Morgunblaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 www.noatun.is Fermingarveislur Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. 1990 KR./MANN VERÐ FRÁ AÐEINS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líflegt hefur verið í siglfirskum skíðabrekkum í Skarðsdal í vetur og fjöldi ferðamanna lagt leið sína þangað. „Það eru göngin, ekki spurning,“ segir Sig- urður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, spurður um þessa auknu aðsókn. Hann segir að fólk komi ýmist akandi að sunnan eða með flugi til Akureyrar og keyri þaðan. Margir stórir hópar hafi verið á ferð í vetur, skólahópar og ýmsir aðrir. Undanfarið hafi verið samvinna á milli skíða- svæðanna í Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík og margir nýtt sér möguleika á að nýta sama skíðakortið á öllum stöðunum. „Héðinsfjarðargöngin opna margvíslega möguleika vetur sem sumar og vegalengdir eru svo miklu styttri en áður,“ segir Sigurður. „Skíðaíþróttin á hér mikla sögu og sérstaka menningu og það er ánægjulegt þeg- ar svona vel gengur.“ Hann segir að ágæt gistiaðstaða sé í boði í Fjallabyggð. Í Siglufirði sé gistiheimilið Hvanneyri, sem nýlega hafi verið endurbætt, skólarnir ef svo beri undir og fleiri möguleikar séu í boði. Á Ólafsfirði sé einnig góð skíðaaðstaða og þar er hótel Brimnes. Síldarminjasafnið er opnað eftir þörfum yfir vetr- artímann, en margir hafa áhuga á að skoða það að sögn Sigurðar. Mikil uppbygging hafi staðið yfir á veg- um Rauðku niðri við höfnina. Veitingastaðurinn Hann- es Boy hafi verið opnaður fyrir nokkru og í sumar verði opnaður stór fjölnota veislusalur, kaffihús og bar í rauða húsinu við smábátahöfnina. Tveir níu hola golfvellir Sigurður segir að stöðugt sé verið að bæta aðstöðu til að taka við ferðamönnum í Fjallabyggð og liður í því sé að tveir góðir níu hola golfvellir verði í Fjalla- byggð. „Framtíðaruppbygging golfvalla í Fjallabyggð hefur verið í skoðun og í þau mál er að koma niðurstaða. Bæjarfélagið mun væntanlega taka þátt í lagfæringum á golfvellinum Ólafsfjarðarmegin og síðan aðstoða við uppbyggingu á nýjum golfvelli við skógræktina í Hóls- dal í í samvinnu við Golfklúbb Siglufjarðar og Rauðku. Líflegt í skíðabrekk- unum í Skarðsdal  Auknir möguleikar skapast í ferðamennsku á Siglufirði sumar jafnt sem vetur með tilkomu Héðinsfjarðarganganna Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Blíða Gott veður var á skíðasvæðum víða um land í gær og margir í brekkunum. Myndin er úr Skarðsdal. Hvíld Það getur verið nauðsynlegt að hvíla sig aðeins á milli hraðferða og brosa framan í heiminn. Hlutdeild sjónvarpsefnis frá öðrum Norðurlöndum hefur verið á bilinu 5,6-7,5% undanfarin fimm ár en á sama tíma hefur hlutdeild banda- rísks sjónvarpsefnis verið 26,1- 30,4%, að því er fram kemur í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á Alþingi. Mjög misjafnt er hversu mikið er upprunnið í öðrum löndum eða frá 3,7% upp í 23,1%. Samkvæmt þjón- ustusamningi ráðuneytisins og RÚV á norrænt efni að vera a.m.k. 5%. Siv spurði um meðaláhorf á til- tekna norræna og bandaríska þætti. Þrír vinsælustu þættirnir voru nor- rænir, þ.e. Himinblámi (24,9%), Glæpurinn II (21,4%) og Hvaleyjar (20,8%). Þrír vinsælustu bandarísku þættirnir voru Sporlaust (20,7%), Aðþrengdar eiginkonur (19,6%) og Bráðavaktin (18,2%). Lítill en vinsæll hlutur norræns efnis í RÚV Norrænt og bandarískt sjónvarpsefni í RÚV 1.4-31-8 2007 1.9.2007- 31.8.2008 1.9.2008- 31.8.2009 1.9.2009- 31.8.2010 Íslenskt Danskt Norskt Finnskt Sænskt Bandarískt 1.1-31.12 2006 Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Töluvert er um það að hjúkr- unarfræðingar fari út til annarra Norðurlanda, og þá einkum Noregs, í afleysingavinnu. Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður félags hjúkr- unarfræðinga, segir að sér hafi bor- ist margar fyrirspurnir varðandi þetta. Landlæknisembættið þarf að gefa öllum hjúkrunarfræðingum sem ætla að starfa í öðru landi vott- orð um að viðkomandi hafi starfs- leyfi á Íslandi og hefur þessum um- sóknum fjölgað verulega á síðasta ári og í ár. Elsa orðar það svo að út- gefin vottorð séu álíka mörg á dag núna og voru á mánuði fyrir hrun. „Það er ekki mikið um að hjúkr- unarfræðingar flytji út en eitthvað meira virðist vera um svona skorpu- vinnu núna,“ segir hún en margir sem þetta gera fara þá út í 2-3 vikur í einu á 3-6 mánaða fresti. Veruleg uppgrip eru fyrir hjúkrunarfræð- inga af þessari vinnu því launin eru í dýrmætum norskum krónum en út- gjöldin í íslenskum krónum. Hún hefur ekki áhyggjur af því að hjúkrunarfræðingar almennt flytjist búferlum í stórum stíl. „Ég hef meiri áhyggjur af yngra fólkinu,“ segir hún og útskýrir að það búi oft við tímabundna ráðningarsamninga og minna atvinnuöryggi. „Það eykur líkur á því að einhverjir úr þessum hópi fari út og ílendist þar. Við höf- um síðan ekki aðgang að því fólki þegar aðrir fara á lífeyri.“ Anna Birna Jensdóttir hjúkrunar- fræðingur er einn stofnenda félags- ins Sólstöður, sem aðstoðar fólk við að fá vinnu erlendis. „Noregur virð- ist vera það land sem bráðvantar fólk í vinnu og er mikið að leita eftir heilbrigðisstarfsfólki,“ segir hún og bendir á að í kreppu hér séu tæki- færin annars staðar og þetta sé hluti af nýjum raunveruleika og starfs- umhverfi. „Við erum að mæta þörf sem er fyrir hendi og finnum fyrir töluverðum áhuga,“ segir hún um Sólstöður en félagið er nýfarið af stað. Í Noregi er eftirspurnin mest eftir sérhæfðari starfskrafti með sérnám í t.d. gjörgæslu-, skurð- eða svæf- ingahjúkrun. Önnur afleysingastörf eru frekar bundin við orlofstímabil. Uppgrip í afleysingum í Noregi  Hjúkrunarfræðingar sækja í afleysingavinnu á Norðurlöndum  Fara út í 2-3 vikur í senn á 3-6 mánaða fresti  Eftirspurnin mest eftir sérhæfðu starfsfólki Morgunblaðið/Kristinn Uppteknar á vaktinni Þangað til nú hefur vinna verið næg hérlendis. Sólstöður er nýtt félag sem sér- hæfir sig í að útvega heilbrigð- isstarfsfólki afleysingastörf til lengri eða skemmri tíma hér á landi og erlendis. Félagið vinnur að því að íslenskt heilbrigð- isstarfsfólk eigi möguleika á aukinni fjölbreytni varðandi starfsval, starfsumhverfi og til- högun vinnutíma en almennt hefur verið í boði á Íslandi. Fé- lagið er með viðskiptasambönd víðs vegar um Noreg og rekur norskt dótturfélag. Miklar upp- lýsingar er að finna á síðunni www.solstodur.is. Eykur fjölbreytni SÓLSTÖÐUR ÚTVEGA AFLEYSINGASTÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.