Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 21

Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 21
þeirrar gæfu aðnjótandi að ná slíkum aldri, upplifað tímana tvenna. Amma var þar engin undantekning. Hún hafði upp- lifað sögulega atburði, átt sínar sorgarstundir og unnið stóra sigra. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi sem ungur drengur að kynnast ömmu nokkuð vel. Á um 10 ára tímabili áranna 1974- 1983 dvaldi ég öll sumur hjá ömmu og afa á Sigló. Þetta voru góðir tímar. Frændur átti ég líka á sama aldri á Sigló. Amma kunni vel á gauraganginn sem okkur fylgdi. Taumurinn var slakur, en þó vissum við alltaf nákvæmlega hvar línan lá. Hún vissi líka alveg upp á hár að eftir blóðuga túttubyssubardaga, rassblautar veiðiferðir og krambúleraðar sprönguæfingar þurftum við heimabakað trölla- brauð með miklu smjöri og ekk- ert grænmetisrugl. Amma hugsaði vel um bæði líkama og sál. Hún stundaði sund og gönguskíði, náttúru- skoðun og fjallgöngur. Hún söng og lék ásamt því að vera virk í hverskyns félagsstarfi sem Sigló bauð upp á. Hún var frábær handavinnukona og nutu margir góðs af því. Amma var stórglæsileg kona og hugaði vel að útlitinu. Eitt sinn man ég eftir því að hárlitun mistókst hjá henni. Hárið sem átti að verða fallega grátt varð fjólublátt. Ekki lét amma þetta á sig fá, gekk hnarreist um bæ- inn eins og ekkert hefði ískorist og skeytti engu hvað öðrum fannst. Fljótlega eftir að afi dó flutti amma suður. Hún hélt reisn sinni og glæsileika allt til síðasta dags. Við áttum gott samtal stuttu áður en hún kvaddi og rifjuðum upp þessi góðu sumur sem við áttum saman á Sigló. Fas hennar og hæfileikar lifa áfram um ókomna tíð í þeim fjölmörgu afkomendum sem hún og afi hafa eignast. Minningin um ömmu Önnu Júlíu lifir. Eiríkur Haraldsson. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011 ✝ Erna E. Olsenfæddist í Reykjavík 3. sept- ember 1926. Hún lést á Landakots- spítala 5. mars 2011. Foreldrar hennar voru hjón- in Ingiríður Lýðs- dóttir, f. 29. maí 1888 frá Hjalla- nesi í Landssveit, d. 9. september 1974, og Jentoft Gerhard Hagelund Olsen, f. 22. apríl 1877 frá Tromsö í Noregi, d. 16. desember 1958. Systkini Ernu voru Sigríður Karolina, f. 13. apríl 1914, d. 6. júní 1959; Kristinn, f. 24. júní 1917, d. 28. janúar 2001; Olafía, f. 17. nóvember 1918, d. 14. apríl 1993; Gerhard, f. 16. janúar 1922, d. 4. júlí Eggertsdóttir; Ellen Ragn- heiður, f. 20. apríl 1962, maki Hjörtur Cýrusson og Arnar, f. 20. apríl 1962, maki Stein- unn Heiðbjört Hannesdóttir. Barnabörn eru 11 og barna- barnabörn eru 8. Erna og Jón hófu búskap á Túnsbergi við Starhaga og bjuggu þau að mestu í höf- uðborginni og síðustu árin í Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi. Erna gekk í Miðbæjarskóla og stundaði síðar hús- mæðranám í Svíþjóð. Hún vann síðan um tíma í Ramma- gerðinni. Á þeim árum sem Erna og Jón ráku og áttu Hjólbarða- viðgerðir Vesturbæjar sá hún um fjárreiður og bókhald. Umfram allt helgaði Erna líf sitt uppeldi barna sinna og fjölskyldu og annaðist heimili sitt af alúð. Útför Ernu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 14. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 15. 1989; Olav, f. 27. júní 1924, d. 25. júlí 1999; Alfred, f. 10. september 1939, d. 1. ágúst 2009; Kristín , f. 25. júní 1932, d. 18. desember 2001. Hinn 7. apríl 1951 giftist Erna Jóni Ágústi Ólafs- syni. Foreldrar Jóns voru Ragnheiður Helga Jónsdóttir frá Ísafirði, f. 22. september 1884, d. 18. janúar 1964. og Ólafur Þorleifsson ættaður úr Þingvallasveit, f. 23. ágúst 1870, d. 7. sept- ember 1960. Börn Ernu og Jóns eru Róbert, f. 5. mars 1949; Guðmundur Geir, f. 8. desember 1951, d. 28. október 1983, maki var Guðrún Björk Elsku hjartans Erna mín. Ég þakka öll árin okkar, stundirn- ar og tímann. Ég þakka fyrir lífið og minningarnar. Að minnast góðrar móður er mannsins æðsta dyggð og andans kærsti óður um ást og móðurtryggð. Hjá hennar blíðum barmi er barnsins hvíld og fró. Þar hverfa tár af hvarmi og hjartað fyllist ró. (Freysteinn Gunnarsson) „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi.“ (Vald. Briem) Til austursins eilífa, við hitt- umst síðar. Þinn elskandi eiginmaður, Jón Ágúst. Sumarið 1996 kynntist ég tengdaforeldrum mínum fyrst náið, en þá buðum við hjóna- leysin Ernu og Jóni með okkur í ferðalag. Ferðin byrjaði í Stykkishólmi en þar dvöldum við í litlu húsi sem við vorum með að láni. Strax þá um kvöld- ið kynntist ég einum af þeim eiginleikum Ernu sem mér fannst mjög einkennandi fyrir hana: „Sælla er að gefa en þiggja“ og á ég þá við í sem víðustum skilningi þess. Um kvöldið þegar gengið var til náða vildi Erna endilega eft- irláta okkur eina tvíbreiða rúm- ið sem var á staðnum og taka í staðinn bedda sem rétt rúmaði tvo. Eftir töluverðar rökræður var hægt að koma því svo fyrir að Erna þáði hjónarúmið að lokum ásamt Jóni að sjálf- sögðu, enda fór nokkuð vel á með okkur hjónaleysunum á þröngum beddanum, „ungum“ og ástföngnum. Við enduðum síðan ferðina norður á Strönd- um á ættaróðalinu í Kirkjubóli í Staðardal, en þar stóð til meðal annars að renna fyrir lax í Staðará. Fyrri daginn byrjuð- um við í efri parti árinnar í svo- kölluðum Gljúfrum en nokkur gangur er á svæðið og erfitt að klöngrast niður í Gljúfrin. Ekki kvartaði Erna þó fótalúin væri og studdi Jóni hana niður að ánni. Þegar þangað var komið beitti Jón maðki á öngulinn og lét Ernu hafa stöngina. Þarna upplifði ég síðan annan þann eiginleika Ernu sem mér fannst alla tíð einkenna hana, en það var þessi fullkomna ró sem alla tíð umlukti hana og hvað hún virtist oft á köflum vera svo fullkomlega sjálfri sér nóg. Mér er mjög minnisstæð mynd í huga mér af henni þar sem hún situr með stöngina þarna í Gljúfrunum rólynd með ein- dæmum og nýtur greinilega þess góða veðurs sem var og náttúrufegurðarinnar og ég er þess fullkomlega viss að Ernu gat ekki staðið meira á sama hvort fiskur biti á eða ekki. Það er ekki hægt að kveðja Ernu nema minnast á hið ein- staka samband sem hún og Jón áttu. En það auðkenndist svo greinilega af mikilli væntum- þykju og vinskap, þannig að okkur sem vorum vitni að og upplifðum hlýnaði ósjálfrátt um hjartarætur. Þannig að koma inn í það andrúmsloft sem ríkti á Eiðsgrandanum var einstak- lega notalegt og ekki þótti börnunum leiðinlegt að fara í heimsókn til ömmu og afa, enda einnig alltaf passað upp á að til væri íspinni í frystinum þegar þau kvöddu. Takk kærlega Erna fyrir allar góðu stund- irnar og við fjölskyldan eigum eftir að verma okkur við kærar minningar um ókomin ár. Hvíl í friði. Hjörtur Cýrusson. Það eru liðin 23 ár síðan ég tengdist fjölskyldu Ernu Olsen. Þetta hafa verið ár vináttu og virðingar við hægláta og góða konu. Hennar hugsjón var vel- ferð fjölskyldunnar og að öllum liði vel. Erna var eins og krist- alblómið á náttborðinu mínu sem endurkastar geislum sól- arinnar þegar hún skín. Og það birtir í nærumhverfinu og hlýn- ar. Þetta blóm gaf hún mér fyr- ir alllöngu þegar þörf var á fleiri geislum í lífinu. Við þáttaskil í tilverunni skjótast upp góðar minningar um tímann á Bakkavörinni í stóra fjölskylduhúsinu. For- eldrarnir bjuggu á efri hæðinni og tvíburarnir hvor í sinni íbúð- inni niðri með sínar fjölskyldur. Það var góður tími, líf og fjör, sem náði hápunkti þegar haldið var upp á þrítugsafmælin. Kannski var það þá þegar tengdaforeldrar mínir ákváðu að nú væri komið nóg og tími til að minnka við sig aftur. Bú- setan á Sléttuveginum var stutt, þau voru yngst í blokk- inni og ekki tilbúin í sambýlið þar. Næst lá leiðin á heimaslóð- ir Ægisíðunnar, síðan á Sæ- braut og loks á Eiðistorg. Þeim óx ekki í augum að flytja og búa sér fallegt heimili á nýjum stað. Erna hafði alltaf gaman af því að gera fallegt í kringum sig. Bústaðurinn Ból var þeirra annað heimili sem stækkaði með fjölskyldunni jafnt og þétt í gegnum árin. Þangað sækja allir fjölskyldumeðlimir til að eiga góðar stundir. Þar undi tengdamóðir mín sér einnig vel og sá um að allt væri til staðar í Bóli. Síðustu ár átti Erna við veik- indi að stríða en naut óend- anlegrar umhugsunar eigin- manns síns. Það var einstakt að kynnast kærleikanum og ást- inni sem ríkti þeirra á milli. En því sárari er söknuður þess sem elskar út yfir hið óend- anlega og bið ég góðan Guð að styrkja tengdaföður minn í sorginni. Ernu Olsen kveð ég með þakklæti fyrir ljúfa og góða samfylgd. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Guð geymi þig. Steinunn H. Hannesdóttir. Elsku besta amma okkar, þú varst alltaf svo ljúf og góð. Minningu þína við geymum í hjörtum okkar. Alltaf þegar við lítum upp til himna vitum við að þú ert með okkur. Við kom- um til með að sakna hjarta- hlýju þinnar og hugsa til þín á hverjum degi. Takk fyrir að vera besta amma í heimi. Elsku besta amma mín, enn ég man hve höndin þín undurmjúk og ástrík var. Alltaf mér til huggunar var höndin þín, elsku amma. Tíðum straukstu tár af kinn, tókst í fangið drenginn þinn, klappaðir honum á kollinn rótt kysstir og bauðst svo góða nótt. Góða nótt, elsku amma. (Jón Heiðar) Þín ömmubörn, Egill Kári, Anna Guð- laug og Ólafur Valur. Erna Olsen ✝ Kristinn Vign-ir Helgason fæddist í Keflavík 27. desember 1931. Hann lést að heimili sínu 5. mars 2011. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Kristinsson, f. 13. maí 1901, d. 11. september 1978, og Inger Marie Nielsen, f. 17. október 1907, d. 9. ágúst 2000. Systkini Krist- ins eru. Guðmundur Helgi, f. 21. desember 1927, d. 8. maí 2007, Elvina, f. 23. júlí 1936, Vigdís, f. 3. ágúst 1939, Jó- inn, f. 24. febrúar 1961, kvæntur Sigurborgu Krist- jánsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Kristján Birnir, 2) Hákon Burkni, 3) Hafdís Katja. Lang- afa börnin eru orðin fjögur. Kristinn kvæntist þann 8. október 1966 Jófríði Björns- dóttur, f. 29. október 1944, dóttir þeirra er Inga Rún, f. 13. maí 1968. Kristinn ólst upp í Keflavík og fór ungur að vinna til sjós og lands, m.a. hjá Esso og Ís- lenskum aðalverktökum. Lengst af vann hann þó hjá Varnarliðinu og var deild- arstjóri í birgðadeild. Þau hjónin bjuggu í 30 ár í Voga- hverfinu en síðastliðin 14 ár að Heiðnabergi 11 í Reykja- vík. Útför Kristins fer fram frá Langholtskirkju í dag, 14. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. hann, f. 6. ágúst 1949, kvæntur Guðrúnu Ein- arsdóttur. Fyrri kona Kristins var Þóra Ósk Kristófers- dóttir, þau skildu. Synir þeirra eru Helgi Vignir, f. 11. desember 1956, kvæntur Ásgerði Jófríði Guðbrands- dóttur. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Óli, kvæntur Hjördísi Albertsdóttur, 2) Kristinn Vignir, sambýliskona Birna Sigurðardóttir, 3) Marsibil Ósk, 4) Víðir Óli. Þrá- Það sem huggar er góðar minningar. Pabbi minn var nautnamaður í mat og drykk. Oftar en ekki hringdi hann: „Ætlarðu að koma í mat“? Sem ég auðvitað játaði því ég var svo góðu vön. Myndin var svona: Kvöldfréttir á hæsta, hann að elda matinn, yfirleitt veislumat og með martini sér við hlið. Þess vegna kann ég ekki að elda. Annað sem huggar eru mynd- irnar úr ferðalagi okkar þriggja í janúar og þar sést hvað hann naut sín vel. Ég er ólýsanlega glöð og þakklát yfir þessari ferð. Pabbi var ekkert að fara héðan því hann var að plana ýmis fleiri ferðalög í ár og næstu ár. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Ég sakna þín. Þín dóttir, Inga Rún. Elsku Bói. Það var mér mikils virði á yngri árum, að þú, stóri bróðir, varst ætíð nærri og ég gat leitað til þín, en systkini okk- ar þrjú höfðu flutt af landi brott er ég var á barnsaldri. Ég leit upp til þín og leitaði oft í fé- lagsskap þinn sem lítill strákur. T.d. þegar þú keyrðir stóra Scania Vabis trukkinn sóttist ég eftir að sitja í með þér í marg- víslegum erindagjörðum víðsveg- ar um Suðurnes og jafnvel til Reykjavíkur. Þú varst töffari, harður á skoðunum þínum og fylgdist sérlega vel með lands- og heimsmálum. Minnisstæðir eru matmáls- tímar heima á Vallargötunni á sjötta og sjöunda áratugnum þegar stóra lampaútvarpið var í öndvegi og flutti fréttir sem breyttu gangi veraldarsögunnar og oftar en ekki hafðir þú eitt- hvað til málanna að leggja. Ég gat alltaf gengið að því vísu að fá nýjustu Bítlaplötuna frá þér í jólagjöf og fóru þær margan snúninginn á veglegri steríóg- ræjunni sem þú hafðir keypt í út- löndum. Síðar kynntist ég töfr- um óperutónlistar fyrir þitt tilstilli. Þú barst ávallt hag sona þinna, Helga og Þráins, fyrir brjósti og vildir þeim allt hið besta. Þú varðst mjög hamingju- samur þegar þú kynntist Jófý þinni og þið eignuðust Ingu Rún og blómstruðuð saman. Þið vor- uð einstaklega samheldin og kunnuð þá list að njóta lífsins á margvíslegan máta. Alltaf var frábært að koma í Heiðnabergið til ykkar þar sem stórfjölskyldan hittist gjarnan í jólaboðum. Nú þegar komið er að leiðar- lokum um sinn viljum við þakka þér, kæri bróðir, fyrir samfylgd- ina. Elsku Jófý, Inga Rún, Helgi, Þráinn og fjölskyldur, megi minningin um Bóa veita ykkur styrk og yl. Jóhann og Guðrún. Þegar við hugsum um Kristin eða Bóa eins og hann var ætíð kallaður, kemur mynd upp í hug- ann af glæsilegum manni, bein- um í baki og spengilegum. Bói var síungur og þótt árunum fjölgaði þá breyttist hann lítið í fasi og útliti. Fyrstu kynni okkar af honum voru þegar hann kom inn í fjölskylduna með Jófý syst- ur og mágkonu og fannst okkur hann vera töluverður heimsmað- ur, vann á Vellinum og var með dökkt yfirvaraskegg líkt og kvik- myndastjörnurnar. Bói var mikill matmaður og ákaflega góður kokkur, ófáar veislumáltíðirnar matreiddi hann handa okkur og var líka einstaklega gaman að elda handa honum, því hann naut þess svo vel að borða góðan mat. Bói var mjög gestrisinn og það lýsir honum vel hve sjálfsagt honum fannst að fjölskylda Jófý- ar kæmi og gisti hjá þeim í borg- arferðum og tók alltaf öllum opn- um örmum. Bói var sérstaklega barngóður og hafði ákaflega gaman af börnum og hændust þau að honum. Bói hafði gaman af veiði og útivist og fór í nokkrar veiðiferðir með mágum sínum og þar, ekki síst, kom í ljós hans dásamlega sérviska á ýmsum sviðum sem okkur fannst svo skemmtileg. Hann var ákafa- maður í eðlinu, og duglegur við veiðina og leið vel við ána og þrátt fyrir að vera fyrst og fremst borgarbarn þá naut hann þess virkilega að vera úti í nátt- úrunni. Hann var litríkur per- sónuleiki og hafði ákveðnar skoð- anir á ýmsum málum og ekki síst á landsmálum og hikaði ekki við að láta þær í ljós. Bói var tónlist- arunnandi og hafði áhuga á óp- erum og klassískri tónlist. Hann hafði áhuga á íþróttum og ekki síst á enska boltanum og fylgdist vel með gengi liðs síns, West Ham. Við kveðjum með söknuði kæran vin og vottum Jófý og Ingu Rún, Helga og Þráni, og barnabörnum innilega samúð og biðjum guð að styrkja þau í sorg sinni. Megi minningin um góðan mann lifa í hjörtum okkar. Árni og Þórey. Það hefur enginn neina vissu fyrir langri jarðvist. Að ná háum aldri er annarrar merkingar nú en fyrir fáum áratugum. Bói hefði orðið áttræður síðar á þessu ári en það datt engum í hug sem hann þekktu. Svo vel var hann á sig kominn. Var hann andlega og líkamlega hraustur. Hann fylgdist vel með þjóðmál- um og hafði skoðanir á öllu. Las enginn blöðin jafn vandlega og hann nema ef vera skyldi Mogg- ann að undanförnu. Hann var sannfærður vinstrimaður, hélt hann um þær skoðanir sínar strangan vörð. Ævistarf hans var þó fyrir bandaríska herinn eins og margra annarra Suðurnesja- manna. Mætti ætla að það hefði stundum verið honum erfitt að hafa slíkan vinnuveitanda en það var aldrei á honum að finna. Þrátt fyrir hina pólitísku trú var hann mjög hrifinn af Bandaríkj- um Norður-Ameríku. Fór hann þangað oft, stundum mörgum sinnum á ári. Hafði hann gaman af að ferðast og fór víða með Jó- fríði konu sinni. Við áttum með þeim hjónum margar ánægju- stundir á ýmsum stöðum í út- löndum. Er nú þakkað fyrir sam- veruna í öllum þeim ferðalögum sem voru orðin mörg á sl. áratug- um. Þó naut hann sín best í ferð- um á skemmtiferðaskipum. Komu þau hjónin nýlega úr vel heppnaðri siglingu um Karíba- hafið ásamt Ingu Rún dóttur sinni. Er sú minning þeim mæðg- um nú mjög dýrmæt. Best þótti honum samt að vera heima með bækur sínar og blöð og gömlu kvikmyndirnar sem hann hafði mikinn áhuga á. Í eldhúsinu réð hann ríkjum. Var hann mjög góð- ur kokkur og hafði mikinn áhuga á mat og eldamennsku og enginn blandaði „dry martíni“ betur en hann enda treysti hann engum betur en sjálfum sér til þess. Það má segja að Bói hafi verið lífs- nautnamaður um leið og hann var hófsmaður. Samverustundir með barnabörnunum voru hon- um dýrmætar og var einstaklega gaman að sjá hann leika við litlu börnin sem voru orðin mörg. Meðal áhugamála hans var enska knattspyrnan. Fylgdi hann West Ham og hafði gert í áratugi. Fór hann stundum til Englands til þess að horfa á fótbolta og fylgj- ast með sínum mönnum. Hélt hann alla tíð tryggð við félagið þrátt fyrir misjafnt gengi þess í gegnum tíðina. Þau hjónin höfðu verið að horfa saman á leik West Ham og Stoke. Í hálfleik bar andlát hans að. Á einu auga- bragði var hann allur. Elsku Jófý og Inga Rún, við vildum svo gjarnan vera með ykkur og geta faðmað ykkur en aðstæður haga því svo að við er- um fjarri. Við hörmum það sárt að geta ekki fylgt gömlum vini til grafar. Við sendum fjölskyldu Bóa innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan mann lifir. Margrét og Örn. Kristinn Vignir Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.