Morgunblaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Heiðursmaðurinn Ragnar Georgsson frændi minn er látinn eftir langa vanheilsu. Hann var mikill örlagavaldur í mínu lífi. Þannig var að við bjuggum í sama húsi þegar ég var 7-10 ára gamall. Ragnar var þá kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut, sem síðan varð að Hagaskóla. Þar kenndi hann ensku, stærðfræði og landafræði. Einnig vann hann á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur. Mér eru enn í fersku minni heimsóknir mínar inn til Ragnars. Það voru einna merkustu stundir lífs míns. Ég sat og horfði á hann undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir próf og verkefni. Stundum fékk ég hlutverk eins og að raða verk- efnum í stafrófsröð eða að reyna að svara spurningum í landa- fræði þegar hann var að semja próf. Ég hreifst líka af skriftinni hans, sem var einstaklega glæsi- leg. Það er engin spurning að á þessum árum hefur síast inn í mig sú skólamálabaktería sem seinna stjórnaði lífi mínu í 45 ár. Árið 1956 varð Ragnar fyrsti skólastjóri Réttarholtsskóla og gegndi því starfi í tæpan áratug. Hvarf hann síðan til starfa á Ragnar Georgsson ✝ Ragnar Valdi-mar Georgsson fæddist á Skjálg í Kolbeins- staðahreppi, Hnappadalssýslu, 27. júlí 1923. Hann lést á Landakots- spítala 10. mars 2011. Útför Ragnars fór fram frá Dóm- kirkjunni 18. mars 2011. Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur að beiðni Jónasar B. Jónssonar fræðslu- stjóra, þess mæta skólamanns. Þar starfaði hann sem skólafulltrúi og var í miklum tengslum við skólastjórnend- ur. Það er engum blöðum um það að fletta að Ragnar var mjög flinkur skólamaður sem virðing var borin fyrir og gott var að leita til. Mörgum leiðinda- fundinum breytti hann í skemmtun með því að bregða fyrir sig húmornum sem hann hafði nóg af. Ég var á unglingsaldri þegar ég byrjaði að fara í veiðiferðir með Ragnari og Pétri bróður hans. Fyrst í stangveiði og síðan rjúpnaveiði. Þeir bræður voru ekki bara góðir veiðimenn því einnig báru þeir mikla virðingu fyrir náttúru landsins og kenndu mér margt nytsamlegt í þeim málum. Allar ferðirnar voru fyrir mig ekki bara veiðiferðir heldur líka námsferðir. Ragnar var sér- lega náttúrugreindur maður og kunni ógrynni af sögum og nátt- úrulýsingum. Ógleymanleg eru kvöldin þegar komið var í nátt- stað að loknum veiðidegi hvort sem það var inni á Kili, við Iðu, við Norðurá eða í Borgarnesi hjá Guðrúnu systur þeirra bræðra og Ragnari manni hennar. Þá var dreypt á ljúfum drykkjum og kærkominn matur snæddur. Á þessum stundum var Ragnar í essinu sínu enda húmorinn í önd- vegi. Ég sakna frænda míns mjög. Við Siffý sendum Rannveigu, Steinunni Birnu, Brynhildi og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minning um mætan mann lif- ir. Árni Magnússon. Ekkert er manninum dýr- mætara en að eiga fjölskyldu og góða vini. Ég var svo lánsamur fyrir hartnær 40 árum að kynn- ast Ragnari Georgssyni og að eiga síðan með honum nokkra daga hvert sumar við veiðar. Ragnar var fjölmenntaður mað- ur og hafði að ævistarfi að kenna ungmennum og síðar að hlúa að menntun og menningu á vegum Reykjavíkurborgar. Því er ekki að undra að hann kynni að miðla kunnáttu og skilningi á flestum málefnum sem bárust í tal. Og þessi fróðleikur var fluttur af mikilli mælsku með græsku- lausri kímni. En Ragnar var sannkallað náttúrubarn. Hann þekkti alla fugla og skildi hegðan þeirra, kunni nöfn blóma og grasa og las veður úr skýjafari. Hann var ótrúlega lunkinn veiði- maður, sá á einhvern óskiljan- legan hátt botninn í ánni, hvern- ig straumar og iður hegðuðu sér og þannig áttaði hann sig á hvar laxinn hélt sig. „Þarna er skáp- ur“ átti hann til að segja og þar var þá lax. Iðulega máttum við veiðifélagarnir, vonlausir, hnípn- ir og hættir veiðum, upplifa að sjá Ragnar taka af skarið og setja í fisk! Ég sé í hugskoti mínu gleði- gjafann hann Ragnar sitja að kvöldi í veiðikofanum með kank- víslega brosið sitt, segjandi bráð- fyndnar sögur og taka síðan und- ir hláturinn okkar með kumrinu sínu skemmtilega. Um leið og ég þakka þessum hugljúfa vini fyrir ógleymanlega samfylgd sendi ég þeim Rannveigu og Steinunni Birnu og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Árni Kristinsson. Fyrst man ég eftir Ragnari á badmintonvelli í Melaskólanum í hópi badmintonmanna sem köll- uðu sig Fuglana. Ég kynntist Fuglunum vel því faðir minn var einn félaganna. Í upphafi voru í Fuglunum: Pétur Georgsson bróðir Ragnars, Gunnar Peter- sen, Kristján Benjamínsson, Kristján Benediktsson, Guðlaug- ur Þorvaldsson og Sigurgeir Jónsson. Ragnar var flottur á velli, kraftalega vaxinn, með fal- legan slátt og góðan fótaburð. Hann var ekki sá fljótasti en bætti það upp með útsjónarsemi og góðri staðsetningu. Ekki man ég eftir að hann hafi unnið til titla í badminton og trúlega hef- ur metnaður hans ekki legið í þá átt en hann vann mikið starf fyr- ir íþróttina í hinum ýmsu nefnd- um og stjórnum á vegum TBR. Hann var sæmdur gullmerki TBR 1964. Ég kynntist Ragnari betur síðar þegar nokkrir öðlingar skipuðu Norðurárnefnd Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Þeir helstu voru bræðurnir Pétur og Ragnar Georgssynir, Jóhann Þorsteinsson, Gunnar Petersen og Gunnlaugur Pétursson. Allir voru þeir sérvitringar hver á sinn hátt en góðir vinir og virtu sérvisku og hæfileika hver ann- ars. Mér hlotnaðist sá heiður að fara með þeim óteljandi vinnu- ferðir upp að Norðurá og á ég ógleymanlegar minningarnar úr þessum ferðum. Tryggð þeirra og fórnfýsi fyrir SVFR var ein- stök. Það er mér í fersku minni, að ég og Gunnar Örn Pétursson, þá smástrákar, fengum það verkefni að rétta gamla nagla til að spara félaginu að kaupa nýja. Nú eru þeir allir látnir en ég minnist þeirra með þökk og virð- ingu. Laxveiðiferðirnar og rjúpna- ferðir með þeim bræðrum Ragn- ari og Pétri, sem lést árið 1999, eru ógleymanlegar. Báðir af- burðaveiðimenn með stöng og byssu enda aldir upp í sveit og stunduðu veiðar frá barnsaldri. Virðing þeirra og nærgætni gagnvart hvor öðrum, umhverf- inu og ekki síður veiðifélögunum var einstök. Þekktu alla fugla, plöntur, örnefni, lásu strauma og flúðir eins og opna bók og gáfu sér ávallt tíma til að fræða okkur ungu mennina. Mest veiddi ég með Ragnari í Norðurá, Stóru Laxá í Hreppum og svo í Hvítá, í landi Iðu. Ekki gerði Ragnar mikið úr eigin ágæti sem veiðimanns enda var hann einstaklega orðvar og spar á hástemmd lýsingarorð. Margar ógleymanlegar stund- ir átti ég með Ragnari að loknum veiðidegi þegar sest var niður og farið yfir atburði dagsins. Hann hafði einstaklega hnyttna og fág- aða kímnigáfu, ekki það að brandararnir væru langir, það voru þessi stuttu innskot og at- hugasemdir á hárréttum tíma sem voru algjörlega óborganleg. Trúlega hefur oft reynt á Ragnar í þessum ferðum að um- bera flumbruskap og ungæðis- hátt hjá undirrituðum en man ekki eftir að hann hafi haft orð á því. Það var aftur á móti hún Rannsý vinkona mín sem eitt sinn tók í taumana og tók mig í bóndabeygju svo ég færi mér ekki að voða við Laxfoss í Norð- urá. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Ragnar sem vin og samferða- mann öll þessi ár en eftir lifa minningar um mikinn öðling. Far í friði kæri vinur. Mínar kæru vinkonur Rannsý og Steinunn Birna – sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Steinar Petersen. Það var glaður og samheldinn hópur, sem útskrifaðist úr Kenn- araskóla Íslands vorið 1944. Nú kveðjum við með söknuði bekkj- arbróður okkar, Ragnar Georgsson. Við áttum yndisleg ár saman í Kennaraskólanum, félagslífið blómstraði, það var dansað saman á göngunum í frí- mínútum, flogist á í gamni og farið saman í ferðalög. Ragnar var hrókur alls fagnaðar, þátt- takandi í gleðskapnum og lið- tækur í að kasta fram stöku þeg- ar á þurfti að halda. Fyrir próf sátum við oft nokk- ur saman og lásum heima hjá Ragnari og þá var mikið og skipulega unnið. Við kunnum fleira en að skemmta okkur. Svo fór Ragnar til náms í Bandaríkjunum og þegar hann kom til baka voru honum falin margvísleg stjórnunarstörf, sem hann rækti með miklum sóma. Hann var t.d. skólastjóri Rétt- arholtsskólans frá stofnun hans til 1963 og skólafulltrúi á Skóla- skrifstofu Reykjavíkur. Hann var traustur og ábyggilegur í öll- um störfum sínum, lipur og sanngjarn stjórnandi Við bekkjarsystkinin höfum reynt að hittast öðru hvoru og við höfum alltaf glaðst innilega þegar Ragnar hefur getað verið með okkur, en oft hefur heilsa hans ekki leyft það. Nú hefur hann endanlega kvatt okkur og við söknum hans. Eftirlifandi eiginkonu, dóttur og fjölskyldu hennar sendum við einlægar samúðarkveðjur. Fyrir hönd bekkjarsystkin- anna, Pálína Jónsdóttir. ✝ Magnús Jó-hannes Stef- ánsson fæddist á Akureyri hinn 15. júlí 1936. Hann andaðist á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Foss- vogi 14. mars sl. Foreldrar hans voru Stefán Ágúst Magnússon verka- maður, f. 1899, d. 1985, og Jóhanna Sigurðardóttir, f. 1904, d. 1985. Systkini hans eru Björg, f. 1931, Herborg, f. 1933, Magnús, f. 1934, d. 1936, Gréta, f. 1941, d. 2009, og Sig- urður, f. 1944. Magnús kvænt- ist 20. ágúst 1961 Guðbjörgu Reynisdóttur, f. 17. desember 1942. Foreldrar hennar eru Reynir Guðmundsson mál- arameistari, f. 1918, d. 1994, og Bjargey Guðmundsdóttir, f. viðskiptafræðingur, f. 18. maí 1969, kvæntur Hrefnu Björk Jónsdóttur, f. 1972, börn þeirra eru a) Ragnhildur Eir, f. 1995, b) Magnús Jóhannes, f. 1998, c) Elísabet Rún, f. 2000. 4) Halldóra læknir, f. 9. sept- ember 1976, fyrrverandi eigin- maður Þorbjörn Guðbrands- son, f. 1972, börn þeirra eru a) Eydís Katla, f. 2004, b) Dag- mar Eva og Ásbjörn Ari, f. 2008. Magnús og Guðbjörg byrjuðu búskap á Akureyri, en seinna bjuggu þau á Höfn í Hornafirði og síðustu áratug- ina í Reykjavík. Magnús lauk námi í ketil- og plötusmíði frá Iðnskólanum á Akureyri árið 1954. Sveinspróf tók hann hjá vélsmiðjunni Atla á Akureyri árið 1957 og meistararéttindi fékk hann nokkrum árum síð- ar. Magnús vann yfir 50 ár við járnsmíðar og síðustu áratug- ina vann hann hjá vélsmiðjunni Héðni, þar vann hann til árs- loka 2009 eða til 73 ára aldurs. Útför Magnúsar Jóhannesar fer fram frá Seljakirkju í dag, mánudaginn 21. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. 1926. Börn Magn- úsar og Guð- bjargar eru: 1) Ólöf sjúkraliði, f. 22. júní 1961, gift Sigurði Malmquist, f. 1961, börn þeirra eru a) Selma, f. 1982, á hún eina dóttur, Ólöfu Maren, f. 2002, sambýlis- maður Selmu er Logi Geir Harð- arson, f. 1972, börn hans eru Tryggvi Þór, f. 1996, Anna Lind, f. 2001, Hildur Helga, f. 2003, b) Ingibjörg Ragna, f. 1990, og c) Magnús Már, f. 1995. 2) Reynir matreiðslu- meistari, f. 29. ágúst 1963, kvæntur Ingibjörgu Halldórs- dóttur, f. 1973, börn þeirra eru a) Halldór, f. 1998, b) Guð- björg, f. 2000, og c) Svanhild- ur, f. 2003. 3) Stefán Ágúst Elsku pabbi okkar. Nú er ferðalagið á enda og síðasti flutningurinn að veruleika orð- inn. Mikið hefðum við viljað hafa þig lengur hjá okkur en veikindin voru búin að draga allan mátt úr þér. Þinn tími var kominn til að fara á betri stað. Takk fyrir húmorinn, handlagn- ina, sögurnar um gamla tíma og öll listaverkin. Við söknum þín öll. Englar guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn en minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökk- um virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. (Denver/Guðrún Sigurbjörns- dóttir.) Þín börn, Ólöf, Reynir, Stefán og Halldóra. Elsku afi okkar, takk fyrir allt afi, takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér þegar við vorum með þér og ömmu. Við gerðum ýmislegt saman, t.d. fórum við í fjöruferðir, vorum saman á Dalvík á fiskidaginn og keyrðum með ykkur ömmu til Akureyrar. Best var að koma heim til ykkar ömmu þar sem við fengum kræsingar að hætti ömmu og afa. Við munum aldrei gleyma þér. Þú verður alltaf til staðar í hjörtum okkar. Nú pössum við ömmu fyrir þig. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Hjartans þakkir fyrir allt. Ragnhildur Eir, Magnús Jóhannes og Elísabet Rún Stefánsbörn. Magnús Jóhannes Stefánsson Mig langar með nokkrum orðum að minnast frænda míns, Arnar Jóhannes- sonar eða Edda frænda, eins og við kölluðum hann í fjölskyld- unni. Maður veit varla hvar á að byrja, því öll ferðalögin, veiði- Örn Jóhannesson ✝ Örn Jóhann-esson var fæddur í Reykjavík 23. ágúst 1942. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 25. febrúar 2011. Útför Arnar fór fram frá Dómkirkj- unni 10. mars 2011. ferðirnar og allt það skemmtilega sem við gerðum með honum er óteljandi. Hann hefur horft á okkur öll þroskast og full- orðnast, eignast maka og börn og alltaf hefur hann verið til staðar. Eddi frændi var mikill göngumaður og vissi margt um okkar fallegu náttúru. Lærðum við af honum nöfn á fjöllum, vötnum og veg- um og oft koma mjög skemmti- legar minningar upp í hugann þegar maður keyrir um Ísland. Afmælisveislurnar hans voru alltaf jafn yndislegar, þar sem hann kom allri fjölskyldunni saman, bauð upp á pitsu og skemmtilegar umræður um hvað sem var. Eftir að ég og fjölskylda mín fluttum til Nor- egs, þá skoðaði hann landakort, las sér til um bæinn sem við bú- um í og vissi töluvert meira en ég sjálf um bæinn okkar. Í sam- tölunum okkar góðu í símann, sagði hann ýmsar skemmtilegar fréttir frá Íslandi. Hann var ein- staklega góður við okkur öll systkinabörnin og síðan einnig við okkar börn. Megi minningin um yndislega frændann okkar hann Edda ætíð lifa í hjörtum okkar. Kær kveðja. Þín frænka, Erla Lind og fjölskylda. Nú hefur Jóhann Einarsson, bróðir, mágur, frændi farið á braut nýrra ævintýra þar sem hún Helga Hansdóttir móðir okkar hefur tekið vel á móti honum. Á svona óvæntum tímamótum fljúga óteljandi minningar og hugsanir um huga okkar, minn- ingar um góðan dreng sem ætíð var reiðubúinn og tilbúinn til að- stoðar og hjálpar fyrir aðra. Það eru svo margar ánægju- stundirnar sem við bræður höf- um átt í gegnum tíðina, þegar við vorum litlir í Kópavogi og fluttum með móður okkar í Garðabæinn fyrir um 40 árum, í Jóhann Einarsson ✝ Jóhann Ein-arsson fæddist í Reykjavík 25. mars 1961. Hann lést 25. febrúar 2011. Útför Jóhanns var gerð frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 7. mars 2011. Hvannalundinn þar sem við áttum sam- an svo mörg góð ár á uppvaxtarárum okkar. Jóhann var ávallt sá úrræða- góði af okkur bræðrum, hann átti svo auðvelt með að læra, tileinkaði sér allar nýjungar svo hratt og gat aðstoð- að okkur hina með okkar vandamál. Handlagni Jó- hanns varð eftirtektarverð hvort sem var í garðvinnu, smíða- vinnu, bílaviðgerðum eða tölvu- málum, alltaf var hann Jói með allt á hreinu og lausnir til staðar fyrir okkur hina. Framtakssemi, dugnaður og lagni kom vel fram hjá Jóhanni þegar hann keypti sína fyrstu íbúð í Reykási, ungur að árum, fokhelda íbúð og þegar Jóhann fótbrotnaði í miðju kafi við framkvæmdir í íbúðinni þá lét hann það ekki aftra sér í að vinna múraravinnu til að halda áfram með nýju íbúðina sína sem var glæsileg og bar merki um mikla handlagni. Jóhann var ætíð mjög um- hyggjusamur, móðir okkar naut þeirrar umhyggju ríkulega og litlir frændur og frænkur hænd- ust alltaf að Jóhanni og var hann alltaf tilbúinn í leik með þeim. Á síðari árum varð lengra á milli okkar bræðra og samveru- stundir færri en áður, því fylgir sannarlega eftirsjá í dag, en ávallt var vinskapur okkar góð- ur, ávallt fjör og heitar umræð- ur sem gott er að minnast. Jó- hann var hvers manns hugljúfi, gaf mikið af sjálfum sér til að öðrum líkaði og liði betur en hugsaði kannski minna um sjálf- an sig og sínar þarfir. Fyrir allnokkrum árum kynntist Jóhann sambýliskonu sinni, Vilborgu, nutu hún og börnin hennar allrar þeirrar um- hyggjusemi og alúðar sem ein- kenndi Jóhann alla hans tíð. Við vottum Vilborgu og börnum hennar okkar dýpstu samúð. Við kveðjum góðan dreng, Jóhann Einarsson. Helgi Einarsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.