Morgunblaðið - 24.03.2011, Side 6
fasteignir Langabúð á Djúpavogi er eitt elsta hús landsins, reist árið 1790, ogvar lengi aðsetur danskra kaupmanna sem hér á landi höndl-uðu. Í áranna rás hefur verið margvísleg starfsemi íhúsinu en nú er þar menningar-starfsemi; söfn um Ríkarð Jónssonmyndskera og Eystein Jónsson
ráðherra.
Íslensk hús
Langabúð
Rúmlega 20 þúsund
manns njóta skattaaf-
sláttar í ár vegna
framkvæmda við eigið
íbúðarhúsnæði á sl.
ári. Tekjuskattsstofn
allra sem fóru út í
framkvæmdir getur í
mesta lagi lækkað um
tæpa 3 milljarða en
þar sem hámark er á
skattafrádrætti hvers
gjaldanda og tekjur fólks mismunandi er ekki
vitað hversu mikla skatta ríkið í raun gefur
eftir vegna þessa verkefnis. Einstaklingar og
félög hafa fengið 1,9 milljarða í endurgreiðslu
virðisaukaskatts vegna vinnu á bygging-
arstað við íbúðarhúsnæði í fyrra. Það er held-
ur meiri endurgreiðsla en árið á undan en
nærri tvöfalt meira 2008. Endurgreiðsla virð-
isaukaskatts var aukin úr 60% í 100% í mars
2009. Virðisaukaskattur var í heildina greidd-
ur af 7,5 milljarða króna vinnu, samkvæmt
upplýsingum Ríkisskattstjóra.
1,9 milljarðar endurgreiddir
Um 20 þúsund
manns fá
skattaafsláttinn
Áætlaðar fjárfestingar og framkvæmdir á
vegum Reykjavíkurborgar í ár eru pakki upp á
hálfan sjöunda milljarð kr. Þetta kom fram á
Mannvirkjaþingi Samtaka iðnaðarins sl.
föstudag. Útgangspunkturinn er, skv. Degi B.
Eggertssyni formanni borgarráðs, að fram-
kvæmdir séu mannaflsfrekar og skapi tekjur
og störf í framtíðinni. Meðal helstu verkefna
er frekari uppbygging Sæmundarskóla í Graf-
arholti og Norðlingaskóla.
Margþætt verkefni framundan
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss
Framkvæmdir
borgarinnar 6,5
milljarðar kr. í ár
Íjanúarhefti Bo Bedre var innlit á heimili Katriarsem vakti mikla athygli. Smekklegt heimili hennarhefur orðið mörgum uppspretta hugmynda eftir aðblaðið kom út. Hún segist hafa fengið afar jákvæð
og góð viðbrögð við greininni. Katri vakti fyrst athygli
sem stílisti í Húsum og híbýlum en síðan í sjónvarpsþátt-
unum Innlit/útlit á Skjá einum. Síðan hefur hún aðstoðað
viðskiptavini Tekk Company og tekið að sér einkaráðgjöf.
Katri er finnsk en flutti til Svíþjóðar þegar hún var
fimm ára. Hún hefur búið hér á landi í 27 ár.
Katrí segir að litlir hlutir geti skipt miklu máli þegar íbúð er sett á sölu.
„Það getur borgað sig að mála í ljósum litum og fækka hlutum í kringum
sig. Of mikið af alls kyns ólíkum hlutum getur virkað illa á ókunnugt fólk.
Ég get nefnt sem dæmi að ekki er gott að vera með mikið af skófatnaði í
forstofu. Betra er að setja skóna inn í skáp og hafa rýmið meira. Anddyrið
er andlit hússins. Einnig er afar mikilvægt að ganga frá hlutum en oft vill
dragast að klára eitthvað smávægilegt,“ útskýrir Katri.
„Fólk er hrifnara af björtum íbúðum en dökkum. Þess vegna er ákjós-
anlegt að leyfa birtunni að njóta sín.“
Ekki baka köku
„Ef íbúðin er skoðuð að kvöldi ætti að kveikja á kertum, setja blóm í
vasa og raða fallegum púðum á áberandi staði. Hér áður fyrr var stundum
sagt að sniðugt væri að baka köku og hafa bökunarilm í húsinu. Ég heyrði
nýlega að í Svíþjóð væri talað um að ef ilmandi kökur tækju á móti vænt-
anlegum kaupendum teldu þeir að eigendur væru að fela eitthvað. Svo
það þykir ekkert sniðugt lengur.
Ég aðstoðaði systur mína, sem býr í Svíþjóð, nýlega við að standsetja
húsið hennar fyrir sölu. Við máluðum veggi ljósa, fækkuðum hlutum og
lögðum áherslu á þetta bjarta útlit. Þetta er parhús og hún
hafði búið þarna í átján ár. Þessar litlu framkvæmdir sem
við fórum í virkuðu svo vel að rifist var um húsið sem seldist
síðan langt yfir því verði sem sett var á það. Húsið virtist
líka höfði til bæði yngri og eldri kaupenda. Flestir höfðu orð
á hversu bjart og notalegt húsið væri. Það skipti því gríð-
arlega miklu máli að gera þessar litlu breytingar,“ segir
Katri og bætir við að þær hafi ekki verið kostnaðarsamar.
Sjálf hefur hún flutt oft á milli hverfa á Íslandi og hefur
tvívegis byggt nýtt hús. „Ég gæti alveg hugsað mér að byggja aftur. Mér
finnst svo skemmtilegt að hanna og skipuleggja,“ segir hún ennfremur.
Í Svíþjóð eru það fasteignasalarnir sem sjá um að sýna þær eignir sem
eru á sölu. Einnig tíðkast að þegar fólk hefur gert kauptilboð fær það fag-
menn til að skoða húsið. Það telur Katri að sé mjög góður öryggisventill
fyrir kaupendur.
Hugsa þarf til framtíðar
Katri hefur bæði verið beðin um að skoða íbúðir með væntanlegum
kaupendum og hjálpað fólki að stílisera fyrir sölu. „Það getur margborgað
sig að mála veggi ef þörf er á því. Einnig tel ég að fólk ætti að reyna að
kaupa frekar stærri íbúðir en minni þegar um fyrstu íbúð er að ræða. Það
er mjög dýrt að flytja og betra að hugsa til framtíðar. Að auki er nauðsyn-
legt að huga að nágrenninu, t.d. leikskóla og grunnskóla eða hvort mikil
umferð sé í hverfinu. Loks get ég nefnt með tilliti til hve bensínverð er
orðið hátt að gott er að búa nálægt vinnustað. Annars hef ég á tilfinning-
unni að leigumarkaðurinn eigi eftir að eflast hér á landi, líkt og tíðkast í
Svíþjóð. En fyrir þá sem eru að setja á sölu ætti reglan að vera sú að
minna er meira,“ segir Katri.
elal@simnet.is
Katri Raakel Tauriainen stílráðgjafi ráðleggur fólki sem er í söluhugleiðingum
Ljósir litir selja íbúðina
Morgunblaðið/Sigurgeir S
„Mér finnst skemmtilegt að skipuleggja,“ segir stílistinn Katri Tauriainen sem hvetur fólk til að ganga frá öllu smálegu áður en íbúð fer í sýningu og sölu.
Ef íbúðin er skoðuð
að kvöldi ætti að
kveikja á kertum,
setja blóm í vasa og
raða fallegum púð-
um á áberandi staði.
F A S T E I G N A S A L A N
fasteign . i s
Ólafur B Blöndal Lögg. fasteigna- fyrirtækja og skipasali.
Suðurlandsbraut 18 • Reykjavík • Fax 5 900 808 5 900 800☎ Ólafur B Blöndal. Lgf.20 ára starfsreynsla
Viltu selja – Viltu kaupa – Viltu leigja
LAUSNIN ER fasteign.is