Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Þ
etta hófst þegar börnin
okkar byrjuðu saman í
bekk í Álftamýrarskóla.
Við mömmur þeirra vor-
um bekkjarfulltrúar
meira eða minna allan tímann eða
alveg þangað til börnin luku tíunda
bekk en við búum allar hérna á
sama svæði, í Háaleitishverfinu.
Þannig kynntumst við fimm mjög
vel,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir
sem ásamt þeim Gerði Kristjáns-
dóttur, Þóru Halldórsdóttur, Þór-
unni Liv Kvaran og Þórdísi Gunn-
arsdóttur skipar leshring sem
kallast Besti vinur aðal.
Hún heldur áfram: „Við vorum
alltaf að hittast; fengum okkur kaffi-
sopa hér og þar úti í bæ eftir að hafa
sent hver á aðra tölvupóst. Iðulega
voru bækur svo umræðuefnið þegar
við vorum komnar saman. Einu
sinni datt upp úr mér að „næsta bók
leshringsins væri …“ og þegar þær
spurðu hvað ég meinti benti ég þeim
á að við værum alltaf að lesa hver í
sínu horni og að ræða um bækur
okkar í milli. Nú væri einfaldlega
kominn tími til að stofna formlegan
leshring.“
Hnakkrífast yfir bókunum
Vinkonurnar létu ekki sitja við
orðin tóm heldur komu leshringnum
á koppinn og síðan hafa þær hist
einu sinni í mánuði heima hjá ein-
hverri þeirra yfir góðu snarli til að
ræða heimsbókmenntirnar. „Við
skiptumst á að bjóða hinum heim og
það er alltaf einhver ein okkar sem
ákveður hvað á að lesa fyrir næsta
hitting. Hinar verða svo einfaldlega
að gangast undir hennar val. Auð-
vitað geta þær komið með tillögur
og sagt sínar skoðanir en að lokum
er það alltaf einhver ein sem ræð-
ur.“
Bækurnar sem verða fyrir val-
inu eru bæði íslenskar og erlendar,
gamlar og nýjar. Þannig hafa þær
lesið íslenskar fornbókmenntir,
glæpasögur Stiegs Larssons, Lax-
ness og bækur Jane Austin svo eitt-
hvað sé nefnt. Og umræðurnar geta
orðið býsna heitar. „Við erum
sjaldnast sammála og getum orðið
ansi ákafar,“ segir Bryndís með
áherslu. „Við lásum t.d. Hver ert
þú? eftir Njörð P. Njarðvík um dag-
inn sem á að gerast á tímum Krists.
Hún skapaði þvílíkan ágreining. Það
var líka mikill ágreiningur um Lax-
dælu og þá varð ég beinlínis reið,
því ég elska þessa bók og þær gátu
ekki horft á hana á sama hátt og ég
– fóru að líkja söguhetjunum við
útrásarvíkingana og ég var nú ekki
alveg á því.“
Það vantar sumsé ekki ástríð-
una í lesturinn hjá þeim stöllum.
„Nei, við getum hnakkrifist yfir
bókunum,“ segir Bryndís hlæjandi.
„En við erum aldrei reiðar hver við
aðra heldur snýst ágreiningurinn
bara um bókina sjálfa.“
Næra líkama og sál
Hún segir þær fara létt með að
renna yfir eina bók í mánuði enda
allar miklir lestrarhestar. „Við hitt-
Vinkonur í gegnum
börnin og lesáhugann
Börnin þeirra leiddu þær saman fyrir 17 árum og síðan hafa þær skipst á skoð-
unum um bókmenntir af öllum toga. Stöllurnar í leshringnum Besti vinur aðal
hafa enda heitar skoðanir á bókum og innihaldi þeirra og vita fátt skemmtilegra
en að hittast til að ræða þær.
Morgunblaðið/Golli
Bækurnar Síðast lásu þær stöllur Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birg-
isson en næst á dagskrá er Fátækt fólk, æviminningar Tryggva Emilssonar.
Þarftu upplýsingar um það hvað fimm
fet eru mikið í metrum? Hvað 10 hest-
öfl eru mörg wött? Hvað hektari eru
margir fermetrar? Hvað 20 pund eru í
kílóum? Hvað 14 gallon eru í lítrum?
Það hefur löngum valdið veseni og
ruglingi hversu ólíkar mælieiningar
heimsins eru og einhverra hluta
vegna reynist flestum ómögulegt að
tileinka sér fleiri en eitt lengdar-,
þyngdar- og hitakerfi svo eitthvað sé
nefnt. Á netinu er að finna góðar
lausnir fyrir þá sem týnast í ókunnug-
um mælikerfum því ýmsar vefsíður
bjóða fólki fólki upp á umreikning á
algengum og óalgengum mæliein-
ingum yfir í einhverjar aðrar, sem það
þekkir betur.
Ein þeirra er www.convert-me.com
þar sem hægt er að skipta á milli
mælikerfa sem taka til þyngdar,
lengdar og fjarlægðar, rúmmáls, um-
máls, hita, mælieininga við elda-
mennsku og þeirra sem notaðar eru
þar sem eldsneyti er annars vegar.
Þannig að næst þegar uppskriftin
tilgreinir únsur, pund og fahrenheit-
gráður fyrir bakaraofninn er kjörið að
draga fram fartölvuna og slá inn þau
gildi sem koma þar fyrir og þá verður
sannleikurinn um þyngdina og hitann
svo miklu auðveldari að melta.
Vefsíðan www.convert-me.com
Morgunblaðið/ÞÖK
Í eldhúsinu Það er betra að vera með mælieiningarnar á hreinu við baksturinn.
Þegar mælieiningarnar eru í rugli
Óhætt er að segja að Íslendingar
hafi tekið fjöllin okkar með trompi
undanfarin misseri og keppast háir
sem lágir nú við að sigra hvern tind-
inn á fætur öðrum. Bakpokaferðir
hafa líka notið mikilla vinsælda og
sömuleiðis útilegur. Góður und-
irbúningur slíkra ferða er gríðarlega
mikilvægur og þá er ekki verra að
hafa einhverjar leiðbeiningar við
höndina. Bókin Góða ferð, eftir El-
ínu Magnúsdóttur og Helenu Garð-
arsdóttur, kom nýverið út og fjallar
um útivist og fjallgöngur á ítarleg-
an hátt. Farið er yfir hvernig hægt
er að tryggja að göngugörpunum
verði ekki kalt í tjaldi, hvernig nota
á áttavita og GPS-tæki, hvernig
best er að raða í bakpoka, hvaða út-
búnaði er best að fjárfesta fyrst í
og svo mætti lengi telja.
Endilega …
… hugið að
fjallgöngunum
Bakpokinn Réttar stillingar eru lyk-
ilatriði til að þyngdin dreifist rétt.
Konur sem drekka meira en einn
kaffibolla á dag eru í 22-25 prósent
minni hættu á að fá slag. Þetta eru
niðurstöður sænskrar rannsóknar
sem American Heart Association
hefur nú kynnt í tímariti sínu Stroke.
Það voru vísindamenn við Karol-
inska sjúkrahúsið í Stokkhólmi sem
gerðu rannsóknina sem náði til
34.670 kvenna á aldrinum 49-83
ára. Fylgst var með þeim í 10,4 ár að
meðaltali og af þessum hópi fengu
1.680 konur heilablæðingu af ein-
hverjum toga.
Konurnar voru allar þátttakendur í
stórri lýðheilsukönnun í Svíþjóð sem
gekk út á að kanna samhengið milli
matarvenja, lífsstíls og sjúkdóma.
Heilsa
Morgunblaðið/Kristinn
Ávinningur Kaffi daglega virðist draga úr líkum á heilablæðingu hjá konum.
Kaffi gott fyrir æðakerfi kvenna
Kvótakerfi og landsbyggð:
Hagkvæmni - byggðir
Á málþinginu fjalla fræðimenn um þróun og framleiðni í sjávarútvegi landsmanna, áhrif
kvótakerfisins á byggðaþróun á Íslandi og hvernig upptaka kvótaréttinda muni virka á
byggðaskatta. Málþingið er öllum opið.
Dagskrá málþingsins:
– Hagkvæmni í sjávarútvegi: Þróun, framleiðni Dr. Sveinn Agnarsson, forstöðumaður
– Kvótakerfið og byggðaþróun Dr. Birgir Þór Runólfsson, dósent
– Upptaka kvótaréttinda - skattur á byggðir Dr. Ragnar Árnason, prófessor
Fundarstjóri: Illugi Gunnarsson
Áhugahópur háskólamanna um sjávarútvegsmál
Málþing II
Áhugahópur háskólamanna um sjávarútvegsmál heldur málþing þriðjudaginn
15. mars frá kl. 15:00 til 17:00 í stofu N-132 í Öskju Háskóla Íslands.