Morgunblaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Norski rithöfundurinn Vidar Sund- støl kom í stutta heimsókn hingað til lands fyrir skömmu. Tilefnið var ís- lensk útgáfa á glæpsögu hans Hinir dauðu sem er framhald af verðlauna- bókinni Land draumanna sem einnig hefur komið út á íslensku. Þriðja bókin og sú síðasta í þríleiknum um lögreglumanninn Lance Hansen kemur út í Noregi 1. maí. Í Landi draumanna fann Lance Hansen lík norsks ferðamanns við Lake Superior. Lance kemst að því að annað morð var framið á þessum stað hundrað árum fyrr, á tímum vesturferðanna þegar forfeður hans flykktust til Minnesota. Lance grun- ar að bróðir hans hafi framið morðið á ferðamanninum en treystir sér ekki til að segja frá því og annar maður er sakaður um morðið og sett- ur í fangelsi. Í annarri bókinni Hinir dauðu fara bræðurnir saman á veiðar og mikil spenna myndast milli þeirra. Í bókinni leysist svo hin alda- gamla morðgáta. Heildstæð glæpasaga Sundstøl er fyrst spurður að því hvort hann hafi í byrjun ákveðið að bækurnar yrðu þrjár. „Nei,“ segir hann. „Ég bjó um tíma með konu minni í nágrenni Minnesota á svæði þar sem fjölmarg- ir íbúar eru afkomendur Norðmanna og Svía. Íbúarnir sögðu mér sögur um forfeður sína og erfiðið sem þeir lögðu á sig til að komast burt og hefja nýtt líf í ókunnum heimkynn- um. Þessar frásagnir snertu mig og ég var sömuleiðis heillaður af um- hverfinu og þessu mikla vatnasvæði, Lake Superior. Ég hafði líka áhuga á kynnum innflytjenda og indjána sem bjuggu á svæðinu. Upphaflega lang- aði mig til að skrifa langa skáldsögu en þegar ég fór að hugsa um sögu- þráðinn og huga að byggingu gerði ég mér grein fyrir því að ég yrði að skrifa fleiri en eina bók – og þær urðu þrjár. Ég lít á þríleikinn sem heildstæða glæpasögu eins og les- andanum verður ljóst þegar hann les allar bækurnar. Bók númer tvö hefur ekki byggingu hefðbundinnar glæpa- sögu, er meir í átt við sálfræðitrylli, er miðkaflinn í langri glæpasögu.“ Þegar þú byrjaðir að skrifa söguna vissirðu þá hvernig hún myndi enda? „Já, en hlutverk sumra persóna í bókinni breyttist í vinnuferlinu. Það á til dæmis við um indjánann, töfra- lækninn, sem hvarf fyrir hundrað ár- um og birtist svo aftur sem draugur. Í fyrstu bókinni segi ég um miðbik bókarinnar að draugasögur hafi orð- ið til um þann mann. Þegar ég skrif- aði þá setningu fór ég að velta því fyrir mér hvernig þessi þríleikur yrði ef draugurinn skyti allt í einu upp kollinum, rétt eins og hann væri lif- andi maður og aðalpersónan sæi hann öðru hvoru. Þessi draugagang- ur setur svip á þríleikinn og skapar sérstakt andrúmsloft. Þarna stökk ég á hugmynd sem kviknaði í miðri bók og skilaði sér svo í næstu bók.“ Fyrsta bókin í flokknum, Land draumanna, valin besta glæpasagan í Noregi. Það hlýtur að hafa glatt þig? „Það gladdi mig en kom mér líka mjög á óvart því húna var fyrsta glæpasagan mín. Áður en hún kom út hafði ég skrifað þrjár bækur. Þar skiptir söguþráðurinn ekki eins miklu máli og í glæpaþríleiknum. Glæpir koma þar hvergi við sögu, heldur fjalla bækurnar um ást og samskipti eða skort á ást. Þar eru af- ar einmana karlmenn, eins og Lance er, í aðahlutverki. Ætli ég sé ekki bara alltaf að skrifa um einmana karlmenn. En þegar Land draumanna kom út tóku norskir gagnrýnendur henni ekki sem glæpasögu. Hún fékk mjög góða dóma við útkomu en það var ekki fyrr en ég fékk verðlaunin ári seinna sem verulegt skrið komst á þá bók, hún var seld til annarra landa og öðl- aðist eiginlega nýtt líf.“ Íslensk söguhetja Tvær einangraðar manneskjur eru í forgrunni út alla bókina. Varstu ekki hræddur um að þér myndi ekki takast að halda athygli lesandans með því að láta verkið snúast nær eingöngu um spennu milli þessara tveggja einstaklinga? „Nei, ég óttaðist það ekki en það var mikil ögrun að viðhalda spennu í gegnum alla bókina. Þegar ég byrja að skrifa bók vil ég hafa á tilfinning- unni að ég geti ekki skrifað hana, hún sé of erfið. Um leið þarf ég að vita innst inni að mér muni takast það. Ég þarf að finna að skrifin séu mikil og stöðug áskorun og að ég sé að vinna bug á hindrunum sem ég hef ekki mætt áður. Ef ég veit fyr- irfram að ég get skrifað bók vegna þess að ég hafi skrifað eitthvað álíka áður þá hættir vinnan að vera spennandi.“ Hvað ætlarðu að skrifa um næst? „Næsta bók nefnist á ensku In- visible King og er fyrsta bók í nýj- um bókaflokki. Ef allt fer sam- kvæmt áætlun kemur hún út árið 2013. Aðalpersónan í bókunum er hálfenskur og hálfíslenskur karl- maður sem býr í London en ólst upp á Íslandi. Faðir hans, sem var ís- lenskur, var fornleifafræðingur sem vann í Pompei og hvarf einn daginn. Móðirin sem er ensk fór þá með fimmtán ára drenginn til London. Þegar við hittum hann er hann 35 ára gamall blaðamaður sem vinnur fyrir ferðatímarit. Í fyrstu bókinni er hann í Alexandríu þar sem er verið að leita að gröf Alexanders mikla og flækist inn í mál sem snert- ir hvarf föður hans tuttugu árum fyrr. Ég vonast til að skrifa að minnsta kosti fimm bækur í þessum bóka- flokki og vonandi fleiri. Hver bók er sjálfstæð og fjallar að hluta til um forna heimi. Bók númer tvö snýst um Kleópötru og gamla styttu af henni sem er seld á svörtum mark- aði.“ Af hverju er aðalpersónan í þess- um bókum hálfur Íslendingur? „Ég vildi skapa alþjóðlegt and- rúmsloft í þessum bókum og ætlaði upphaflega að láta aðalpersónuna búa í stórri Evrópuborg, til dæmis London. Fyrst velti ég því fyrir mér að hafa persónuna hálfnorska en ég þekki Noreg of vel. Ísland er nor- rænt land sem ég þekki ekki nægi- lega vel og mér fannst ég geta skrif- að um það á heillandi hátt.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S Er að vinna bug á hindrunum  Hinir dauðu er ný spennusaga eftir norska rithöfundinn Vidar Sundstøl  Önnur bókin í þríleik  Höfundurinn vinnur að nýrri bók þar sem aðalpersónan er hálfíslensk Vidar Sundstöl Ætli ég sé ekki bara alltaf að skrifa um ein- mana karlmenn. VANTAR ÞIG AUKAPENING? Fín laun og stuttur vinnutími. Gott með skóla eða vinnu. Hlauparar þurfa að hafa bíl til umráða. Launatrygging í boði. Morgunblaðið óskar eftir blaðberum og hlaupurum. Áhugasamir hafa samband við dreifingardeild í síma 569 1440 eða sendið umsókn á bladberi@mbl.is Hinir dauðu er önnur bók hins norska Vidars Sundstøl í Minnesota-þríleiknum. Vidar, sem sjálfur hefur búið á slóðum sögunnar við Lake Superior, hefur hlotið einróma lof fyrir bækur tvær. Land draumanna, fyrsta bókin í þríleiknum, kom út á íslensku 2010, hlaut Riverton-verðlaunin 2008 sem besta glæpasaga ársins í Noregi og var tilnefnd til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna, Glerlykilsins, 2009. Þriðja og síðasta bókin, Hrafnarnir, er væntanleg haustið 2011. Spennandi þríleikur BÓKIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.