Morgunblaðið - 24.03.2011, Side 4
4 24. mars 2011finnur.is
Sjónvarpið hefur nýlokið við aðsýna matreiðsluþætti Yesmine,Framandi og freistandi, þar semhún eldaði indverska og arabíska
rétti. Þættirnir fengu mikið áhorf og
Yesmine hefur fengið góð viðbrögð við
þeim. Þegar hún er spurð hvort erfitt sé að
fá hráefni í þessa eldamennsku hér á landi
svarar hún því neitandi. „Mér finnst mjög
skemmtilegt að fara í búðir og fer gjarnan
á milli þeirra. Í sumum verslunum er
meira og ferskara úrval en í öðrum en yf-
irhöfuð finnst mér auðvelt að fá gott hrá-
efni. Yfirleitt er ég með í huga hvað mig
vantar en ég mætti vera duglegri að fara
með innkaupalista. Framandi krydd fæst
orðið víða og mér finnst ekki erfitt að finna
það. Stundum kaupi ég grunninn að mat-
argerðinni í ódýrustu búðinni en fer síðan í
Asíuverslun til að kaupa eitthvað sérhæft.
Allt það hráefni sem ég var með í þátt-
unum mínum er auðvelt að fá í flestum
verslunum,“ segir Yesmine. Hún segist
nota Asíuverslanir minna en áður vegna
þess hvað margt fáist í stórmörkuðum.
„Stundum fer ég í heilsubúðir ef ég er
að leita að einhverju sérstöku. Ég nota
mikið af ferskum kryddjurtum og það hef-
ur gengið vel að finna þær. Ég veit hvar
þær eru ferskastar og bestar. Ég elti uppi
gæðin og keyri á milli verslananna,“ segir
matgæðingurinn.
Svíar langt á eftir
Yesmine segir að vissulega sé mjög mik-
ið úrval í verslunum í Svíþjóð en það hrá-
efni sem hún notar sé fjölbreyttara hér á
landi. Það eru frábærir grænmetismark-
aðir í Svíþjóð en Svíar eru ekki mikið að
elda framandi mat. Þeir eru langt á eftir
Íslendingum hvað það varðar. Mér finnst
þeir varla vera búnir að uppgötva ind-
verska matreiðslu enn. Íslendingar eru
opnari gagnvart öllu sem er framandi og
óhræddari við að prófa nýjungar,“ segir
Yesmine.
Hún segist vera mjög ánægð með ís-
lenskar verslanir og þær séu alltaf að bæta
sig. „Indversk matargerð er heilsubæt-
andi. Í henni er notuð jógúrt í stað smjör
og rjóma, eins og algengt er í skandinav-
ískri matargerð. „Indverjar nota reyndar
indverskt smjör en það er ólíkt því ís-
lenska og þess vegna notar maður frekar
olíur.“
Bók í Svíþjóð
Yesmine er að vinna að nýrri bók sem
mun koma út í Svíþjóð og segir að það sé
spennandi.
„Þar sem Svíar eru byrjendur á þessu
sviði þarf bókin að vera öðruvísi en sú sem
ég gaf út hér á landi. Ég þarf að byrja á
grunninum og taka skref fyrir skref. Það
eru ekki til margar indverskar mat-
reiðslubækur í Svíþjóð. Ég þarf líka að
kynnast markaðnum aðeins betur því hann
er allt öðruvísi en sá íslenski. Ég laga mat-
argerðina að Norðurlandabúum,“ segir
Yesmine og samþykkir að Íslendingar séu
mikið fyrir sterkan mat. „Vegna þess
hversu kalt og dimmt er þá gefur kryddið
okkur orku.“
Yesmine hefur verið ráðgefandi fyrir
mörg veitingahús hér á landi. Auk þess
hefur hún verið með námskeið í Turninum
og eldað þar á indverskum dögum. Ég vil
læra meira áður en ég held áfram á því
sviði og finna út hvar styrkleikur minn
liggur. Ég verð þó með eitt námskeið í
Turninum 12. apríl.“
Í apríl ætlar hún að kenna Bollywood-
dans í Selma Spa í Sunne í Svíþjóð sem er
eitt stærsta og vinsælasta heilsuræktarhús
á Norðurlöndum. Þar fyrir utan ætlar hún
að elda indverskan mat með mat-
reiðslumönnum staðarins og í boði verður
indverskt heilsunudd, svo segja má að nóg
sé um að vera hjá henni um þessar mund-
ir.
elal@simnet.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Í sumum verslunum er meira úrval en í öðrum, en yfirhöfuð finnst mér auðvelt að fá gott hráefni,“ segir Yesmine Olsson matgæðingur, hér við
grænmetisborðið í verslun Nóatúns. Hún vinnur nú að gerð matreiðslubókar sem kemur út í Svíþjóð á næstunni.
Mikið úrval hráefnis
í framandi rétti
Yesmine Olsson, matgæðingur velur sjálf það besta og ferskasta
Yesmine Olsson, matgæðingur og líkamsræktarkennari, er nýkomin frá Svíþjóð þar sem hún lagði
grunn að nýrri matreiðslubók fyrir Svía. Auk þess kenndi hún Bollywood-dans og verður framhald á
því í apríl. Þótt hún sé uppalin í Svíþjóð lítur hún á Ísland sem heimalandið.
Bónus
Gildir 24.-27. mars verð nú áður mælie. verð
G.v. ferskur grísabógur ................ 495 598 495 kr. kg
G.v. ferskar grísakótelettur .......... 795 898 795 kr. kg
K.s. frosið lambalæri í sneiðum ... 1.298 1.398 1.298 kr. kg
Pepsi, 4x2 l ............................... 698 860 87 kr. ltr
Smjörvi, 300 g .......................... 198 240 660 kr. kg
Úrvals flatkökur, 5 stk................. 98 111 98 kr. pk.
Bónus ferkst ókr. lambalæri ........ 1.359 1.398 1.359 kr. kg
SS ferskt ókryddað lambafillet .... 2.998 3.598 2.998 kr. kg
Bónus pylsur ............................. 599 719 599 kr. kg
Bónus tómatsósa, 460 g............ 129 159 280 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 24.-26. mars verð nú áður mælie. verð
Svínakótelettur úr kjötborði......... 898 1.458 898 kr. kg
Nauta innralæri úr kjötborði ........ 2.498 3.298 2.498 kr. kg
Hamborgarar 4x80 g m/brauði ... 576 680 576 kr. pk.
Kalkúnasneiðar frá Ísfugli ........... 1.209 1.727 1.209 kr. kg
Kalkúnabringur, frosnar .............. 2.396 3.194 2.396 kr. kg
FK lambasaltkjöt, blandað.......... 899 1.198 899 kr. kg
Kjúklingastrimlar frá Matfugli ...... 1.973 2.631 1.973 kr. kg
Hagkaup
Gildir 24.-27. mars verð nú áður mælie. verð
Holta kjúklingabr., úrb., ferskar ... 2.099 2.798 2.099 kr. kg
Holta kjúklingavængir, ferskir ...... 337 449 337 kr. kg
Holta kjúklingaleggir í texaslegi ... 664 949 664 kr. kg
Jói Fel lambalæri, úrb., fyllt ......... 1.994 2.659 1.994 kr. kg
Íslandsgrís, hakk ....................... 699 998 699 kr. kg
Myllu epla- og kanilhringur ......... 799 999 799 kr. stk.
Myllu baguette brauð, 400 g ...... 199 299 199 kr. stk.
Myllu kornbrauð......................... 249 499 249 kr. stk.
Svali 1 l, 2 teg. .......................... 99 169 99 kr. stk.
Kostur
Gildir 24.-27. mars verð nú áður mælie. verð
Goði parísarskinka..................... 1.539 2.198 1.539 kr. kg
Kostur grísasnitsel ..................... 1.274 1.698 1.274 kr. kg
Goði skinka............................... 329 419 329 kr. stk.
Bauta bjúgu, 4 í pk., 740 g......... 349 419 349 kr. pk.
BY blandaðir ávextir, 432 g......... 159 229 159 kr. stk.
Ýsubitar roð-/ og beinl., 1 fl. ....... 898 1.298 898 kr. kg
Epli Royal Gala .......................... 189 249 189 kr. kg
Krónan
Gildir 24.-27. mars verð nú áður mælie. verð
Ungnauta Rib Eye ...................... 2.799 3.998 2.799 kr. kg
Grísakótelettur........................... 749 1.498 749 kr. kg
Lambalæri ................................ 1.258 1.398 1.258 kr. kg
Núðlur m. kjúklingi..................... 629 898 629 kr. kg
SS bláberja lambalæri, hálf.úrb. . 1.898 2.378 1.898 kr. kg
Don Enrigue tapas álegg ............ 398 498 398 kr. pk.
Kjötb. saltað folaldakjöt ............. 479 798 479 kr. kg
Kjötb. reykt folaldakjöt ............... 479 798 479 kr. kg
Pedigree hundamatur, 3 kg......... 1.498 1.675 1.498 kr. pk.
Pedigree þurrmatur, kjúkl., 3 kg... 1.498 1.675 1.498 kr. pk.
Nettó
Gildir 24.-27. mars verð nú áður mælie. verð
Ferskt lambasnitsel í raspi .......... 1.499 1.998 1.499 kr. kg
Ferskt lambakótilettur í raspi....... 1.499 1.898 1.499 kr. kg
Ísfugl kalkúnanuggets, 800 g ...... 749 1.498 749 kr. pk.
Ferskt grísasnitsel ...................... 998 2.049 998 kr. kg
Ferskt grísakótelettur.................. 998 2.049 998 kr. kg
Opal fersk laxaflök m/roði, beinl. 1.780 2.198 1.780 kr. kg
Vínber rauð, 500 g ..................... 199 399 199 kr. pk.
Red Rooster orkudrykkur ............ 79 99 79 kr. stk.
Betty C. pönnukökumix, 155 g.... 299 349 299 kr. pk.
Fótboltamyndir, enski, 6 stk........ 99 199 99 kr. pk.
Nóatún
Gildir 24.-27. mars verð nú áður mælie. verð
Grísa Spare Ribs........................ 599 798 599 kr. kg
Grísalundir ................................ 1.599 2.298 1.599 kr. kg
Nautafillespjót m/ grænmeti ...... 898 998 898 kr. stk.
Lambafille m. fiturönd................ 2.999 3.598 2.999 kr. kg
Ungnauta piparsteik .................. 3.191 3.989 3.191 kr. kg
Holta kjúklingalundir .................. 2.158 2.698 2.158 kr. kg
Kjörís fjörís súkkulaði, 2 l ............ 598 739 598 kr. pk.
Hvítlaukshringur ........................ 299 554 299 kr. stk.
Samkaup/Úrval
Gildir 24.-27. mars verð nú áður mælie. verð
Kjötborð lambalærissneiðar........ 1.498 1.875 1.498 kr. kg
Kjötborð lambafile m/fitu ........... 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Kjötborð lamba grillleggir............ 895 1.098 895 kr. kg
Kjötborð lambahryggur, mjór ....... 1.298 1.595 1.298 kr. kg
Coop hindberjaterta, fr., 430 g.... 599 799 599 kr. stk.
Coop broccoliblanda ,750 g ....... 298 389 298 kr. pk.
Coop bláber stór, 250 g ............. 239 299 239 kr. pk.
Coop pasta skrúfur, 500 g.......... 129 189 129 kr. pk.
Kletta vatn – sítr./lime, 0,5 l ....... 99 128 99 kr. stk.
Kletta gos Cola, 0,5 l ................. 99 128 99 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 24.-27. mars verð nú áður mælie. verð
Ísfugls kjúklingur, heill ................ 811 1.159 811 kr. kg
Egils Pepsi Max ......................... 159 223 159 kr. ltr
Dolmio Class. pastasósa, 500 g . 398 465 796 kr. kg
Barilla Fuldkorn spaghetti, 500 g 269 315 538 kr. kg
Toffypops kex, 120 g .................. 155 185 1.292 kr. kg
Daloon kínarúllur, 720 g............. 798 998 1.109 kr. kg
Lu Bastogne kex, 260 g.............. 339 398 1.304 kr. kg
Blue Drag. Hoi Sin sósa, 250 ml . 292 365 1.168 kr. ltr
Blue Dragon rautt karrím., 220 g. 498 625 2.264 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Eggert
Chili-pipar
Hvítlaukur
Ferskt kóríander
Hrein jógúrt
Hunang
Alltaf í
innkaupakörfunni