handav., botsía, leikfimi
kl. 9.15, tölvukennsla kl. 12, kóræf. kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
postulín/bókband kl. 9, morgunst. kl.
9.30, botsía kl. 10, framh.saga kl. 12.30,
handav./stóladans/spil kl. 13.
Karl Kristjánsson alþingismaðurskrifaði stutta athugasemd í
Heima er best árið 1957, þar sem
þessi vísa Hallgríms Péturssonar
hafði birst og undir henni staðið:
„Óþekktur höf.“
Kuldinn bítur kinnar manns,
kólnar jarðarfræið.
Ekki er heitur andinn hans
eftir sólarlagið.
„Man nú enginn Hallgríms dýru
ljóð?“ spyr Karl og bætir við: „Vís-
an er á sinn hátt eitt af listaverkum
hin mikla skálds. Hún er þrjú
hundruð ára gömul, en í henni sá
góðmálmur, sem ekki fellur á. Og
hún leikur létt á tungu og er ung-
leg, eins og hún væri ort á þessu
vori.“
Magnús Jónsson, prófessor og al-
þingismaður, segir í riti sínu um
Hallgrím Pétursson að ýmsar sögur
séu til frá uppvexti hans og eigi
þær einkum að sýna, hve snemma
hann hafi farið að yrkja og það
snilldarvel. Sumar þessar vísur eru
herfilegasta rímhröngl og engu
barni ætlandi, aðrar meira og
minna lærð trúfræði. En einstaka
eru ekki ólíkar því að ortar væru af
ungmenni. Má til þeirra telja vísuna
um kattarrófuna. Á hún að vera svo
til komin að köttur sat á kláfi undir
palli en fjalirnar í pallgólfinu voru
svo gisnar að rófan á kettinum kom
upp á milli þeirra. Á þá sveininum
Hallgrími að hafa hrotið þessi vísa
af munni:
Í huganum var ég hikandi,
af hræðslu nærri fallinn
er kattarrófan kvikandi
kom hér upp á pallinn.
Halldór Blöndal
(halldorblondal@simnet.is)
Vísnahorn
Kattarrófan kvikandi
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is